Vísir - 05.06.1975, Page 3

Vísir - 05.06.1975, Page 3
Vísir. Fimmtudagur 5. júni 1975 3 Treflar eru til margs nýti- legir Skýrsla um þyrluslysið komin til róðherra Öryggisnefnd FÍA gagn- rýnir rannsóknarnefndina Skýrslur vegna rannsóknar á 'þyrluslysinu á Kjalarnesi liggja nú fyrir, en hafa þó ekki fengizt birtar opinberlega enn. Rannsóknarnefnd flugslysa sá um rannsóknina og hefur hún nú skilaö heildarskýrslu um niöur- stöður til samgöngumálaráð- herra. Rannsóknarnefndin sætti strax við upphaf rannsóknar á flugslys- inu nokkurri gagnrýni vegna yfir- lýsinga sinna um umframþunga sem orsök slyssins, þótt rannsókn væri enn á frumstigi. öryggisnefnd Félags islenzkra atvinnuflugmanna sendi nefnd- inni bréf, þar sem störf hennar voru gagnrýnd, en hingað til hefur verið mjög hljótt um inni- hald þess bréfs, þar eð málið hefur verið viðkvæmt. Gunnlaugur Helgason flugmað- ur, formaður öryggisnefndarinn- ar var spurður um það, hvað nefndin hefði einkum gagnrýnt i sambandi við störf rannsóknar- nefndarinnar. „Einkum og sérilagi gagnrýnd- um við þá ákvörðun rannsóknar- nefndarinnar að birta yfirlýsing- ar um orsök flugslyssins, þegar rannsóknin var algjörlega á frumstigi. Slik vinnubrögð eru ekki liðinhjá neinu flugmannafé- lagi,” sagði Gunnlaugur. Gunnlaugur vildi ekki tjá sig um annað innihald bréfsins en sagði þó, að mest hefði þar verið fjallað um tæknilegar staðreyndir i sambandi við yfirlýsingar rann- sóknarnefndarinnar, sem birtust i blöðunum skömmu .eftir flug- slysið. Ekki náðist i Jóhannes Snorra- son, formann rannsóknarnefnd- arinnar, til að bera gagnrýni þessa undir hann, en Karl Eiriks- son, sem einnig á sæti i rannsókn- arnefndinni, sagðist ekki vilja tjá sig um umgetið bréf og aðra gagnrýni. „Við höfum komið skýrslu okk- ar til ráðuneytisins og er málið nú i höndum þess,” sagði Karl. „Fyrst og fremst var það illa liðið,. að rannsóknarnefndin skyldi láta frá sér fara yfirlýsing- ar um slysið, að allt að þvi órann- sökuðu máli. Ég tel jafnframt, að ýmsar af þeim fullyrðingum i sambandi við vigt vélarinnar, sem þar komu fram, hafi siðan verið afsannaðar,” sagði Halldór Friðriksson flugmaður, sem fylgzt hefur með rannsókn slyss- ins sem aðstandandi annars eig- anda vélarinnar, sem fórst i slys- inu. „Daginn eftir var jafnvel búið að grafa meginhluta þyrluflaks- ins i jörðu, sem þó er helzta sönn- unargagnið i málinu,” sagði Hall- dór Friðriksson. Þar eð skýrsla rannsóknar- nefndarinnar liggur ekki enn opinberlega fyrir hefur ekkert verið hægt að aðhafast i trygg- ingarmáli þyrlunnar. Engar tryggingar hafa enn verið greidd- ar vegna eignatjónsins. „Við sem þekkjum til flug- mánnanna erum sannfærð um, að eitthvað hafi komið fyrir þarna um morguninn er þyrluslysið varð. Þetta voru ekki menn, sem léku sér að því að stofna lifi sínu og annarra i hættu,” sagði Hall- dór Friðriksson. —JB FORSETINN FÆR NYJAN BENZ FYRIR KONUNGSKOMUNA Treflar I litum 1. deildar lið- anna i knattspyrnu eru nú seldir á flestum leikjum liðanna. Það er félag einstæðra foreldra, sem stendur fyrir prjónaskapnum. Jóhanna Kristjónsdóttir, for- maður félagsins, upplýsti: að þetta væri hugmynd, sem fjáröfl- unarnefnd félagsins undir forystu Stellu Jóhannsdóttur, hefði út- fært. Ljóst varð á siðastliðnu hausti, að lóðin, sem félaginu hafði verið úthlutað á Eiðs- granda, yrði tilbúin á næsta ári. Þessi fregn, sem var mjög gleði- leg, þýddi jafnframt, að gifurlegt átak i peningamálum þurfti að koma til. Þá kom fram hugmynd, sem reyndar er ekki alveg ný af nál- inni, um að koma hér upp þeirri treflastemningu sem rikir viða erlendis t.d. i Englandi. Hver maður skrýðist trefli félags sins og veifar honum og notar til að tjá tilfinningar sinar. Ekki tókst þó að koma sölunni af stað fyrr en