Vísir - 16.07.1975, Side 16

Vísir - 16.07.1975, Side 16
VÍSIR Miðvikudagur 16. júlf 1975. ÍSLENZKA KRÓNAN ER HELDUR AÐ HRESSAST „Krónan okkar stendur betur að vlgi i dag gagnvart mörgum gjaldniiðium en eftir siðustu gengisfellingu,” sagði Ingvar Sigfússon hjá Seðlabankanum, er haft var samband við hann i morgun. Islenzka krónan hefur að visu sigið gagnvart dollaranum um 4,5%, en hefur hins vegar hækkað með tilliti til sænsks og þýzks gjaldmiðils. Brezka sterlings- pundið sigur stöðugt og greiðum við nú 342 krónur fyrir það i stað 358 i febrúar. Pesetinn, sem Spánarfarar verða að kaupa, hefur heldur lækkað miðað við islenzku krón- una. lOOpesetarnir voru 8 krónum dýrari I febrUar en nú er. Er Ingvar var spurður um gjaldeyrisstöðuna, sagðist hann einungis hafa öruggar tölur fyrir maimánuð. Þá hefði tekizt að bæta stöðuna um 963 milljónir. Reyndist Utkoman þá vera minus 1621milljón. Ef heildartölur fyrir fyrstu 5 mánuðina eru bornar saman við stöðuna i fyrra á sama tima, kemur i ljós, að gjaldeyris- staðan i ár var 2727 milljón krón- um betri. —B.A. Landspítalinn: ENGIN VERZLUN — vegna peningaleysis — Ver/.luninni hefur verið val- inn staður á sjúkrahúsinu og um- gjörð um hana er koruin upp, en það er peningaleysi, sem frekari framkvæmdir stranda á, sagði Georg Lúðviksson hjá skrifstofu Rikisspitalanna I viðtali við Visi i gær. SjUklingar á Landspitalanum og gestir, er þangað koma, hafa oftlega kvartað undan þvi, að þar skuli ekki vera söluop með helztu nauðsynjum eins og á hinum sjUkrahUsunum, Landakoti og Borgarspitalanum. Frumaðstaðan hefur verið fyrir hendi en sjálfa innréttinguna vantar. — Við vorum bUnir að fá fé til þessara framkvæmda, en þá voru teikningar ekki fyrirliggjandi. NU eru þær aftur á móti til, en þá vantarpeningana. Þaðer einfald- lega það margt, sem þarf að framkvæma á stórum spitala, að þetta hefur orðið að biða, sagði Georg LUðviksson. Georg LUðviksson sagði, að reikna mætti með, að innrétting i væntanlega verzlun i Landspital- anum kostaði um tvær milljónir, enda væri hUn fyrirhuguð öllu stærri en þær verzlanir, sem eru á hinum sjUkrahúsunum. — Kvennadeild Rauða krossins var þegar i upphafi boðið að reka umgetna verzlun. Þá bauð deildin að annast innréttingu, en þvi boði var hafnað, þar eð talið var, að sjUkrahúsið hefði tök á þeirri framkvæmd sjálft. Ég veit aftur á móti, að Kvennadeildin hefur itrekað boð sitt nú, þegar fram- kvæmdir við verzlunina hafa dregizt svona. Það mætti þvi bú- ast við, að bráðlega yrðu fram- kvæmdir við verzlunina hafnar, sagði Georg Lúðviksson hjá skrif- stofum Rikisspitalanna. —JB 14 ÍSLCNDINGAR EIGA LÖGHEIMILI í SIGÖLDU — og nœrri tvö hundruð Júgóslavar Skálarnir við Sigöldu eru annað og meira en svefnstaðir. Þeir cru lögheimili Júgóslav- anna, sem hér eru, að minnsta kosti langflestra þeirra, sam- tals nærri 200 manns. Þá hafa nokkrir íslendingar, alls 14, eignazt lögheimili þarna. i þessum hópi eru nokkur börn, 3 einhleypingar og þrenn hjón. Konurnar, sem dvelja þarna með mönnum sinum, munu allar vera ráðskonur. Börnin eru það ung að þau eru ekki komin á skólaskylduaidur. Sigöldusvæðið tilheyrir Asa- hreppi, en i þeim hreppi er 31 bær. Þessar upplýsingar feng- um við á sýsluskrifstofunni á Hvolsvelli. Júgóslavarnir, sem allir verða að eiga lögheimili hér á landi, munu vera á annað hundrað talsins með lögheimili i Ásahreppi. Ásahreppur fær þarna þvi enga smábúbót hvað opinber gjöld snertir. Hvort skattar og útsvör Islendinganna eru lægri þarna en til dæmis i Reykjavik tókst ekki að fá ná- kvæmar upplýsingar um, þar sem skattskráin er enn ekki komin. —B.Á. „ðrvar alls ekki heikrfrumumar" w — segir Friðrik Olafsson, 30 gráðu hita í Zurich Aðeins eru nú eftir þrjár um- ferðir I svissneska meistaramót- inu i skák, sem stendur yfir i Zúrich, en þar er Friðrik Ólafsson stórmeistari meðal þátttakenda. „Þetta hafa verið jafntefli og aftur jafntefli siðustu fjórar eða fimm umferðirnar”, sagði Frið- rik Ólafsson, þegar blaðamaður Visis náði tali af honum i sima i morgun. „Það virðist sama, hvað maður bitur á jaxlinn og leggur sig fram — vinningurinn lætur einhvern veginn á sér standa”, bætti hann við. 1 Zurich hefur verið óhemju heitt þessar vikurnar. í gær og I fyrradag mældist nitinn um 30 gráður... i forsælunni! Inni i sem teflir í rúmlega taflsalnum, þar sem keppendur hafa á orði, að loftræstingunni