Vísir - 03.06.1975, Side 16

Vísir - 03.06.1975, Side 16
Hún keyrir strœtó — meðan eigin- maðurinn hugsar um heimilið „Fólkiö er mjög vingjarn- legt og ég hef ekki yfir neinu að kvarta”, sagði fyrsti kven- bílstjórinn hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, þegar Vísir hafði tal af henni eftir tveggja daga reynslu hennar I starf- inu. Marfa er 28 ára gömul, eiginkona og tveggja barna móðir. Sagðist hún áður hafa unnið við skrifstofustörf hjá Trésmíðafélagi Reykjavfkur. Tók hún meirapróf og rútupróf i tómstundum sfnum f vetur, þvf að hún hefur hug á aö ger- ast ökukennari I framtfðinni. En Maria verður að biða tvö ár eftir ökukennararéttindum. Fannst henni tilvaiið að nota réttindi sin sem rútublistjóri og gæti það veriö skemmtileg tilbreyting aö vinna sem strætóbllstjóri. Einnig eru launin eitthvað hærri. Eiginmaður Marlu, sem er kennari á veturna, gætir nú bús og barna og dyttar að hús- inu þeirrá, þcgar færi gefst og segist hann ánægður með þessi hlutverkaskipti. HE Biðröðin við Áburðar- verksmiðju ríkisins þótti mjög löng í gærmorgun, en í morgun var hún samt orðin helmingi lengri. Þar stóðu þá 116 flutningabílar, þar af 40 frá í gær. Var röðin nær kílómetri að lengd, þegar afgreiðsla hófst í morg- un. „Helzt hefði ég þurft að geta farið tvær ferðir með áburð héðan á einum degi. Það væri lika hægt undir venjulegum kringumstæðum. Það er þvi ólýsanlega dapurlegt að fýlgja þessari löngu biðröð og þurfa að sitja hér fastur i tvo daga til að ná út einum bilfarmi,” and- varpaði einn bilstjóranna, sem Visir haföi tal af. Um 60 manns vinna við að ferma bilana og mun afgreiðsla i Aburðarverksmiðjunni aldrei hafa gengið eins hratt fyrir sig og i góða veðrinu i gær og i morgun. Afgreiðslumennirnir komast þó ekki yfir að afgreiða meira en 700 tonn á dag, en þeg- ar afgreiðsla hófst I gærmorg- un, voru til um 5 þúsund tonn af sekkjuöum áburði. Afgreiðslumennirnir sextíu eru þeir einu, sem eru við störf hjá Áburðarverksmiðjunni eins og sakir standa, og eru þeim ákveðin takmörk sett: þeir mega ekki vinna neina yfir- vinnu. Sömu sögu er að segja hjá Sementsverksmiðju rikisins. Það eru engir að störfum i sjálfri verksmiðjunni á Akra- nesi. Einu mennirnir, sem eru þar við störf, eru afgreiðslu- mennirnir við Sæviðarhöfða, en þeir eru nú verkefnalausir. Sementið er á þrotum. Þeir fara þvi sjálfsagt heim aftur og halda áfram verkfalli. Þegar Visir hafði samband við Kísiliðjuna við Mývatn i morgun, var þær upplýsingar að fá, að þar væru aðeins að störf- um tólf manns. Vinna þeir við dælingu, en við það verk starfar sami fjöldi undir venjuiegum kringumstæðum. —ÞJM HITAVEITAN LÍKA STOPP ,,Við náðum ekki hálfum afköstum i gær með þvi litilræði af se- menti, sem okkur var skammtað. Og núna er allt stopp á nýjan leik og starfsmenn Steypu- stöðvarinnar hf., sjötiu talsins, aðgerðarlaus- ir,” sagði sá, er varð fyrir svörum, þegar Visir hringdi á skrif- stofu fyrirtækisins i morgun. Steypustöðin