handknattleiksvertiðin var úti. En ákveðið var að einbeita sér að 1. deildar knattspyrnunni i sumar. Fyrst voru treflarnir seldir uppi á Akranesi þ. 17. mai siðast- liðinn. Formaðurinn sagði, að fólk hefði fyrst og fremst verið undrandi, en alls ekki tekið þessu illa. Á landsleiknum milli Islands og Frakklands voru bláir og hvitir treflar seldir, og þá strax kom i ljós, að menn höfðu hugmyndir um hvernig mætti nota þá. Ætlunin er að selja á öllum 1. deildar leikjunum, a.m.k. i Reykjavik, Keflavik og á Akra- nesi. Fyrir þau 2. deildarfélög, sem þess óska, hefur félagið prjónað trefla, en ekki er ætlunin að mæta með þá til sölu á kappleikjum 2. deildar. Verðið á treflunum er 1000 kr. Það eru litirnir, sem eru á skyrt- um félaganna, sem ráða lit trefl- anna. Þetta á að auðkenna þau, en hins vegar eru ekki félags- merki i treflunum. Þeir, sem ekki eru iþrótta- áhangendur ættu þvi að geta fengið sér þessa flik til venju- legrar notkunar. —BA „Það náðist samkomulag um lagfæringu á samningum flug- virkja, sem vinna á jöröinni, hins vegar er ósamið við flugvél- stjóra,” sagöi Ragnar Karlsson, sem er i samninganefnd flug- virkja. Samningurinn gildir til 1. Glænýr forsetabill verður kominn á götuna timanlega fyrir komu Sviakonungs til landsins i næstu viku. Nýi forsetabillinn, sem er Mercedes Benz 280 SEL, kom til landsins fyrir stuttu og hefur siðan verið I frágangi hjá inn- flutningsfyrirtækinu. Búizt var við að hann kæmist á götuna i dag. Bill af þessu tagi kostar rúm- ar fimm milljónir með tollum. t þessu tilviki eru tollarnir þó felldir niður, þannig að verð bilsins verður i kringum 2 milljónir. Hingað til hafa forsetabilarnir verið amerfskir og er það þvi nýjung að islenzkur forseti aki um á þýzkum Benz. Bíllinn verður fyrsti forseta- bill en Buickbill, sem áður var i þvi sæti, færist niður i annaö sæti. Chevroletbill frá árinu 1969, sem áður var annar for- febrúar 1976 og eraðal lagfæring- in á honum fólgin i þvi, að samið var um að visitölubætur verði greiddar samkvæmt þeim samn- ingum, sem ASI kann að gera við VSÍ. „Ef bráðabirgðalög verða sett njótum við lika góðs af þeim,” sagði Ragnar. _EVI— setabill hefur verið afhentu Inn- kaupastofnun rikisins til sölu. Nýi forsetabillinn er fenginn til landsins nú óbeint vegna kon- ungskomunnar, er Buickbillinn, sem hann leysir af hólmi, kom hingað til landsins fyrir komu Margrétar Danadrottningar i hittifyrra. Þá komst billinn ekki á götuna fyrr en rétt fyrir komu drottn- ingar.en i þetta sinn verður nýi bfllinnheldur fyrr á ferðinni. Þó vannst ekki timi til að ryðverja hann fyrir komu konungsins, þar eð óttazt var að billinn mundi anga af ryðvarnarlykt, er konungurinn settist upp i hann á þriðjudaginn. —JB FLUGVIRKJAR FA LAGFÆRINGU Á SAMNINGUM Skjaldarmerkin flutt á nýja forsetabilinn. Hann kemst á götuna rétt mátulega til að taka á móti Sviakonungi á þriðjudaginn. —Ljósm.: Bragi. K.S.I. LANDSLEIKURINN I.S.I. ISLAND ÞYZKA ALÞYÐULYÐVELDIÐ fer fram á Laugardalsvellinum i kvöld Dómari: Í.M.D. FootefráSkotlandi Linuverðir: G.B. Smith & F. McKenzie frá Skotlandi Skólahljómsveit Kópavogs leikur frá kl. 19.30 e.h. Aðgöngumiðar eru seldir við tJtvegsbank- ann til kl. 18.00 og i Laugardal frá kl. 13.00 e.h. Knattspyrnumenn Þýska Alþýðulýðveld- isins eru meðal bestu knattspyrnumanna heims. fimmtudaginn 5. júni og hefst kl. 20.00. Úrslit i Magdeburg 1974 Þýska Al- þýðulýðveldið — ísland 1-1 Úrslit i Reykjavík 1975 ísland — Alþýðu- lýðveldið? (Það er spurning dagsins) Fjölmennið á völlinn og hvetjið isl. lands- liðið og látum „Áfram ísland” hljóma af röddum þúsundanna er heimsækja Laugardalsvöllinn i dag, sem hvatningu fyrir islenskum sigri. Knattspyrnusamband íslands.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.