Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Þriðjudagur 22. júli 1975. vhnnsPTB: Kaupir þú mikiö af blöð- um? Grétar Heynisson, nemi: — Ég kaupi ekkert blað sjálfur, en það eru keypt blöð heima. Nei, ég get varla sagt að ég kaupi nokkur blöð yfirleitt eða fari i bókabúðir til þess. Agnar Logi Axeisson, hús- og birgðavörður hjá Sjónvarpi: — Ég kaupi Vikuna. Visi kaupi ég á hverjum degi og Morgunblaðið einstaka sinnum. En það er ákaf- lega litið um að ég kaupi erlend blöð. Anna Steinson, kennari: — Eg er áskrifandi að Morgunblaðinu og Þjóðviljanum. önnur blöð kaupi ég stundum, ef ég veit af ein- hverjum sérstökum greinum. Andrés önd kaupum við iíka stundum. Magnús Halldórsson, nemi i hús- gagnasmiöi: — Nei, ég kaupi ekk- ert blað. Ég lit i Morgunblaðið og Vísi einstaka sinnum, les stjörnu- spána og svoleiðis. Annars finnst mér yfirleitt bara væl og áróður i blöðunum. Sigurður Þorláksson, prentari: — Einu dagblöðin, sem ég kaupi, eru Morgunblaðið og Visir i lausasölu. Það fer litið fyrir kaupum á erlendum blöðum hjá mér. Ólafur Astþórsson, nemi: — Ég kaupi Visi stundum og músikblöð öðru hverju, Bo bedre og svo er ég áskrifandi að Náttúrufræðingn- um. Ég var áskrifandi að Samvinnunni fyrir breytinguna, en ekki lengur. Tryggvi Helgason flugmaður á Akureyri hringdi. ,,Ég leyfi mér að lýsa furðu minni á siðustu skattahækkun rikisstjómarinnar. Ég er alveg undrandi á þessari skatta- græðgi, sem er svo takmarka- laus frekja út i almenning, að það er ekki nokkur heil brú i þessu. Það er ekkinóg að setjast niður og skera niður fjárlögin, Nei, enn vantar up á þvi að eyðslan er svo gifurleg. Ég get ekki betur séð en það sé verið að leggja kommúnistum lið og beinlinis sé verið að búa I hag- inn fyrir þá. Það hlýtur að vera hægt að sporna við þvi, að almennirigur verði þrælar skattanna á þenn- anhátt. Rikiskerfið getur dregið úr einhverjum af útgjöldum sin- um. Til að mynda eru alltof margir opinberir starfsmenn hér. Alveg væri nóg fyrir okkur Sparnaður í ríkisrekstri: VK) ÞYRFTUM ADEINSHÁLFAN MNGMANN fslendinga að hafa 20 þingmenn. Ef við berum okkur saman við Bandarikjamenn hvað þing- mannafjölda snertir, þá hafa þeir 4—5 hundruð þús. kjósendur á bak við hvern og einn. Þá þyrftum við bara 1/2 þingmann. Eða hugsið ykkur Bandarikin með 60 þús. þingmenn, sem væri sambæri- leg tala og hér. Það mætti lika fækka prestum og lögreglu- mönnum, það er hreint engin hemja i þessu.” Sparnaðartillaga: „Eitt sendiráð fyrir öll Norðurlöndin II Sigurður Jónsson skrifar: ,,Fjárveitinganefnd Alþingis hefur setið með sveittan skall- ann undanfarna daga, og leggur til rúmlega tveggja milljarða sparnað á útgjöldum hins opin- bera á fjárlögum yfirstandandi árs, þetta finnst engum sérstak- lega mikið. Það er dýrt að vera fátækur, og það er dýrt fyrir smáþjóð að halda uppi reisn stórþjóðar, ekki sizt á erlendri grund, og á ég við það að halda úti sendi- ráðum okkar erlendis. Ég leit sem snöggvast á frum- varp til fjárlaga fyrir árið 1975, sérstaklega með tilliti til þess, hve mikinn kostnað við höfum af sendiráðum okkar erlendis. t frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1975 er ætlað til sendiráða okkar i Evrópu, sem eru 8 tals- ins, samtals 149.602.000,00 krón- ur, og er þar með talinn kostn- aður við skrifstofu i Paris vegna þátttöku okkar i OECD og UNESCO, og kostnaður við skrifstofu i Brussel vegna þátt- töku okkar i NATO. Kostnaður við sendiráð okkar i Washington er kr. 16.648.000,00 og kostnaður vegna fastanefndar Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, og aðal- ræðismannsskrifstofu i New York er kr. 21.450.000,00, eða samtals i USA kr. 38.098.000,00. Alls er kostnaður okkar af þessum sendiráðum og skrif- stofum erlendis: 187 MILLJÓNIR OG 700 ÞÚS- UND KRÓNUR. Nú er það svo, að islenzka krónan er þvi sem næst að verða að engu likt og þýzka markið ár- ið 1924, og þvi eru þessar krónur sem þetta allt kostar þetta margar. Nú vaknar hins vegar sú spurning, hvað við fáum út úr þessum blessuðum sendiráðum okkar, hvað vinna' þau fyrir okkur hér heima, i viðbót við það að sækja afmæli þjóða og þjóðhöfðingja, og halda upp á afmæli sjálf? Mér er nær að halda að það sé ekki mikið að vöxtum. Við erlend sendiráð á fslandi starfar fjöldi sérfróðra manna, sem kunna deili á utanrikisvið- skiptum, eru slyngir fjármála- menn, auk þeirra sem eru hern- aðarlega þjálfaðir, og. fylgjast