Tíminn - 28.09.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.09.1966, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 28. september 1966 TÍMINN | OG MENN ót hestamanna i.í. Ég held fast við þann mai- a'1' líkja saman hesta- mennsku og íþróttum og mér nnst íþróttamenn og dagblöð sýna ósvikinn áhuga á því að iýsa framkomu og frammistöðu iþróttamanna og starfsliðs iþróttamóta. í hverju blaði eru greinar, þar sem rakin eru nöfn íþróttamanna og þeim ym ist hælt eða fundið að þeim og ummælin þá rökstudd af gagnrýnanda, hinu sama er beint að dómurum, línuvöréum og öðrum starfsmönnum og einu látið gilda hvort þeir eru innlendir eða erlendir. Þessi vinnubrögð íþróttafé- laganna eru nú að verða þeirra mikli styrkur og meðal annars á þennan hátt efla þau þann þrótt, sem þau búa yfir. Þar með er ekki sagt að allir séu alltaf ánægðir né sammála, ekki er heldur líklegt að gagn- rýnin sé ætíð óskeikul, síður en svo. Lengi vel fylltust ýmsir íþróttamenn gremju ef að var fundið. Ég hefi þekkt íþrótta- lífið alla þessa öld og allir, sem þá reynslu hafa vita, að einatt var beitt brellum i keppni, en það er nú gerbreytt Hitt er annað, að íþróttafólk gerir enn skyssur og fær þá jafnan samstundis sínar refs- ingar, vikið'af velli og verra, og einatt eru dómar véfengdir og það kemur fyrir, að ágreiu- ingur er kærður. Ekki minn- ist ég þess að kæra hafi kom- ið fram í sambandi við kapp- reiðar, en mjög lá nærri að kærður yrði sprettur í Skogar- hólum 1952. T. d. tel ég það réttmætt kæruefni fyrir eig- anda Þrastar, á' Hellu í sumar, að hann var ræstur móður í seinna skiptið, svo ábending sé gefinn um kæruefni. , Hins vegar er mjög auðveit að gera okkar kappreiðar svo úr. garði að engra óánægjuefna gæti hvað þá að kærur koro; til og ætíð er góður þrauthugs- aður undirbúningur og gætni og þjálfun í störfum haldbeztu úrræðin til góðs samkom ilags og árangurs, en því miður höf- um við hestamenn ekki með öllu ennþá losað okkur undan vanhugsaðri stjórn á rnálurn okkar. Ég vil að hestamenn og félög þeirra sameinist um það að eiga vísa menn, sem skrifa um hestaíþróttir, hesta- mótin í heild, stjórn á þeim, framkomu áhorfenda, skeiðvell ina og hesta þá, sem reyndir eru og reynast vel, en þó einkum rækilega um fjórðungs og landsmótin. Ég held að blöð in myndu birta slíkt efni fyrir hestamannafélögin eins og íþróttafélögin. Haganlegast myndi að sklpta efninu í stutt- ar greinar, margar eða fáar eftir efnismagninu. Flest félög senda núorðið blöðunum frétt- ir af kappreiðum, sem þau halda og fer þessi starfsþáttur batnandi. Hér að framan taldi ég að íþróttamenn fyrr á árum, hefði stundum brotið af sér og á grófari hátt en nú en óviljandi mistök hverfa sennilega aldrei. Knapar hafa til skamms tíma verið til, sem ekki er fyllilega treystandi. Meðan harðvítugir karlmenn voru knapar höfðu sumir þeirra hug á að beita brögðum, svo sem að sveigja fyrir næsta hest þrengja hestum út að hliðar- línu, o.fl. Ef hestur stökk upp af skeiði, var knöpum á þeim ósárt um þó að keppinautur truflaðist á kostunum. Einatt kom líka fyrir truflun sem al- gert óviljaverk. Eitt sinn heyrðist sagt: „Ef þinn hestur hleypur upp, þá ríddu á vítið hann (nafn hestsins)!! Vart hefur þetta verið einsdæmi. Enda sýnir III. kaflinn í regi- um úm kappreiðar að þótt hef ir tryggara að búa vel um hnútana, þar sem knapar áttu i hlut, sum svo ströng að furðu sætir einkum með hliðsjón af því, að reglurnar eru nýlegar. Ekki þýðir því að segja, að ég kríti liðugt, því misjdfna sauði í mörgu fé þekkja aliir eldri hestamenn og eru enn fensk dæmi hendi nærri um valdbeitingu vallarstjóra gagnvart knapa. Ég held að ungu knaparnir, drengir og stúlkur, hafi leitt góðan anda inn á skeiðvellina og