Tíminn - 28.09.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.09.1966, Blaðsíða 1
Gterizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323. Auglýsing i Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 220. tbl. — Miðvikudagur 28. september 1966 — 50. árg. Yfirmenn sjónvarpsins lesa fyrstu fjölrituSu dagskrá þess. F. v. Jón D. Þorsteinsson verkfræðingur Pétur Guðfinnsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Steíndór Hjörleifsson og Emil Björnsson. \ (Tímamynd GE) SJdNVARPID HEFST MED ÞRIGGJA FB—Iteykjavík, þriðjudag. f dag skýrði Vilhjálxnur Þ. Gíslason blaðamönnum frá því á fundi, að endanlega væri ákveðið, að fyrsta útsending íslenzks sjónvarps yrði á föstudagskvöldið. Dagskráin hæfist klukkan 20 og stæði til Makkan 23. Útvanpsstjóri sagði, að fyrst um sinn yrði aðeins um til- raunasjónvarp að ræða tvö kvöld í viku, en eins fljótt og hægt væri hæfist fullkomið sjónvarp. Aðaláherzla væri nú lögð á að gera dag- skrána vel úr garði, og aðeins tíminn og reynslan gætu skorið úr því, hvenær byrjað yrði á því að sjónvarpa sex daga vikunnar. Upphaflega var byrjað að ræða um tilkomu íslenzks sjónvarps á árunum 1953—54, en það var í nóvember 1963, sem dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra skipaði sérstaka nefnd, sem skilaði lnn nokkru síðar áliti um sjónvarps- málið, og var að því loknu ákveðið að stofna sjónvarp, og undirbún- ingur að upphafi þess staðið yfir síðan. Eins og komið hefur fram í fréttum áður er framkvæmdastjóri sjónvarpsins Pétur Guðfinnsson, verkfræðingur þess Jón D. Þor- steinsson og dagskrárstjórar eru Emil Björnsson og Steindór Hjör- leifsson. Fastráðnir starfsmenn eru um 30 talsins, en fullljóst er orðið, að fjölga verður starfsfólki en ekki er hægt að segja til um, hve mikil sú fjölgun verður að | vera fyrr en einhver reynsla er komin á starfsemina. Sögðu for- svarsmenn sjónvarpsins, að ekki yrði framvegis nauðsynlegt að senda sjónvarpsfólk út til þjálfun ar, eins og gert var með þá, sem nú hafa hafið þar störf, nema í einstaka undantekningum, ef um einhverja sérþjálfun yrði að ræða þættinum í brennidepli sem er inn lent fréttayfirlit, Markús stjórnar Á blaðamannafundi, og Ólafur stjórnar Helgistund í sjónvarpssal — en nú verða kirkjurnar að koma sjónvarpið, en ekki það til þeirra, eins og útvarpið getur gert, sagði Emil Björnsson, — þar sem upptaka og bein sending utan húss getur ekki farið fram fyrst um sinn. Andrés Indriðason og Tage Am endrup verða starfandi í skemmti deild, auk Steindórs Hjörleifsson ar, og sjá þeir um ýmsa skemmti- þætti, sem sýndir verða í sjónvarp I munu íslenzkir textar verða settir inu undir ýmsum nöfnum. Nokkuð á eins mikið.og hægt verður. Yfir- verður um aðkeypt skemmtiefni, umsjón með því verki hefur Her- kvikmyndir og annað slíkt, og | steinn Pálsson. Frih. á bls. 15 VOPNAR „RAUDU VARÐ- LIDANA" NTP-Peking, þriðjudag. Kínverski kommúnistaleiðtog inn Mao-Tse-tung hefur ákveðið, að gera hina „rauðu varðliða" að vopnaðri byltingarhreyf- ingu æskulýðsins með Rauða her inn til fyrirmyndar, og á hreyf- ingin að verða fast varalið fyrir kínverska herinn, segir í frétt- um frá Peking í