Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 22.07.1975, Blaðsíða 13
Vlsir. Þriðjudagur 22. júli 1975. 13 <■☆★☆★☆*☆★☆★☆★*★****☆**★*★☆★☆*☆+*★***★*★*★*★* Breyta um útlit! ? Ertu frá þér, ný gleraugnaumgerð kostar yfir fimm þúsund! „Mest gaman að flakka," — segir listakonan Myriam Bat-Yosef, sem nú sýnir ó Mokka „Mér þykir mest gaman að flakka. Til íslands kem ég vegna þess að hér rikir friður, en til Jerúsalem fer ég vegna veðursins, en þar er þvi miður stríð”. Eitthvað á þessa leið mælti listakonan Myriam Bat-Yosef, sem mun sýna 28 tússmyndir i litum á Mokka frá 22. júli til 28. ágúst. Hún er islenzkur rikis- borgari, en hefur aðallega að- setur I Jerúsalem. Myriam hefur unnið að þvi að tengja hinar ýmsu listgreinar saman. T.d. málað fólk, sem siðan dansar og leikur. Eins málar hún ýmsa hluti. Verið er að skrifa um hana bók i Belgiu. Hún hefur haldið sýningar viðs vegar um heiminn og á myndir á mörgum nútimalista- söfnum. Eina mynd á hún Listasafni tslands. Héðan fer hún til Sviþjóðar til að halda sýningu. Myndir hennar kosta 18—70 þúsund krónur. EVI— Myriam Bat-Yosef er hér stödd og sýnir 28 myndir á Mokka. Ljósm. Jim. FNOX ARTIST- BOREPiD — Segið mér, getið þér ekkert gert með eyrunum 7 «- U- X- «- 8- d- ★ it- ★ «- x- «• X- «- X- «- X- Jt- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- i «■ X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «• X- «- X- «- X- «- X- «■ X- «• X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «■ X- í «- X- l * m m Nt ★ ¥ -k ¥ * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ 0 n SJL Hrúturinn 21. marz—20. april. Það, sem þú vinnur isamráði viðaðra, tekstbetur ef þú lætur af öllu naggi. — Vængstifðu þá sem vilja ráða öllu. Kvöldið er upplagt til að ræða málin. Nautið 21. april—21. mai. Nú er upplagt að hag- nýta tækifærin til að fara nýjar leiðir I átt að frama. Þú skaltsamtekki vanrækja heimavinnu þina. Þú skalt virða nýafstaðnar breytingar i fjölskylduhringnum. Tviburarnir 22. mai—21. júni. Fullt tungl kann að hafa áhrif á markmið þin og menntun alla. Samt sem áður skaltu ekki trúa i blindni á viður- kennd og úr sér gengin skjöl. Krabbinn 22. júní—23. júli. Fullt tungl kann að flytja með sér aukna tilhneigingu hjá þér til að kaupa og selja. Þú skalt samt sem áður ekki taka ákvarðanir ein(n) um fjárhagsleg málefni. Beyndu að sækja styrk til trúarinnar. Ljónið 24. júli—23. ágúst. Við það að sólin snýr á nýjan leik til ljónsins hefjast framfarir hjá þér. Þú skalt fara að leysa úr læðingi áætlanir þinar. Biddu vini þina að láta aðfinnslur sinar i ljós. Meyjan 24. ágúst—23. september. Þú ert hug- myndarikur þessa stundina, þú hefur ótal hluti á takteinunum til að hrinda i framkvæmd. Þú skalt forðast að tala of mikið við samverka- mennina. Margt getur skeð, og það miður gott, eftir að húma tekur. Vogin 24. sept.—23. okt. Fullt tungl hefur i dag áhrif á andsvör þi'n og tilfinningar.... Fylgstu með þróun og framförum, sem kunna að hafa áhrif á lif þitt og sérstaklega ástarsambandið. Drekinn 24. okt.—22. nóv. Fullt tungl flytur með sér hömlur á hreyfanleik I viðskiptaheiminum, sem hindrar að þér takist að ná árangri. Leit- astu við að kynna þér keppnisreglurnar og gættu þess að vanmeta ekki uphverfi og aðstæður. Bogmaðurinn 23.nóv—21. des Þú kannt að vilja endurskoða áætlanir þinar varðandi framtiðina. Vilt ef til vill skipta algerlega um skoðun. Hertu leit þina að snilligáfu — safnaðu upplýsingum. Steingeitin 22. des.—20. jan.Þú nærð árangri við það sameina gáfur þinar og fjármagn og „slá i púkk” með öðrum aðila. Gefðu eftir eins og unnt er til að komast gegnum umskiptin. Vatnsberinn 21. jan—19. feb. Fullt tungl hefur mikil áhrif á þitt persónulega lif, enda þótt ekki sé hægt að greina það lið fyrir lið. Reyndu samt að taka þinar ákvarðanir byggðar á staðreynd- um ekki tilfinningum. Veittu vini þinum huggun i kvöld. Fiskarnir 20. feb,—20. marz.Fullt tungl leggur áherzlu á heilsu þina og hóflifnað. Þér kann að finnast þú umkringdur og getur ekki gert allt, sem þig langar til. Búðu þig undir að þurfa að veita einhverjum aðstoð. u □AG | D KVÖLD | Q □AG | D KVÖLD | Q □ AG | Upptökubíll w Utvarpsins er mikið galdratœki Tónlistin tekin upp í stereo, þótt útsendingin sé í mono — Hvað er billinn eiginlega að gera þarna uppi á miðri gangstétt? heyrðum við fólk segja. Fyrir utan samkomuhús Fiiadelfiusafnaðarins stóð meðalstór sendibifreið. tJt úr afturenda bifreiðarinnar lágu iangar og margar snúrur upp tröppurnar og inn i samkomu- húsið. Við athugun hvað hér væri eiginlega á seyði, kom i ljós, að þarna var á ferðinni upptökubill Útvarpsins. Verið var að taka upp orgel- leik og einsöng' i safnaðar- heimilinu. Árni Arinbjarnar spilaði orgelverk eftir Bach og Svavar Guðmundson söng fjög- ur sönglög eftir Eyþór Stefáns- son. En Svavar er að sögn mað- ur um sjötugt. Máni Sigurjónsson tón- meistari og Sigþór Marinósson upptökumaður sáu um upptök- una. Þegar við spurðum hvernig upptakan færi fram, sagði Sigþór: „Við upptökur niðri I Útvarpi er notað sérstakt her- bergi, sem er einangrað, þar heyrist eingöngu i hátölurunum, en ekki beinti flytjendunum. En við upptöku er mjög óþægilegt að heyra bæði i hátölurunum og flytjendunum. Þvi er upptöku- billinn mjög þægilegur. Hægt er að fara inn með mikrafónana en siðan eru öll upptökutækin i bilnum. Þannig virkar upptöku- billinn eins og einangrað stúdió. Upptökurnar eru teknar i stereo, þótt ennþá sé aðeins sent út I mono,” sagði Sigþór. „Útvarpið fékk þennan upp- tökubfl fyrir einu ári. Hann hef- ur verið notaður hérna i Reykjavik og nágrenni. Annars er þvi ekkert til fyrirstöðu að fara með upptökubilinn hvert á land sem er. Þessi bill er fyrst og fremst hugsaður fyrir upptökur á tónlist.” HE. Inni i bilnum situr Sigþór Marinósson við upptökuborðið, sem virðist nokkuð flókið. Ljósm.Jim. D

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.