Tíminn - 09.09.1966, Síða 6

Tíminn - 09.09.1966, Síða 6
TÍMINN £ FÖSTUDAGUR 9. september 1966 MINNING Guírún Johnson iinarsson Útför frú Guðrúnar Johnson Ein- arsson fer fram í dag. 9- sept frá Fossvogskirkju. Frú Guðrún anclað ist að hieimilí sínu, Skaftahlíð 18 í Reykjavík aðfaranótt 2. þ.m. Frá- fall hennar bar óvænt að. Hún hafði verið við vinnu sína um dag- inn eins og venjulega, en kenndi lasleika seint un kvöldið og inn an stuttrar stundar var hún látin. Svo fyrirvaralaust hverfa þeir stundum af sjónarsviðinu, sem manni virtist mundu enn eiga langt líf fyrir höndum. Guðrún var fædd 29. desember 1904 í ArgylebyggS í Manitoba- fylki í Kanada, og þar ólst hún upp. Foreldrar hennar, Björg Em ilía Snorradóttir, og Jónas Björns son, voru ættuð úr Þingeyjarsýslu. Guðrún og systur hennar fluttust með móður sinni frá Argyle til Winnipegborgar. Þar stundaði Guð rún eitt ár nám við Manitobahá- skóla, en breytti síðan til og fór í Kennaraháskólann. Að loknu námi þar kenndi hún við barna- og unglingaskóla í Árborg í Nýja íslandi og var talin sérstaklega góð ur reikningskennari. Hún hvarf þó frá kennslu og vann um hríð skrifstofustörf í Winnipeg. Systir Guðrúnar, Aðalbjörg, fluttist til fslands, skömmu eftir 1930, síðan móðir þeirra einnig. í septem- bermánuði 1935 kom Guðrún í kynnisferð hingað. En henni fór eins og öðrum Vestur- fslendingi, sem kom á Alþingishátíðina og notaði aldrei farseðilinn til baka til Kanada. Hún settist hér að fyr ir fullt og allt. Árið 1939 giftist hún Benjaimín Einarssyni, sem nú er fulltrúi í skrifstofu ríkisféhirð- is. Guðrún hóf störf í Stjórnar- ráðinu árið 1938 og starfaði þar alla tíð síðan. Hún var mjög vel ■arki farin og ávann sér hvlli sam starfmanna sinna, bæði sakir hæfi leika og mannkosta. Hið skyndi- lega fráfall frú Guðrúnar kom öll um á óvart og mikill harmur er nú kveðinn að eiginmanni hennar því 10 naumast getur öllu sam- rýnéwri og samhentari hjón en þau voru. Sendi ég Benjamín og öðrum vandamönnum frú Guðrún ar innilegar samúðarkveðjur. Birgir Thorlacius. Á mildum og kyrrum haust- degi norður á Akureyri bárust okkar hjónunum þær fregnir, að Rúna væri dáin. Við höfum kvatt hana um hásumar, hressa í lund og káta eins og hún var jafnan, sízt áttum við von á að heyra hel- fregn hennar tveim mánuðum síð ar. Enda bar dauða hennar skjótt 'g óvænt að: fimmtudaginn 1. september hafði hún lokið sín- um daglegu störfum í ráðuneyt inu, þar sem hún hafði starfað um aldarfjórðungsskeið, kenndi sér þá einskis meins unz um nóttina að hún andaðist í örmum eigin- manns síns, rétt í þann mund. er hún skyldi flutt á sjúkrahús. Svo svipleg urðu ævilok hennar. Guðrún Einarsson var fædd á Brú i Argylebyggð í Manitoba- fylki í Kanada þann 29. desember 1904. Foreldrar hennar voru Björg Emilía Snorradóttir og Jónas Björnsson. Þau voru bæði af traust um íslenzkum ættum, landnemar í hinum nýja heimi, hún af hinni alkunnu Reykjahlíðarætt, hann ætt aður af Hólsfjöllum. Björg, móðir Guðrúnar, hefur verið óvenjumikil mannkostakona og búið yfir ótrú legu þreki. Eiginmann sinn missti hún með voveiflegum hætti frá tveim ungum dætrum hér heima á íslandi, fórst hann í snjóflóði