mjög vel með öllu þvi er kynni að hafa hernaðarlegt mikilvægi fyrir land þeirra. Sendiráð Norðurlandanna á Norðurlöndum hafa t.d. við- skiptafulltrúa i sinni þjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Hvaða sérfræðinga hafa hin islenzku sendiráð i sinni þjón- ustu til þess að hugsa um hag landsins i t.d. utanrikisviðskipt- um? Ég held enga. Það getur vel verið að nokkrir starfsmenn sendiráða okkar hafi öðlazt nokkra þjálfun i þessum efnum i gegnum margra ára setu i starfi, en sér- fræðinga eigum við ekki. Ég hef heyrt þvi fleygt, að þá er erlendir kaupsýslumenn hafa snúið sér til sendiráða okkar er- lendis, hafi þeim verið fálega tekið, og islenzkir kaupsýslu- menn, sem hafa leitað til þeirra, varla fengið svar við bréfa- skriftum. Þetta er vægast sagt ákaflega léleg frammistaða, ef satt er. Sendiráðin á Norðurlönd- um kosta nær 46 milljón- ir. A Norðurlöndunum höfum við þrjú sendiráð, i Danmörku, Noregi og Sviþjóð. Þessi sendi- ráð kosta okkur 45.802.000,00 krónur á ári, samkv. frumvarpi fjárlaga fyrir 1975. Launin ein viö þessi sendiráð eru samkv. frumvarpinu 31.503.000,00 krón- ur. Þetta er dágóður skildingur fyrir litla þjóð, sem nú berst i bökkum við að láta endana ná saman, fjármálalega séð. Sú hugmynd hefur áður komið fram að hafa t.d. aðeins eitt sendiráð fyrir öll Norðurlöndin, og er þeirri hugmynd hér með komið á framfæri á ný, a.m.k. einhvern tima, á meðan þjóðin er að komast út úr þeim efna- hagsvandræðum, sem hún á við að glima nú. Ef úr þessu yrði, þyrfti þetta „Norðurlandasendiráð” að skipast úrvals mönnum, sem væru sérfræðingar hver á sinu sviði. Menn með þekkingu á af- urðasölumálum okkar, vits- menn (ekki bara prófmenn) um fjármál, og i einu og öllu færir og duglegir starfsmenn. Þessir sérfræðingar sendi- ráða okkar þyrftu að geta ferð azt nokkuð, tala sem flest erlend mál og við og við heimsækja okkur hér heima til að kynnast á hverjum tima öllum þeim nýjungum i málum okkar sem að gagni mættu koma i sam- bandi við starf þeirra. Þvi miður hafa valizt i stöður við sendiráð okkar pólitikusar, afdankaðir pólitikusar, og einn- ig menn sem ekki hefur verið hægt að nota til starfa hérlendis. Sendiráð okkar erlendis eru engin „heilög kýr” sem ekki má hrófla við. Það er hjá sumum þjóðum venja að skipta um sendiherra á vissra ára fresti, þannig ab þeir festist ekki um of i sessi og gleymi þvi mikilvæga hlutverki að vera erindreki þjóðar sinnar. Sendiráð okkar erlendis eru „sýningargluggar” þjóðarinn- ar, ekki bara til þess að halda samkvæmi, og til þess að taka þátt i samkvæmum, þvi það geta allir, svo að segja. Sýning- arglugginn er þvi nokkurs konar sýnishorn af okkar litla landi og okkar litlu þjóð, menningu hennar og siðum, og þvi er það nauðsynlegt, að þeir menn sem veljast til þess veigamikla starfs að halda glugganum hreinum séu sem bezt starfi sinu vaxnir, svo að þeir, sem lita i GLUGGANN, verði ekki fyrir vonbrigðum.” „Aí selja bjór, en banna brenni # ## vm Arelius Nielsson skrifar. Áfengi selt fyrir milljarð á þrem mánuðum — apriT, mai — júni 1975, er siðasta metið á veg- um forheimskunar og lifsflótta fslendinga. Auðvitað á þetta að verða til að fylla einhvern handraðann i tómri kistu rikissjóðs. En Drott- inn minn hvilikur fengur: Eitt heimili á heljarþröm, þótt tekjur séu góðar, (en hvenær verða þær nægar) gaf þann vitnisburð i þessum mán- uðum, að sigarettur hjónanna kostuðu um 13 þúsund krónur yfir mánuðinn, en svo voru venjulega keyptar aðeins þrjár eða fjórar áfengisflöskur um hverja helgi. Gæti það ekki numið 40 þús. á mánuði? Ætti ég svo að telja upp alla þá andlegu og efnalegu blessun!! sem af þessum kaup- um leiðir, hjá annars gáfuðu og glæsilegu fólki, þá býst ég við, að einhverjum yrði að orði af þessum kaldskynsömu. „Mikið andskotans ofstæki er nú i þessum helvitis bindindis- postulum”. Væri ekki ráð að stofna til visindalegra rannsókna á þess- ari neyzlu og þessu „ofstæki”? Reynandi væri að selja bjór einn mánuð (kannske þrjá) en loka á meðan fyrir brennivinið, til að sjá, hvort það yrði ekki betra. Um að gera að hefjast handa út úr þessum vitahring vitleys- unnar og velja það, sem er þá að skömminni skást. Hvar eru nú prófessorar og visindamenn til að visa leið frá milljörðunum, sem skemmtun- in kostar á vegum Bakkusar? Hringið i síma: 86611 kl. 15-16 araonnBnnnHHHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.