Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 1
65. árg. —Mánudagur 11. ágúst 1975— 179. tbl. 25 TÝNDUST Heill hópur Frakka, sem lagði upp frá Nýjabæ yfir i Vonar- skarð, týndist á laugardaginn. I hópnum voru 24 manns og var leit hafin, er ekkert hafði til hans spurzt klukkan niu á laug- ardagskvöld. Slysavarnafélagið sendi sveitir sínar frá Selfossi og Reykjavik, ásamt flugbjörg- unarsveit frá Hellu til leitar. Hópurinn kom svo fram á Gæsavatnaieið klukkan 3 f gær- dag eftir göngu alla nóttina. Þá týndist franskur ferða- maður inni við Herðubreið á sunnudag, er ieit stóð sem hæst að hópnum. Sveitir fórú á stað- inn og flaug flugvél jafnframt yfir svæðið. Maðurinn fannst ör- þreyttur og vonlaus við rætur Herðubreiðar um kvöldið, er tveir leitarmanna gengu fram á hann. Maðurinn var hlýlega klæddur en I herjakka, sem er litaður til að hyljast í náttúr- unni, og þvi mjög varhugaverð- ur i öræfaferðum. —JB „ALLT í EINU VAR VÉLIN KOMIN Á FULLA FERÐ" — „Flugvélarrœningi" olli milljónatjóni í flugskýli — Þessi mannaumingi má þakka sinum sæla fyrir að Apache vélin var fyrir, annars hefði hann farizt i miklum bálkesti, sagði Hafþór Helgason hjá Vængjum við Visi i morgun. Flugskýli númer eitt fékk óboð- Benzlnið flóði um skýlið, þegar hreyfillinn tætti væng Apache vélarinnar. Hann er gerónýtur. (Ljósm. BG) Réðst q stúlku — hótaði að skera hana ó hóls — Hannsagði: ,,Ég skal skera þig”, sló mig I andlitið og bar siðan stóran hnif upp að hálsin- um um leið og hann hélt mér I heljarklóm. Þessa óskemmtilegu sögu hefur ung stúlka úr Skagafirði, Jóhanna Guðmundsdóttir, að segja eftirað ráðizt var á hana á afgreiðslu Flugfélags islands á Reykjavikurflugvelli I gær. Á sjöunda timanum um kvöldið var Jóhanna að bíða eft- ir flugvél til Vestmannaeyja. Hún sat við borð á kaffibarnum, er inn kom maður, sem hún rétt kannaðist við-Nokkurt slangur af fólki var í salnum og hefur það væntanlega orðið Jóhönnu til bjargar. — Ég og félagar mfnir höfðum kynnzt þessum manni lltillega, þegar hann kom að tala við okkur á veitingastað i Borgarnesi. A laugardaginn hafði hann svo hitt m ig og strák- inn, sem ég er með, i strætó og spjallað við okkur. Ég varð ekki vör við neitt sérstaklega óeðli- legt i fari mannsins þá, og hann virtist vingjarnlegur, sagði Jó- hanna. — Hann yrti ekki á mig, þar sem ég beið þarna eftir Vest- mannaeyjavélinni, en horfði þó á mig. Siðan kom hann skyndi- lega að mér sló mig i andlitið svo sprakk fyrir og brá hnifi á háls mér. Piltar, sem þarna voru nærri, virðast hafa séð er maðurinn tók upp hnlfinn, þvi þeir stukku fram og afvopnuðu hann. Ég er ekki i vafa um, að maðurinn hefði skorið á háls mér, ef piltarnir hefðu ekki verið jafn snöggir til.