Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Þriðjudagur 22. jiíll 1975 —163. tbl. „Tel að dísilbílarnir verði samt hagstœðari" — segir fulltrúi fjármúloráðuneytisins — baksíða Vili bjór í mánuð — banna brennivín — bls. 2 Hríktir í máttar- stólpum Sameinuðu þjóðanna — bls. 6 80 þúsund misstu heimili sín — 20 frusu í hel — bls. 5 Giftist erfingi Onassis í dag? — bls. 5 Fé seinna á afrétt í ár — bls. 3 Kvikmyndir — bls. 7 SKÝRSLA IÐNÞRÓUNARNEFNDAR KOMIN FRAM: HVETJA TIL AUKINNAR SAMVINNU FYRIRTÆKJA — Leggja á ráðin um þróunina nœstu árin Iðnþróunarnefnd, sem i sitja 5 menn, hefur lát- ið frá sér fara skýrslu u m uppby ggingu iðnaðar á næstu árum. • Fjallað er um viðfangsefni iðn- þróunar og er greint á milli þeirra áhrifa sem rikisvaldið hefur á starfsemi fyrirtækja og slðan þess frumkvæðis sem þau geta haft hvert fyrir sig. Þá er gerð grein fyrir sam vinnumálum iðnaðarins. Loks eru reifaðar þær hugmyndir, sem I dag eru uppi um nýiðnað. Iðnþróunarnefnd lýsir yfir ákveðinni stefnu I málefnum er snerta fyrirtækin, eins og til dæmis skatta- og tollamálum. Lýst er yfir áhuga á þvl að tekinn verði upp virðisaukaskattur, það er aðeins skattlagning á siðasta stigi framleiðslunnar. Nefndin telur nauðsyn á að fram fari reglubundin endurskoðun á toll- skrá en telur að lögin sjálf séu vel viðunandi. óskað er eftir þvi að skattfrjáls arðgreiðsla verði leyfð, að lögleyft verði almennt endurmat fjármuna, þannig að afskriftir þeirra svo og arðgjöf eigin fjár miðist við raunvirði. Þeir vilja einnig að reglur um endurmat og afskriftir af þvi verði einfaldar og auðveldar i framkvæmd og mótaðar af fullu raunsæi og varkárni að þvi er varðar raunverulegt markaðs- verð eigna á hverjum tima. Verðlagsmál Iðnþróunarnefnd telur óhjá kvæmilegt að afnema það verð- lagseftirlit sem búið hefur verið við frá 1970, að minnsta kosti varðandi þær vörur, sem keppa við innflutning og á þeim afurðum, þar sem verðlag mark- ast af útflutningsverði. Gengismál: Til að tryggja rekstrarafkomu fyrirtækja þegar harðnar I ári, telur nefndin nauðsynlegt að leyfð sé myndun varasjóðs. Leggja beri hluta sölu- verðmætis útflutnings I sjóð og verði það frádráttarbært til skatts. Nefndin leggur til að tekinn verði upp auðlindaskattur til að tryggja að ekki verði gengið óhóf- lega á auðlindir landsins. Þá eru margar tillögur um menntun, skipulagsmál, orku- mái,samgöngur og fleira. Raktar eru hugmyndir um um- bætur innan fyrirtækjanna sjálfra, til dæmis um rekstrar- hagræðingu og framleiðsluhag- ræðingu, vöruþróun og hönnun. í kaflanum um hópaðgerðir fyrirtækja er bent á, hversu mikilvæg samvinna og samstarf fyrirtækjanna sé. Lagt er til að komið verði á fót tæknistofnun, þar sem rannsóknarstofnanir byggingariðnaðarins og iðnaðar- ins ásamt iðnþróunarstofnuninni sameinist. Kröfukaupaþjónusta Greint er frá stofnun kröfu- kaupaþjónustu, sem hafi sam- starf við brezkan aðila, sem inn- heimti reikninga fyrir millirlkja- viðskiptum. Samstarfið á meðal annars að koma fram I fyrir- tækjasamanburði, gæðamerking- um og söluörvandi ráðstöfunum. Greint er frá helztu viðfangs- efnunum sem iðnþróunarnefndin telur að fást verði við I nánustu framtið, svo sem nýtingu jarð- efna, lifefnavinnslu og rafeinda- tækni. Skýringin á þvi siðast- nefnda er það hversu marga hugvitsmenn við höfum eignazt á siðustu árum. Loks eru taldir upp þeir val- kostir, sem blasi við I nýiðnaði og orkunýtingu, en þeir eru þessir: Sjóefnavinnsla, það er efna- vinnslufyrirtæki, sem grund- vallast á nýtingu jarðhita, jarð- sjávar og fleiri hráefna ásamt raforku. Saltverksmiðja, magnesium- og magnesiumklórlðverksmiðja. Þýðing gosefnavinnslu myndi fara vaxandi eftir þvi sem hörgull á trjáviði gerir vart við sig og plast verður dýrara. Þá er drepið á hugmyndir um perslusteinsvinnslu og basalt- vinnslu. Skýrslan bendir á að þjónustu- greinar innan iðnaðar muni fara vaxandi, eins og til dæmis við- gerðir, eftirlit og að nokkru sér- smiði. u 50-50 u KR átti stórglæsilegan fyrri hálfleik gegn 'Val á Laugardals- vellinum I gær. Staðan i lok hans var 2-0 og yfirburöir KR-inga svo algerir, að menn biðu bara eftir að sjá, hvort það yrðu 3- 'eða 4-0. En Valurinn var I vlgahug, þegar hann kom aftur inn á. Við gifurleg fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna jöfnuðu strákarnir i rauðu peysunum i snatri og héldu forystu nær all- an slðari hálfleikinn. Magnús Guðmundsson, markvörður KR starir hér á eftir boltanum og skelfingarsvipurinn á Guðjóni Hilmarssyni leynir sér ekki. Endirinn varð helmingaskipti á mörkunum 2:2. Sjá iþróttir I opnu. (Mynd Bj. Bj.) —BÁ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.