Tíminn - 09.09.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 09.09.1966, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 9. september 1966 ÚrgeTanai: rKAlviiUKNAKrLUNNUKlNN Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Lndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsínu.. símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 ASrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Hringbraut íslands Á nýlöknu kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Norð- urlandskjördæmi eystra var hreyft í tillöguformi merki- legu nýmæli sem stjórnarvöld og næsta Alþingi ættu að voita nokkra athygli. Nýmæli þetta er um áætlun þess að gera góðan og varanlegan hringveg um ísland á til- teknum árafjölda. Enginn vafi er á því, að hér er hreyft miklu framfara- máli, og um þetta mikla verk þarf að gera ítarlega undir- búningskönnun, um vegarstæði og vegarlagnina sjálfa, svo og um fjármögnun verksins og alla framkvæmd. Á þennan hringveg ætti að líta sem eina heild, og Alþingi setja um verkið allt lagaramma, þar sem gert sé ráð fyrir undirbúningi, er feli í sér könnun og v,al vegarstæðis og rannsóknir, er til ákvörðunar þarf um gerð og lagningu vegarins. Það mætti hugsa sér, að þessi meginvegur landsins yrði síðan lífæð allra samgangna á landi, og út frá honum greindust aðrir minni vegir um héruð til sveita og bæja. En undirbúningur að þessu stórvirki íslenzkrar vegagerðar er mjög mikill og vandasamur, og hlýtur að taka töluverðan tíma, og því er nauðsynlegt að hefjast handa með skipulegum hætti þegar. Útvegun fjármagns- ins er og mikið vandamál, sem aðdraganda þarf að. Eins og verðlag er nú, mundi þessi mikli og varanlegi hring- vegur um landið kosta 6—7 milljarða króna, svo að ein- hver tala sé nefnd, og vafalaust vex mönnum slík fjár- hæð í augum, og hún verður ekki hrist fram úr erminni. En þá, sem telja það ef til vill ofætlun að afla slíks fjár, má minna á þá staðreynd, að á þessu ári mun ríkissjóður taka í skatt af farartækjum á hinum ónýtu og úreltu ís- lenzfkum vegum um 500 milljónir umfram það, sem ríkið leggur til vega, og svipuð fjárhæð á hverju ári gæti — miðað við núverandi verðlag — dugað til að gera hring- braut íslands á 12—14 árum. Sést á þessu, að þetta mikla verk er ekki ofviða þjóðinni. ef rétt er á haldið, og hún víkur af þeirri braut núverandi ríkisstjórnar að nota ó- nýtt vegakerfi íslendinga, sem öllum öðrum þjóðum fremur þurfa á góðu vegakerfi að halda. sem einn stærsta skattstofn fyrir ríkissjóð, en slíkrar ráðsmennsku eru ekki fordæmi með nálægum þjóðum. Sjónvarp um landið Um þesar mundir, þegar íslenzkt sjónvarp er að taka til starfa, hlýtur sú hugsun að sækja á, að hlutverk þess er ekki og á ekki að vera einungis það að veita eins góða þjónustu og unnt er þeim, sem búa hér á horninu suð- vestanlands og hafa margir þegar horft á sjónvarp nokkra hríð, heldur að reyna að koma sjónvarpssendingum eins fljótt og unnt er víðar um landið og vinna að undirbún- ingi þess jafnhliða fyrstu starfseminni hér í Reykjavík. Telja má líklegt, að fyrsta stóra skrefið í þá átt verði að byggja allstóra sendistöð á Skálafelli upp af Esju og gera menn sér vonir um, að sendigeisli þaðan nái allvíða Þótt gera verði ráð fyrir því, að í framtíðinni nái net end- urvarpsstöðva sjónvarpsins um meginhluta landsins. hljóta menn að huga að þeirri lausn til bráðabirgða að setja upp litlar sjónvarpsstöðvar á einstökum. þéttbýlum svæðum, og verði sjónvarpsfilmur sendar þangað flugleið- is frá sjónvgrpsstöðinni í Reykjavík Kemur þá óneitan- lega Akureyri einna fyrst í huga, en á Vaðlaheiði fer þegar fram mikil fjarskiptavarzla vegna flugsins, og ætti að mega reka þar litla sendistöð sjónvarps á hagkvæman hátt. ' TÍMINN 5 — ■■■■■■ —......... Gunnar Myrdal, prófesson Kjör undirstéttarinnar eru mesta vandamál Bandaríkjanna Fáir útlendingar gera sér þess grein, að sum framfarasinn- uðustu blöðin í Bandaríkjunum eru gefin út í suður-fylkjun- um. Eitt þessara tímarita er St. Louis Post-Dispatch, sem hef- ur til dæmis snúizt eindregið gegn stríðinu í Vietnam. Blað t þetta gaf fyrir skömmu út sérstakt hátíðablað í tilefni af- mælis, og Gunnar Mýrdal, prófessor skrifaði þá fyrir ritið grein um fátæktina í Bandaríkjunum. Þessi grein birtist síðar í tvennu lagi í sænska tímaritinu Vi. Fer fyrri hluti hér á eftir í lauslegri þýðingu. SAMKVÆMT hlutleysisyf- irlýsingunni, stjórnarskránni og mannréttindalögunum, eru Bandaríkin skuldbundin til að gera alla þegna jafna fyrir dóm stólum og gagnvart öllum yfir völdum. Öllum er tryggður rétt ur til að njóta jafnra mögu- leika á öllum sviðum dag- legs lífs. Þetta er hinn mikli arfur þjóðarinnar frá timum upplýsingastefnunnar, en andi hennar mótaði þann merka hóp manna, sem forystu hafði i frelsisbaráttunni gegn Eng- lendingum og stjórnaði hinni ungu þjóð fyrstu, erfiðu árin. Bandaríkin urðu fyrsta lýð- ræðisríkið á nútíma vísu. Þjóð- in er innst inni íhaldsöm, en hinir íhaldsömu er fastheldnir við rétttæk grundvallaratriði. Þessi frjálslynda íhaldssemi hef ur eflzt kynslóð eftir kynslóð vegna þess, að leiðtogunum hef ur verið ljóst, „að við erum all ir afkomendur byltingarmanna og fátækra innflytjenda, eins og Franklin D. Roosevelt komst að orði. De Torqueville og margir aðrir merkir erlendir menn hafa bent á, að auðmýktar og þjónustulundar gæti ekki í dag- legum samskiptum manna í Bandaríkjunum, t.d. milli at- vinnurekenda og launþega, og séu þau að, þessu leyti alger andstæða Evrópu, sérstaklega þó eins og málum var þar hátt að hér áður. Bandaríkjamenn taki ekki ofan, þegar þeir heilsi og beygi sig aldrei. Þeir séu ekki gefnir fyrir titla og grípi án nokkurra formsatriða til notkunar skírnarnafna í dag- legi umgengni, eins og bænd- ur og vinnumenn gerðu í heima landi forfeðranna. Heillandi væri að kanna þau sérkenni bandarískrar menningar, sem eiga rætur að rekja til hinnar formhelgu jafnréttisskyldu og þeirrar staðreyndar, að megin hluti innflytjendanna var af lágstéttum kominn í sínu heima landi. AÐSTÆÐURNAR ollu þvi að framámenn og æðstu valda menn áttu tíðast nána ætt- ingja meðal starfsmanna á búgörðum og í verksmiðjum. Þetta kom í veg fyrir myndun félagslegrar eða efnahagslegr ar harðstjórnar að evróuskri fyrirmynd. Vitaskuld voru Bandaríkin frá upphafi laus við arfgenga aðalsstétt og ákveðna stéttagreiningu Skoðanakannanir sanna, að hinn almenni Bandaríkjamaður, lítur nú á sig sem „miðstéttar mann, og þetta var eins hér áður. Enginn telur sig tilhevra „yfirstétt eða „undirstétt. Þegar indverska þjóðin öði aðist að lokum sjálfstæði, af nam hún stéttaskiptinguna með stjórnarskrárákvæðum. enda þótt treglega gengi að fram fylgja þeim í veruleikanum. Svipað hefur orðið uppi á ten- ingnum í Bandaríkjunum og menn hafa þar orðið seinir til að veita athygli ’-eruleika fé lagslegrar þróunar og kanna hana. „Stétt er ekki vinsælt hugtak meðal Bandaríkia- manna, hvorki í skáldskap né í aimennum rökræðum. Nokkur hluti jafnræðisins i Bandaríkjunum er fremur blekkjandi hugmynd en stað- reynd. En þessi hugmynd er um leið hluti veruleikans. Hug- sjónalegar skyldur eru félags- legt afl, sem mótar þróunina. Þjóðfélagskannendur, sem vilja telja sig raunsæja, gerast óraun sæir, ef þeir gleyma því, að mennirnir hafa samvizku, sem þeir verða að friða að vissu marki. AUÐVITAÐ hafa Banda ríkin sína ákveðnu yfirstétt sem til er orðin vegna auðlegðar, og sérstakra afreka á