Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 2
Vlsir. Mánudagur 11. ágúst 1975 VjSffiSPR: — Finnst þér að það ætti að lög leiða bílbeltanotkun? Ingimundur Magnússon, ijós- myndari. Já það finnst mér Sjálf ur nota ég alltaf bilbelti. Sævar Þór Karlsson, nemi. Mér finnst aö menn eigi að ráða þvi sjálfir, hvort þeir nota bílbelti eða ekki. Sjálfur geri ég það ekki. Ellen Sveinsdóttir, húsmóðir. Ég held að fólk ætti að ráöa þessu sjálft. Sjálf nota ég bilbelti sem farþegi, en ekki þegar ég keyri sjálf. óskar Benediktsson, sendibll- stjóri.í vissum tilvikum, sérstak- lega utanbæjar. Hins vegar er erfitt fyrir t.d. okkur sem vinnum sem bilstjórar að nota beltin, þvi að við sitjum sjaldnast lengi i bilunum i einu. Hannes Lentz, nemi, Jú, mér finnst það. Hins vegar held ég að bilbeltin geti verið óheppileg, sér- staklega ef bill ekur út af i vatn, þvi þá tekur það lengri tima að koma sér út úr bilnum. Aðalsteinn Hafsteinsson, verka- maður. Já, mér finnst það. Nei, ég nota ekki bilbelti sjálfur. GERIÐ GRJOTAÞORPIÐ AÐ ÚTIVISTARSVÆÐI öldruð kona hringdi: ,,Ég hef lengi átt þann draum, að með timanum myndu gömlu kofarnir i Grjótaþorpinu á milli Mjóstrætis og Vesturgötu og upp að Garðastræti hverfa og i staðinn koma opið svæði með blómum og gosbrunnum og bekkjum. Þarna I kvosinni hefði getað komizt upp eitt fallegasta úti- vistarsvæðið i Reykjavik, sem blasti við mönnum um leið og komið var niður Bankastrætið. En svo var farið að grafa fyrir enda Austurstrætisins og þá reis þetta lika litla háhýsi Morgunblaðsins, sem hreint og beint eyðilagði allan svip miðbæjarins. Ognú a:tla þeir að fara að byggja fleiri háhýsi á þessum slóðum. Draumur minn virðist þvi eiga langt i að rætast, en ég vona þó, að mennirnir sjái sig um hönd, áð- ur en fleiri háhýsi risa á staðn- um, og komi fyrir blómum, bekkjum og steinum i þeirra stað.” Hl, Sjólfstœtt bœjarfélag með alþjóðlegum blœ — yfir 17000 skátar sanna að hœgt er að búa saman í sátt og samlyndi þótt komið sé frá mismunandi þjóðum með mismunandi lífsskoðanir „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel”, sagði Sigfrid Olafsson, einn af islenzku farar- stjórunum, þar sem við hittum hann i einni af búðum Islenzku skátanna i Sarek. i sama streng tók Páll Gislason skátahöfðingi islands, sem þarna átti leið um og þáði kaffibolla hjá islenzkum skátunum. Strákarnir, sem þarna voru létu lika vel af dvölinni. Kvört- uðu þeir helzt undan þvi, að það væri of heitt og þeir hefðu brunniö i sólinni. En þeir luku upp einum munni að það hefði verið „alveg ofsalega gaman” Sigfrid sagði, að strákarnir i þessari sveit hefðu náð alveg sérstaklega vel saman, miðað við að þeir væru viða að af land- inu. Þarna voru 13 frá ísafirði 6 frá Dalvik, 2 frá Vopnafirði og einn frá Húsavik. Sagði hann, að þeir hefðu ekki þekkzt áður en þeir komu til Reykjavikur tveimur dögum fyrir brottförina til Nordjamb, en nú væri það sem þeir hefðu þekkzt alla ævi. Landinn þykir skila sínu vel/ og meira en það. Islendingar eru hér virkir þátttakendur i þvi að halda þetta mót ásamt hinum Norður- löndunum. Eins og áður hefur komið fram, sjá þeir að öllu leyti um eina af tiu tjaldbúðum mótsins, Heklu og einnig sjá þeir um einn stærsta dagskrár- liðinn, náttúru og umhverfis- vernd. Við hittum Guðbjart Hannes- son, en hann var einn af þeim, sem undirbjuggu dagskrárþátt Islendinga um náttúruna og umhverfisvernd, en þessi liður er framkvæmdur i samvinnu við Svia. Þar sem við hittum Gutta, en svo kalla allar þjóðir hann hér, var verið að sýna hvernig Eskimóarnir höfðu komizt af á gæðum náttúrunnar án þess að spilla henni. Þessi liður er þannig settur upp, að fyrst búa skátarnir til eftirlikingar af vopnum Eski- móanna, boga og skutli, en þvi næst færa þeir sig um set og búa til sleða á sama hátt ogEskimó- arnir hafa gert um aldaraðir. Að þessu loknu halda skátarnir i veiðiferð og i ferðinni kynnast þeir þvi, hvernig Eskimóarnir byggðu sér