Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 11. ágúst 1975 3 Þetta getur aö lita I glugga Ingólfsapóteks. Flöskurnar taka vel einn litra hver. Fremst á myndinni eru hinar ýmsu tegundir öls, sem hægt er að búa til. OKKUR ER MEJNAÐUR BJORINN — en hér fœst þó allt til bjórgerðar islendingum er bannaö aö út- búa sterkari drukk eöa annan vökva en þann sem inniheldur minni vinanda en 2 1/4 af rúm máli. Þetta þýöir, eins og ailir vita, að bjór er ekki leyfður hér. Það er hins vegar sniögengiö eins og svo mörg önnur lagaá- kvæöi, og þaö er ekki eins erfitt að veröa sér úti um bjór og margir halda. Hér á landi fást öll tæki til aö útbúa eins sterka drykki og hver vill. Verzlanir sýna I gluggum sln- um kassa, sem innihalda „réttu blönduna”, þaö er ljóst öl, dökkt öl, bjór og svo framvegis. Þá er hægt aö kaupa kassa, sem hafa að geyma hentugarflöskur.að ó- gleymdum þrýstikútunum til aö geyma i vökvann. Mönnum eru afhentir leið- beiningabæklingar þar sem bent er á helztu hætturnar sam- fara ölgerð. Þar gleymist ekki að taka fram, að nauðsynlegt sé að nota minna sykurmagn en gefið er upp i enskum og dönsk- um uppskriftum. Þetta þýðir I raun, að næstum allir útbúa sterkara en leyfilegt er, þar sem annars er tekin áhætta af að skemma alla framleiðsluna. Sérstök sykurmælingartæki er unnt að fá, sem hjálpa eiga mönnum til að halda sig lag- anna megin. Þegar komið er framyfir leyfilegt sykurmagn er bent á að þynna ölgerðarefniö út með vatni. í leiðbeiningunum er alls staðar að finna setninguna ,,þá er sett út I það sykurmagn sem leyfilegt er aö nota samkvæmt Islenzlum lögum”. En sykur- magnið, sem er i vökvanum i upphafi, ræöur þvi, hve mikið vinandamagn myndast. B.A. Hann stóð þarna alsaklaus og var að btða eftir grænu ljósi til að komást yfir götuna. En hann hafði fengið sér hressi- lega neðan i þvi og þaö var von á konungbornum gesti, Char- les Bretaprins ætlaðiað heilsa upp á forsætisráðherra. Varðstjóri veifaði, lögreglu- bifreið opnaðist og tveir stæði- legir stukku út. Þeir gripu hann og drógu með sér, fram- hjá gljáandi limúsinunum við stjórnarráöið. (Þessi mynda texti féll niður með frétt á laugardaginn var). — Mynd ÓT. Tœkifœri fyrir þá sem eru fyrir rósirnar „Það komu þó nokkrir þegar I gær að skoöa og forvitnast um verö,” sagði Frank Michelsen, en stærsti blómasöluskálinn I Hverageröi, skáli Páls Michel- sen, var auglýstur til sölu I gær. Frank sagði, að ástæðan fyrir sölunni væri aðallega sú, hversu mikil vinna væri við þetta, en þarna er opið alla daga frá 8—10 nema á sunnudögum frá 10—10. „Viðskiptin ganga ágætlega og alltaf er eins og fólk hafi nóga peninga, jafnvel á þessum siðustu og verstu timum,” var álit Franks. Páll byrjaöi með 100 fermetra söluskála áriö 1956. í dag er hús- næðið 1300 fermetrar. Páll hefur unnið við garðyrkju i 40 ár og synir hans Frank og Ragnar hafa frá barnsaldri unnið með honum. Um verð vildi Frank ekkert segja. Þeir vonuðust eftir góðu tilboði. Svarið við þvi, hvað þeir myndu leggja fyrir sig, ef af sölu yrði, var aðeins: „Það koma tim- ar og koma ráð.” —EVI— Flugfreyjudeilan til Félagsdóms? „Eðlilegast væri, að Félagsdómur skæri úr um þetta, þar sem um er að ræða ágreinings- mál um túikun á samn- ingum,” sagði Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, i morgun um flugfreyju- deiluna. ,,Þetta hefur allt ver- ið friðsamlegt,” sagði Sveinn, sem kvaðst ekki vænta þess, að verkföll væru i uppsigl- ingu út af þessu. Flugfreyjur krefjast kaup- hækkunar á grundvelli ASI- samninganna frá i júni. Þær halda þvi fram, aö kjarabæt- umar, sem þá fengust, skuli teljast verðlagsbætur, 7400 krónur, og beri að greiða flug- freyjum, sem fyrr höfðu samið, slikar bætur ofan á kaup. Þessu harðneita flugfélögin, sem segja, að um beinar kauphækk- anir, en ekki verðlagsbætur, hafi veriö að ræða hjá ASl. Starfsmaður ASI sagði i morgun I viðtali við blaðið, að litið væri á kjarabætur ASI-félaganna i júni sem kauphækkun en ekki verö- lagsbætur, en um túlkun á þessu deila flugfreyjur og flugfélög sem sé um þessar mundir. Sveinn Sæmundsson kvaðst telja eðlilegast, að sá aðili kjarasamninga, það er að segja flugfreyjurnar visuðu ágrein- ingsatriði um túlkun samnings til Félagsdóms. Taldi hann, að þær hefðu það i athugun. —HH Þeir bólusetja þrjú hundruð ferðamenn á tveim tímum — Þegar mest hefur veriö að gera, hafa komið hingaö á milli 250 og 300 manns á einum degi á þeim klukkutima, sem opiö er. Þetta sagði okkur Halldór Jóns- son, aðstoðarborgarlæknir, er Visir spurði hann að þvi, hvernig gengið hefði að anna bólusetning- um ferðamanna i sumar. — Það eru einn til tveir mánuð- ir á sumrin, sem annasamastir eru og þá eru starfandi i einu tveir læknar og tveir aðstoðar- menn við bólusetningu. Á öðrum timum ársins sér einn læknir al- gjörlega um bólusetningarnar, sagði Halldór. Bólusetningar fyrir ferðamenn fara fram á mánudögum, þriðju- dögum, fimmtudögum og föstu- dögum á milli kl. 16 og 17. Þeir, sem komnir eru inn fyrir þann tima, eru afgreiddir — og tekur þvi I raun og veru tvo tima oft á tlðum að afgreiða ferðamennina. Biöin getur farið upp i allt að ein- um og hálfum tima. — Við tókum til þess bragðs i gær að bólusetja I tveim her- bergjum til að flýta afgreiðslunni og vonast ég til, að það verði til að minnka biðina eitthvað, en ann- ars held ég, að bólusetning ferða- manna hafi gengið bara sæmilega I sumar, sagði Halldór Jónsson. —JB Leiðrétting I fimmtudags Vlsinum mis- ritaðist i grein um nýja bila, að 100 bilar hefðu verið fluttir inn af Ford gerð á síöastliönu ári, en það átti að standa 400 bílar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.