Vísir

Dato
  • forrige månedaugust 1975næste måned
    mationtofr
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 15.08.1975, Side 4

Vísir - 15.08.1975, Side 4
Vísir. Föstudagur 15. ágúst 1975 4 Húsbyggjendur — EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæöiö meö stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstaö. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöldsimi 93-7355 FERBAVORMR f MIKLV ÚRVALI Mjög hagstœð verð. — Lítið inn. Sh 1 /1 BÍIDIJX Vssíí' Rekin ttf Hjálparsveit skáta Reykjo uik SNORRABRAUT 58.SIMI 12045 Takið GAF filmuna með í ferðalagið Litmyndir tilbúnar ó 3 dögum Passar í allar instamatic vélar SENDUM I POSTKRÖFU tXKJAr&ötu 6b , SÍMI: 15 55 5 Smurbrauðstofan Njólsgötu 49 — .Simi 15105 Gamlir nemendur Brúarlandsskóla: Ætla að reisa skólastjóra- hjónunum minnisvarða Skólastjórahjónin á Brúarlandi: Kristin Magnúsdóttir og Lárus Halldórsson. Minningarsjóður Kristinar Magnúsdóttur og Lárusar Hall- dórssonar, skólastjóra, var stofnaður við útför hans á s.l. ári i þvi skyni að heiðra minn- ingu þeirra mætu hjóna á ein- hvern viðeigandi hátt. Frú Kristin lézt 8. nóv. 1970, en Lárus skólastjóri þann 27. marz 1974 og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju, en jarðsett að Mosfelli. Þar voru samankomnir frændur og vinir þeirra hjón- anna, en einnig mikill fjöldi nemenda Lárusar heitins af þrem kynslóðum. Lárus hóf kennslu i Mosfells- hreppi árið 1922 og kenndi sam- fleytt allt til ársins 1972, en af þeim tima var hann skólastjóri þar til skólunum var skipt haustið 1966, en var stunda- kennari eftir það, meðan heils- an leyfði. Þessi ferill Lárusar i 50 ár við kennslustörf i sama sveitar- félagi er vafalaust mjög fátiður og nemendur hans skipta örugg- lega hundruðum, en um fjölda þeirra eru ekki fyrir hendi ná- kvæmar tölur. Heimili þeirra hjóna stóð lengst i þjóðbraut að Brúarlandi og á timabili var þar heimavist á heimilinu. Nutu nemendur hans þar i rikum mæli góðs at- lætis þeirra hjóna. Sjóðurinn hefur nú eflzt það mikið að ákveðið er að reisa þeim hjónum minnisvarða á skólalóðinni að Varmá, en hug- mynd að varðanum hefur sonur þeirra Ragnar, gert mjög smekklega. Þá hefur Reyni Vilhjálmssyni arkitekt verið falið að velja minnismerkinu stað, en hann hefur séð um skipulag skóla- svæðisins. Varðinn er 2ja metra stuðla- bergssúla með mörgum minni stuðlum umhverfis, og hefur efni i þetta verið pantað og væntanlega til afgreiðslu á þessu ári. Vitað er, að enn heíur ekki náðst til allra þeirra, sem hug hafa á þvi að vera með, og er þessari frétt þess vegna komið á framfæri. Störf þeirra hjóna i Mosfells- sveit voru ekki eingöngu bundin við skólann og heimavistina, heldur einnig og ekki siður við félagsmálin, og var einkum Lárus þar viða viðriðinn og si- starfandi að menningar- og félagsmálum sveitar sinnar alla tið. Framlög i sjóðinn hafa borizt hvaðanæva af landinu og úr öðr- um heimsálfum, en nú er ráð- gert að ljúka þessari söfnun og stefnt að þvi, að ganga frá und- irstöðum minnisvarðans i haust og reisa hann á komandi vori. Eftirtaldir aðilar munu taka við framlögum i sjóðinn: Hjalti Þórðarson, Æsustöðum, Jón M. Guðmundsson, Reykjum, Guð- mundur Magnússon, Leirvogs- tungu, Haukur Nielsson, Helga- felli, Jön V. Bjarnason, Reykj- um, Salome Þorkelsdóttir, Reykjahlið, Tómas Sturlaugs- son, Markholti 4, og skrifstofa Mosfellshrepps, Hlégarði. Nýtt gallerý opnað Nýtt gallery, Gallery OUTPUT, verður opnað í dag á Laugarnesvegi 45. Gallery Output hyggst beita sér fyrir sýningum á nútímalist, bæði innlendri og erlendri, á sem breiðustum grundvelli. Fyrirhugað er, að það verði opið í allan vetur með stanzlausum sýningum, sem hver um sig stendur hálfan mánuð. Fyrsta sýningin er á verkum Ól- afs Lárussonar, sem túlkar verk sín með Ijósmyndum. Sýninguna kallar hann ,,Línur". — SHH Breiðholts og Hvassaleitis eignast höggmyndir „Þær voru keyptar I fyrra, þessar höggmyndir, en þá hafði ekki verið afráðið, hvar ætti að koma þeim fyrir”, sagði Ilafliði Jónsson, garðyrkjustjóri, um listaverk i eigu borgarinnar. Umrædd listaverk eru eftir sinn hvorn höfundinn. Teningar eftir Hallstein Sigurðsson verður sett upp á Stekkjabakka. Höggmynd þessi, sem er um 2 metrar á hæö, var á sýningunni frægu I Austur- stræti i fyrra. Landnám heitir verkið eftir Björgvin Haraldsson. Það er 3-4 metrar á hæö og hefur aldrei áður verið til sýnis. Ætiunin er að stað- setja það við Hvassaieiti. Ilafliði sagðist vonast til, að liægt yröi að koma verkunum fyrir áður en sumri lyki. Þangað til yrðu þau i sinni vörzlu og engar myndir af þeim teknar. -BA.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar: 183. Tölublað (15.08.1975)
https://timarit.is/issue/239177

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

183. Tölublað (15.08.1975)

Handlinger: