Tíminn - 14.09.1966, Qupperneq 9

Tíminn - 14.09.1966, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 14. september 1966 TÍMINN Blaðið hitti að máli fyrir nokkr- um dögum hinn nýkjörna prest í Vallfanesi, séra Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum, en um prests- kosningu hans til Möðruvalla fyr- ir nokkru hafa orðið töluverð blaða skrif. Séra Ágúst er kornungur maður og áhugasamur um prests- þjónustustörf. Hann hlaut lög- mæta kosningu til Möðruvalla. ICona Ágústs er GuSrún Lára Ás- geirsdóttir og er kunnug eystra þar sem hún hefur t.d. verið skóla- stjóri húsmæðraskólans á Hallorms stað eitt ár. — Hvenær laukst þú guðfræði- prófi, séra Ágúst? — í júní 1965 og tók þá prófið allt i einu lagi en ekki áföngum. — Er það algengt? — Ég veit ekki um aðra. —Fórstu þá beint til prests- starfa? — Já, ég fékk þá vígslu í Hóla- dómkirkju af föður mínum þegar um sumarið, en þar hafa víst að eins þrír prestar verið vígðir síð* an stóllinn var lagður niður um 1800. Síðan gerðist ég aðstoðar- prestur föður míns á Möðruvöll- um, og þar hafði ég stundað predilc unarstörf áður í þrjú sumur. Eg var síðan settur prestur þar í vetur. — Hvernig féllu þér prestsstörf- in? — Mjög vel allt frá því fyrsta. Fólk tók mér mjög vel, og mér þótti gott að þjóna á Möðruvöll- um. Eg vonaði því hið bezta um samstarf mitt og safnaðarins og hafði varla ástæðu til annars, enda voru það að miklu leyti utanað- komandi öfl, sem spilltu því sam- starfi að nokkru, er til prestskosn- arinnar kom. Mér er engin laun- ung á því, að mér er mjög óljúft að hverfa þaðan, þar sem rætur mínar voru og foreldrar mínir hafa lifað og starfað á hinu gamla og góða setri í 38 ár. En ég ræði ekki nú þau atvik, sem ollu því, að ég hverf þaðan. En ég vil gjarnan nota tækifærið til þess að færa öllu því góða fólki, sem ég átti sam starf við í Möðruvallaprestakal’i innilegar þakkir fyrir vináttu og stuðning. — Þú náðir lögmætri kosningu til Vallaness? — Já, og ég þarf varla að lýsa því hve þakklátur ég er fólkinu þar fyrir það traust, sem það sýndi mér eins og á stóð. Ég get ekki annað sagt en það tæki mér afburða vel og einnig nágranna- prestar þar. Ég hygg því gott til preststarfsins fyrir austan. — Nú er töluvert rætt um breyt ingar á messugjörð og tilraunir í þá átt. Hvert er álit þitt á því, séra Ágúst? — Ég vil aðéins segja það hrein skilnislega, að ég hef hina megn- ustu andúð á því hörmulega grall- aragauli, sem verið er að auka í messugjörðina. Með því er að mín um dómi verið að stíga spor aftur í aldir, sækjast eftir því, sem löngu er úrelt, í stað þess að horfa fram og lyfta messunni, eins og séra Bjarni Þorsteinsson gerði til dæm- is með sinni messu, en ákefðin hjá vissum aðilum við að koma þessu á er ótrúleg, eins og m.a. sést á því, að nú er nýbúið að skipa sem dósent við guðfræði- deildina (án þess að staðan væri auglýst) mann, sem e kki hefur numið guðfræði, en er ötull boð- beri Grallara-lægingarinnar. Hefði fremur verið þörf á að setja dó- sent í Nýja-testamentisfræðum við deildina, því að enginn kennara- stóll er þar í þeirri