Tíminn - 09.09.1966, Page 16

Tíminn - 09.09.1966, Page 16
IÐNÞINGSFULLTRÚAR SKOÐA IÐNSÝNINGUNA SJ—Reykjavík, fimmtudag. 28. iðnþing íslendinga var sett kl. 11 í morgun að Hótel Sögu.' Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráð- herra, flutti ávarp við setninguna, og kom fram í ræðu hans, að Iðn- j lánasjóður mundi senn, í samráði i við ríkisstjórnina og Seðlabankann I bjóða út lántökur til iðnfyrirtækja allt að 25 milljón krónur. Síðdegis í dag héldu fundir á- fram í Iðnskólahúsinu í Reykjavík. Ingólfur Finnbogason. húsasm.m. var kosinn forseti þingsins og Tóm as Vigfússon og Gísli Sigurðsson varaforsetar. Ritarar voru kosnir þeir Ólafur Pálsson og Sigurður Hólmsteinn Jónsson. Framkvæmdastjóri Landssam- bands iðnaðarmanna, Otto Schopka viðskiptafræðingur, flutti skýrslu stjórnarinnar fyxir síðasta starfsár og las upp reikninga Landssam- bandsins. Fremhald á bls. 15. Von á 25 þús- undasta gest- inum í dag - sá hlýtur hvíldarstól Á i*egi matvælaiðnaðarins gefst kostvr á 70 vinningum mnmmi (Tímamynd GE) Vigfús Sigurðsson setur 28- iðnþing Islendinga. ; 5/ .*• ? "* ' jg' ? f/ f ' * I SJ-Reykjavík, fimmtudag. Á morgun, föstudag, er fastlega __---... ÍIBÍÍ! f»«ÍRt«§II8S mmwm. gert ráð fyrir því að 25. þúsund- asti gesturinn muni sækja iðnsýn- inguna, og er ætlunin að heiðra hann með hvíldarstól frá Gamla Kompaníinu, en verðmæti stólsins er um 12 þúsund krónur. En það verður fleira í boði ókeypis en hvíldarstóllinn. Dagur matvælaiðnaðarins er á morgun, föstudag, og itl að vekja athygli á framleiðslúvörum fyrirtækjanna innan matvælaiðnaðarins, verður efnt til skyndihappdrættis, þannig að gestum verða afhentir ókeypis happdrættismiðar með hverjum að göngumiða. Vinningar verða um 70 talsins, að héildarverðmæti um 25 þús. kr. miðað við heildsölu- verð. Vinningarnir verða hafðir til sýnis á sýningarsvæðinu, en dráttur fer fram kl. 22.30 að kvöldi föstudags og verður framkvæmdur af borgarfógeta. Vinningaskrá verð ur síðar auglýst rækilega í biöðum. Kartöflugrösin gjörféllu í 3 stiga frosti í fyrrinótt! UPPSKERAN í ÞYKKVABÆNUM VERÐUR MEÐ ALLRA MINNSTA MÓTI _1-—-----—-------—-— Hjón, nýflutt frá Akureyri, hrepptu hálsmeniö frá Héöni í nótt komst frostið í 3 stig í Þykkvabæ og eru kartöflu- grös þar gjörfallin, að því er Ólafur Sigurðsson, hrepp- stjóri, sagði í viðtali við Tímann í dag. Verður kartöfluupp skera í Þykkvabæ með allra minnsta móti á þessu ári. KT—Reykjavík, fimmtudag. Að sögn Ólafs Sigurðssonar var frost í nótt í Þykkvabæ í eina 9 tíma. Kornst frostið í 3 stig og Gildustu stál- biturnir eru 1 m KT-Reykjavík, fimmtudag. Nú cru í smíðum víðs vegar á Iandinu 6 nýjar brýr, að því er Árni Pálsson, yfirverkfræð- ingur Vegamálastjórnar tjáði blaðinu í dag. Auk þess er ný- lokið við smíði fjögurra brúa. Hér í blaðinu var fyrr í sum- ar greint frá átta brúm í smíð- um og er smíði allra þeirra lokið, nema brúarinnar yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi, en Ijúka á við hana næsta sum ar. Þar hafa í sumar unnið um 30 menn og hafa þeir steypt turna, turnstöpla og akkeri, en næsta sumar á að ijúka vð stál verkið. Að því er Árni Pálsson skýrði frá í dag, hafa nú tíu brýr bætzt við þær, sem nefndar hafa verið hér í blaðinu og eru þær sem hér segir: 16 metra stálbitabrú vfir Flatnaá í Hnappadalssýslu í smíðum fyrir innanhéraðssam- göngur. 