Tíminn - 14.09.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.09.1966, Blaðsíða 2
MIÐV|KUDAGUR 14. september 1966 -*-r- TÍMINN Gréta Sigfúsdóttir Leikfangahappdrætti Thorvaldsens félagsins 15. sept. til 15. okt. Thorvaldsensfélagið efnir nú í þriðja sinn til hins vinsæla leik- fangahappdrættis síns. Hagnaðin- um verður varið til fyrirhugaðr- ar viðbótarbyggingar við Vöggu- stofu Thorvaldsensfélagsins við Sunnutorg. Eins og kunnugt er, er mjög aðkallandi að byggja heimili fyrir börn frá 2—6 ára, sem tekur við börnum frá Vöggu- stofum bæjarins, þ.e. þeim börn- um, sem ekki eiga heimili foreldra sem geta annazt þau. eða Thorvaldsensfélafið yæntis þess að foreldrar, gefi börnum sínum tækifæri til að styrkja gott má!- efni, með því að kaupa happdrætt- ismiða. Þeir kosta aðeins 10 krón- ur, og verða til sölu á Thorvalds- ensbazar — í Háskólabíói eftir kl. 4, í Kjörgarði og víðar um bæinn. „Bak vii byrgða - Ný skáldsaga glugga // Á síðustu árum hafa furðu- margar konur bætzt í hóp ís- lenzkra skáldsagnahöfunda og hafa sumar þeirra þegar í upphafi eignazt mjög álitlegan lesenda- hóp. Og nú þessa dagana er ein kona komin til skjalanna á sama vettvangi og kveður sér hljóðs með myndarlegri skáldsögu, sem A1 menna bókafélagið gefur út og er septemberbók félagsins. Bak við byrgða glugga, ftir Grétu Sigfúsdóttur, gerist und ir lok síðustu heimsstyrjaldar og fjallar að meginefni um samskiptí ungra kvenna við þýzkt setulið í Noregi. Höfundurinn, sem þar- dvaldist árum saman lætur þess Ljósmyndasýning PB-Reykjavík, þriðjudag. Um þessar mundir stendur yfir Ijósmyndasýning á Mokka kaffi. Myndirnar hefur Jón Eiarsson tek ið, og eru þær 19 að tölu. Flestar þeirra eru 30x40 að stærð, en nokkrar heldur stærri. Jón sagði í viðtali við blaðið, að hann hefði tekið mestan hluta myndanna á Spáni, en nokkrar eru þó héðan, þar á meðal myndir af leikurun um Haraldi Björnssyni, Briet Héð insdóttur og Sigríði Hagalín. getið framan við bókina, að hún sé byggð á raunsönnum iúðburð- um, en vitanlega hefur nöfnum verið breytt. í sjálfu sér telst ekki til nýlundu, að slíkt efni sé tek- ið til meðferðar, en hitt er sjald- gæfara, að sjá það rakið frá sjón arhóli þeirra einstaklinga, „er reyndust veikari fyrir“, eins og komizt er að orði í nýnefndum formálsorðum. f frétt frá AB um bókina segir: „Ætla mætti í fljótu bragði, að efni sem þetta mundi umfram allt kalla á allmikla b'ersögli, og satt er það, að hér er ekki beitt neinni launung til að fegra hlut ,hinna veikari" eða berja í brestina fyrir þeim ógæfusomu konum, sem í trássi við þjÓðlegan metnað og ættjarðarást létu freistast til fylgi lags við hið erlenda setulið. En frásögnin miðast samt öllu frem ur við að skýra hinar innri stað reyndir og leiða í ljós þau sál fræðilegu rök, sem lágu að baki hegðum þessara kvenna, og fyrir þeim var hinn eini persónulegi sannleikur. Hér er sáarlífi og sá- arflækjum hinna kvenegu aðal- persóriu lýst af þeirri nærfærni og skilningsfullu samúð, sem naum ast yrði vænzt af nokkrum skáld- sagnahöfundi úr hópi karla. Eink um stendur Irma, höfuðsögu hetjan, lesendum fyrir sjónum í KJOT OG NYTING ÞESS - NÝ BÓK A MARKAÐINUM Frumsmíð á íslenzku má telja rit, sem er nýkomið út og fjallar um kjöt og nýtingu þess. Að riti þessu hafa ýmsir aðilar unnið, svo sem kjötiðnaðarmenn og hús- mæðrakennarar og ennfremur hafa málfræðingar verið þar að verki, þar eð leitazt hefur verið við að skapa íslenzk heiti á ýmsum þeim iðnaðarvörum úr kjöti, sem