dag. Upplýsingar þessar eru gefnar í fréttabréfi, sömdu af bandarísku blaðakonunni Louise Strong, og viðurkenndu af opinberum aðiluo í Peking. Strong, sem er áttræð að aldri, hefur búið fjölda ára í Kína og er litið á hana sem inn- flytjanda þar. Er talið, að engin útlendingar, sem búa í Kína, hafi nánara sam band við yfirvöld þar og hún. í blaði sínu 1 dag segir Strong, að hún hafi heimsótt aðalstöðvar „rauðu varðliðanna“ í Peking og þar hafi hún fengið þær upplýs- Framhald á bls. 14 CREIN EFTIR J0HNS0N SELDSST UPP í SOVÉT NTB-Moskvu, þriðjudag. Sovézkir Iesendur rifu út banda- ríska blaðið Amerika, er því var stillt út til sölu f Moskvu í dag, en i blaði þessu segir Johnson, Bandaríkjaforseti m.a., að eðli- legra væri að Bandaríkjamenn og Rússar væru vinir en fjendur, um leið og hann getur þess, að Rúss- ar muni ekki breyta Bandaríkja mönnum í kommúnista. Það má heita einlægni, að Bandaríkjaforseti snúi sér svo um búðalaust til sovézku þjóðarinn- ar, en grein Johnsons er birt á tveim síðum í þessu myndablaði, með sérstöku samþykki Sovét- stjórnarinnar. Samsvarandi út- gáfa hefur verið send út frá so- vézka sendiráðinu í Washington. Öll eintök blaðsins Amerika voru rifin út á einni klukkpstund eftir að söluturnar opnuðu í dag, en sovézk yfirvöld höfðu veitt leyfi fyrir 60.000 eintaka. f greininni segir Johnson for- seti m. a., að hann telji mjög góð- an grundvöll fyrir auknu sam- starfi þjóðanna, ef aðeins sé að því unnið á réttan hátt. — Við eig- um meira sameiginlegt en við ger um okkur oft og tíðum grein Framhald á bls. 15. f fræðslu- og fréttadeild eru starf andi þrír fréttamenn, auk deildar stjórans, Emils Björnssonar, eru það þeir Magnús Bjarnfreðsson, Markús Örn Antonson og Ólafur Ragnarsson. Munu þeir taka að sér að sjá um einstaka þætti í sjón varpinu auk þess sem þeir annast fréttasöfnunina og flutning frétt- anna. Magnús mun t.d. stjóma Landssíminn setur upp endurvarps- stöí í Eyjum fyrir fsl. sjónvurpiB ENDURVARPSSTÖÐ FYRIR SUÐURLANDSUNDIRLENDIEFTIR NOKKRA MÁN. SJ—Reykjavík, þriðjudag. í Vestmannaeyjum er nú unnið að þvi að setja upp loft net og sendi fyrir íslenzka sjónvarpið á vegum Landsím- ans. Enn er ekki útséð hvort sendirinn verður orðinn starf hæfur, þegar fyrsta sjónvarps- sendingin fer fram á föstu- dagskvöld, en allar horfur eru á, að Vestmannaeyingar geti horft á islenzka sjónvarpið næsta miðvikudagskvöld. Magnús H. Magnússon, sagði i viðtali við Tímann í kvöld, að sendirinn væri smíðaður hjá radíó dejld Landsímans í Reykjavík, og á hann að þjóna Vestmannaevina- um eingöngu, en i pöntun er send ir, sem á að senda fyrir allt Suður landsundirlendið frá Vestmanna- eyjum. Gera má ráð fyrir, að sá sendir komi eftir nokkra manuði. Loftnetið og sendirinn eru alveg óháð stöðinni í Keflavík, enda um aðra tíðni að ræða. Vest- mannaeyingar geta líklega skipt yf ir á stöðvarnar eftir hentugleik- um, a.m.k. þeir, sem eiga tæki með báðum kerfunum. Loftnet Land símans og loftnet sjónvarpsáhuga manna standa svo að segja hlið við hlið, en hið síðarnefnda verð- ur að sjálfsögðu óvirkt, þegar Keflavík hættir útsendingum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.