16 metra bitabrú 1 smíðum yfir Laugaá í Hörðudal fyrr innanhéraðssamgöngur. 14 metra steypt bitabrú yfir Ilundadalsá í Dalasýslu fyrir innanhéraðssamgöngur. Smíði lokið. 20 metra stálbitabrú a Suð- urfossá, Rauðasandi í Barða- strandasýslu, fyrir innanhér- aðssamgöngur. Smíði lokið. 16 metra steypt plötubrú a Hólsá í Bolungavík. Brúin er inni í kauptúninu og er því með tvöfaldri akbraut og gang- stéttum báðum megin. 20 metra stálbitabrú yfir Vest urá í Vopnafirði. Brúin er ætl- uð fyrir innanhéraðssamgöngur og er smíði hennar lokið. 46 metra löng steypt bitabrú á Rangá í Hróarstungu á Fljóts dalshéraði. Brúin er fyrir inn- anhéraðssamgöngur og er í smíðum. 37 metra stálbitabrú yfir Jökulgilskvísl á Fjallabaksvegi nyrðri. Smíði brúarinnar er lok ið og verður hún tekin í notk- un í haust. 40 metra löng, steypt bita- brú yfir Holtsá undir Eyjafjöll- um. Brúin er á þjóðveginum austur og kcmur i stað gam- allar brúar á stauraokum, en sú brú er of hrörleg fyrir hina þungu umfeð. Fremhald á bls. 15. nægði það til að eyðileggja öll grös. í nótt hefði verið gerð tii raun til þess að vernda grösin með því að úða þau með vatni, en Ólafur sagðist álíta, að byrjað hefði verið of seint á þeim ráð stöfunum og því hefði farið sem fór. Froslið í nótt tekur fyrir frekari sprettu og verður því allt tekiö upp nú. Sagði Ólafur, að bændur í Þykkvabænum hefðu verið byrj aðir að taka upp kartöflur, áður en frostið kom en venjulega væri byrjað á því um 1. september. Að lokum sagði Ólafur að kart öfluuppskera í Þykkvabænum yrði mcð allra minnsta móti. Myndí hann ek'ki eftir svo lélegri upp- skeru. Má nærri geta, hvert áfall það verður bændunum, sem styðj ast að mestu leyti við kartöflu- rækt. SJ-Reykjavík, fimmtudag. Vélsmiðjan Héðinn efndi til skemmtilegrar getraunar við opn un iðnsýningarinnar — fyrirtæk- ið lét setja upp ísklump á stalli fyrir utan höliina og innan i ísklumpinum var komið fyrir forláta hálsmeni, sem Jóhannes Jó hannesson, gullsmiður, smíðaði. Getraunin var í því fólgin að geta til um hvenær menið losn aði úr úr ísklumpium, sem byrj aði að bráðna á fyrsta degi. Um miðjan s. 1. föstudag var þátt taka í getrauninni stöðvuð, þar sem ísklumpurinn, sem í upphafi hafði vegið um 1 tonn, var að bráðna niður. Kl. 23.27 á laugar dagskvöld losnaði menið og voru þá skoðaðir um 1500 seðl ar sem borist höfðu. Sá, sem komst næst því að geta til um réttan tíma, var Þórður Gunnarsson, Glaðheimum 14A, en hann gat sér til um, að menið mundi losna kl. 23.20. Þórður fyllti seðilinn út á föstudag. f dag tók kona Þórðar, Jó fríður Traustadótir, við meninu úr hendi Sveins Guðmundssonar forstjóra Héðins og óskaði hann henni til hamingju með menið. Þórður og kona hans eru nýflutt til borgarinnar frá Akureyri, komu hingað rétt fyrir helgi. Menið er úr silfri, sett safírum og rúbínum, hinn glæsilegasti ' gripur. Svemu uuomunasson íorstjori i tieoni atnenair naismenio. I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.