Tíminn - 14.09.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.09.1966, Blaðsíða 5
MH>VIKUDAGUR 14. september 19G6 Úrgeidnai: rKAmðUKNAKrLUMiuKlriN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimui Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsínu, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðsiusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími Í8300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán innanlands — í Iausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Afurðaverðið Bændur bíða nú með óþreyju eftir ákvörðun um afurða- verðið á þessu hausti. Ef allt hefði verið með felldu, ætti verðákvörðuninni að hafa verið lo'kið fyrir 1. þ.m. Þessu tímatakmarki var ekki náð vegna ósamkomulags í sex- mannanefndinni, Svo hefur farið, að sexmannanefndin hefur gefizt upp við að ná samkomulagi og er málið því komið til sáttasemjara ríkisins. Náist ekki samkomulag fyrir milligöngu hans, mun svokölluð yfirnefnd ákveða afiurðaverðið. Viss blöð hafa gert sér tíðrætt um, að afurðaverðið til bænda hafi hækkað mikið á undanförnum árum Af skrifum þeirra mætti helzt álykta, að þetta hafi gert bændur að miklum gróðamönnum. Hækkun afufða /erðs- ins stafar þó af allt öðru en því, að tekjur bænda hafi raunverulega aukizt. Verðbólgustefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess, að framleiðslukostnaður landbúnað- arins hefur meira en tvöfaldazt á örfáum árum. Raun- verulegur hlutur bænda hefur því ekki batnað, þótt af- urðaverðið hafi hækkað. Verðbólgan hefur gleypt þessar hækkanir. Samkvæmt. opinberum hagskýrslum hafa bændur verið tekjulægsta stéttin á undanförnum árum. Sú breyting var gerð á afurðasölulögunum á seinasta þingi, að með verðákvörðuninni skyldi bændum tryggt sama kaup fyrir hverja vinnustund og sambærilegum stéttum í bæjunum, og yrði þá ekki aðeins miðað við tímakaupið heldur tekið tillit til hlunninda (orlofsfé, veik- indafrí o. s. frv.) Þetta virðist eðlilegt og sanngjarnt. Þetta er sá eini grundvöllur, sem lögin marka þeim, er vinna að verðákvörðuninni. Eins og áður segir fylgjast bændur nú vel með þessum málum. Atburðir, sem hafa gerzt í sumar, sýna, að stétt- aráhugi þeirra er vaxandi. Bændur gera kröfur til þess, að fyrirmælum löggjafans verði fylgt af sanngirni og réttsýni. Það eru ekki óeðlilegar kröfur. „Lánsfjárskortur háir fyrirtækjunum“ Síðastl. föstudag birti Vísir viðtal við sölustjóra til- greinds fyrirtækis undir þessari fyrirsögn. Viðtalið hófst á þessa leið: „Þá náum við tali af Eyjólfi Jónssyni, sölustjóra hjá fyrirtækinu Pétri Snæland h.f., en fyrirtæki það hefur aðsetur sitt skammt frá Selsvörinni á Vesturgötu 71 í Reykjavík. — Hjá okkur vinna nú aðeins 18 manns. Það er óvenju fátt starfsfólk, og stafar það aðallega af lánsfjárskorti. Mörg iðnfyrirtæki eiga við mikla örðugleika að etja, að- allega vegna þess að við verðum að veita viðskiptamönn- unum gjaldfrest á vðrum, sem þeir kaupa hjá okkur þannig að við verðum að hafa mikið fjármagn undir höndum. Þau eru áreiðanlega mörg fyrirtækin, sem hafa þessa sögu að segja, svo að það er ekki ofsagt hjá Vísi ,að „iáns- fjárskortur háir fyrirtækjunum”. Slík er afleiðingin af þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ,,frysta“ mikinn hluta spaifjárins, þrátt fyrir þau skýlausu lagaákvæoi, að það skuli vera aðalhlutverk Seðlabankans að sjá at- vinnuvegunum fyrir hæfilegu lánsfé. Þessi „frystistefna" ríkisstjórnarinnar þrengir nú meira að atvinnuvegunum og dregur meira en nokkuð annað úr framtaki einstak- linga og fyrirtækja. TÍMiNN 5 ERLENT YFIRLIT Tapa jafnaðarmenn í Svíþjóð? Miki! athygli beinist aS kosningunum á sunnudaginn kemur NÆSTA sunnudag fara fram í Svíþjóð fylkisstjórnar- og bæjarstjórnarkosningar, sem veitt hefur verið óvenjuleg athygli. Alls fer fram kosning á 1514 fuiltrúum, sem sæti eiga í fylikisstjórnum, og 30 þús. fulltrúum, sem sæti eiga í bæjar- og sveitarstjórnum. Fylkisstjórnarkosningarnar hafa óbein áhrif á skipan efri deildar sænska þingsins, því að fylkisstjórnirnar kjósa þá þing- menn, sem þar eiga sæti. Fylk in eru átta og kýs aðeins eitt þeirra á ári þingmenn til efri deildarinnar, þannig að kjör- tímabil þingmanna þar er 8 ár og endurnýjast um áttundj hluti deildarinnar árlega. Á næstu fjórum árum mun sam kvæmt þessu fara fram kjör í 84 þingsæti af 151, sem eru í deildinni. Af þessum 84 sætum skipa jafnaðarmenn og komm únistar nú 45, en andstöðuflokk ar þeirra 39. Jafnaðarmenn og kommúnistar hafa nú meiri- hluta í' deildinni og er ekki búist við, að sú breyting verði í kosningunum nú, að þeir missi meirihlutann næstu árin Þrátt fyrir það beinist óvenju lega mikil athygli að þessum kosningum. ÁSTÆÐURNAR sem valda þeirri sérstöku athygli, eru i einkum þessar: Aldurstakmarkið hefur verið lækkað úr 21 ári í 20 ár og kjósa því mun fleiri nýir kjós endur en nokkru sinni fyrr. Þykir fróðlegt að sjá, hvaða áhrif þetta mun hafa á fylgi flokkanna. Þjóðflokkurinn (frjálslyndi flokkurinn) og Miðflokkurinn (áður Bændaflokkurinn) hafa nú í fyrsta sinn víðtæka kosn ingasamvinnu. Ef hún heppnast vel, er ekki óhugsandi, að hún geti orðið til þess, að flokk arnir verði sameinaðir. Myndi þar þá koma til sögunnar stór flokkur, sem gæti keppt við jafnaðarmenn. Ýmsir vilja, að Hægri flokkurinn (íhaldsflokk urinn) fái einnig aðild að þessu bandalagi, en það mætir mik illi mótspyrnu bæði í Þjóð- flokknum og Miðflokknum.Þeir Þjóðflokks- og Miðflokksmenn, sem eru andvigir aðild íhalds- flokksins að bandalaginu, telja íhaldsflokkinn of íhaldssaman og þátttaka hans í bandalag inu myndi gera jafnaðarmönn- um auðvelt að setja íhaldsstimp il á það. Kommúniistar hafa á ýms an hátt breytt um stefnu og starfshætti undir forustu nýs og vinsæls foringja. Carls Hinriks Hermannssons. Þeir unnu tals vert á í kosriingum til neðri deildar sænska þingsins, sem fóru fram fyrir tveimur árum. Aukist þeim enn fylgi getur það reynzt jafnaðarmönnum hættulegt. Hægri flokkurinn hefur ný- lega skipt um formann. Flokk- urinn auglýsir mikið hinn nýja formann sinn, Ingve Holm- berg. Andstæðingarnir segja. að Holmberg reyni að stæia Kennedy. Fróðlegt þykir að sjá, hvernig sú tilraun tekst. Erlander foringi jafnaöarmanna Ohlin foringi þjóðflokksins Hermannson foringi kommúnista JAFNAÐARMENN hafa far . ið samfleytt með stjórnarfor- ustuna í Svíþjóð síðan' fyrir síðari heimsstyjöldina. Eftir styrjöldina hafa þeir oftast stjórnað einir. Núverandi for sæisráðherra, Tage Erlander, er búinn að gegna stjórnarfor ustunni í 20 ár i næsta mánuði. Allir hinir flokkarnir beina nú mjög áróðri sínum gegn jafnaðarmönnum og færa það ekki síst fram, að þeir séu búnir að vera oflengi við stjórn samfleytt. í Svíþjóð eins og annars staðar sé það heppilegt að skipta um stjórn öðru hvoru. Jafnðarmenn gera sér ljóst, að miklu skiptir fyrir þá að halda vel velli í þessum kosningum. Þeir leggja sig því öllu meira fram nú en nokkru sinni. Þeir segja sjálf ir, að kosningabaráttan muni kosta þá 42 millj. króna (9.2 millj. sænskra króna) og mun verkalýðshreyfingin greiða meg inhluta kostnaðarins eða um 33 millj. kr. Afganginn mun flokkurinn greiða af þeim rík isstyrk, sem þingið samþykkti nýlega að veita flokkunum, en hann er greiddur þeim eftir þingmannatölu þeirra. Ríkis- styrkurinn, sem jafnaðarmenn fá í ár mun nema 92 millj. kr. (11.5 millj. sænskra króna), en langmestum hluta hans hefur verið ráðstafað til að styrkja blaðaútgáfu flokks ins. j FRAM að þessu hefur kosn ingabráttan snúizt mest um efnahagsmálin. Verðbólga hef ur aukizt meira í Svíþjóð sein ustu misseri en áður, við skiptin við útlönd hafa orðið öllu óhagstæðari en áður og mikill samdráttur hefur orðið í íbúðabyggingum, en húsnæð is skortur hefur farið vaxandi í Svíþjóð seinustu árin. Allt er þetta vatn á myllu st.jiórn arandstæðinga og hefur líka verið óspart notað. Óneitan- lega virðist það hafa við nokk uð að styðjast, að stjórnin er á sumum sviðum orðin kreddu föst og vanabundin og því tak ast fyrirætlanir hennar ver en ella. Einkum bera húsnæðis- málin því vitni. Takmark stjórn arinnar hefur verið að byggja til jafnaðar 100 þús. íbúðir á ári á árunum 1965—74. Á sein asta ári var aðeins lokið við rúmlega 90 þúsund íbúðir, og á fyrra helmingi þessa árs var aðeins byrjað á 30 þús. nýjum íbúðum. Er það stórum minna en á sama tíma undanfarin ár. Það þykir ekki sízt alvarlegt, að samdrátturinn í íbúðabygg- ingunum er hlutfallslega mestur í þeim borgum, þar sem húsnæð isskorturinn er mestur. Af hálfu jafnaðarmanna er áróðri stjórnarandstæðinga svarað með þvi að benda á þær framfarir, sem orðið hafa í Svíþjóð á stjórnarárum þeirra. Þeir játa jafnframt, að margt standi enn til bóta, því að ekki sé hægt að gera allt í einu. Þá halda þeir því fram, að ekiki myndi ástandið batna, ef margir ósamstæðir flokkar tækju við stjórninni. Meginstyrkur jafnaðarmanna nú sem fyrí er verkalýðshreyf ingin. Hún leggur ekki aðeins mesta skildingin í kosningasjóð þeirra heldur þrautskipuleggur kosningastarfið á vinnustöðvun um. Gegn þessu hefur hinum flokkunum enn ekki tekizt að hamla. Það er á þessum vett- vangi, sem iafnaðarmönnum virðist nú stafa helzt hætta frá kommúnisturii. Þótt úrslit kosninganna munu ekki hagga því, að jafn aðarrrienn fara áfram með stjórn tvö næstu árin eða þang að til kosið verður til neðri deildarinnar.'munu þau verða athyglisverð vísbending um, hvernig straumar liggja nú í Svíþjóð, og geta haft veru leg áhrif á stjórnmálaþróunina þar, t d. ef kosningasam- vinna Þjóðflokksins og Mið- flokksins heppnast vel. Þ.Þ. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.