Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Þriöjudagur 22. júli 1975. '5 TLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTL/ Umsjón: Guðmundur Pétursson Afþökkuðu sœti í nýrri stjórn Portúgals Sósíalistaflokkur Portúgals hefur hafnað tilboði heryfirvalda um sæti i nýrri stjórn, sem herinn hyggst mynda til að leysa af hólmi bráða- birgðastjórnina, er féll á dögunum. En fyrir sósialistum vakir að reyna til þraut- ar að fá Vasco Goncalv es forsætisráðherra vikið frá. Þykir þeim Myndin hér til hliöar var tekin i Alcobaco i gærkvöldi af ung- iingum, sem hörfaö höföu undan táragasi hermannanna. hann draga um of taum kommúnista. Einn forystumanna sósialista, Antoni Lopes Cardoso, sagði, aö honum og öðrum framámanni sósialista hefðu verið boðnir ráð- herrastólar I nýju stjórninni, en þeir afþakkað. Flest virðist nú með kyrrum kjörum I Portúgal, en þó kom til átaka I bænum Alcobaca (um 120 km frá Lissabon), þegar nokkur hundruð mótmælagöngumanna réðust á skrifstofur kommúnista. Tveir menn særðust þar af skot- um. Hermenn skutu uppi loftið af byssum sínum og beittu táragasi til þess að dreifa mannfjöldanum, svo að kommúnistar á skrifstof- unni gætu forðað sér. — Siðan var það látið afskiptalaust, þegar múgurinn ruddist inn i skrif- stofumar, fleygði húsgögnum út og spillti vistarverum. Öryggisráðið skorar á Sadat forseta Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna skoraði i gærkvöldi á Anwar Sadat Egyptalandsfor- seta að láta af andstöðu sinni gegn endurnýjun samninga um veru friðargæzlusveita S.Þ. i Sinaieyðimörkinni. Á fimmtudaginn rennur út sá tlmi, sem kveðið er á um, að friðargæzlusveitirnar stíi sundur herjum Egypta og ísraela i Síani. Þrettán aðilar öryggisráðsins greiddu þessari áskorunar- ályktun atkvæði, en Kina og Irak sátu hjá. Enginn var á móti. í aðalstöðvum Sameinuðu þjóð- anna gerðu menn sér góðar vonir um, að Sadat mundi bregðast vel við þessum tilmælum. Bjuggust flestir við þvi, að hann mundi svara þeim I ræðu, sem hann ætl- ar að flytja i Kairó i dag. Efnt var i skyndi til þessa auka- fundar i öryggisráðinu i gær- kvöldi, gagngert til að Sadat gæti borizt áskorun ráðsins til eyrna, áður en hann flytti ræðuna i dag. REGA FALLINN I ONAÐ HJÁ PERON FORSETA Þrír manna hans settir af og hann sjálfur farinn upp í sveit Maria Estela Peron, forseti Argentinu, sýnist nú hafa bitið á jaxlinn, og hætt við að taka sér fri frá störfum. Menn töldu sig sjá ýmis merki þess I gær, að hún væri ráðin í að beina stjórnun landsins inn á nýja braut. Aðalráðgjafi hennar, Jose Lopez Rega — „Seiðkarlinn”, eins og Argentinumenn kalla hann — tók sér skyndilega hvild frá störfum i fyrradag og hélt til sveitaseturs sins. En hann er illa þokkaður af alþýðu manna. Strax i gær var þrem helztu fylgisveinum hans sagt upp embættum á vegum stjórnarinn- ar, og þrir menn, meira að alþýðu skapi, settir til embættanna i staðinn. Um leið var boðað, að Maria Peron forseti mundi kalla for- ystumenn verkalýðshreyfingar- innar á sinn fund til viðræðna. Þeir hafa beðið i nær þrjár vikur eftir áheyrn hjá forsetanum til að ræða um efnahagsmál þjóðarinn- ar og kjör launþega. Maria Peron hefur ekki treyst sér til þess — heilsu sinnar vegna. Enn telja blöð i Argentfnu möguleika á þvi, að Peron forseti láti þingið gera hlé á störfum sin- um og að hún sjálf muni