Tíminn - 14.09.1966, Blaðsíða 12
t
12
TÍIWINN
MTÐVFKUDAGUR 14. september 1966
MINNING
Guðbjörg Kolbeinsdóttir
Votumýri, Skeiðum
Fædd 26. okt 1889. •
Dáin 27. júlí 1966.
Guðbjörg Kolbeinsdóttir var frá
Stóru-Mástungu í Gnúpverja-
hreppL Ein úr hópi tíu systkina.
Þar ólst hún upp. Snemma mun
hún hafa verið námsfús og þráð
menntun, sem líka var veitt. Byrj-
unin var góð, því undirbúning und
ir skóla fékk hún hjá Margréti
Eiríksdóttur í Haga hinni ágæt-
ustu og gáfuðustu konu. í Flens-
borgarskóla var Guðbjörg næsta
vetur og lauk prófi þaðan vorið
eftir, 1908, með réttindum til
kennslu, því sá skóli hafði deild
fyrir kennaraefni, áður en Kenn-
araskóli íslands tók til starfa.
Eftir það kenndi hún: Tvo vet-
ur í Skeiðahreppi. Aðra tvo vetur
í Hraungerðishreppi, og tvo vetur
tók hún böm til kennslu á heim-
ili sitt. Mun hún hafa verið einkar
vel til kennslu fallin vegna góðra
gáfna og einbeitts vilja á því að
hlúa að dýrmætasta auði þjóðar
sinnar. Hún sá í hverju hann var
fólginn, og lá ekki á liði sínu.
Húsfreyjustarfið varð þó hennar
aðalverksvið, því árið 1913 giftist
hún eftirlifandi manni sínum
Guðna Eiríkssyni á Votumýri, hug
ljúfum ágætismanni.Þau eignuðust
4 mannvænleg böm, eina dóttur
og þrjá syni. Auk þess ólu þau
upp frænku Guðbjargar, við þökk
hennar og annarra aðstandenda.
Næstum allan sinn búskap bjuggu
þessi ágætis hjón á Votumýri í
farsælu hjónabandi. Guðni er
fimmti ættliður þar, en sonur hans
Eiríkur sá sjötti. Rótfesta þessara
manna er augljós. Guðbjörg var
jarðsett að Ólafsvöllum. Þá var eft
ir hana mælt að verðleikum. Þessi
fáu orð eru aðeins kveðja mín
til hennar og örlítið brot af því
þakklæti, sem hún á skilið frá mér
fyrir ágætustu kynni við hana. Hug
þekkt sinni hennar var gjöfult:
hún gaf af gnægð. Bréfin, sem
hún skrifaði mér síðastliðinn vet-
ur verða mér ógleymanleg. Þar
kennir líka margra grasa, sem ylm
ur er af, og pennafær var hún
í bezta lagi að stíl og skrift. Mér
brá er ég heyrði andlátsfregn
hennar af því að ég sakna þess
að eiga ekki eftir að taka í þessa
elskulegu vinarhönd, sem sagði
undur mikið og gott með einu
handtaki. Svo er það að innileg
kveðja yljar samferðafólkinu, en
allir þarfnast slíks. Þótt við hitt-
umst ekki ei'ns oft og við ósk-
uðum báðar, þá urðu kynni okkar
náin og mér til mikils ágóða. Hún
var skilningsrík. Hugurinn var
frjáls og gróðurríkur. Hjá henni
var að finna eldheitan áhuga á
þjóðþrifamálum. Hún nam ekki
staðar við sinn eigin bæjarvegg
heldur blés lffi í þau samtök, sem
miðuðu til bóta. Formaður kven-
félagsins á Skeiðum var hún um
fjóra áratugi, enda sannkölluð
oddakona, sem hlífði sér ekki, þótt
líkamleg hreysti væri oft af skorn
um skammti. Djörf var hún í fasi
og miMHeit, stór í sniðum og eft-
irminnilegur persónuleiki. Vaxin
úr íslenzkri náttúru, enda sannur
fslendingur, sem var skylduræk-
in við þjóð sína en ekki þó sízt
við heimili sitt. í bréfi til mín
sagði Guðbjörg þetta: „Það geng
ur all nærri mér að geta nú ekki
létt undir með Guðna,“ Það er eig-
inmanni sínum, en þau hjónin
unnu saman svo sem bezt varð á
kosið. Myndi hann nú vilja og
