Tíminn - 14.09.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.09.1966, Blaðsíða 3
3 MroVIKUDAGUR 14. september 1966 TÍMINN Konungshjónin frá Thai- landi hafa nú undanfarið verið á heimsókn um Evrópu og er þess skemmst að minnast, að þau voru einkagestir dönsku konungshjónanna, þegar þau tóku á móti tilvonandi tengda syni sínum. Annars hafa kon- ungshjónin hugsað sér að dvelj Franska leikkonan Jeanne Moreau kom fyrir skemmstu á nýopnaða snyrtistofu. Vildi starfsfólkið þar auðvitað allt fyrir hana gera meðal annars setja kampavínsbakstra á and- litið á henni og þvo hár hennar úr bjór. Leikkonan forðaði sér sem skjótast út og sagði á eftir: — Þetta er alls engin snyrti- stofa, þetta er bara knæpa. Zsa Zsa Gabor hefur fyrir skemmstu selt kvikmyndarétt- inn á ævisögu sinni. Lét hún það skilyrði fylgja sölunni, að hún fengi sjálf að leika aðal- hlutverkið, það er að segja sig sjálfa og samþykkti kvikmynda félagið, sem keypti réttinn það, enda þótt þeim hafi nú ef til vili ekki þótt Zsa Zsa nógu ung í hlutverkið. En ekki nóg með það, Zsa Zsa vildi líka fá að ráða því, hver léki móður ast nokkurn tíma í Lundúnum og eru þau nú að efna loforð sem þau gáfu yngstu dóttur sinni, Ghulabhorn prinsessu, en þau höfðu lofað henni að sýna henni Evrópu .Hér sjáum við Sirikit drottningu og Ghul abhorn prinsessu. hennar í hinni væntanlegu kvikmynd, og tók hún sig til og fór til Marlene Dietrich og spurði hana í mesta sakleysi hvort hún vildi ekki taka að sér hlutverkið. Svar Marlene við þessari málaleitan er hins vegar ekki prenthæf. Alfred Hitchcock var spurð- ur að því eitt sinn, hvers vegna hann sýndi aldrei hinn full komna glæp á kvikmyndatjald inu. — Ég hef ekki hugsað mér að kenna óhemingjusöm um giftum konum neitt slæmt, var svarið. Tony Curtis varð svo glaður, þegar kona hans tilkynnti hon um, að hún ætti von á barni að hann rauk til og keypti handa henni Rolls Royce bif- reið. Þegar farið var að fetta fingur út í það, að þetta væn nú ekkert sérlega frumleg gjöí sagði hann, að Elizabeth Eng- landsdrottning hefði átt bif- reiðina og aðeins væru' til 10 slíkar í heiminum. Auk þess hefði hún kostað þrisvar á við það, sem síðasta gerð af Rolls Royce kostar. Franski vísnasöngvarinn Charles Aznavour, (ljótasti maður heims), sem margir kvikmyndahúsagestir kann- ast við úr kvikmyndinni Skjót ið píanóleikarinn borgaði hæst an tekjuskatt allra franskra iistamanna árið 1965. Á eftir honum komá Maurice Cheval- ier Fernandel og Jean Gabin. Aðalútlfutningsvara þeirra Frakkanna, Brigitte Bardot kemur ekki fyrr en í fimmta sæti. Margaret prinsessa af Eng- landi fór fyrir nokkru til Cann es með viðkomu í París, en þangað kom hún til þess að sjá nýjustu tízkufötin hjá Pierre Cardin. Ætlaði hún að sjá 70 klæðnaði og setti það sem skilyrði að sýningin tæki ekki nema 1 klukkustund. Flest láta Frakkar fara í í taugarnar á sér. Fyrir skemmstu kom De Gaulle fram í sjónvarpinu og tóku sjón- varpsáhorfendur eftir því, að hann bar giftingarnring sinn á hægri hendi, en ekki þeirri vinstri. Varð mörgum Frakk- anum ekki um sel og varð ein- um þeirra að orði: — Ætli, hann sé ekki lengur eins vinstri sinnaður og hann var. Ursula Andress og Brigitte Bardot hafa nú í hyggju að halda upp á það, að þær hafa þekkzt í 15 ár og ætla þær að borða saman í rómversku knæpunni II Redigli Amici. Ár- ið 19'51 voru þær vanar að borða þar báðar á meðan þær voru ekki orðnar þekktar í kvikmyndaheiminum og enga höfðu peningana. Einnig bjuggu þær saman í einn mánuð i litlu þakberbergi og þá gengu þær í sömu fötunum og notuðu sama varalit. 