Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR 65. árg. — Mánudagur 28. jlili 1975 —168. tbl. Húsafells- vatnið gœtt lœkninga- mœtti? - bls. 3 Norðurpopp ó suðurreisu, - Ragnhildur fyrst Reykja- setur vík síðan Nordjamb Palma - bis. 2 — Sjú bls. 3 Dúa í Lótus hefur starfað viB að lita hár I 25 ár. Nei, hún var ekki ögn hrædd við krabba- meinshættu vegna litarefna, en reykingar eða hárlakkið, um það gegndi öðru máli. Ljósm. Jim — SJA BAKSÍÐU UM HAR- LITUN OG HÆTTU A LUNGNAKRABBA - - Blóma drottningin kemur úr fiskvinnu — bls. 3 Hún Svanhvít skorar, — með höndum og fótum — íþróttaopna „Sprengjan" reyndist vera innpakkað útvarp — Air Bahama-flugvél snúið við vegna grunsamlegs pakka í einu sœtinu - eigandinn reyndist vera strandaglópur úr vélinni Viðutan farþegi olli töluverðri skelfingu um borð i Air Bahama þotu á leið frá New York til Luxemborgar i morgun. Afgreiðslumaður hjá Adam viðtóm herðatré. Þjófarnir höfðu gefiðsér tfma tilaðmáta tll að vera vissir um, að ieðurjakkarnir og jakkafötin pössuðu þeim. (Mynd BG). Hundruð þúsunda þjófnaður: Fœkkað fötum í tízkubúð Adams — Ég vil nú ekki segja, að Adam sé al- veg allsber eftir, en þjófarnir hafa haft á brott með sér tugi setta af leðurjökkum og jakkafötum, sagði einn afgreiðslumannanna i Tizkuverzluninni Adam við Laugaveg 47, en þeir fengu óboðna gesti um helgina. , _ við erum að telja saman og reyna að gera okkur grein fyrir, hve mikið er horfið. Sem betur fer er nú það mikið eftir, að við getum haft opið áfram, En þeir hafa haft með sér fyrir hundruð þúsunda. Hellert Jóhannsson, hjá rann- sóknarlögreglunni, tjáði Visi að innbrotið hefði verið framið ein- hvern tima eftir lokun á föstu- dag. Ummerki bentu til þess, að þjófarnir hefðu verið með bil baka til við húsið og hlaðið þýf- inu um borð i hann. — Þetta er það mikið magn, að þess ætti að verða vart ein- hvers staðar og lögreglan þigg- ur auðvitað með þökkum allar ábendingar, sem gætu flýtt fyrir lausn málsins. _o.T. Maðurinn , sem hugðist halda áfram til Luxem- borgar fór út úr flugvél- inni á Keflavikurflug- velli. Þegar kallað var út i flugvélina, missti hann af útkallinu, en allt dót mannsins var i þot- unni. Er flugvélin ætlaði að fara að hefja sig á loft, tóku farþegar, sem sátu i næsta sæti við far- þegann seinheppna eftir böggli i sætinu. Hinar verstu grunssemdir vöknuðu hjá fólkinu, sem gerði áhöfninni þegar i stað viðvart. Þetta leiddi til þess, að „sprengjuleit” hófst i vélinni og allir farþegar voru reknir út. Við nán- ari athugun á bögglinum kom i Ijós, að þetta var útvarpstæki, er farþeg- inn vildi ekki skilja við sig. Farþeganum tókst þvi að ná þotunni en töfin sem af þessu leiddi var i allt um einn klukkutimi. Logaði í togaro út af Surtsey Eldur kom upp i vélarrúmi Fleetwood-togarans Fyldca, F.D. 182, i gærmorgun um klukkan 5.30. Togarinn var þá staddur um 22 sjómilur suð- austur af Surtsey. Næstir togaranum voru Bjarni Sæmundsson og Helga- fell, og fóru bæði áleiðis til hans. Jafnframt gerði Slysa- varnavélag tslands ráðstafan- ir til þess að slökkvilið Vest- mannaeyja.færi á báti til móts við togarann, ef með þyrfti. Helgafellið kom fyrst skipa að togaranum, en þá hafði eldurinn verið slökktur. Beðið var um samfylgd Helgafells inn til Vestmannaeyja, ef tæk- ist að koma vél togarans i gang. Það tókst, og Helgafell fylgdi togaranum til hafnar. Fyldea hefur 15 manna áhöfn, en auk þess voru fjórir farþegar tilkynntir um borö. Engin slys urðu á fólki. Þessi litli skuttogari mun nú halda heim til Bretlands, en ekki hyggja á viðgerð i Vest- mannaeyjum. -SHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.