til þessa hafa verið nefnd afbökuð- um erlendum nöfnum. Ef litið er á orðalistann, aftast í ritinu, mæta auganu nýyjrði, svo sem spikpylsa, sem til þessa hef- ur verið nefnd spæipylsa, krydd- spað sem nefnt hefur verið ragú, vafsteik í stað rúllaði, kjötkurl í stað hassí og hvítspað í stað frikka sé, svo að nokkuð sé nefnt. Þá hafa einnig verið grafin upp gömul íslenzk heiti, sem almenn- ingi hafa verið að mestu glöt- uð, svo sem þæri, para og höm. Rit þetta er 4örk að stærð innan kápu, prentað á gljápappir og prýtt fjölda- mynda, sem sýna brytjun kjöts af nær öllum teg- undum búfjárins og kápan er ’it- prentuð. Ritið fjallar um slátrun skepna, meðferð kjötsins og sláturafurð- anna, varðveizlu þeirra á ýmsa vegu og svo matseld, sem dæmi eru valin um með ýmsum forskrift- um. í inngangi er frá því greint, að mest hafi unnið að ritinu: Adda Geirsdóttir, húsmæðrakennari, Stína Gísladóttir kennari, Guðjón Guðjónsson og Vigfús Tómasson kjötiðnaðarmenn og nýyrðanefnd Háskóla íslands, með Halldór Haíl dórsson, prófessor sem ritara, en ritstjórn og útgáfu annaðist Gísli Kristjánsson, ritstjóri. Um það var samið í upphafi, að með Búnaðarfélagi íslands stæðu Samband íslenzkra sam- vinnufélaga og Sláturfélag Suður- lands að útgáfu ritsins, og hefur upplaginu verið skipt milli stofn- ana þessara og Búnaðarfélagsins, enda aðilar frá þeim öllum að því unnið. Rit þetta er skrifað og ætlað til almennra nota og þá fyrst og fremst handa hýsmæðrum í bæj- um og sveitum. Það fæst aðeins hjá ofangreindum stofnunum, er standa að útgáfu þess. skýru og oft hrollvekjandi ljósi, og fleiri eru þær stallsystur henn ar, á ástum og umkomuleysi, sem bregður eftirminnilega í glær- ingabirtu hins annarlega sögu- sviðs.“ Sr. Sigurpáll Óskars son prestur í Hofs ósprestakalli Prestskosning fór fram í Hofsós prestakalli í Skagafjarðarpró- fastsdæmi 4. sept. sl. Umsaekj andi var einn, séra Sigurpáll Ósk arsson, sem verið hefur settur prestur á HofSósi um tveggja mán aða skeið. Atkvæði Voru talin á skrifstofu biskups í dag. Á kjör- skrá í prestakallinu voru 311, þar af kusu 164, umsækjandi hlaut 160 atkv. en auðir seðlar voru 4. Kosn ingin var lögmæt, og séra Sigur- páll Óskarsson löglega kosinn sóknarprestur í Hofsóspresta kalli. ORÐSENDING Orðsending frá Bernharð Stefánssyni til Eggerts Davíðs- sonar og Steins Snorrasonar. Þar sem úrskurður sakadóm- ara í Möðruvallamálinu liggur nú fyrir og séra Ágústi hefur verið veitt prestsembætti, hljóta þeir Eggert og Steinn að sjá, hver málstaður þirra er. Um persónulegan skæting til mín hirði ég ekki og tel málið því útrætt. Bernharð Stefánsson. Athugasemd ritstj. Blaðið mun ekki veita rúm frekari umræðum um þetta mál. Sýning á Keflavíkurflugvelli Sunnudaginn 18. september mun varnarlið Atlantshafsbanda- lagsins á íslandi halda sýningu á Keflavíkurflugvelli fyrir almenn- ing. Sýningin hefst kl. 1 e.h. og eru allir íslendingar velkomnir. Þessi sýning var tilkynnt í blöð- um og útvarpi 28. ágúst sl., en henni varð að fresta vegna óhag- stæðs veðurs. Sýndar verða ýmsar gerðir flug- véla og margs konar annar bún- aður og tæki. Auk þess verður sýningargestum heimilt að skoða ný skólahús, íþrótta- og leiksvæði og annan aðbúnað, svo og ýmsa aðra staði stöðvarinnar, þar á með- al slökkvistöð vallarins, en slökkvi liðið er skipað bæði íslendingum og Bandaríkjamönnum. Slökkvilið ið mun sýna slökkvistarf og verð- Eimreiðin, maí-ágúst KT—Reykjavík, þriðjudag. Blaðinu hefur borizt eintak af Eimreiðinni, maí-ágústhefti, og flytur það að venju ýmsan fróð leik, smásögur og Ijóð. í hinu nýja hefti eru ljóð eftir Sigurð Einarsson í Holti, Helgu Þ. Smára, Steinar J. Lúðvíksson, Skugga og Þórarin frá Steintúni, auk þýddra Ijóða eftir William Wortsworth og Gustaf Fröding. Þá eru í heftinu greinar og sögur eft Framnaid á bls. 14 TVEIR 7 ÁRA VEIDDU MfNK Fyrrihluta ágústmánaðar fóru tveir sjö ára snáðar á silungsveið- ar frá bænum Höfða í Presthóla- hreppi, og var ferðinni heitið í Hólsá sem er þar skammt frá Hundur var með þem í frðinni og allt í einu komst hann á snoðir um minkagreni. Fældi hann læðuna úr greninu en forðaði sér síðan. Læðan stoppaði þó skammt frá snáðunum, sem slógu til ne.nn ar með veiðistönginni og festist iþá spúnninn i iæðunni. Snaðarn- ir gengu síðan frá læðunni með grjóti, og héldu með hana heim þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Páll Helgason frá Húsavík er vinstra megin á myndinni og Magnús Þór Rósenbergsson er hægra megin, en á miíli sín nalda þeir á minknum. Magnús Þór hafði farið með frænda sínum til að athuga dýraboga nokkrum dög- um áður og vissi því hvers kon- ar kvikindi var hér á ferðinni. ur notuð skemmd þota við það atriði. Ennfremur geta gestir sýn ingarinnar fengið að skoða veð- urstofuna, en þar starfa íslending- ar og Bandaríkjamenn saman. Verði veðurskilyrði hagstæð er ráðgerð mikil flugsýning klukkan 3 e.h. ásamt fallhlífarstökki. Einn ig munu björgunarsveitir vallarins sýna björgunarstörf með þyrlu. Við vallarhliðið verður afhentur leiðbeiningabæklingur og í honum eru sýndir m.a. þeir staðir, sem opnir eru sýningargeestum. Verðlaunagarður í Garðahreppi Á þessu sumri hefur Rotary- klúbburinn Görðum, en félags- svæði hans nær yfir Garðahrepp og Bessastaðahrepp, gengist fyrir því að beitt væri viðurkenning fyr ir fegursta garð á félagssvæði klúbbsins. Viðurkenningu hlaut garðurinn að Faxatúni 21, Garða hreppi en eigendur hans eru hjón in Erna Konráðsdóttir og Svein björn Jónsson. A fundi klúbbsins mánudaginn 12. sept. sl. var þeim hjónunum afhent viðurkenningarskjal fyrir bezt hirta og fegursta garðinn á félagssvæði klúbbsins sumarið 1966. Þetta er í fyrsta sinn, sem slík viðurkenning er veitt á þessu svæði, en ætlunin er að halda því áfram og þá jafnframt ráðgert að' veita viðurkenningu fyrir snyrti- legasta bændabýlið á félagssvæð inu. Það er von forráðamanna, klúbbsins, að viðurkenningar sem þessar verði garðeigendum 0g bændum hvatning til snyrtilegr ar umgengni við heimili sín. HUNDAHALD BANNAÐ í KÓPAVOGI Undanfarin ár hefur hundaha’.d verið bannað í Kópavogi. Heí'ur lögreglan séð um að þessu banni væri framfylgt, eftir því sem kost ur hefur verið á. Þrátt fyrir bann þetta og eftir lit með framkvæmd þess, hafa fá einir einstaklingar brotið þessi ákvæði um lengri eða skemmvi tíma. Hefur lögreglan stundum sætt nokkru aðkasti vegna afskipta af þessum málum og krafa um að settum reglum sé hlýtt, talin of sókn á hendur saklausu fólki. Nú fyrir skömmu síðan gerðist það, að einn af þessum óleyfilegu hundum beit framan af fingri barns úr nærliggjandi húsi. Var sagt frá þessu atviki í dagblöðum daginn eftir. Lögreglan vill að gefnu tilefni aðvara bæjarbúa stranglega um að hlýða settum reglum um bann við hundahaldi, sem gildir undantekn ingarlaust fyrir alla, aðra en ábú endur lögbýla. Mun lögreglar framvegis láta aflífa alla þá hundí sem ekki er leyfi fyrir, án frel ari viðvörunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.