Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 20
Mánudagur 11. ágúst 1975 Hestarnir björguðu húsbœndum sínum — sem svófu ó þjóðveginum HestamannamdtiO, sem haldiO var aO Heliu um helgina, fór vel fram, aö sögn forráöa- manna, og áfengismálin ekkert vandamái. En stöku maöur mun þó hafa gengiö nærri drottni sfn- um um þaö er lauk, eins og tftt er á mannamótum hériendis. Maöur nokkur, er var á leiö til Reykjavikur i bil sinum, sá allt i einu fimm hross á veginum vestan viö Rauöalæk. Þrjú þeirra tóku til fótanna, er bil- ljósin skullu á þeim, en tvö stóöu grafkyrr og rótuöu sér ekki. Viö athugun kom i ljós, aö þau héldu nákvæman vörö um karl og konu, sem sváfu þungum svefni þar á akbrautinni, meö sénever- brúsann undir sér. Virtist svo sem konan heföi dottiö af baki, karlinn ætlaö sér aö stumra yfir henni, en oröiö aö lúta i lægra haldi fyrir þyngdarlögmálinu og Óla lokbrá. Heföu hestarnir ekki haldiö svo tryggan vörö um húsbændur sina, er ekki aö vita hvernig fariö heföi fyrir fólkinu, sofandi á veginum. —SHH Kekkonen skoðar fleira en lax Kekkonen Kinnlandsforseti kemur til tslands næstkom- andi miövikudagsmorgun og dvelur hér á landi til mánu- dagsins 18. ágúst. Hingaö kemur hann i orlofi sinu og mun einkum stunda laxveiöar. Áöur en forsetinn heldur til veiða, mun hann heimsækja forseta tslands, dr. Kristján Eldjárn, og skreppa til Vest- mannaeyja. Einnig mun hann skoöa finnsk hús I nágrenni Reykjavlkur. A fimmtudaginn heldur hann til Akureyrar, þar sem hann skoöar sútunar- verksmiðju Sambandsins, sem reist var af finnsku fyrir- tæki, en heldur sföan flugleiöis frá Akureyri til Króksstaöa- mela og verður við veiöar i Víöidalsá, þar til daginn sem hann fer utan aftur. Hingaö kemur Kekkonen með einkaflugvél sinni og flýgur með henni noröur til Akureyrar, en þaðan meö flugvél frá Vængjum til Króksstaöamela. —SHH 11 ára dreng bjargað frá drukknun: „Við sendum hann strax á sundnámskeið" " ZZ — Við sendum Geir- mund strax á sund- námskeið i Reykjavik eftir óhappið á laugar- dagskvöldið, sagði Vil- hjálmur Pétursson i Grundarfirði i viðtali við Visi i morgun. Vil- hjálmur er faðir 11 ára drengs, sem var hætt kominn i höfninni i Grundarfirði i gær- kvöldi. — Geirmundur var aö hjóla á bryggjunni, er hann rann til og féll ásamt hjóli sinu i höfnina. Hann er ósyndur og gat þvi litla björg sér veitt aöra en kallaö á hjálp, sagöi Vilhjálmur. Svo vel vildi til, aö á bryggj- unni skammt frá var staddur Reynir Gústafsson rafvirkja- meistari aö fylgjast meö bát, sem var aö leggjast aö. Hann rann á hljóöiö og fleygöi sér i höfnina og kom fljótt aö Geir- mundi, þótt skuggsýnt væri orö- ið. Þetta er ekki I fyrsta sinn, sem Reynir bjargar pilti úr höfninni I Grundarfiröi, þvi fyrir nokkrum árum henti hann svipað atvik. — Geirmundur haföi sopiö töluvert af sjó, er aö honum var komið, en þó var hann enn með meövitund. Tæpara heföi þó vart mátt standa, sagöi Vil- hjálmur faöir hans. — Skortur á sundkennslu hér i Grundarfirði er vandræöa- ástand. Hér er veriö aö byggja sundhöll en frágangur hennar hefur dregizt mjög. t sjávar- plássi eins og Grundarfiröi, er lifi barnanna stefnt i mikla hættu, ef ekki er aðstaða til sundkennslu. Viö ákváöum að biöa ekki lengur eftir þetta óhapp og sendum Geirmund þvi á sundnámskeið I