grein og er það fráleitt. Ég tel hið svonefnda Sigfúsar- tón, sem notað hefur verið í mess- unni mjög gott, og einnig hátíða- tónið, þegar meira er haft við, þótt vitanlega sé orðið kjarni og uppi- staða hverrar guðsþjónustu. — Og svo haldið þið hjónin bráð lega austur að Vallanesi? — Já, mjög fljótlega, og við hyggjum gott til þess að setjast að á þessu merka og aldagróna prests bóli og höfum hug á að vinda bug að því að bæta húsakost og fegra staðinn. Nú er rætt töluvert um breytingar á prestakallaskipaninni og ýmsa tilfærslu, eins og tillögur eru komnar fram um. Þar er gert ráð fyrir að leggja Vallanes niður sem prestból og færa til Egils- staðakauptúns, en það verður þó ekki meðan núverandi prestur sit- ur. Ég tel raunar slíkar breyting- ar þarflitlar, og varðandi Austur- land væri réttara að endurreisa prestból í Kirkjubæ í Hróarstungu, sem hefur verið prestlaust i tíu ár, eða síðan Sigurjón Jónsson fór þaðan, sá ágæti prestur,- En þau eru fleiri hin fornfrægu prestbó! á Austurlandi, sem hreint og beint eru í eyði, þótt vildisjarðir séu. Eg held að unnt ætti að gera þau prestból að nýju með byggingum og bættum samgöngum, og sá tími _______________________ 9 Séra Ágúst ásamt eiginkonu sinni. GóBir gestir Magnus Sigurðsson, skólastjóri úr Reykjavík og bræðumir Arnþór og Gísli Helgasynir frá Vestmanna eyjum, hafa undanfarnar vikur ver ið á ferðalagi um Norðurland, þar sem þeir hafa haldið samkomur til ágóða fyrir hjálparsjóð æsku- fólks. Síðasta samkoma þeirra að þessu sinni var í félagsheimilinu Ásbyrgi í V-Húnavatnssýslu næst- liðinn fimmtudag, 25. þ.m. Þar flutti Magnús skólastjóri erindi um vandamál barna, sem eru mun aðarlaus eða hjálparþurfandi af öðrum ástæðum, en hann hefur unnið mikið til stuðnings slíkum olnbogabörnum. Bræðurnfr, Arn- þór og Gísli, sem eru 14 ára léku mörg lög á orgel og flautu, og var það hin beztá skemmtan. Margt fólk sótti samkomuna, sér- staklega börn og unglingar, og voru allir á einu máli um að hún hefði verið hin ánægjulegasta. Happdrættismiðar voru seldir, til ágóða fyrir hjálparsjóðinn, og vinningarnir eru teikningar skóla- barna. Voru myndirnar sýndar á samfcomunni, og vöktu þær mikla athygli, enda margar fallegar og vel gerðar. Móðir bræðranna frá Vestmanna eyjum, frú Guðrún Stefánsdóttir, var með í förinni. Hér voru góðir gestir á ferð. Laugarbakka, 31.8.1966. Skúli Guðmundsson. Bókagjöf Háskóla íslands hefir borizt ágæt bókagjöf frá Canadastjórn fyrir milligöngu ambassadors Johns; P. Sigvaldasonar. Þessi rit varða landafræði Canada, sögu þess og bókmenntir. Er þessi gjöf mik ilsmetin og lýsir mikilli vinsemd við Háskólann. Háskólinn minnist jafnframt ágætrar bókagjafar Canada-stjórn geti komið, að ungir prestar viljijar árið 1961. Hinar nýju bækur setjast þar að, sagði séra Ágúst, verða til sýnis í háskólabókasafn- að lokum. | inu næstu daga. Rætt við séra Agúst Sigurðsson hinn nýkjörna prest í Vallanesi HESTAR OG MENN Hestamöt Geysis í þættinum „Hestar og menn“ í Tímanum 12. ág. sl. ritar B.B. um tvö hestamót. Á öðru þeirra fór allt vel fram. Dómnefnd, áhorfendur