rúm lega tvítugur að aldri. í þann tíð á íslandi hefði það þótt ærið þrek virki af ungri og umkomulausri ekkju að sjá til þess, að dætur hennar hefðu til hnífs og skeið- ar, þá mátti heita, að hungurvof- an væri á næsta leiti og harðæri yfir landi og lýð. En Björgu var meir í mun en það eitt að dætur hennar hefðu í sig og á, hún tók sig upp og fluttist alla leið vestur um haf í því skyni að dæturnar fengju þá menntun bezta, sem völ var á. Þar vestra fæddist Guðrún í íslenzkri landnemabyggð. Lífs- baráttan véstra var hörð og óvæg- in engu síður en hér heima. Land nemarnir flestir bjuggu við kröpp kjör og þóttist hver góður að bjarga lífi sínu. Björg Snorradótt- ir gleymdi þó ekki tilgangi ferðar innar, hún kom dætrum sínum til mennta, þótt efnin væru engin. Þannig lauk Rúna menntaskóla- námi og síðar flytur hún til Winni peg ásamt móður sinni og systr- um. f Winnipeg las hún við há- skólann og lauk einnig prófi frá kennaraskóla þar í borg. Starfaði hún sem kennari um tveggja ára skeið í Árborg í Manitoba, fluttist þá aftur til Winnipeg og starfaði á skrifstofu. Árið 1930 hafði Aðalbjörg, eldri systir hennar verið send til íslands sem fréttaritari kanadiska stór- blaðsins Free Press og skyldi segja frá Alþingishátiðinni. Því verki lauk hún og sneri þó ekki aftur, heldur settist um kyrrt í fæðingarlandi sína ag fejó hér ail an aldur sinn, giftist Bjama Gunn- laugssyni bónda og bjuggu þau norður í Þingeyjarsýslu. Og árið 1935 verða hvörf i ævi yngstu systurinnar. Hún brá sér í kynnisför til systur sinnar og móð ur, sem þá var einnig flutt til ís- lands. Og hún sneri ekki aftur, fremur en Aðalbjörg fimm árum áður. Hin stutta kynnisför varð að ævidvöl. Á íslandi bjó Rúna til iiinztu stundar. Árið 1938 hóf hún störf i stjórn arráðinu og þar starfaði hún við góðan orðstír til dauðadags. Rúna var 31 árs að aldri, þegar hún kom til íslands, snemma í sept ember. Hér dó hún réttu 31 ári síðar. Þannig skipti hún ævi sinni réttlátlega milli þeirra tveggja landa, sem áttu hug hennar allan- Fáum árum eftir heimkomu sína giftist hún Benjamín Eínarssyni eftirlifandi eiginmanni sínum. Þá hafði hann dvalið um nokkurra ára skeið í fæðingarlandi konu sinnar, hafði raunar farið þangað með sömu skipsferð og hún kom hingað upp. En örlögin höfðu þrátt fyrir það ætlað þeim að hitt ast, kynni þeirra hófust skömmu eftir að hann sneri heim og þau giftust 2. desember 1939. Með vinum, kunningjum og frændum voru þau aldrei kölluð annað en Rúna og Benni og sjaldn ast um annað talað án þess að hitt væri nefnt í sömu andrá. Svo tengd voru þau hvort öðru í hug um okkar og svo var því einnig farið. Engum hjónum hef ég kynnzt jafn samrýndum og Rúnu og Benna. Allt frá því þau gengu í heilagt*hjónaband, mátti heita, að þau vikju ekki fótmál hvort frá öðru, hvar sem annað þeirra fór var hitt með í för. Aidrei varð ég þess var, að fölskva brygði A þetta innilega og ástúðlega samlíf. Öllu fremur tel ég það hafi skírzt og dýpkað eftir því sem árin liðu. Engin hjón hef ég séð sýna hvort öðru jafnmikla ástúð og umhyggju í smáu sem stóru, í skiptum þeirra öllum ríkti meiri eining og jafn- vægi en títt er með hjónum. Þau voru