Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Þriöjudagur 22. júll 1975. visib titgefandi:' Framkvæmdastjóri: Hitstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi:. Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritst jórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasöiu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Skrásetning byggðastefnu Byggðastefnumönnum þótti markverður ár- angur nást siðastliðið haust, þegar ákveðið var, að 2% fjárlaga rikisins skyldu renna til Byggða- sjóðs. Margir þeirra hugsa sér samt, að þetta hlutfall megi hækka smám saman, eftir þvi sem árin liða og þjóðin verður rikari. En 2%-in segja ekki nema hluta sögunnar. Byggðastefnan kemur fram i ótal öðrum mynd- um og kostar rikissjóð margfalt meira en þessi 2%. Þessar mörgu myndir byggðastefnunnar þarf að skrásetja og meta til fjár, eftir þvi sem við verður komið. Hversu hlynntir sem menn eru byggðastefnu, hljóta þeir að verða að viðurkenna, að jafnan verði að vera til yfirlit um beinan og óbeinan kostnað við hana, svo að unnt sé að átta sig á stærð dæmisins hverju sinni. Riki og bæir greiða hvor sinn helming af bygg- ingakostnaði skóla i þéttbýli. Úti á landsbyggð- inni greiðir rikið meira en helming af sumum byggingaþáttum skólanna og i sumum tilvikum allt upp i 100%. Ýmsar framkvæmdir eru i sjálfu sér dýrari i strjálbýli, svo sem vegir, flugvellir, hafnir, raf- magn, simi, útvarp og sjónvarp, svo að dæmi séu nefnd. Þessi verðmunur kemur ekki fram i af- notagjöldum, af þvi að rikið borgar hann. Dreifing ýmissa mikilvægra vörutegunda, eins og oliu og sements, er greidd niður úti á lands- byggðinni með þvi að leggja á neytendur i þétt- býlinu. Er þetta gert með sérstökum verðjöfnun- arsjóðum. Nýlega féll rafmagnið undir þennan þátt byggðastefnunnar. Ýmsa smærri þætti tæki of langan tima að rekja. Framkvæmdir við flugvelli úti á landi eru greiddar með þvi að leggja flugvallargjald á millilandaflugið frá Keflavikurflugvelli. Vega- skatti var haldið uppi á Suðurnesjavegi, unz var- anlegt slitlag var einnig komið á Selfossveg. Af disiljeppum i landbúnaði er felldur niður helm- ingur þungaskatts. Undir byggðastefnu má einnig flokka ýmis for- réttindi atvinnuvega strjálbýlisins. Þar á meðal eru styrkir og útflutningsbætur landbúnaðarins, svo og niðurgreiðslurnar, sem stuðla að mikilli framleiðslu i afmörkuðum búgreinum. Lánsfé fæst með meira eða minna sjálfvirkum hætti og lánin eru veitt með lægri vöxtum og til lengri tima en þekkist hjá atvinnuvegum i þéttbýli. Mikilvægasta byggðastefnan felst þó i hinum gróflega misjafna kosningarétti landsmanna. Sums staðar úti á landi hafa menn fimmfaldan trompmiða, fimmfaldan kosningarétt á við ibúa Reykjavikur og Reykjaneskjördæmis. Deila má um, að hve miklu gagni þessi feiki- lega dýra byggðastefna hafi komið. Mikið af þessu fjármagni fer i súginn. Það er þvi full á- stæða til að endurskoða byggðastefnuna og kanna, hvort ekki sé unnt að færa suma þætti hennar i skynsamlegra horf og leggja niður suma þætti hennar. Þjóðin hefur ekki efni á sjálfvirku stjórnleysi i byggðastefnu. Þaö hljómar nokkuö sjálfum- glatt, en annarra þjóða menn taka þar undir og segja, að án fjárhagslegs eða stjórnmálalegs stuðnings USA geti Sameinuðu þjóðirnar fullt eins lagt upp laup- ana og dáið drottni sinum. Með