Tíminn - 14.09.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.09.1966, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 14. september 1966 TÍMINW Áttræður í dag: Sigurður Nordal Dr. Sigurður Nordal, fyrrver- andi prófessor og sendiherra, er áttræður í dag. Hann er fæddur 14. sept. 1886 á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, sonur iijónanna Bjargar Jósefínu Sigurðardóttur og Jó- hannesar Nordal, síðar íshússtj. í Reykjavík. Sigurður varð stú- dent frá Menntaskólanum í Réykjavík 1906 og lauk meistara prófi í norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla 1912 og stundaði síðan framhaldsnám í Kaupmannahöfn og víðar í sjö ár, meðal annars í Berlín og Oxford og naut til þess styrkja úr sjóð- um Áma Magnússonar og Hannes ar Árnasonar. Sigurður varð dr. phil. við Kaupmannahafnarhá skóla 1914. Sigurður'Nordal varð prófessor í íslenzkri málfræði og bókmennt- um við Háskóla íslands, 1918, og hófst þar með meginþáttur ævi, starfs hans og því starfi gegndi hann allt til ársins 1945, en var síðar um hríð prófessor án kennsluskyldu við skólann. -'Árín 1951—57 gegndi Sigurður sendihefraembætti fyrir íslend- inga í Danmörku en hefur síðan setið í Reykjavík, og stundað marg vísleg ritstörf og fræðaiðkun. Sig urður varð snemma á starfsævi, einn frægasti vísindamaður í nor rænum fræðum og flutti fyrir lestar við marga háskúla erlenda svo sem á Norðurlöndum, í Bret- landi og Bandaríkjunum, og árið 1931—32 var hann Professor of Prœtry við Harvardháskóla og einnig annaðist hann um skeið kennslu við háskólana í Osló og Stokkhólmi. Hann er og heiðurs félagi í mörgum vísindafélögum og heiðursdoktor við erlenda há- skóla. Sigurður er kvæntur Ólöfu Jóns dóttur og eiga þau tvo syni. Sigurður Nordal er í senn snjall vísinda- og fræðimaður og afburða rithöfundur og fyrirlesari. Fyrir- lestrar hans Um einlyndi og marg lyndi er hann flutti í Bárunni í Reykjavík veturinn 1918—19 vöiktu þvílíka athygli jafnt al mennings sem fræðimanna, að vafasamt er talið, að íslenzkur mað ur hafi í annan tíma kvatt sér hljóðs við slíkar undirtektir. Sig- urður er fyrst og fremst heim- spekingur, þótt hann hafi ofið, hana saman við bókmenntakönn unina. Árið 1919 kom út bókin Fornar ástir, sem hlaut að skipa honum á skáldabekk. 1920 kom bók hans um Snorra Sturluson út og útgáfa og skýringar Völuspár 1923, en þessi tvö rit eru fyrstu stórvirki Sigurðar á vettvangi bók menntasögu og bókmenntarann- prófessor sókna, og talið er, að með ritum þessum hefjist nýtt tímabil í rann sókn og túlkun íslenzkra fornrita. í framhaldi af þessu komu útgáf ur Egils sögu og fleiri fslendinga sagna, en með því verki hóf Sig- urður hina stórmerku vísindaút- gáfu Fornritafélagsins, og síðar ritaði Sigurður mikið rit um ís- lendingasögur, er út kom í safn inu Nordisk Kultur. En ef til vill ds ritlist Sigurðar og samstilling heimspeki skáldskapar og sagn- fræði hæst í ritinu fslenzk menn ing er skyldi vera upphaf rita- flokks um þetta efni. Þá hefur Sigurður ritað leik- ritið Uppstigningu, sérstætt og ágætt skáldverk sem Þjóðleikhús- ið sýnir nú á áttræðisafmæli hans. Önnur ritstörf hans eru mikil og margvísleg, bókmenntafyrirlestr ar, formálar að ýmsum útgáfum, ræður og greinar, og er þar á með al margt um bókmenntir íslend- inga á tuttugustu öld, og enginn hefur sem hann dregið fram, sýnt og sannað samhengið í íslenzkum bókmenntum allt frá gullöld rit- listar til þessa dags, hvernig þráð urinn hefur haldizt óslitinn um myrkar aldir, og hver öld á mik- ilvægar bókmenntir. í ágætu erindi, sem dr. Þorkell Jóhannesson þáverandi háskóla rektor, flutti á afmælishátíð, er