Tíminn - 14.09.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.09.1966, Blaðsíða 13
I Á sunnudaginn leikur íslenzka landsliðið í knattspyrnu í fyrsta skipti landsléik við áhugamanua lið Frakklands og verður laikur inn á Laugardalsvelli og hefst kl. 4. Tveir nýliðar. þeir Siaurður Dagsson, Val og Óskar Sigurðs son, KR, munu þá leika sinn fyrsta leik í íslenzka lands'iðinu en alls eru gerðar fjórar breyt ingar á landsliðinu, sem gerði jafn tefli við Wales á dögunum íslenzka landsliðið verður þaun- ig skipað: Sigurður Dagsson( Val, Árni Njálsson, Val, fyrirliði Ósk ar Sigurðsson, KR Magnús Torfa son. Keílavík, Anton Bjarnason. Fram, Sigurður Albertsson, Kefla vík, Reynir Jónsson, Val, Kári Árnason, Akureyri, Hermann Gunnarsson, Val, Ellert Schram, KR, og Karl Hermannsson, Kefla vík. — Varamenn eru Kjartan Sigtryggsson, Keflavík Þorsteinn Friðþjófsson, Val, Einar Magnús- son, Keflavík, Gunnar Felixson K R og Ingvar Elísson, Val. Eins og áður segir eru fjórar breytingar á liðinu. Sigurður Dags son kemur í markið, Óskar Sig- urðsson leikur í stað Ársæls Kjart anssonar, sem er meiddur, og í framlínuna koma Kári og Karl í stað Gunnars Felixsonar og Jóns Jóhannssonar, Keflavík. — Það, sem mest kemur þó á óvart, er, að Anton Bjarnason er valinn eftir slaka leiki undanfarið, og virðist hann í sérstakri náð hjá lands liðsnefnd. Mun sterkara hefði verið að hafa Sigurð Albertsson á miðjunni og draga Ellert aftur en síðan að velja annan hvorn Gunnar Fel. eða Jón Jóhanns- son í framlínuna. Einnig virðist misráðið að velja Reyni, en hafna Gunnari, sem hefur átt ágæta leiki í framlínu KR, einkum þó gegn Nantes á dögunum. Þeir Kári og Karl hafa oft leikið í landsliðinu áður. Báðir hafa sýnt góða leiki með liðum sínum undanfarið, og því eru þeir valdir. Val Óskars kemur mjög á óvart, en erfitt er að benda á betri mann í stöð- una, eftir að-Ársæll gekk úr skaft- inu. Um franska liðið er lítið sem ekkert vitað, en frönsku meistar arnir frá Nantes telja það sterkt lið og vel leikandi. Dómari í leikn um verður frá írska frírikinu 0‘Neill að nafni, en hann hefur dæmt landsleik hér; á landi áður. Forsala á aðgöngumiðum hefst á föstudag og verður sama verð á miðum eða 150 kr. sæti, 100 Kr. stæði og 25 kr. fyrir börn. — hsím. Þríggja lantiú keppni í tilefni af 20 ára afmæli KSÍ í sumar, munu Iandslið Noregs og Svíþjóð- ar, leikmenn innan við 23 “ra aldur, koma hingað og verður þriggja landa keppni eins og var á 10 ára afmæli sambandsins, en þá komu dönsku og nórsku landslið- in. Þá er ákveðið, að lands leikur verði við Dani hinn 23. ágúst næsta sumar, og Framhald á bls. 15. MATSTBNNINN KOMINN AFTUR IÐNISYNINGIN <EQSV MÁTSTEINNINN MÆLIR MEÐ SÉR SJÁLFUR! — Sterkur — traustur — öruggur. — Sparið timburkaup tíma — fé og fyrirhöfn og hlaðið húsið strax úr MÁTSTEININUM úr Seyðishólarauðamölinni. Þér fáið MÁTSTEINNN ásamt flestu öðru byggingarefni með hagkvæmum greiðsluskilmálum. Skoðið sýningarbás 371 á Iðnsýningunni! JÓN LOFTSSON HF. HRINGBRAUT 121 — SÍMI 10600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.