Kissinger i broddi fylking- ar ganga israelskir og bandarisk- ir diplómatar fyrir hverja búðina á eftir annarri, likt og Njálssynir forðum að leita sér liðsbónar. Þar i fortölum er mjög brýnt hverjar afleiðingar það gæti haft fyrir samtökin, ef Israelar yrðu reknir af allsherjarþinginu. Aðrir, sem gera sér þetta ljóst, eru sagðir vinna að þvi sama i meiri kyrrþey. Þar á meðal eru nefndir Sovétmenn, sem sagðir eru naumast geta á sér heilum tekið af áhyggjum vegna þessa máls. En það hefur kvisazt, að þeir með mestu leynd — þvi ekki má spyrjast að Sovétmenn veiti Israelum liðsinni — reyni að beita áhrifum sinum hjá rikisstjórnum nokkurra landa þriðja heimsins, þeirra, sem þeir eiga helzt itök i, til að þau láti af þessari kröfu fé- laga þeirra i Arabarikjunum. Yfirlýsingar Araba nú fyrir skömmu um, að þeir stefndu að þvi að fá Israel vikið úr samtök- unum fyrir að virða ekki ályktan- ir allsherjarþingsins, er ekki fyrsta uppvakning þessa máls. Það hefur áður borið á góma hjá þeim og er gömul hugmynd. Amóta hugmyndir hafa af og til skotið upp kollinum, en naumast náð að komast á tillögublað, svo litinn möguleika, sem þær höfðu á þvi að hljóta eitthvert fylgi. En eftir að fulltrúar þriðja heimsins fengu því fram komið i fyrra, að sendinefnd Suður-Afriku var vikið af allsherjarþinginu, verða menn að taka svona hug- dettur alvarlega. Það er orðið svo Menn kvíða því, að grundvellinum fyrir til- veru Sameinuðu þjóðanna verði gersamlega kippt undan þeirri stofnun, ef andstæðingar ísraels halda fast við kröfur og fá hrundið þeim fram. — Nefnilega að láta visa israei úr samtökunum. Ef sendinefnd tsraels verður vikið af allsherjarþinginu, sem kemur saman 16. september i haust, er nær alveg vist, að Bandarikin kalla sendinefnd sina þar heim i mótmælaskyni. )) I aðalstöðvum Sameinuðu þjóð- í( anna hafa menn af þessu þungar lj áhyggjur, þvi að þeir sjá um leið i ( anda, hvar Bandarikjaþing ) mundi ekki biða boðanna, heldur ( taka þegar i stað fyrir öll fjár- ) framlög Bandarikjamanna til ( Sameinuðu þjóðanna. Þau urðu J nefnilega viðbrögð Bandarikj- ( anna i Unesco og Alþjóðlegu J verkalýðsmálastofnuninni, þegar ( Israel var úthýst þar að undirlagi J Araba, eins og menn minnast í( enn. ) Fjárframlög USA til Samein- ( uðu þjóðanna nema árlega um 500 j milljón Bandarikjadölum, og eru ( um fjórðungur af ráðstöfunarfé J samtakanna. ( Bandarikjamönnum sjálfum I jafnt sem öðrum er vel ljóst, ( hversu þýðingarmikill spónn þeirra framlag er i aski samtak- Ianna. Það kom ljóslega fram hjá Henry Kissinger, utanrikisráð- herra þeirra, i ræðu, sem hann flutti i Milwaukee i siðustu viku og margoft hefur verið vitnað i siðan. Þar kallaði hann stuðning Bandarikjamanna við S.Þ. „lifæð samtakanna”. Hriktir í stoðum Sameinuðu jþjóðanna áþreifanlegt, að atkvæðamagnið, sem fulltrúar þriðja heimsins hafa smalað á bak við sig, dugir þeim til þess að fá samþykkta nánast hvaða vitleysu, sem þeim dettur i hug. Það var einmitt það, sem Kiss- inger réðst svo harkalega að þeim fyrir, i ræðunni i Milwaukee á dögunum. Atkvæðasölu, óbilgirni og ábyrgðarleysi i afstöðu. Samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna getur öryggisráðið eitt visað aðildarriki úr samtökunum Vegna neitunarvalds stórveld- anna er ekki minnsti möguleiki á þvi, að öryggisráðið