Vísir - 15.08.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 15.08.1975, Blaðsíða 1
*» vism 65. árg. — Föstudagur 15. ágúst 1975 — 183. tbl. MUJIBUR FURSTI FÉLL í BYLTINGU í BANGLADESH - SJÁ BLS. 5. r : KEKKONEN FEKK 8 FYRSTA DAGINN Kekkonen heimsótti ýmsa staöi, þegar hann var á ferð I Vest- mannaeyjum, og skrifaði þá að sjálfsögðu nafn sitt f gestabækur staðanna. Annars slapp hann með naumindum frá Vestmannaeyj- um, því aö þar skall á svarta þoka. Ljósm: Guðm.Sigf. Flaug 30 m á þakið — upp á hjólin og svo aftur á þakið óhætt er að segja# að það hafi heldur betur orðið bílvelta á Vesturlandsveg- inum í morgun. Fólksbíll, sem var á leið úr Reykja- vík, fór i loftköstum út af veginum. Rétt við svokallað Þverholt fór billinn að dansa á veginum . Hann flaug 40 metra til að byrja með og lenti á þakinu. Enn kastaðist hann til og lenti á hjólunum og fór svo enn aðra veltu i viðbót yfir á þakið. Var hann þá kominn út af aðalveginum. Slysið átti sér stað á niunda timanum i morgun, og var öku- maður einn i bilnum. Hann var fluttur á slysadeild, en ekkert var hægt að segja um meiðsli hans i morgun. Billinn er talinn ónýtur. —EA. Þannig leit billinn út eftir flugferöina. —Ljósm. Bragi. Uhro Kekkonen, forseti Finnlands, landaði átta löxum í Víðidalsá i gær. Tveir þeir stærstu voru 17 og 19 pund. Vegna veðurs varð að aflýsa heimsókn hans til Akureyrar. Það var þoka vitt og breitt um landið og fáir lendingar- staðir opnir. Forsetinn fór þvi landleiðina noröur. Atta menn eru i fylgdar- liði hans og gengu þeim veið- arnar vel. Þeir fengu samtals 38 laxa fyrsta eftirmiðdaginn. Það var mjög létt yfir mannskapn- um, enda er þetta fyrsta friið, sem forsetinn tekur i langan tima og nýlokið er erfiðri örygg- ismálaráðstefnu i Helsinki. Kekkonen var einnig við veiö- ar i Viðidalsá fyrir tveim árum en varð að aflýsa fyrirhugaöri heimsókn i fyrra vegna anna og veikinda. Sjá frásögn á blaðsiðu 3. —ÓT FORELDRA VILJA NESTA AÐEINS 5,9% BÖRNIN SÍN í SKÓLANN Könnun var gerð á þvi I febrú- ar siöastliðnum, hver viðhorf foreldra skólabarna i Reykjavik væru gagnvart þvi, að skóla- máltiðir yrðu teknar upp i borg- inni. Sendir voru út 13.850 spurningalistar og endurheimt- ust um 11 þúsund. Af svörunum var gert slembiúrtak 2157 svara, og áherzla er lögö á, að ,,svo fjölmennt úrtak, gert með réttum hætti, gefur sambæri- lega niðurstöðu við það, sem fengizt hefði, ef allur hópurinn heföi verið tekinn,” segir i skýrslu, sem Þorbjörn Brodda- son og Gunnhildur Gunnarsdótt- ir tóku saman könnunina. Heimilisástæður þeirra, sem i úrtakinulentu, voru þessar: Að- eins annað foreldrið vinnur utan heimilis: 50,0%. Annað foreldri vinnur fulla vinnu utan heimilis, hitt að hluta: 29,2%. Bæði vinna fulla vinnu utan heimilis: 8,9%. A heimilinu er aðeins einn full- orðinn: 10,8%. Óglöggt: 1,1%. Þeir valkostir, sem foreldrar kjósa helzt, urðu þessir: Óbreytt ástand: 38,7%. Nesti með í skólann: 5,9%. Að börnin fengju keypta mjólk i skólan- um: 20 %. Að börnin fengju keyptanmatí skólanum: 31,1%. Óglögg voru svör 4,3%. Sé litið á valkosti miðað við heimilisástæður, kemur i ljós, að flestir vildu óbreytt ástand i þeim hópi, þar sem annað foreldrið er heima, eða 46,6%. Þar sem bæði foreldra vinna úti, vildu aðeins 25,8% óbreytt ástand. Hlutfall þeirra, sem vildu, að börnin hefðu nesti með sér, var einnig hæst þar sem annað foreldra er heima, eða 6,2%, en lægst þar sem bæði vinna úti, 2,1%, ef frá er tekinn sá hópur, þar sem heimilisástð- ur eru óvissar, þar vildi enginn, að börnin hefðu nesti með sér. Að börnin fengjú keypta mjólk i skólanum vildu frá 14,6 upp I 21,5% i hinum ýmsu hópum, en þar sem aðeins einn fulloröinn er á heimili eða foreldrar vinna úti bæði að hluta eða fullu, var allt upp i 58,9% hljómgrunnur fyrir þvi, að börnin fengju keyptan mat i skólanum. Aðeins 21,4% þeirra foreldra, þar sem aðeins annað vinnur úti, kusu þann kost. Þegar kom að Veröi matarins, vandaðist málið, en allir hópar voru 100% sammála um, að hann mætti kosta 80 krónur. Við 100 krónur voru hlutföllin frá 81,3% til 93,1%, við 120 krónur frá 52,8 % til 69,8%, við 150 krónur frá 25,3% til 41,4 %, við 175 krónur frá 15,1% til 34,5%. 1 öllum þessum tilvik- um var hæst hlutfall hjá þeim foreldrum, sem báöir vinna úti. Ýmsar fleiri upplýsingar komu fram við þessa könnun, en heildarniðurstöður eru engar svo sláandi, að unnt sé að tala um eir.dregna afstöðu foreldra til þessa máls. —SHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.