Reykjavik. Hann ætti aö verða sjófærari þegar hann kemur heim aftur, sagöi Vilhjálmur Pétursson I Grundarfirði. —JB Um 2000 manns mœttu í Laugardalsgarðinn Sumir hafa kannski furöaö sig á þvi, hvaö um væri aö vera i Laug- ardalsgarðinum i gærdag, þegar þar safnaðist saman hópur manna meö söng, ræðuhöld o.fl. Þaö voru kristilegir stúdentar, sem þarna voru á ferö. Þeir efndu til útisamkomu I garöinum, og er gizkað á aö 2000 manns aö minnsta kosti hafi niætt á staöinn. Upphaflega var ráðgert aö halda samkomuna á Miklatúni, en Laugardalsgarðurinn reyndist hentugri. Þeir, sem staddir voru i Laugardalshöllinni, þar sem eitt- hvað er á seyöi frá klukkan 8 á morgnana, gengu I hóp yfir i garöinn, og samkoman hófst klukkan fjögur. Voru ræðuhöld, almennur söng- ur og fleira, og sólin náöi jafnvel aö brjótast fram úr skýjunum stutta stund. Móti kristilegra stúdenta lýkur annaö kvöld, en gestir eru þar með ekki roknir heim. Hópflutn- ingar héöan hefjast ekki að veru- legu leyti fyrr en þann 17. þ.m., þvi aö fram aö þeim tima eru fyrirhuguð feröalög á nokkra merka staöi á landinu. ea Verkfall á kaupskipunum? — vegna deilna við einn starfshóp af tíu Forsetahjónin komin heim: Vonandi kemur sólskinið heim með vesturförunum ,,Viö vorum afar ánægö meö feröina I alla staöi,” sagöi forseti ts'.ands, dr. Kristján Eldjárn, en hann kom heim I morgun úr vest- urferö sinni ásamt konu sinni, frú Halldóru Eldjárn. Aöalatriöiö var auövitað aö heimsækja Islendingabyggðirnar I Gimli og i Kanada. Eftiraö hafa verið einn dag i Vancouver og heimsótt m.a. dvalarheimiliö Höfn fyrir aldraða tslendinga, sem tslendingafélagiö I Van- couver rekur, fóru þau einnig til Viktoriu, höfuöborgar British Columbia. Þaö er afar falleg borg, þar sem þau hjónin skoðuðu þinghúsiö og sérstaklega fallega almenningsgaröa, Butcher’s gardens. Siöan var aftur fariö til Vancouver og þaöan til Chicago og heim. Veður var hiö fegursta allan timann, nema rétt einn dag, sem rigndi og sagöist forsetinn ein- dregið vonast til þess aö hann heföi komiö meö sólskinið heim með sér, ásamt góöum minning- um úr Kanadaferöinni. Kannske megum viö þvi hérna á suðvesturhorninu fara aö vonast eftir aö sjá þaö sem kallað er sól- skin. —EVI— „Alls eru 10 starfshópar á kaupskipunum og búiö aö semja viö niu. Breytingar á tollareglu- gerð, sem út kom 1. ágúst, hafa bætt hag undirmanna en kjara- deilan stendur föst. Viö eigum erfitt með að hreyfa okkur,” sagöi Jón Magnússon hjá Eim- skipafélaginu i morgun. Undirmenn á kaupskipunum hafa visað kjaradeilunni til sáttasemjara og beðið er eftir, að Torfi kalli saman fund. Þaö mun verða einhvern næstu daga. Undirmenn hafa einnig farið aö leita eftir verkfalls- heimild. Undirmenn felldu að ganga að samningi, sem svipaði til ASt- samninganna, með 40 atkvæð- um gegn 39, einn seðill var ógildur. Samkomulag hafði ver- iö gert milli samninganefnda undirmanna og skipafélaganna 17. júli, en var fellt með þessum hætti. Viðræður hófust þá strax, aö ósk undirmanna, en ekki hef- ur gengið saman. Siðasti fundur var á fimmtudag, og þótti und- irmönnum þá ekki viö annaö komandi en að visa deilunni til Torfa Hjartarsonar. „Það búið aö ná öllu saman af 10 samningum á skipunum nema þessu einu,” sagöi Jón Magnússon. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.