hverfa um hrið frá erli sins embættis. Fyrst verður hún þó að móta stefnu f efnahagsmálum þjóðar- innar, þar sem ástandið þykir með allra alvarlegasta móti. Jose Lopez Rega, sem hér sést vaka yfir öxl Mariu Peron, er horfinn i bili frá stjórnsýslu- störfum. ALÞJOÐARAÐSTEFNU UM GLÆPI FRESTAÐ Agreiningur um, hvort leyfa eigi Frelsishreyf- ingu Palestinuaraba að senda fulltrúa til Kanada, hefur neytt stjórnvöld þar til að biðja Sameinuðu þjóðirnar um frestun á alþjóðlegri ráðstefnu um glæpi. Halda átti ráðstefnuna i Toronto i september. Allan MacEachen sagði þinginu i Ottawa, að eins og ástandið i heimsmálunum væri í dag, mundi ráðstefnan verða til einskis — hvar svo sem hún yrði haldin f ár. Hann sagði að það kæmi ekki tii greina, að hún yrði haldin i Kanada á þessu ári. Gyðingar i Kanada hafa lagzt eindregið gegn þvi, að fulltrúar frelsishreyfingar Palestínu- araba, sem er hin pólitiska hreyf- ing skæruliðanna, fengju að koma til Kanada. En vináttusamtök Araba i Kanada segjast munu beita sér fyrir samdrætti i viðskiptum milli rikjanna, ef Palestinuarabar fái ekki að koma inn i landið. MacEachen sagði, að stjórn hans gæti ekki virt að vettugi hættuna á uppþotum, ef fulltrúar PLO kæmu til Kanada. Giftist erfingi Onassis í dag? Christina Onassis, einhver auðugasti kvenkostur heims, er sögð komin á fremsta hlunn með að svikja loforð það, sem hún gaf föður sinum deyjandi. Var það á almanna vitorði i Aþenu i morg- un, að hún ætlaði i dag að ganga að eiga Alexander Andreadis, sem er sonur grisks bankastjóra og skipa- eiganda. Onassis heitinn — dóttirin vill ekki gera hinzta vilja hans. Þetta mun hafa kvisazt út frá enn einni skipaútgerðarf jöl- fjölskyldu hins 32 ára gamla skyldu Grikkja. Andreadis, en þegar fréttamenn Það var vitað, að Ari Onassis inntu nákomna vini Christinar hafði mikinn hug á að sameina eftir sannleiksgildi þessa, vildu skipastól þessara tveggja fjöl- þeir ekki kannast við neitt brúð- skyldna. kaup í dag. En Andreadis er fram- Hin 24 ára dóttir skipakóngs- kvæmdastjóri skipasmiðastöðv- ins sáluga átti að hafa gefiðföð- ar, sem faðir hans á. ur slnum loforð á dánarbeði Christina, sem erfði meiri- hans um að hún mundi giftast hlutann af þeim 800 til 1000 Peter Goulandris, sem hún milljónum (dollara), er faðir hefur lengst af verið i vinfengi hennar lét eftir sig er fráskilin. við. En fyrir þrem mánuðum 1971 gekk hún að eiga fasteigna- sagði hún fréttamanni „Daily sala frá Kalifornfu, 27 árum Mirror”, að hún mundi ekki eldri en hún, en skildi við hann giftast Goulandris, sem er úr árið eftir. PÓLITÍSKIR FANGAR SKIPTA ENN ÞÚSUNDUM í CHILE Cesar Benavides Escobar, innanrikis- málaráðherra Chile, skýrði frá þvi i gær að nú væru um 653 pólitiskir fangar i fangelsum Chile, en um 110 þeirra væru senn á förum til Panama og Venezuela. En Benavides hershöfðingi, bætti þvi við, að þar að auki væru um 3.515 manns i haldi I trausti þeirra neyðarástandslaga, sem verið hafa i gildi siðan 1973, þegar Salvador Allende forseta var bylt. — 1398 þessara fanga bíða þess enn, að mál þeirra komi fyrir rétt. Sérstök nefnd, skipuð af forseta landsins, hefur haft það verkefni að endurskoða dóma, kveðna upp yfir pólitiskum föngum. Til þessa dags hefur hún breytt fangelsis- dómum yfir 171 fanga i útlegðar- dóma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.