sé ábótavant, er hitinn meiri. Þegar Friðrik var spurður að bvf hvort hitinn bagaði hann, svaraði hann: „Ég get ekki hrósað þvi, að það hafi beinlinis örvandi áhrif á heilafrumurnar.” Efstur eftir 10 umferðir er Gar- cia frá Kúbu með 7 1/2 vinning. Númer tvö er KellerC Sviss) með 7 vinninga. Næstir með 6 vinninga allir eru Umzicker, Hug, Dúrch- stein og Tatai. Númer sjö er Langeweg með 5 1/2 vinning. Númer átta er Lombardi með 5 vinninga. Friðrik og Keene eru jafnir með 4 1/2 vinning hvor og aðrir koma svo þar á eftir. G.P. ORLOFSGREIÐSLURNAR Á LEIÐINNI í PÓSTI Aðstoð við innheimtu ef óskað er Ef orlofið þitt keinur ekki með skilum I pósti, skaltu fara með kvittanir þinar niður i orlofs- deildina i Pósthússtræti og spyrja, hvernig á þvi standi. Liklegasta skýringin er sú, að fyrirtækið, sem þú starfaðir hjá, hafi ekki innt þessar greiðslur af hendi til Pósts og sima, en þú færð þá aðstoð við að innheimta. Siðari hluti greiðslu orlofs er nú hafinn og Þorgeir Þorgeirs- son, deildarstjóri orlofsdeildar, sagði Visi I gær, að allt væri póstlagt og ætti að berast við- takendum á næstu dögum. Einn aðalvandi deildarinnar er, að fyrirtækin standa ekki öll i skil- um. — En við höfum nú fengið lögtaksúrskurð og vonum, að það ýti á eftir. Ef einhver fyrir- tæki hafa ekki gert skil, verður gengið á þau og peningarnir verða sendir út til þeirra, sem þá eiga að fá, jafnharðan og þeir berast til okkar. Ef fólki finnst biðtíminn orðinn eitthvað ó- venjulega langur, getur það leitað til okkar um aðstoð. Það þarf þá að koma til okkar með kvittanir eða uppgjör, þvi það þurfum við að hafa i höndunum við innheimtuna. —ó.T. Leiddist biðin og fór sjólfur af stað Mannlausum bil, sem stóð við Grensáskjör i gærdag, hefur sjálfsagt leiðzt biðin eftir eig- anda sinum. Hann fór af stað sjálfur, aftur á bak að visu, og stöðvaðist ekki fyrr en ofan I húsagarði. Mesta heppni er, að ekkert skyldi henda bilinn á leiðinni, þvi hann rann talsverða vega- lengd. Eigandinn hafði skilið hann eftir fyrir utan verzlunarhús- næðið. Billinn rann siðan niður bilastæði út á Grensásveginn, yfir umferðareyju, aftur yfir götuna hinum megin eyjarinn- ar, yfir gangstétt og hafnaði i garði við ibúðarhús. Það þarf liklega ekki að spyrja að upplitinu á eigandan- um, en hjálpfúsar hendur tóku sig fljótt til og bilnum var komið upp á götuna fljótlega aftur. —EA Þarna hafnaði billinn eftir aðhafa runnið talsverða vega- lengd aftur á bak. Mesta mildi, að ekki skyldi verr fara.Ljósm. Bragi. BERGENFARARNIR FÁ BARA 300 KR. NORSKARl l „Þetta er ákvörðun gjald- eyrisnefndarinnar með tilliti til hinnar stuttu viðdvalar”, sagði- Ingólfur Þorsteinsson hjá gjald- eyrisnefnd bankanna. Þar hefur sú ákvörðun verið tekin, að ís- lendingarnir sem fara utan til að fylgjast með landsleik ts- lands og Noregs fái 300 krónur norskar. Sú upphæð mun vera innan við 10.000 krónur. Guðni Þórðarson hjá Air Vik- ing sagðist vera mjög undrandi á þessari ákvörðun. ,,í minum huga er bara til einar gjald- eyrisreglur fyrir fólk, sem fer til útlanda”, sagði hann. Þess má raunar geta, að sam- kvæmt gjaldeyrisreglunum ber fólki að skila við heimkomuna þeim gjaldeyri, sem það hefur ekki komið i lóg i ferðinni.-BA ÁFRAM ÍSLAND — hundrað íslendingar fara utan til að horfa ó leikinn milli íslands og Noregs, sem verður í Bergen ó morgun Það verður ægilegt stuð i Nor- egsferðinni á morgun, en þá fer full vél af islcndingum til að horfa á leikinn milli Norðmanna og tslendinga, sem haldinn verður I Bergen, sagði Birgir Þorvaldsson, sem er gamal- reyndur KR-ingur. Ég ætla að selja islenzka fán- ann og gjallarhorn I vélinni á kostnaðarverði náttúrlega. Sið- anfer ég sjálfur með stóran lúð- ur, eins ogE .O.P.fyrrv. formað- ur KR notaði i gamla daga. Þannig útbúinn ætla ég að stjórna h\ tningarópunum og halda stemmningunni uppi, sagði Birgir. Lagt verður af stað kl. tiu I fyrramálið. Leikurinn er kl. sex að staðartima. Að leiknum lokn- um verður farið beint upp i rútu og keyrt út á flugvöll og flogið heim. Áætlaður komutimi til Reykjavikur verður ein- hvern tima um miðnætti, sagði Birgir. Þessar ferðir eru á vegum Air Viking og hafa rúmlega hundr- að og fimmtiu manns keypt sér far I ferðina og nokkrir eru ennþá á biðlista. HE Birgir Þorvaldsson vopnaður lúðri og Islenzka fánanum. Ljósm Bj.Bj.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.