hf. lét megnið af sinni steypu renna til hitaveitu- framkvæmda, en þær fram- kvæmdir — eins og raunar svo margar aörar framkvæmdir — eru nú orðnar talsvert á eftir á- ætlun vegna skorts á steypu. Á myndinni hér til hliðar má sjá bil frá Steypustöðinni hf. renna steypu í hitaveitustokk i Garðahreppi. Það var hluti aðalæðarinnar, en ístak hf. er verktakiþess hluta. „Það hefur litið sem ekkert verið hægt að vinna að hita- veitulögninni siðan skrufað var fyrir steypuna,” sagði Sigfús Thorarensen hjá ístak i viðtali við VIsi i morgun. Kvað hann það hafa verið óhjákvæmilegt að segja upp mönnum, sem ráðnir höfðu verið til vinnu við hitaveitulögnina. Ýmsar fleiri uppsagnir hafa einnig átt sér staðhjá fyrirtækinu vegna yfir- standandi erfiðleika af völdum verkfallsins. „Skorturinn á steypu hefur gert það m.a. að verkum, að all- ar framkvæmdir okkar við höfnina f Þorlákshöfn eru að mestu lamaðar og sömuleiðis framkvæmdir okkar við Mjólká,” sagði Stefán. Og hann gat þess ennfremur, að brúar- gerð I Flóanum gæti ekki farið af stað fyrr en verkfallið leyst- ist. —ÞJM Þriðjudagur 3. júnl 1975 W ASI og vinnuveitendur í „sömu sporum" og í byrjun BEÐIÐ EFTIR ÁBURÐI: Biðröðin kílómetri að lengd — sementið búið — Aðeins unnið við dœlingu hjá Kísiliðjunni við Mývatn vísir tV o Vinnuveitendur vilja miða kaupvísitölu við viðskiptakjör Þeir standa i sömu sporum og i upphafi samningaviðræðn- anna, ASí-menn og vinnuveitendur, þrátt fyrir samningafundina. í gær var þjarkað um efnahagsmál á fundi, sem stóð i um þrjár og hálfa klukkustund. Vinnuveitendur vilja helzt ræða um visitölubindingu i breyttu formi frá þvi, sem var. Vlsitalan er, sem kunnugt er, ekki ”1 sambandi”. Vinnuveit- endur hafa leitað að „umræðu- grundvelli” um þetta mál, en hann finnst ekki. Þeir hafa boð- ið, að visitölubindingin mundi að miklu leyti byggjast á þvi, hvernig viöskiptakjör íslands verða gagnvart útlöndum.’ Þannig mundu launþegar til dæmis fá kauphækkanir, ef við- skiptakjör breyttust okkur I hag. Vinnuveitendur höfnuðu kaupkröfum ASÍ I upphafi, og hefur sú staða ekki breytzt siðan. Ekkert gengur I viðræð- unum og allsherjarverkfall eftir 8 daga. —HH LÖGREGLAN STÓÐ FIMM ÞJÓFA AÐ VERKI Lögreglan stóð aðfaranótt laugardags nokkra þjófa að verki áöur cn þcir voru langt komnir með verknaði slna. Við Bæjarnesti var fjórtán ára unglingur gripinn eftir að hann hafði brotið rúðu i verzluninni. Hann viðurkenndi aö hafa ætlað inn i peningaleit og var ekið heim að þvi loknu. Þá var maður tekinn fyrir utan Glæsibæ sömu nótt og var sá önnum kafinn við að taka hjólkoppa undan bilum, sem þar hafði verið lagt. Aö lokum voru svo tveir inn- brotsþjófar teknir i verzlun- inni Krónunni við Mávahlið. Þessir ungu innbrotsþjófar voru þegar komnir inn i verzl- unina, er til þeirra náðist. Þeim var ekið á upptökuheim- ilið, þar eð þeir voru of ungir til að gista fangageymslurnar. —JB

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.