Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Þriöjudagur 22. júli 1975. 3 Svölurnor gefa 410 þúsund krónur: Öfluðu fjár með tízkusýningu — og styrkja til nóms í talkennslu „Þaö er mjög mikil þörf fyrir talkennara fyrir börn meö sérþarf- ir". Þetta segir Ingibjörg Haröardóttir, sem starf- að hefur 2 ár við Höföa- skóla, en er nú á förum til Danmerkur til eins árs náms i talkennslu. Það eru „Svölurnar” hið eins árs gamla félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, sem styrkir Ingibjörgu með 3 51 þús. króna framlagi. Einnig greiða þær 59 þús. krónur i farareyri fyrir Sigriði Pétursdóttur, en hún fer til Danmerkur, Sviþjóð- ar og Noregs i tvær vikur til að kynna sér nýjungar- vegna barna með sérþarfir. Svölurnar öfluðu peninga með tizku- sýningu og kaffisölu á Hótel Loftleiðum i vetur, þar sem söfnuðust 303 þús. krónur, en afganginn borga þær úr eigin sjóði. Um 350 manns upp i tvitugt eru á skólum og stofnunum fyrir hugfatlaða á landinu, en aðeins örfáir talkennarar eru starfandi við þetta. Ingibjörg sagði að 100 börn hefðu sótt Höfðaskóla I vetur. Plássið var svo litið að varla hefði verið hægt að bæta einum við. Engin heimavist var starf- tækt við skólann. Höfðaskóli flytur starfsemi sina i nýja öskjuhliðarskólann i haust. Nú hefur verið auglýst eftir einstaklingum eða fjölskyldum, sem vildu taka að sér börn með sérþarfir utan af landi. Þá er i bigerð að leigja hús og fá konu til að hugsa um börnin, þannig að öll aðstaða likist sem mest heimili. Alfheiður Einarsdóttir, sem fer á námskeiðið með Sigriði, hefur kennt ásamt henni 9 börn- um á aldrinum 7-15 ára i Kjarvalshúsinu. Þau börn fara lika i öskjuhliðarskóla i haust. Verður þá Kjarvalshúsið rekið fyrir börn á forskólaaldri og þar verður einnig visir að greiningarmiðstöð, sem mikið hefur vantað hér. Foreldrasamtök barna með sérþarfir styrkja þær Sigriði og Álfheiði til þátttöku i námskeið- inu, en 10 ára nemendur Svölurnar styrkja með 410 þtis. krtínum tvær stúlkur til náms vegna barna með sérþarfir. Frá vinstri eru Sigriður Pétursdtíttir og Ingibjörg Harðardtíttir, báðar kennarar barna með sérþarfir. Jóhanna Björnsdtíttir, gjaldkeri, Jtíhanna Sigurðardtíttir formaður og Lilja Enoksdóttir varaformaður Svalanna, félags fyrrverandi og núverandi flugfreyja. kennaraskólans gáfu samtökun- A þetta námskeið i Danmörku heimtnum, og eru þau haldin um fé til eigin ráðstöfunar. koma kennarar viðs vegar að úr árlega. — EVI — FE FER SEINNA A AFRETT I AR ... rúning 2-3 vikum síðbúnari en venjulega Þeir hafa veriö aö rýja núna á undanförnum tveim vikum, sem er meö seinna móti,"sagði Arni G. Pétursson, ráðunautur hjá Súnaðarfélaginu, i viðtali við Vísi i morgun. Arni sagði að féð væri ekið á fjall allt að 2-3 vikum seinna en venjulega, vegna þess hversu beit hefur verið litil. Ekki hefur það minnkað að fara með fé á afrétt, nema þá helzt hjá bændum i Gaulverjabæjarhreppi i Flóa. Þeir ráku ekki fé á fjall eftir siðasta Heklugos og reyndist þá útkoman svo góð heima fyrir að þvi var að mestu hætt. Það hefur aukizt mjög undan- farin ár að rýja fé seinni partinn i febrúar