eitt. Rúna og Benni áttu sjálf engin börn en voru bamgóð með af- brigðum enda hændist að þeim stór hópur af börnum systkina þeirra og sóttist eftir að koma til þeirra. Og þar var ekki komið að tómum kofunum, þvi að bæði höfðu þau yndi af því að skemmta börnunum og stytta þeim stundir, tóku þátt í leikjum þeirra og voru aldrei glaðari en þegar hús þeirra var fuliskipað glöðum barnahóp. Þaðan á ég sjálfur margar góðar minningar og fæ aldrei fullþakk- að það atlæti, sem ég naut á heim- ili þeirra. Og fenginn kunni eins og þau að gleðja börn með góðum gjöfum, ég minnist þess, að á jólum var spenningurinn allt af mestur þegar opnaðir voru pakk arnir frá Bertna og Rúnu. Og alltaf var tilhlökkunin mest að koma til þeirra, það var aldrei fyrir siða- sakir, sem þau skemmtu þessum litlu gestum sínum, heldur af hjartans list og einlægni. Þau Rúna og Benni átti sér jafnan ££il-?£t og vistlegt heimili fyrst á Öldugötu og síSan í Skafta hlíð, þau áttu stóran vinahóp, sem gjarnan lagði leið sína til þeirra. Þar var oft mikið fjölmenni sam ankomið þótt húsakynni á fyrri staðnum væru þröng, þar var oft glatt á hjalla. Bæði voru þau gest risin og höfðinglunduð. Bæði voru þau söngelsk og listhneigð. fylg/1- ust með í bókmenntum og þó ea«uai leikllst og létu enga leik- sýningu framhjá sér fara, sem akk ur var í. Rúna rækti tryggð sína við fæð- ingarland sitt meðan ævin entist og þau hjónin brugðu sér í kynn- isferðir til Kanada nokkrum sinn- um. Hún talaði óvenju fallega ensku og var vel heima í ensk- um bókmenntum. Hún vann langi og gott starf í Stjórnarráðinu og hef ég orð samstarfsmanna fyrir því að þar hafi hún verið ómetan leg. Enda átti hún til brunns að bera alla þá kosti, sem til þess þurfti. Hygg ég að samvizkusemi hennar og hollusta ásamt góðri. greind og menntun hafi vegið þar þyngst á metunum. Rúna var fríð kona sýnum. Hún hafði á sér hefðarbrag og vakti athygli, þar sem hún fór. Hún var suðræn í útliti, dökk á brún og brá, óvenju fagureyg. Viðmótið var aiúðiegt og fasið óvenju hlýlegt. Hún var ör i lund og bafði heitt hjarta, samúð hennar var rík og gleði hennar ósvikin og uppruna- leg. Hún hvarf á brott með svipleg- um hætti. í fyrsta sinn hefur hún IDUHHAR eru liprir,- vandaðir og þægilegir. Nylonsóiarnir „DURALITE** hafa raarfi* 'falda éndingu á við aðra sóla. Hið breiða lag á Iðunnar skónum tryggir yður aukna vellíðan. skórnir 15 25 40 60 75 UÓSAPERUR 32 volt, E 27 Fyrirliggjendi t stærSum 100 150 wött. Ennfremur venmlegar liósaperur Fioursldinspip- ur og ræsar Helldsölubirgðir: Raftækjaverzlur Islands n. t. Skólavörðustíg 'a — Sími 17975 76 I brugðið sér í ferðaiag, án þess að Benni væri með. Og þó að hún eigi ekki afturkvæmt, lifir um hana minningin hérna megin graf ar, minningin um góða konu. Vð sendum öll Benna okkar einlægustu samúðarkveðjur, þótt við vitum, að orð hrökkva skammt Nú stendur hann einn. En sorgin verður einmitt sárust. þar sem ham ingjan var mest Jökul) Jakobsson. Auglýsið í riMANUM ÖKUMENN Látíð athuga rafkerfið 1 öílnum Ný mælitækL rafstilling. j Suðurtandsbraut 64, slmi 32385 \ íbak við Verzlunina Alfabrekku)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.