Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 7
Visir. Mánudagur 11. ágúst 1975 7 Laufblöð má nota til fyrirmyndar að fleiru en gullnœlu Glæsilegir púðar — Fallegir litir — fögur form PUða má útbúa með mikilli eða lltilli vinnu, allt eftir vilja hvers og eins. Sumir telja lftið varið i þá nema saumað hafi verið út i þá. Aðrir sauma utan um svampinn á fljótlegasta máta. Þeir eru hins vegar ekki margir sem hafa skoðað þá margvislegu lögun, sem púðar geta haft og samt gert sama gagn. Nú skulum við athuga, hvernig hægt er að gera púða sem likjast laufblaði: Efnið sem þarf i púðann er 50x90 af grænum filter, 50x50 cm af vattfóðruðu efni. Tií fyllingar innan i púðann er notaður svampur. Af hinum 11 blöðum, sem sjástá teikningunum, verða að- eins fimm notuð til að gera púða eftir. Það eru teikningar númer 8, 9, 1 3 og 5, sem við sjáum á myndinni. Hin blöðin hafa alltof flókna byggingu til að púðar nái að likja eftir þeim. Stækka verður teikningarnar Hver og einn ræður þvi hversu stóra hann vill hafa púðana. Hér á íslandi verðum við að leitast við að stækka teikningarnar, hvort sem það er gert gegnum stækkunargler eða eitthvað annað. Erlendis mun hins vegar hægt að fá munsturbækur. Þar er að finna stækkaðar myndir 45x45 cm sem hér er fylgt. Umsjón: Berglind Ásgeirsdóttir Efnið er sniðið eftir teikningunni Áður en hafizt er handa um að klippa til efnið, kalkerar maður úr munsturbókinni, ef hún er fyrir hendi, eða hjólsker hana i gegn. Gætið þess að skilja eftir 4 cm á báðum blöðunum (bak- stykki framstykki), siðan er pappirsmunstrið klippt út. Eftir þessari fyrirmynd klippið þið slöan filter (tvisvar) og einu sinni úr vattfóðurefni, sem fer inn I púðann. Hvernig er þessum 3 laufblöðum komið saman? Annað filterblaðið er fest við vattfóðursblaðið á þann hátt að stungið er munstur. Þá eiga llnurnar i blöðunum að koma fram og verður að fylgja fyrir- myndinni nákvæmlega. Til þessa er notaður samlitur tvinni. Þá er hitt filterblaðið fest við og eru hliðar blaðanna beggja (sem mynda eiga fram- og bakhlið) festar saman, eins og venjulegir púðar. Gæta veröur þess að skilja eftir 15 cm rifu. Siðan er púðanum snúið við hann er fylltur af svampi. Rifunni er slðan lokað með ósýnilegum sporum. Athugið, það er lltið gagn að þvi að loka púðunum með einhverjum tröllasporum, þegar þeir hafa svona óreglulega lögun. Ábreiða getur haft sömu mynstur og púði Biðið augnablik. Sá sem ætlar áð leggja út i þetta verður að kunna að fara með nál og rúm- lega það. Dúkurinn sem sýndur er á myndinni samanstendur af 12 myndum, sem hver um sig er 45x45 cm. Dúkurinn sjálfur er 150x195 cm. Hver og einn getur þó með þvl að fjölga mynstrun- um stækkað dúkinn. Bómullarefni er notað Niutíu sentimetra breitt þarf efnið að vera. Af hvitu þarf 5,50 m 90 cm af smaragaðgrænu, 90 cm af skóggrænu 45 cm af ljós- grænu og 2 m af eplagrænu á litinn. Það er þó að sjálfsögðu hverjum og einum I sjálfsvald sett, hvernig liti hann setur saman. Garnið sem notað er, og það I viðeigandi litum, er perlugarn og venjulegur tvinni. Athugið að ef þið ætlið að nota aðra liti að hafa þá að minnsta kosti fjóra. Það hefur margsýnt sig að þegar fólk ætlar að nýta gamla búta þá skiptir litadýrðin og samsetningin öllu. Hvernig er sniðið? Eins og með púðana, er þörf á fyrirmynd I fullri stærð. Eftir teikningunum, þegar þær hafa verið stækkaðar, snlðið þið blöðin, en gætið þess að skilja eftir 1 cm saumfar. Hafið númer 1, 8 og 12 I smaragaðgrænu. Númer, 3,5 og 10 er bezt I skóggrænum lit. Ljósgrænt 6 og 7, 2,4 og niu er haft eplagrænt. ÍJr eplagræna litnum sniðið þið einnig kantinn. Tvisvar sinnum 200x10 cm, tvisvar sinn- um 155x10 cm. Or hvita efninu sniðið þið siöan 12 ferninga 45x45 cm og er þetta bakið, sem grænu blöðin eru siðan fest við. Laufin eru fest á eftirfarandi hátt Blaðið er fest I miðjuna á hverjum ferningi. Þau öðlast siðan útlit reglulegs laufs við það að stungið er I gegnum hvlta efnið og græna blaðið. Tvinni I gagnstæðum lit er notaður til að linurnar sjáist betur. Þvi næst eru brúnirnar varpaðar mjög þétt þannig að engin hætta sé á þvi að þær rakni. Þetta er gert með sama lit og blaðið sjálft er. Við hvert blað er saumaður smástöngull og er til þess notaöur tvinni samlitur laufblaðinu. Stöngullinn sem er um 5 cm langur er gerður með örsmáum nálarsporum. Hver ferhyrningur fyrir sig er tilbúinn Þeir eru þá festir saman. Mynsturnúmer eitt kemur efst i vinstra hornið. Númer 12 kemur neðst i það hægra. Þá er röðin komin að epla- græna kantinum, varið ykkur á hornunum, þegar hann er látinn mynda umgjörð um ábreiðuna. Loks takið þið það sem eftir er af hvita efninu (2 tveggja metra bútar sem saumaðir eru saman á lengri hliöinni) og festið við framstykkið eins og um fóður væri að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.