1 Greta Garbo hefur nú gert erfðaskrá sína, og er sagt, að bróðir hennar, Sven, muni ekki erfa einn eyri af eigum hennar sem nema 120 milljónum. Er sagt að þssi auðæfi eigi að ganga til sjúkra og vangefinna barna í Svíþjóð. Ringo, Paul og George á blaða mannafundi. — Af hverju ertu með svona marga hringi á fingrunum, Ringfo, var spurt. Og svarið kom um hæl: — Af því að ég hef ekki pláss fyrir þá í nef- inu. Á VÍÐAVANGI Undir merki Framsókn arflokksins. Fyrir rúmri viku héldu ungir Framsóknarmenn í Norð urlandskjördæmi eystra kjor dæmisþing sitt að Laugum. Var það hið myndarlegasta þing, og kom gerla í ljós, hve Fram- sóknarflokkurinn á nu vaska, og vaxandi sveit ungs fólks und ir merki sínu. Þar komu fiam margir snjallir ræðumenn, glæsilegir fulltrúar uppvax andi kynslóðar, er höfðu þeg- ar aflað sér mikillar þekking ar á þjóðmálum. Formaður sambands unga fólksins í kjördæminu var kjör inn ungur Akureyringur, Ing- ólfur Sverrisson, og hefur hann nú tekið að sér þátt, sem helgaður er ungu fólki í Degi blaði Framsóknarmanna á Ak- ureyri. í þætti, sem hann ritar um kjördæmisþing unga fólks ins á Laugum í Dag nýlega, læt ur hann falla þessi athyglis- verðu lokaorð: „Forystumenn ungra Framsóknarmanna hafa, orðið áþreifanlega varir við þann vaxandi áhuga alls þorra ungs fólks á málefnum og stefnu Framsóknarflokksins. Þeim vex við það ásmegin og munu ekki láta sitt eftir liggja til að gera kosningasigur flokks ins sem glæsilegasta næsta vor. Ungu fólki verður það æ ljós- ara, að hið eina, sem getur veikt íhaldið, er þróttmikil og vaxandi áhrif Framsöknarfl. Það gerir sér einnig grein fyrir því, að aðrir svonefndir vinstri flokkar hafa ekki til að bera hina jákvæðu málefnabar- áttu Framsóknarflokksins, sem byggist á þjóðlegum grunni, en ekki annarlegum erlendur hug myndafræðum, sem oft eru blóði litaðar. Þegar þetta er haft í huga, þarf engan að undra, þótt hin uppvaxandi kynslóð skipi sér í æ ríkara mæli undir merki Framsóknar flokksins.“ Trygging í lagi Morgunblaðið segir svo f forystugrein í gær: „En á hinn bófíinn er svo á á það að Iíta, að launþegar fengu fyrir tveimur árum trygg ingu fyrir því, að verðlags hækkanir gleyptu ekki þær kjarabætur, sem þeir hafa fengið. Með vfsitölubindingu, kaupgjalds er launþegum bætt ar upp fjórum sinnum á ári þær verðlagshækkanir, sem verða, og enginn hefur talað um að fella þá vísitölubindingu úr gildi nú.“ Hvað segja launþegar um þennan „sannleika“? Ætli þeim þyki þetta ekki „trygg- ing“ í lagi? Morgunblaðið mun eiga hér við „júnísamkomu- lagið“ 1964, sem beinlínis var byggt á loforðum ríkisstjórn arinnar um að stöðva verðbólg una, eins og samkomulagið um vísitölu á húsbygglngalán sýndi bezt. En ríkistjórnin brást svo gersamlega öllum sínum þátt- um í því samkomulagi, að jafn vel Guðjón í Iðju og Óskar Hallgrímsson, sjálfir höfuðleið togar stjórnarflokkanna I verkalýðsmálum, lýstu því hik laust yfir 1. maí í vor, að öll fyrirheit ríkisstjórnarinnar í þessu júnísamkomulagi hefðu reynzt „marklaus“. Það er svo ekki við öðru að búast af Mogga en því, að hann skrökvi því, að launþeg ar fái samkvæmt þessu sam- Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.