geta tekið þessar fornsögðu setn-
ingar sér í munn: ,Væna konu,
hver hlýtur hana, hún er mikils
meira virði en perlur. Hún vakir
yfir því, sem fram fer á heimili
hennar.“
Til er þetta íslenzka orðtak:
„Áð vera vakinn og sofinn yfir
einhverju.“ Að vera svo ærukær
og ábyrgur verka sinna, að rækja
þau ekki einungis daglangt, held-
ur hafa og léttan svefn. Örþreytta
húsmóðirin, sem hefur barnarúm-
in við hlið sér, og lætur ekki húm
næturinnar skyggja sér þá sýn að
ósjálfbjarga líkami og líf þurfi á
handtökum hennar að halda getur
tileihkað sér það. Reginn munur
er á að eyða lífi eða að hlúa að
því. Dapurleiki veraldarinnar værí
ekki slíkur, sem hann oft er, ef
há takmörk og gjöful hönd hefðu
yfirtökin á hinni, sem reiðir vopn-
ið. Guðbjörg var góð móðir og
hlúði að lífinu. Hver getur frekár
tileinkað sér það en sá, sem elur
það við barm sér í þess fyllstu
merkingu? Hjá mörgum verða
ótalin dýpstu og þýðingarmestu
sporin, þau láta oft lítið yfir sér,
eins og lygn hylur. — „Oss dreym-
ir herrans byggð að sólnabaki, en
borg vors guðs er undir hverju
þaki.“ Við arineld góðs heimilis Prennt í senn, þjappar steypuna,
um við sjálfa steypuna. Byrjað er
á því að jafma mulningslagið þann
ig að yfirborð þess sé með 1 cm
nábvæmni. Mót fyrir steypuna eiu
síðan lögð, en það eru stálmót í
3 m lengdum og hæð þeirra er
jöfn þykkt steypunnar, eða 22
cm og ofan á þeim eru teinar,
sem útlagningarvélarnar renna á.
Hvert mót er mælt inn í hæð og
fleti með 1 millimeters nákvæmni
Undir steypuna er lagður pappír
til þess að hún festist ekki í
undirbygginguna og geti hreyfst
óháð henni. Ofan á pappann eru
lagðir listar, einn langs eftir miðri
akbi-autinni og aðrir þvert á liana
með 6 m bili, en listarnir stand
ast á við raufarnar sem sagaðar
eru í efrí brún steypunnar. Þegar
listanum hefur verið komið fyrir,
eru jám lögð, en mjög lítið járn
er í steypunmi og aðeins ætlað lil
að taka spennur frá hitaþenslu, en
ekki til að auka styrkleika steyp
unnar eða burðarþol. Steypan er
síðan lögð út í einu lagi og er
það gert með sérstakri vél, sem
tekur við einum bílfarmi af steypu
í einu og dreifir henni jafnt milli
mótanna. Á eftir útlagningarvél
inni gegnur önnur vél, sem gerir
geta orðið til minningar, sem
verða eins og helgir dómar, og
áhrifin geymast frá kyni til kyns.
Hún Guðbjörg kynnti sinn arin-
eld, sem logaði til hinztu stundar
og mörgum yljaði.
Flestir eiga í fangbrögðum við
i Ft'emhald á bls. 15.
ÞJÓÐVEGIR
Framhald af bls. 8
dreift yfir og þjappað í emulsion-
ina. Þetta er síðan endurtekið en
í seinna lagið notuð perlumöl með
12 — 13 mm komum.
Sú síðari er í því fólgin áð yfir
7 — 8 om lag af lausri möl er
sprautað um 6V2 ferm. af emulsion
sem blandað er við mölina með
herfi og lagið síðan jafnað og
þjappað.Yfir þetta lag er síðan sett
yfirborðsmeðlhöndlun skv. fyrri
aðferðinni. Um kostnað við þessi
slitlög er ekki vitað enn, en búast
má við að fyrri gerðin kosti um
30 — 40 kr ferm. en sú síðari um
90 — 110 kr. ferm. Steinefnin,
sem ætluð eru til tilrauna þessara
eru nú í rannsókn í Skotlandi og
fraimlbvæmdir bíða niðurstöðu úr
þeim rannsóknum.