sviði menningarmála, þar á meðal stjórnmála. Þessi yfirstétt held ur stöðu sinni kynslóð eftir kynslóð, þar sem bæði aúður og menning ganga að erfðum. Og þetta er hvað öðru tengt, þar sem arfgengur auður veitir tvímælalaust auðveldari að stöðu. En þessi bandaríska yf- FyrrS grein irstétt er ekki jafn sérskilin og hin evrópska yfirstétt, þrátt fyrir töluverðan broddborgara brag. Gáfuðum og framgjörn- um mönnum veittist auðveldara að auðgast í Bandaríkjunum og komast áfram. Og sú hefð, að viðurkenna ekki tilveru yfir stéttar, hvað sem staðreyndum líður, hafi einnig sitt að segja. Bandaríska yfirstéttin er ekk- ert vandamál, hvorki fyrir sjálfa sig né þjóðfélagið. Banda ríkjamenn hafa barizt kynslóð eftir kynslóð gegn ógnun ein- okunarvalds auðhringa, enda þótt hægt hafi miðað. Hring- arnir lúta síður stjórn einstakl- inga, sem þegið hafa auð og að stöðu að erfðum en skrifstofu- valds og sámtökum stjórnenda, sem upprunnir eru í ýmsum stéttum. Meginvandinn í banda rísku þjóðlífi er tilvera undir- stéttar, sem er að verulegu leyti utangarðs í lífi og starfi þjóð- arinnar. Sú staðreynd, að innflutning ur fólks til Bandaríkjanna var mjög ör um langt skeið. stuðl- aðí að því að varðveita jafn; réttis- og lýðræðishugsjónina. tnnflvtiend'ir fr» Evrópu voru einkum af hinum lægri stétt um þar og var ljóst — eða varð ljóst, að þeir losnuðu und an oki stéttab.ióðfélagsins við búferlaflutninginn. En jafn- framt gróf innflytjendastraum- urinn undan raunverulegu jafn rétti. Meirihluti þeirra Banda ríkjamanna, sem búnir voru að koma sér fyrir, vandist á að láta sér í léttu rúmi liggja fjölda manna, sem var ólíkur þeim að mörgu leyti, tíðast sárfátækur og í raun og veru alls ekki viðurkenndur sem jafningjar. EN ÞAÐ bandaríska fyrir- bæri, að nokkur hluti íbú- anna sé utan garðs, á rætur að rekja til annars en inn- flutnings fólks frá Evrópu. Þeg ar höfð er hliðsjón af skuld- bindingu Bandaríkjamanna til jafnréttis verður að líta á það sem mikil mistök, að þeir af- komendur Indíánaættbálk- anna, sem ekki urðu brenni víni eða bráðum sjúkdóm uim að bráð jafnskjótt og landið var numið s’kuli ekki enn hafa samlagazt þjóðinni- Þeir búa nú ýmist í sérlendum eða sem blá fátækir einyrkjabændur í suim um fylkjum, og heyra flestir til þeirri óhamingjusömu und- irstétt, sem ekki á neina hlut- deild í blómstrandi nútíma- velmegun Bandaríkjanna. Van máttur Bandaríkjamanna til að samlaga sína fáu Indíána þjóð lífinu, vekur illan grun um framtíðarþróun í mörgum Suð ur-Ameríkuríkjum, sem eru miklu fátækari og hafa miklu fleiri Indíána, sem enn er hald ið i ánauð eða fast að því. Innflutningur svartra þræla, og viðvarandi ánuð þeirra, einnig eftir að byltingin og frelsisbaráttan var um garð gengin, er enn ákveðnara brot á jafnréttiskenningu hinnar nýju þjóðar, eins og Thomas Jefferson var átakanlega ljóst. Að borgarastyrjöldinni lokinni var gerð tilraun til að veita frelsuðum þrælum jafnrétti á við aðra þegna, en eftir mála- miðlunina á áttunda tug síð- ustu aldar varð aðstaða negr- anna að nýju litlu betri en hún hafði verið meðan þrælahaldið var viðurkennt. Við þessa sömu aðstöðu búa þeir enn í dag, bæði í suðurfylkjunum og þeim norðurfylkjum, sem þeir hafa reynt að flytjast til eftir fyrri heimstyrjöldina. í suðurfylkjunum hefur búið fjöldi negra, sem lifað hefur við sárustu niðurlægingu og jafn- framt verið litið á sem óæðri þegna. Þetta átti mikinn þátt í að hinir hvítu íbúar heldur við fronri stéttaskiptingu, sem var í senn fjarstæð hugsjón þjóð- arinnar og félagslegum veru- leika í norðurfylkjunum. Þessi fasta stéttaskipting olli því, Fremhald á bls. 15. | mmmmmmmmmmmmtmmtm^rnJ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.