samþykki að vikja ísrael eða Suður-Afriku úr samtökunum. En eftir að Bandarikin, Frakk- land og Bretland beittu öll neitun- arvaldi sinu i einu — það er reyndar i fyrsta skipti i sögu ör- yggisráðsins, að slik þreföld neit- un birtist i sama málinu — til að bjarga aðild Suður-Afriku, þá komu Afrikulöndin með krók á móti bragði. Þau fengu knúið fram ályktun þess efnis, að kjör- bréf sendinefndar S-Afriku væru ekki marktæk, og að þar með hefði hún ekki rétt til setu á fund- um allsherjarþingsins. Þannig hafa þriðjaheimsrikin sýnt i verki, að það má fara i kringum þetta einkaumboð ör- yggisráðsins. Þvi er það, að það er uppi þessi fótur og fit að þessu sinni. .Þótt menn hefðu áður heyrt hjá fulltrúum Arabaríkjanna, að þau vildu ísrael burt úr sem allra flestum alþjóðlegum samtökum til þess að einangra þennan and- stæðing og veikja, þá kom mönn- um á óvart, þegar utanrikisráð- herrar 40 múhameðstrúarrikja samþykktu á fundinum I Jeddah i siðustu viku að vinna að þvi að reka ísrael úr S.Þ. Flestir höfðu haldið, að það yrði ekki tekið upp fyrr en á fundi utanrikisráðherra utan bandalagsrikja, sem boðað- ur hefur verið i Lima i Perú i sið- ustu viku i ágúst. Nú þykir mönnum málið komið það langt, að aðild Israela geti verið í hættu. I fyrsta lagi vegna fjandsamlegrar afstöðu kommúnistalanda I þriðja heiminum, og i öðru lagi vegna gremju margra smá- rikja, sem þola það illa, þegar stórveldi á borð við USA, aðal- bakhjarl ísraels, fer að veifa pen- ingasverði sinu og hafa i hótunum um að taka fyrir fjárframlög sin. I þriðja lagi eru sum þau riki, sem leitt hafa ágreining tsraela og Araba hjá sér, hingað til, en mundi blöskra, ef ísraelar gerð- ust mjög uppivöðslusamir, eða beittu nágrannana hörðu. Hætt er við, að þau mundu hugsanlega snúast á sveif með þriðja heims löndum, ef Israelar væru með einhverjar af refsiaðgerðum sin- um gegn t.d. Libanon, dagana, sem spurninguna um áframhald- andi aðild þeirra i S.Þ. bæri á góma. Það hefur ekki haft eins mikil áhrif og menn höfðu ætlað, þegar utanrikisráðherra voldugasta rikis Vesturlanda sendi þriðja heims fulltrúum tóninn. Helztu viðbrögð hafa verið þau, að hon- um var svarað um hæl af sumum þeirra, að Bandarikin byggju i glerhúsi i þessu máli og ættu heldur að minnast, hvernig þau héldu meginlandi Kina utan sam- takanna i mörg ár. Fulltrúar hinna oliuauðugu Arabarikja hafa lika reynt að sefa sina stuðningsmenn með þvi, að þeir gætu bætt það upp með auknum fjárframlögum, ef Sam- einuðu þjóðirnar misstu þann spón, sem Bandarikin eru, úr aski sinum. Þetta siðasta orkar þó ekkert sérlega róandi á menn, þar sem Arabarikin hafa til þessa — þrátt fyrir allan oliuauðinn — ekki ver- ið neitt sérlega rausnarleg i garð Sameinuðu þjóðanna. Er þó mörg sú starfsemi Sameinuðu þjóð- anna, sem Aröbum stæði nær að styðja, en mörgum öðrum. Iran lét t.d. núna i vikunni 18.000 Bandarikjadali af höndum rakna við flóttamannahjálp S.Þ., sem i 23 ár hefur haldið við lifinu i milljónum manna i flóttamanna- búðum Palestinuaraba. — Bandaríkin hafa hins vegar i gegnum árin veitt 581 milljón Bandarikjadala til flóttamanna- hjálparinnar (en það er um 58% sjóða þeirra stofnunar). Og enn i ár hafa Bandarikjamenn gefið 40 milljónir dollara til flóttamanna- hjálparinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.