Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 4
4 R E U T E R AP/NTB Vlsir. Þriðjudagur 22. júll 1975. FÓLKSBÍLADEKK — VÖRUBÍLADEKK - TRAKTORSDEKK Fyrirliggjandi flestar stærðir af japönskum TOYO hjólbörðum. Einnig mikið úrval af hinum vinsælu HOLLENSKU HEILSÓLUÐU HJÓLBÖRÐUM á hagstæðu verði. Sendum i póstkröfu. HJÓLBARÐASALAN BORGARTÚNI 24 Slmi 14925. 'JOLD VAl 1A BUOIJA Rekin nf HjaIparsveit skala Reykjavik SNORRABRAUT 58.SÍMI 12045 PASSAMYNDIR s ffeknar í litum ftilbúnar sffrax I barna & f lölskylclu LJOSMYMDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Kennedy skipoði CIA oð halda að sér hðndum John F. Kennedy for- seti Bandaríkjanna sálugi mun hafa gefið fyrirmæli um, að Bandaríkjamenn héldu að sér höndum, þegar Ngo Dinh Diem, forseti S-Víetnams, var ráðinn af dögum í nóvem- ber 1963. Einn af handgengnustu að- stoðarmönnum hans, Theodor Sörensen, ræðusemjari hans og blaðafulltrúi, sagði rannsóknar- nefnd þingsins i gær, að Kennedy hefði aldrei fallizt á, að banaráð væru handhæg meðul I utanrikisviðskiptum. Menn hafa lengi haft Banda- rikjamenn grunaða um að hafa haft hönd i bagga með flugu- mönnunum, sem réðu Dinh Diem forseta bana. Sörensen var kallaður á fund þingnefndarinnar, sem kannar starfshætti CIA leyniþjónustu Bandarikjanna, og yfirheyrður þar um starfshætti Kennedy- stjórnarinnar. Hann sagði blaðamönnum eft- ir yfirheyrslurnar: „Við heyrðum kvitt um, að menn hygðust bylta Diem forseta, en forsetinn fyrirskipaði, að við héldum okkur utan við það mál.” Sörensen sagði, að Kennedy forseti hefði tekið þvi siðan þunglega, þegar hann frétti að Diem hefði verið myrtur. Búizt er við þvi, að þingnefnd- in ljúki rannsókn sinni núna i þessum mánuði, en athugun hennar hefur aðallega beinzt að þvi, hvað hæft sé i þeim stað- hæfingum, að CIA hafi bruggað erlendum þjóðarleiðtogum banaráð. Stonehouse í Lundúnum Hér á myndinni við hliðina sjást þau Sheila Buckley, einka- ritari John Stonehouse, og svo þingmaðurinn sjálfur, en þau blða þess nú I London að koma fyrir rétt. Bæði hafa verið kærð fyrir svindl, þjófnað, fals og samsæri gegn lögum. — En Stonehouse setti á svið, eins og menn muna, drukknun slna á Floridaströnd og stakk af til Ástraliu. Það er ætlan manna, að einkaritari hans hafi átt að hitta hann þar siðar og að þau hafi ætlað að lifa á sjóðum þeim, sem þing- maðurinn hafði stofnað tii með almennum samskotum. If:H!JfiSHSSSSSSiSS:S!ii!2;:;5SSS;ö;;ssssss:í;KWíw:.:.:.K.:;Hiíiíiíii;s:.Ki.H.:.H;:íi;H;;;:;s | VELJUM ISLENZKT <H) ÍSLENZKAN IÐNAÐ | Þakventlar Kjöljárn Kantjárn ÞAKRENNUR Frjósa í hel í Brazilíu Það er álitið, að meira en 100 manns hafi látið lifið i flóðum og kulda, sem verið hafa i Brazi- liu, og óttast menn, að ekki sé séð fyrir end- ann á hörmungum fólks enn. Um 80.000 hafa misst heimili sin i flóðum, sem gerðu usla i héraðinu Pernambuco i norðaust- urhluta Braziliu. Stærsta borg Pernambuco er Recife og þar fórust 89, þegar um 80% borgar- innar eyðilagðist i flóðum. — t Recife bjó um 1 milljón manna. Jose de Moura Cavalcanti, rikisstjóri Pernambuco, sagði fréttamönnum, að sig uggði, að alls hefðu um 150 manns i héraðinu látið lifið. í suðurhluta Braziliu hafa kaffiræktendur orðið fyrir miklu tjóni af völdum frosta og næðings, en þar hefur snjór þakið jörð. Telja menn, að uppskeran næsta ár verði ekki nema 20% af þvi, sem við hefði mátt búast. 80.000 hafa misst heimili sin í flóðum í Sao Paulo og Saranahéraðinu hafa 20 fundist látnir, en þeir höfðu orðið úti i kuldanum. Nautahjarðir og kúrekar i suðurhluta iandsins hafa sömu- leiðis orðið fyrir barðinu á kuldanum. Menn hugga sig þó við það á þessum slóðum, að veðurspár lofa þvi,aðkuldakaflinn sé senn á enda. Sól skein i heiði i Recife i gær, en i morgun var farið að rigna og það svo mikið, að stifla i Capi- baribeánni þótti vera i hættu vegna vatnavaxta. Amin ketur and- stœðingana sér í léttu rúmi liggja Ugandaútvarpið hcfur það eftir Idi Amin, forseta Uganda, að hann hirði aldrei um það, þótt leiðtogar Zambiu og Tanzaniu ætli að sitja heima, þegar þing einingarsamtaka Afrikuríkja verður haldið i Uganda. Leiðtogar þessara landa, ásamt Botswana, hafa lýst þvi yfir, að þeir hætti ekki mönnum sinum i sllkar forsendingar sem til Uganda, vegna þess hve litla virðingu Amin forseti beri fyrir mannslifum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.