og i marz.Sagði Arni að það væri að mörgu leyti hag- kvæmasta fjármennskan, þar sem húsakostur væri góður og vel væri hugsað um féð. _evi— BEIÐ BANA I UMFERÐARSLYSI Niu ára drengur beið bana i umferðarslysi á sunnudagskvöld. Hann hét Pálmar Erling Magnús- son til heimilis að írabakka 20 i Reykjavik. Slysið var um klukkan 19 þetta kvöld. Var Bronco bifreið ekið norður húsagötu, sem liggur frá Fellsmúla að blokkum þeim, sem teljast til götunnar, og er talið að Pálmar hafi hlaupið út á götuna á milli kyrrstæðra bifreiða. Voru þær staðsettar við austurbrún götunnar, og hljóp Pálmar i veg fyrir Broncoinn. Lenti hann á hægra framhorni bilsins. Þegar ökumaðurinn hafði stöðvað lá drengurinn i götunni aftan við bifreiðina. Lézt hann skömmu siðar. —EA HVERT ER FARIÐ ÞEGAR EKIÐ ER í SUMARFRÍ EÐA HELGARFERÐINA? Nú i sumar hefur umferðin dreifzt meira og jafnara um iandið en siðastliðið sumar. Þó er meira um það að menn fari nú á Vestfirðina og norður i land en siðastiiðið sumar, en minni umferð er á hringvegin- um, þtítt hún sé töluverð. Þar sem vegir eru með bundið yfirborð það er að segja annað- hvort malbikaðir, steyptir eða með oliumöl, má sjá töluverða aukningu á umferð þvi fólk fer mikið austur fyrir fjall til Hveragerðis og Selfoss. Einnig er mikið farið á Laugarvatn. Þingvellir eru alltaf fjölsóttur staður jafnt af innfæddum sem útlendingum. Sumarferðir byrjuðu með seinna móti i vor, eða i siðustu vikunni i júni, tjáði vegaeftir- litið okkur. —HE KÍNVERSKT SKIP í ÍSLENZKRI HÖFN Kínverskt flutninga- skip sigldi inn i Straums- vík um hádegisbiliö í gær- dag. Skipið er í þetta sinn að sækja 10 þúsund lestir af álhleifum frá Isal. Skipið, sem alls getur flutt 13 þúsund lestir, heitir Han Chuan og er frá Shanghai. Hingað kemur skipið frá Rotterdam og mun sigla héðan beint til Kina. Ferðin þangað mun taka um 30 daga og verður siglt gegnum Súezskurð. 1 gær gafst fréttamönnum kostur á að skoða skipið og hitta hluta af áhöfninni, en alls eru 56 um borð. Þá voru og mættir flestallir starfsmenn kinverska sendi- ráðsins. Móttökurnar um borð voru jafnhlýlegar og þær eru i kinverska sendirráðinu. Hátt- visi og prúðmennska einkennir alla þeirra framkomu. Einn maður úr hópi áhafnar- innar talaði ensku. Sendiráðs- starfsmennirnir töluðu hins vegar allir ensku nema tveir þeirra, sem tala islenzku. Skipið er 1 1/2 árs gamalt og var smiðað i Júgóslaviu að mestu eftir forskrift Kinverja sjálfra. Aðalvél skipsins er 12.500 hestöfl. Þarna var upplýst að Kinverj- ar smiðuðu að mestu leyti skip sin, hins vegar væri það oft þátt- ur i friðsamlegri sambúð að láta smiða þau erlendis. 1 Kina eru álverksmiðjur en þeir kaupa samt sem áður all- verulega mikið af áli. Hvort það er gert af sömu ástæðum og skipasmiðapantanirnar, er ekki vitað. Kinverjar hafa áður keypt af okkur ál en ekki svona mikið. Reiknað er með að það taki minnst 10 daga að koma farminum um borð. Á þeim tima er ætlunin að sýna skip- verjum eitthvað af landinu. Hefur Ragnar Halldórsson, for- stjóri Isal, annazt undirbúning þess. —BA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.