Algengasta gerð varanlegra slit
laga er malbik í sínum mörgu
myndum og útfærslu. Stefán Her
mannsson mun ræða um malbik
hér á eftir og slepp ég því þeim
þætti gatnagerðarinnar.
Síðasta gerð slitlaga, sem hér
verður nefnd, er steinsteypa. Hún
(hefur alimikið verið notuð sem
slík undanfarin ár t. d. á hluta
Miklubrautar í Reykjavík, á Akra
nesi, Borgarnesi, Siglufirði, Norð
firði, Eskifirði, Höfn í Hornafirði
og víðar og auk þess á um 34
km hinnar nýju Reykjanesbraut
ar. Þykkt steypuhellunar er mjög
breytilég allt frá 12 cm upp í
22 cm, sumstaðar er hún höfð
járnbent, annars staðar ekki og
ýmislget fleira er ólíkt um gerð
og útfærslu á hinum ýmsu stöðum
enda umferð og aðstæður marg
breytilegar og áætlaður líftími
sennilega söimuleiðis. Kostnaður
er því líka mjög breytilegur. allt
frá 155 kr. ferm. fyrir 12 cm
þykka hellu á Akranesi upp í
500 kr. ferm. fyrir 22 cm hellu
í Reykjanesbraut- Ending er líka
jafn breytileg, sums staðar hefur
veghellan krosssprungið, molnað
og sigið, en annars staðar sér ekki
á henni eftir jafnlanga notkun og
svipaða umferð. Misgóð undirbyg’
ing hefur þar engin áhrif. Yfirleitt
má segja að steinsteypa sé dýr
asta gerð slitlaga, a. m.k. þar sem
fleiri kosta er völ, en þar sem vel
er vandað til, má reikna með ára
tuga endingu.
Þar sem ég þekki bezt til lagn
ingar Reykjanesbrautarinnar ætla
ég að lýsa í stórum dráttum gérð
"^Vegurinn »'*rfe efflr' »4'
um stöðlum fyrir 100 km/klst
öruggan ákstur og beýgjur og
halli í brekkum miðað við það,
minnsti radíus í beygju er 700 m
og mesti halli er rúm 30 o /00.
Breidd akbrautar er 7,5 og _ 2,0
m og breiðir vegbekkir eru
beggja vegna akbrautar. Vegurinn
á að geta borið um 10.000 bila á
dag og meðalhraði á þó ekki að
fara undir 75 — 85 km/klst. Þess
ar kröfur leiða af sér ýmsar aðrar
kröfur um burðarþol og yfirborð,
sem eru að sjálfsögðu meiri en
væri um bæjargötu að ræða.
Jarðvegsástæður í vegstæði eru
tiltölulega einfaldar, þar sem veg
urinn liggur um hraun meirihlufa
leiðarinnar. Jarðvegsskipti voru
víðast hvar ekki önnur en þau,
að gróðurmold var ýtt úr vegstæði
tekur yfirborðið rétt og sléttar
það. Þar sem afköst útlagningarinn
ar voru mjög háð þessari vél, en
hún þurfti oft fleiri en eina ferð
yfir steypuna, var í síðasta áfanga
keypt önnur slík og gengu þær þá
hvor á eftir annarri. Það kann að
þykja vel í lagt að hafa tvö slík
toeki, en þegar litið er á það að
vegurinn er gerður fyrir mikinn
hraða kemur í ljós, að ójöfnur
mega engar vera svo heitið geti
og frávik frá 3 m langri réttskeið
skal hvergi vera meira en 3 mm.
tðkst þó, eftir þessum tveimur
vélum' ér yfirbórðið kústað til þess
að fá í það örlitlar þverrákir. Að
síðustu er svo plastkvoðu spraut
að yfir steypuna til þess að hindra
útgufun. Þegar steypan er um
sólarhrings gömul eru raufar sag
aðar, langrauf í miðju og þverrauf
ar með 6 m bili. Þær eru síðar
fylltar með sérstöku asfalti eða
þéttilistum úr neopren-gúmmí.