snjöhús. Ekki eru tök á að hafa snjóhús hér i 30 stiga hita, svo að þeir búa til Skátarnir á Nordjamb hafa auövitað rásað um öll fjöll I grennd viö Lillehammer. Og þótt þeir séu um 18000 taisins, hefur það gengiösiysalaust, enda skátar sérfræðingar I fjallgöngum. A myndinni er norsk- ur foringi á ferð meö flokk sinn. Það er alþjóðlegur flokkur, fyrstu tveir á eftir Norðmanninum eru bandariskir og sá þriðji er frá Vestur-Þýzkalandi. litlar eftirlikingar úr leir. Annars staðar hittum við fyrir Þuriði Astvaldsdóttur, þar sem hún var að skýra út fyrir einum flokknum, hvernig jarömynd- unin hefði átt sér stað, en þessi þáttur náttúruprógrammsins heitir „Steinarnir geta talað”. Einnig mátti sjá skáta kynn- ast þvi hver er leiðin frá korni til brauðs, og fá þeir að sá, upp- skera- þreskja, mala og baka brauð úr hveitinu. Vindurinn og sú orka, sem i honum felst, er kynntur með þvi að skátarnir smiða sér vindraf- stöðvar. Á sviði umhverfis- verndarinnar er sýnt hvernig vatnshreinsun stórborganna fer fram, og þar mátti sjá ind- verska skáta fylgjast af athygli með þvi þegar dönsk stúlka var að skýra það út fyrir þeim, hvernig vatnshreinsun Kaup- mannahafnar gengi fyrir sig. Nordjamb: Hreint ekki svo lítið fyrirtæki, Þegar maður kemur hingað á mótið, verðúr maður svo sannarlega var við að það að halda mót sem þetta er hreint ekki svo litið fyrirtæki. Eins og lénsmaðurinn hér i Lillehamm- er sagði: „Þegar maður tvö- faldar ibúatöluna i einum bæ i einu vetfangi, þá á maður von á öllu”. Hér á Nordjamb eru 17.280 þátttakendur frá 91 landi, svo að það er engin furða þó að ibúum Lillehammer, sem eru rétt yfir 21 þúsund, hafi þótt nóg um þá tilhugsun að nærri þvi tvöfalda ibúatöluna i einu vetfangi. Þótt furðulegt megi virðast, hafa vandamálin orðið nær eng- in, aðeins hafa orðið örfá fót- og handleggsbrot, en engin alvar- leg slys. Fyrirfram höfðu menn dálitlar áhyggjur af þvi að senda allan þennan fjölda i gönguferðir „haik” um nágrennið, þar sem skátarnir i blönduðum 8 manna hópum áttu að bjarga sér á eigin spýtur i einn sólarhring. Fyrir liverjum hópi var skáti frá einhverju Norðurlandanna, þar á meðal allir Islendingarnir, og sögðu þeir sumir það hafa verið mikið „upplivelsi” að fara með þessa hópa i ferðirnar, þvi i sumum var það svo, að enginn skildi annan, svo að allar samræður urðu að fara fram með handa- pati og teikningum. Einn Islendinganna sem við hittum eftir „haikið” sagöi, að hann væri viss um, að sumir hefðu aldrei gengið svona um fjöll og firnindi og hefðu komið snarvit- laust útbúnir i gönguna. Jafnvel með allan sinn farangur á bak- inu. En aðeins var ætlazt til að menn hefðu með sér það allra nauðsynlegasta, svefnpoka og dálitinn mat auk regnfatnaðar, en sofið var úti um nóttina. En það er fleira stórt hér: Hingað koma til mótsins um 40 tonn af mat á dag. Skátarnir i búðunum elda sinn mat sjálfir, en svo eru hér tvö stór mötu- neyti, annað fyrir það sem kall- aðer „National headquarters”, en þar búa um 1000 manns, starfsmenn mótsins og farar- stjórar einstakra landa — og svo eru hér um 1600 dróttskátar á aldrinum 16 ára og upp yfir tvit- ugt, þeir vinna hin margvisleg- ustu störf, viða um tjaldbúðirn- ar við gæzlu hreinsun, matar- úthlutun og svo mætti lengi telja. Það má segja, að Nordjamb sé sjálfstætt bæjarfélag hér á bökkum Guðbrandsdalslagarins inni af vatninu Mjösa. Hér eru vatns- sima- og raflagnir um allt. Hér eru pósthús og verzl- anir, að ógleymdum sjoppum, sem selt hafa helztu nauðsynja- vöruna i hitanum, gos og is. Hér kemur út dagblað, og er það gefið út á tveim tungumál- um, ensku og frönsku, sem eru hin opinberu mál skátahreyf- ingarinnar. —JR Trygve Brattelie, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Nordjamb I siðustu viku. Hann fékk góöar móttökur og er hér ásamt nokkrum skátum frá Asiu. Þeir heita Yoon Chang-Sik, Kim Won-Jung, Han Chang-Wan og Lee Se-Yong.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.