og hestaeigendur á einu máli um úrslitin, en á hinu mótinu virð- ist allt í ólestri. Áhorfendur voru ósammála dómnefnd sem kunni ekki kappreiðareglurnar og lét að lokum óviðkomandi aðila taka af sér stjórnina. Af niðurlagi greinar B.B. má helzt skilja að hann ásaki dómnefnd þó fyrir það eitt að hafa ekki brotið kappreiðareglurnar á réttan hátt. Óljóst er þó hvað hann á við er hann segir „ . . ýmissa kosta völ, suma þeirra er þegar farið að rækja, að ég tel réttilega, þó að þau brjóti í bága við kappreiðareglur LH“. Um samanburðinn á mótun- um verður ekki rætt nánar hér. Það er ástæðulaust að fara í meting við nágrannana. Athuga semdirnar við 800 metra stökk- ið eru aftur á móti það alvar- legs eðlis, að okkar dómi, að óhjákvæmilegt er að ræða þær nánar. Það er rétt hjá B.B. að ræst var tvisvar í 800 m stökkið. (Þar var aðeins einn riðill). Ennfremur er það rétt að það var hvorki dómnefnd né ræsir sem stöðvuðu hestana eftir að ræst hafði verið í fyrra sinniS. Hins vegar er það rangt álykt- að að dómnefnd hafi ekki kunn að ákvæðin í kappreiðareglum L.H. sem fjalla um hesta sem standa eftir þegar ræst er, en þau er að finna í 4. kafla, nið- urlagi 13.. greinar og þannig orðuð:.....Taki þestur ekki á rás þegar merki er gefið, eða fatist honum á einhvern hátt svo að hann kemur efcki að marki hefur hann fyrirgert rétti sínum til frekari þátttöku í kappreiðunum í það sinn.“ Því áleit dómnefnd hestinn sem stóð eftir úr leik. en hún áleit það sama um hina hestana því þeir voru löglega ræstir og hvorki dómnefnd né ræsir stöðv uðu þá, — sem viðurkennt er en enginn þeirra kom að marki. Það hljóta allir að skilja, að það er efcki á færi neinnar dómnefndar að hindra óviðkomandi hróp. Þess vegna átti dómnefndin á Rangárbökk- um 10. júlí sl. ekki annarra betri kosta völ en að láta end- urræsa í 800 m stökkið svo að hestarnir sumir langt að komn ir fengju að renna sprettinn. Að lokum skal látin í ljós ánægja yfir því loforði B.B. að skrifa nánar um gildandi regl- ur. Almenn þekking á þeim og samræmd túlkun er grundvöll- ur þess að hestamótin fari vel fram, en það mun vera sam- eiginleg ósk allra þeirra sem fyrir þeim standa. Úrslit á hestamótinu urðu þessi: Albliða ganghestar: 1. Kolskeggur Pálma Sigfússon ar Læk, 2. Glæsir, Dóru Sig- fúsdóttur, Stúfholti, 3. Lýsing- ur Eysteins Einarssonar Brú. Klárhestar með tölti: 1. Sörli Ólafs Sigfússonar Læk 2. Sörli, Sigmars Ólafssonar, Miðhjáleigu, 3. Gyllir, Einars Guðlaugssonar, Hellu. 250 m skeið: 1. Glæsir, Dóru Sigfúsdóttur, 29, 5 sek, 2. Blesi Gunnars Er- lendssonar 29,9 sek, 3. Léttir Óskars Grímssonar 30.1 sek. 250 m stökk: 1. Eitill Runólfs Runólfsson- ar 20,4 sek, 2. Spök, Þorkels Bjarnasonar 20,4 sek, 3. Þröst- ur Sigurgeirs Valmundssonar 21,0 sek. 1. Sörli, Helga Einarssonar, 27,2 sek, 2. Dreyri Guðna Krist- inssonar 27,7 sek, 3. Faxi Guðna Kristinssonar 28,4. 1. Víkingur Magnúsar Gunn- arssonar 73.2 sek, 2. Faxi Bjarna Bjarnasonar 75,3 sek, 3. Þröstur Ólafs Þórarinssonar 75,8 sek. St. R. 800 m stökk: 350 m stökk:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.