að sá hugsunarháttur sé að verða ríkjandi, að prúðmennska sikuli skipa hvert rúm, þar sem allir fái notið sín til fulls, hestar og menn. Þó er það svo, að hestamenn og starfsmenn móta taka enn illa upp ef að er fund- ið. Marga hnútuna hefi ég feng ið fyrir gagnrýni, en senniiega aldrei viðurkenningu. Samt langar mig enn um sinn að halda áfram að segja til um það, sem betur má fara að mínu viti. Aðfinnslum mínum á starfi dómn. og vallarstjóra á Hellu í sumar, svarar St. R. og viðurkennir ekki að þeim hafi yfirsézt í sambandi við 800 m. hlaupið. Þó að ég hefði dæmt allt öðru vísi, er sumt af því, sem gerð- ist vissulega athugunarefni, en annað alls ekki umdeilanlegt. Það sem gerðist var, að fjór- ir hestar voru ræstir í 800 m, þrír tóku á rás, en einn stóð eftir og samstundis hrópar sá, sem hélt í þann hest, til knapanna og skipar þeim að stöðva hestana og koma aftur. Tveir knapanna, annar fulltíða maður, hinn tólf ára drengur, gegndu kalli, stöðvuðu hesta sína og sneru við, sá þriðji, ung stúlka, barðist við hest sinn, viljugan og harðskeyttan fram á miðjan völl og sneri þar við og kom aftur. Nú skyldi maður halda, að úr æði vöndu væri að ráða, en svo virtist ekki vera, hestarnir voru samstundis ræstir allir, þrír höfðu þó staðið kyrri með an einn hljóp 400 m. og rölti til baka. Sá sem aldrei hreyfði sig vann sprettinn. Var þetta nú svona einfalt? Ég gat þess, að reglur um störf knapa væru mjög strangar. í 9. gr. stendur þetta: „Knapar skulu vera prúðir í allri framgöngu og hlýða skipunum þeim, sem að þeim er beint.“ Ennfremur: „Skylt er knöpum að sýna kurteisi öll- um þeim er á einhvern hátt stjórnar kappreiðum." Víða í reglunum er þeim hótað öllu illu ef útaf ber. Það eru því ekki eingöngu dómar- arnir og vallarstjóri, sem knap ar verða að hafa í huga þegar þeir vanda framkomu sína, einnig ræsir og auðvitað hafa þeir haldið, að það væri hann, sem kallaði og að honum bæri að hlýða, eitthvað hefði komið fyrir óvænt. Þó að þetta sé sennilega rangt viðbragð hjá knöpum er það þó auðskilið og fordæmi munu fyrir því, að ræsir hafi stöðvað hesta sam stundis eftir ræsingu vegna eigin mistaka. St. R. segir að dómnefnd geti ekki ráðið við það þó að ein- hver hrópi, það er rétt, en sá sem hrópaði var ekki einhver heldur ákveðinn maður, sem allir vissu hver var og gerði það vitandi vits í hugsmuna- skyni fyrir sinn hest, en knap- arnir héldu að þeim bæri að gegna kalli og stöðvauðu besta sína í beztu trú um það, að þeir væru að gera rétt. Hér var maður uppvís að hrekk, hins vegar vill víst eng- inn segja að þetta hafi verið yfirvegað hrekkjabragð, heldur er hér einstætt uppátæki og ráðriki án nokkurs, réttar eða umboðs en manninum tókst ekki einungis að villa fyrir knöpunum heldur einnig að gefa dómurum línu, sem þeir fóru svo nákvæmlega eftir. þetta að óviðkomandi aðili taki völdin er kallað stjórn- leysi. Maðurinn, sem hrópaði hefur tvennt á sinni könnu: í fyrsta lagi hest, sem stóð eft ir, í öðru lagi olli hann ein- stæðri truflun, sem gerði öðr- um aðiljum illt. Knaparnir aft- ur notuðu ekki sinn rétt, má sennilega segja, en það skað- aði aðeins þeirra eigin hasta, jafnframt hafa þeir haldið, að þeim bæri að gegna boði. Þessi Framhald á bls 12. eftir Bjama Bjarnason I MINNING Halldóra Sigurðardóttir F. 2. okt. 1893 D. 21. sept. 1966. Ég kynntist Halldóru Sigurðar- dóttur ekki fyrr en árið 1933 þeg ar við urðum sambýliskonur í Reykholti. Þá var hún um fertugt og þriggja barna móðir. maður hennar, Þorgils Guðmundsson var iþróttakennari við Reykholts- skólann. Mér er enn í minni, hve hlýlega þau hjón tóku á móti mér, þegar ég fluttist í Reykholt, öil- um ókunnug, og hve gott mér, þótti að leita ráða hjá Halldóru í reynsluleysi