haldin var til heiðurs Sigurði Nor dal á sjötugsafmæli hans 1956, dró hann fram á skýran hátt, að Sig- urður Nordal er allra sízt þurr fræðimaður, heldur skín af ritverk um hans sterk áhrifarík viðleitni <til þess að leiða menningarafrek liðinna kynslóða fram sem leiðar ljós í sókn til nýs blómaskeiðs í íslenzkum bókmenntum og þjóð menningu. Margt bendir til, að þetta hafi Sigurði Nordal einmitt tekizt, og að það hafi verið íslend ingum mikil gæfa að eignast hann einmitt í þann mund, sem ytri skilyrði endurheimts sjálfstæðis og efnahagsframfara, greiddu nýrri menningarsókn leiðina. Dr. Þorkell minnist á umskipti íslenzks þjóðfélags á 40 árum og vakninguna, sem fór um þjóðlífið um og eftir 1918, en þá kom í Ijós, að í því lágkúrulega, hljóð- láta lífi, sem þá hafði lengi verið lifað í landinu, leyndist furðulega mikil gróandi í stjórnmálum, at- vinnuefnum, skáldskap og mennt- um. Síðan segir dr. Þorkell: „Fámenn þjóð og lítilia úrkosta þarfnast um fram allt virðingar fyrir sjálfri sér, trúar á hlutverk sitt í framtíð, fyrirheits, sem við blasir ofar og utar daglegri önn. Sú viðreisn, sem hér varð á þess- um árum, á sér mikla sögu, og þar koma margir ágætir menn við at burði. Einn þeirra er Sigurður Nor dal. Ég hef þegar nefnt ýmis verk hans, þar sem hann á áhrifamik- inn hátt freistaði þess að gera menningarleg afrek liðinna kyn- slóða og alda að leiðarljósi í sókn fram til nýs blómaskeiðs í ís- lenzkri þjóðmenningu, sem að vísu skyldi jöfnum höndum styðj ast við hið bezta í andlegri menn ingu annarra þjóða, fornri og nýrri. Ég hef ekki ráðrúm til þess að vitna til fjölda margra ritgerða hans í blöðum og tímaritum frá þessum árum, er að þessu efni lúta og því síður fara nánar út í þessa sögu. Og þótt ég hafi talið tímabilið 1918—1930 sérstaklega í þessu sambandi, vegna hentisemi, á þetta raunar jafnt við þann tíma, sem síðan er liðinn, þótt nokkuð annar blær hvili yfir þeim árum, einkum eftir 1940, sem eigi verður rætt hér. Því að tímarnir breytast, ný hlutverk, ný viðfangsefni knýja á. Sigurður Nordal hefur um hríð verið sendiherra þjóðar vorrar í öðru landi. Ég mun ekki ræða um þann þátt í sögu Sigurðar Nor- dals, sem bundinn er þessu emb- ætti hans. En um hitt vil ég tala hér að lokum, sem Sfzt má í þagn argildi hvíla, að í fullan aldarfjórð ung hefur hann gegnt öðru, engu þýðingarminna sendiherrastarfi fyrir þjóð sína. Á þessum árum hefur hann oftlega dvalizt erlend is um lengri eða skemmri tíma og flutt fjölda erinda um íslenzk- ar bókmenntir og íslenzka menn- ingu í mörgum löndum bæði aust. an hafs og vestan. Ég ætla, að naumast sé sá vísindamaður í nor- rænum fræðum við háskóla á Norð urlöndum eða á Þýzkalandi, jafn vel ekki í Bandaríkjum Norður Ameríku, sem hann hafi ekki haft meiri eða minni kynni af á einn eða annan hátt. Og þessi fræðslu starfsemi og kynni við erlenda fræðimenn hafa öll að einu marki stefnt, að gera íslenzkar bókmennt ir, íslenzka menningu og tungu að lifandi þætti í menntun stú- denta og kennara, sem við þvílík fræði fást meðal germanskra og engilsaxneskra þjóða. Hér koma fleiri við sögu og í því sambandi vil ég minnast samstarfs Sigurðar og Einars Munksgaards, er leiddi m.a. til hinnar heimsfrægu Ijós- prentunar Munksgaards af íslenzk um handritum. Ýmis atvik kunna að valda því, liver breyting nú er orðin á iðk un íslenzkra fræða meðal erlendra þjóða á síðasta aldarfjórðungi, en ég fullyrði, að þat hafi Sigurður Nordal með ritum sínum, erind- um og persónulegum áhrifum átt langdrýgstan þáttinn. Eru þau áhrif greinilegust meðal engil- saxneskra þjóða.