Sjálf steypan var framleidd í sér
stakri steypustöð, sem vigtar altl
efni í blönduna og hefur sjálf
virka rakastillingu, og mér er ekki
kunnugt um að áður hafi verið
framleidd steypa með meiri ná-
kvæmni pg vandvirkni og undir
strangara eftirliti. Steinefnm voru
rannsökuð á alla lund áður en
framkæmdir hófust og tilrauna-
en þykkt hennar var að sjálfsögðu ; blöndur gerðar í tugatali áður en
mjög misjöfn í hrauninu. Víðast, ákveðin voru steinefni og blöndun
hvar var moldin tekin burt niður
í klöpp og hvergi minna en 1 m
niður fyrir vegaryfirborð. Mest
öll undirbyggingin er gerð úr
hrauni sem lagt er í 50 cm löngum
og hvert lag þjappað með vidro
valtara. Undir. steypuna er lagt um
10 cm lag af mulningi sem hefur
góða þjöppunareiginleika og ekki
heldur í sér frosti. Lag þetta
er þjappað bæði með vibrovaltara
og venjulegum valtara þar til náð
er þjöppun, sem svarar til 100%
af venjulegum Proctor, en Proctor
þjöppun er mælieining fyrir þjöpp
un. Ofan á þessu lagi er burfiar
þol vegarins mælt með plötútil-
raun, sem er í því fólgin að á
hringlaga plötu, 60 cm í þvermál
er sett mikið álag, þrýstingur og
sig mælt og út úr því reiknað
burðarþolsgildi, og skal það hvergi
vera undir ákveðnu lágmarki. Ef
veikari staðir fundust var þjappað
betur með vibrovaltara þar til lág-
marksþjöppun var náð. Mælingar
á burðarþoli voru gerðár af Rann
sóbnarstofnun byggingariðnaðar-
ins. Þar sem útilokað er að mæla
burðarþol alls vegaryfirborðsins á
þennan hátt var 100 tonna gúrnrní
hjólavaltari leigður af varnarlið
inu til þess að leita uppi veika
bletti, og viðeigandi úrbœtur gerð
ar. Er þá kornið að framkvæmd
arhlutföll. Fylgst var með blönd
uninni allan daginn og daglega
voru steyptir bitar og sívalningar,
en sýnisihorn til rannsókna voru
tekin bæði í steypustöð og í veg
inum. Stöðuga eftirlitið var gert
í rannsóknarstofu við steypustöð
ina ,en sívalningar og bitar voru
sendir Rannsóknarstofnun bygg-
ingariðnaðarins til frekari rann
sókna. Rannsóknir allra eru tengd
ar ákveðnum stöðum í veginum,
þannig að komi fram gallar í hon
um má flétta upp öllum upplýsing
um steypuna á þessum stað og
aðrar aðstæður, þegar steypt var á
þessum stað. Mörgum finnst
kannski, að hér sé gert full mikið
af því góða, en athuga verður, að
hér var verið að steypa fyrstu hrað
braut á íslandi og sjálfsagt að
afla sér allra upplýsinga, sem hægt
var. Auk þess verður að íaka til
lit til þess að vegstevpa verður
fyrir miklu meiri áraun, en t. d.
húsasteypa. Veður herja bæði borð
veghellunnar og samtímis lemur
hröð og þung umferð efra borð
hennar. Keðjuakstur gerir t. d.
ekki Ó9máar kröfur til slitþolni
steypunnar. Vegurinn hefur í
heild heppnast vel og sér ekki
á honum, jafnvel ekki elzta hluta
hans, þar sem umferðin er um
5000 bílar á dag allt árið.