Ég var i rúllukragapeysu og hún var mér einnig nokkuð til varnar, sagði Jóhanna. Maðurinn hélt Jóhönnu i nokkrar minútur þó hnifurinn væri farinn, en sleppti henni þá og dró upp annan hnif, sem hann otaði að fólki, þar til lögreglan kom og skarst I leikinn. Maður- inn var fluttur i fangageymslu lögreglunnar, sem hann hefur oftsinnis gist áður sökum drykkju. —JB Fluqfreyiur Verkfall á BJÓRLAUST til kaup- \ LAND, EN ALLT TIL félagsdóms skipum? BRUGGUNAR — sjá bls. 3 — baksíða - bls. 3 Super Cub vélin er skökk og skæld eftir áreksturinn. (Ljósm. BG) inn gest aöfararnótt sunnudags- ins. Sá settist upp I einshreyfils vél af gerðinni Piper Super Cub, startaði henni og ók á „öllu útopn- uðu” á tveggja hreyfla Piper Apache. Vængendar rákust saman þannig, að litla vélin snerist og hreyfill hennar át sig inn i væng hinnar. Eldsneytisgeymar henn- ar sundruðust og benzin flæddi um gólf skýlisins. Vængurinn er gerónýtur og báðar vélarnar mikið skemmdar þar að auki. Lauslega áætlað er tjónið um tvær milljónir. — Ef Apachevélin hefði ekki verið þarna fyrir, hefði hann haft eina fimmtán metra I viðbót til að auka hraðann, sagði Hafþór. Hann hefði svo keyrt á fullu inn I skýlisvegginn og þá hefði orðið sprenging. 1 skýlinu voru auk þess um 80 prósent af einkavélum Reykvik- inga, þannig að þetta hefði getað orðið mikið bál og tugmilljóna tjón. Lögreglan hafði fljótlega upp á manningum, sem haföi verið þarna að verki. — Hann kom út á flugvöll ásamtfélaga sinum, sagði Hauk- ur Bjarnason hjá rannsóknarlög- reglunni. Félaginn stóð þó utan- dyra allan tímann. Eitthvað hefur hann „kynnt” sér flugvélar, þótt ekki hafi hann lært að fljúga. Hann hreyfði til handföng og ýtti á takka og allt I einu — áður en hann áttaði sig — var mótorinn kominn I gang og vélin komin af stað. Og þótt hann hafi slysazt til að gangsetja vélina, var kunnátt- an ekki nægilega mikil til að hann gæti stöðvað hana i tima. Þvi fór sem fór. ÓT. „I einu orði sagt: Stórkostlegt" — sagði Guðmundur Sigurjónsson um árangur Guðlaugar — „kom ekki á óvart", segir formaður Taflfélags Kopavogs „Mér finnst þetta alveg frábært, I einu orði sagt alveg stórkostlegt,” varð Guðmundi Sigurjónssyni stórmeistara að orði, þegar Visir leitaði álits hans I hinum glæsilega árangri Guðlaugar Þorsteinsdóttur i Noregi. Guðlaug varð Norðurlanda- meistari kvenna, og fékk 7 vinn- inga. Guðlaug er ekki nema 14 ára, en með þessu áframhaldi ætti hún að eiga framundan glæsta framtið I skákheiminum. „Þegar einvigið Spasský- Fischer var hérna, hitti Guð- laugu júgóslavnesk kona, sem kvaðst aldrei hafa séð annað eins efni, og bjóst við að hún ætti eftir að ná mjög langt,” sagði Guðmundur m.a. „Þetta er i fyrsta lagi stór- kostlegt vegna þess hve ung hún er,” sagði hann. „Ég segi alveg eins og er, að ég bjóst ekki við þessu.” Guðmundur sagði að hann hefði ekkert á móti þvi að tefla við Guðlaugu, og gat þess að kannski gæfist tækifæri til þess, þegar haldin verður 6 landa keppni I Sviþjóð 22. september. Guölaug og Guðmundur hafa m.a. verið valin i liðið frá Is- landi. „Ég er mjög ánægður með þetta,” sagði formaður Tafl- félags Kópavogs, Sigurður Kristjánsson, þegar viö höfðum samband við hann, en Guðlaug er I þvi félagi, og hefur verið það i fjögur ár. „Þetta kom mér ekki á óvart, ég get ekki sagt það,” hélt Sigurður áfram, og gat þess, að hún hefur tvisvar tekið þátt i 6 landa keppnum og staðið öðrum fyllilega á sporði. „Og hún er i stööugri framför,” bætti Sigurö- ur við. „Mér hefur skilizt að hún hafi verið næstyngsti keppandinn nú, en hún var farin ab vekja á sér athygli aðeins 10 ára göm- ul”. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.