“ Hér dregur dr. Þorkell rétti- lega fram einn meginþátt hins mikilvæga ævistarfs Sigurðar Nor dals fyrir þjóð sína, þáttinn, sem styrkti í senn sjálfsvirðingu henn ar og álit meðal annarra þjóða. Þjóðin fagnar því af heilum huga á áttræðisafmæli dr. Sigurðar Nor dals að hafa átt hann og notið hans svo lengi. Tíminn sendir hinu áttræða afmælisbarni árnað- aróskir í virðingu, og þakklæti. Tvær nýjar bækur í Alfræðisafni AB HZ-Reykjavík, þriðjudag. í bókaflokk AB, sem í hinni íslenzku gerð nefnist Alfræðisafn AB og Jón Eyþórsson veðurfræð- ingur er ritstjóri að, hafa þessa dagana bætzt við tvær nýjar bæk- ur, Veðrið, í þýðingu Jóns Eyþórs- sonar, og Hreysti og sjúkdómar, í þýðingu Benedikts Tómassonar skólayfirlæknis. Veðrið: Þó að vaxandi tækni stefni meir í þá átt að gera menn óháða veðr- áttunni, er þó æði fátt, sem hefur meiri þýðingu fyrir afkomu manna og daglega líðan, ekki hvað sízt hér á norðurslóðum, og örugglega er hún það umræðuefni, sem oft ast ber á góma í daglegu tali. Öllum ætti því að leika forvitni á að vita sæmileg skil á þeim rök- um, sem liggja til grundvallar Ragnhildur Thoroddsen borin tii moldar í gær í gær var til moldar borin í Reykjavík frú Ragnhildur Thor- oddsen, ekkja Pálma Hannesson- ar rektors, en hún lézt 4. sept. sl. eftir þunga sjúkdómslegu rúm- lega 87 ára að aldri. Ragnhildur Thoroddsen var fædd 26. ágúst 1899. Hún var dótt ír Theódóru Guðmundsdóttur og Skúla Thoroddsens,_ sýslumanns, og alþingismanns. Árið 1926 gift ist Ragnhildur Pálma Hannes- syni, sem nokkrum árum- síðar varð rektor Menntaskólans í Rvík, en hann lézt 1956. Fjögur börn þeirra eru á lífi. Frú Ragnhildur var dóttir þjóð kunnra og mikilhæfra hjóna, stjórnmálaskörungsins Skúla Thor oddsen og skáldkonunnar Theó- dóru Thoroddsen. Börn þessara hjóna voru mörg og búin ættar- kostum 1 ríkum mæli, og frú Ragnhildur ekki sízt. Hún var glæsileg gáfukona, er naut virð- ingar og aðdáunar þeirra, er henni kynntust. Hún studdi mann sinn, Pálma rektor Hannesson afburða vel í erfiðu leiðtogastarfi og átti svo góða samleið með kennurum og nemendum sem húsmóðir í hin um fjölmenna skóla, að á sérstöku orði er haft. Frú Ragnhildur hafði átt við heilsuleysi að stríða hin síðustu ár. Með henni er gengin mikilhæf kona og minnisstæð. þessu fyrirbæri, sem þeir hafa svo mikið saman við að sælda. í formála sínum fyrir Veðrinu kemst þýðandinn, Jón Eyþórsson, svo að orði, að það sé langstærsta og myndarlegasta bók um veður- fræði, sem hefur verið gefin út á íslenzku, og forkunnar vel bú- in að myndum. Hún segir frá veðr inu og duttlungum þess sem furð- um og brýnir það fyrir lesendan- um, hversu mjög hann og raunar flestar lífverur séu háðar veðrinu, hvernig vér keppumst við að sjá það fyrir og helzt að verða þess umkomnir að breyta því til hins betra.“ Og enn segir Jón Eyþórsson að formálslokum: „Ég tel það mik- inn feng fyrir íslendinga almennt að fá þessa prýðilegu lesbók um veðrið. Fáar þjóðir eiga meira und ir veðrinu en við. — Eða er það nú víst? Hér I þessari bók er lýst hremmingum þeim, sem Ameríku- menn verða fyrir, er fellibyljir og skýstrokkar ganga þar yfir . . Og þrátt fyrir kjarnorkusprengjur og vígvélar, erum vér ennþá að kalla má, vopnlausir gegn þessum ægilega skæruhernaði veðursins." Hreysti og sjúkdómar. Með þessari bók er í enn fyllra skilningi komið að því efni, sem varðar hvern mann, ungan og gamlan. Þrátt fyrir þá stórkost- legu sigra, sem læknisfræðin hef- ur unnið, ekki hvað sízt á allrá síðustu árum, og þótt tekizt hafi að ráða niðurlögum fjöldamargra sjúkdóma, sem herjað hafa á mannkynið frá alda öðli, er bar- áttunni gegn sóttum og dauða Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.