Áður en skilið er við þetía efni
er ekki úr vegi að líta lítillega á
það hvernig byggja megi upp var
anlegan veg án þess að fjárfesting
verði of mikil í upphafi. Sé um
að ræða veg, sem ekkert hefur ver
ið gert fyrir og þegar hefur mikla
umferð, er auðvitað ekki um ann
að að gera en fullbyggja hann í
einum áfanga. Sé hins vegar um ró
ræða gamlan veg með hóflegri um
ferð, sem á eftir að aukast mikið
eða nýjan veg, má byggja hann í
áíöngum.Fyrsti áfangi verður alltaf
sá að fullgera undirbyggingu með
malarslitlagi, ef það nægir um-
ferðinni. Áður verður að fjarlægja
mannvirki í veglínu og koma reið
um á lóðamál við veginn, færa lagn
ir í vegstæði o.fl. Næsti áfangi gæti
verið gerð kantsteina og gangstétta
síðan mœtti leggja olíumöl eða
annað ódýrt slitlag á götuna og
notast við það meðan það endist.
Fjarlægja það síðan eða leggja of
an á það fyrsta malbikslag og
aka á því eitt ár eða fleiri þar til
annað malbikslag yrði lagt. Er þá
fullgerð þokkaleg varanleg gata
og fjárfesting hefur dreifst á nokk
ur ár a. m. k. Sé ætlunin að nota
steypt slitlag verður fjárfesting
hraðari, þar sem leggja verður
steypuna í einu lagi.
Núna eru í landinu þrjár mal-
bikunarstöðvar ásamt vinnslustöðv
um fyrir steinefni, sem eitthvað
kveður að, í Reykjavík, á Kefla
víkurflugvelli og á Akureyri. Þétt
býli í nágrenni þe,ssara málbikun
arstöðva geta hæglega keypt þar
það malbik, sem þeir hafa þörf fyr
ir og fengið það lagt af þeim, sem
þær reka, og sparað sér þannig
stofnkostnað slíkra tækja. Reykja
víkurborg gæti selt og lagt mal
bik fyrir nágrannabæi sína ásamt
Hveragerði, Þorláksihöfn, Sslfossi
Eyrarbakka og Stokkseyri. íslenzk
ir Aðalverktakar reka stöðina á
Keflavíkurflugvelli og gætu fram
leitt og lagt malbik fyrir Njarðvík
ur, Keflavík, Sandgerði og Grinda
vík og Akureyrarbær fyrir Dalvík,
Ólafsfjörð og jafnvel Húsavfk. (Til
fróðleiks má geta þess, að hægt
er að flytja malbik með skipum
allanga leið, eins og gert er í Nor
egi.) Að sjálfsögðu koma slik víð
skipti ekki til greina, ef bæjarfélög
in vilja heldur steypa götur sín
ar, þar sem ennþá a.m.k. er ekki
völ á æfðum verktökum, sem hafa
yfir að ráða færanlegum tækjum
til allra greina gatnagerða. í fyrsta
lagi gætu þau notað steypt slit
lag, með styttri áföngum vegna
meiri fjárfestingar, en sérstök fjár
festing í tækjum yrði tiltölulega
lítil og þá helzt í vibratorplanka
vibroþjöppu og steypusög. f öðru
lagi, ef þau vilja heldur nota mal
bik, yrðu þau, að fjárfesta í all-
dýrum tækjum til vinnslu stein
efna og blöndunar, sem þau þó
fjármagns vegna gætu aðeins notað
lítinn hluta þess tíma ársins, sem
nothiæfur er til gatnagerðar, en
sem afskrifta vegna þyrftu að geta
gengið allan þann tíma. Þriðji
möguleikinn er sá, að bæjarfélög
sameinist um kaup tækja og rekst
ur þeirra til þess að auka nýting
una. Stærð og afköst tækjanna
verður að sníða eftir þeim verk
efnum sem fyrirsjáanleg eru inn
an vissra tímamarka og verður
því allgóð áætlun um framkvæmd
ir næstu ára að liggja fyrir áður
en tækjakaup eru ákveðin. Sam
starf, sem þetta, hefur verið reynt
í nokkrum tilfellum, en gsngið
misjafnlega af ýmsum ástæðum og
mér er ekki grunlaust um, að
skortur góðra áætlana um fram
kvæmdir eigi drjúgan þátt í mis
jöfnum árangri. Eg vil því hvetja
til þess að gerðar verði betri áætl
anir til lengri tíma, svo forráða-
menn bæjarfélaganna getí gert sér
fulla grein fyrir vandamálum
gatnagerðanna, bæði tæknilegum
og fjárhagslegum.
30. ág. 1966.
Sigf. Ö. Sigfússon.