mínu. Halldóra Sigurðardóttir var framúrskarandi dugleg kona, _iyr irmyndarhúsmóðir, frábær móðir og fær á mörgum öðrum sviðum. Auk þess að stjórna umsvifa- miklu heimili hafði hún ásamt manni sínum símavörzlu fyrir stað inn og sveitina í kring, og kenndi námsmeyjum skólans handavinnu. Var því oft gestkvæmt á heimili þeirra hjóna, og margra vanda urðu þau að leysa. Hef ég fáa þekkt, sem slíkt hafa gert með slíkum ágætum og þau enda voru þau samhent í öllu, og samræmi virtist fullkomið milli þeirra. Hall dóra var líka með afbrigðum skemmtileg kona og vinsæl og hrók ur alls fagnaðar á góðra vina fund um. Hún var barngóð og hjálp- söm, en bezt reyndist hún, þegar erfiðleikar steðjuðu að. Ef einhver varð veikur, t. d. eitthvert barn anna, var Halldóra óðar komin til þess að vera til aðstoðar, og ég get ekki lýst þeirri fróun og örygg iskennd, sem ávallt fylgdi henni. Hún hefði getað orðið ágæt hjúkr unarkona eða læknir. Og aldrei mun ég gleyma því, hvernig þau hjónin reyndust okkur hjónun- um, þegar sorgin kvaddi dyra hjá okkur. Kvöld eftir kvöld komu þau til okkar til þess að vera okkur til afþreyingar og fróunar. Halldóra og Þorgils voru sambýl isfólk okkar í Reykholti í 14 ár. Var mikið skarð fyrir skildi, þeg ar þau fluttust burt. En vinátta okkar hélzt óbreytt, og margar eru þær gleðistundir, sem við átt- um á heimili þeirra að -Hraunteig 21. í fyrra sumar dvöldust þau nokkra daga á heimili okkar. Það var yndislegur tími, og grunaði víst ekkert okkar, að þetta myndu verða síðustu sumardagarnir, sem við ættum saman. í Reykjavík fékk Þorgils starf, sem var mjög við hans hæfi, og þau eignuðust þar indælt heimili. Um tíma voru börn þeirra dreifð víða um heim, Birgir starfaði i Hamborg og síðar í Kaupmanna- höfn, Óttar í París, og Sigrún var flugfreyja, á sífelldum ferðalögum landa og heimsálfa á milli. Nokk- uð bætti úr skák, að þeim gafst öðru hverju tækifæri til að heim- sækja synina og dvelja á heirnil- um þeirra erlendis. Sonardóttirin, Hrefna Birgisdóttir, sem að mestu ólst upp hjá afa og ömmu var líka sólargeisli á heimili þeirra. Síðustu árin, voru báðir synirn- ir fluttir heim og Sigrún gift og Gunnar Vilhjálmsson, hætt fluginu. Öll áttu börnin in- dæl heimili, og lífið brosti við hinum rosknu hjónum í hópi barna, tengdabarna og barna bama. En síðastliðið vor dró ský fyrir sólu. Halldóra veiktist alvar lega, og nú er hún látin eftir langa og mjög stranga sjúkdóms- legu. Ég mun ávallt minnast Halldóru Sigurðardóttur með þökk fyrir vin áttuna og tryggðina og allar þær góðu stundir, sem við áttum sam- an. Manni hennar, börnum, tengdabörnum og barnabörnum, votta ég mína innilegustu saniúð. ÍMegi guð styrkja þau öll og milda þeim sorgina og söknuðinn. Anna Bjarnadóttir. Tunguholti, Fáskrúðsfirði f. 28-9 1952, d. 26-7 1966. Þriðjudagurinn 26. júlí s. 1. var bjartur og fagur, einn af fegurstu dögum íslenzkrar sumarveðráttu. En áður en sólin gekk til viðar þennan blíðviðrisdag, barst okkur hin hörmulega frétt. Okkar ungi vinur og frændi, Gunnar Vilhjálms son var látinn. Orsök dauða hans var eitt af hinum átakanlegu slys- um, sem svo títt eiga sér stað nú til dags. Óneitanlega kom fram í hugann spurningin stóra — hvers vegna —já hvers vegna er hann ■ unglingurinn svo skyndilega horf jinn, hann, sem svo miklar vonir |voru bundnar við? En við fáum | ekkert svar. Ef til vill finnum J við betur en áður, hve veikbyggð og vanmáttug við erum frammi I fyrir valdi almættisins að við get j um aðeins í þögulli lotningu beygt okkur fyrir örlögunum, hversu , þung og sár sem þau kunna að vera Gunnar var fæddur 28. sept. 1952 að Tungu í Fáskrúðsfirði, sonur hjónanna Steinunnar Úlfarsdóttur Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.