Tíminn - 28.09.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.09.1966, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. september 1966 TÍMINN Kært vegna veiðarfæra- þjófnaðar í Keflavík Kærður hefur verið til lögregl unnar í Keflavík þjófnaður á veiðarfærum, sem sögð eru hafa verið í geymslum í birgðaskemm- um, sem eru í eigu Atlantors í Keflavík og staðsettar eru í grennd við bæinn á svonefndri Nónvörðuhæð. Er hér um að ræða verðmæti sem nema hundruðum þúsunda króna að áliti viðkomandi aðila. Umsjónarmenn ' í vöru skemmunum telja að þjófnaðurinn hafi verið framinn á tímabllinu 9—15. þ. m. Mál þetta er í rann sókn hjá lögreglunni í Keflavík og eru allir þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar þessu varð, andi hvattir til að koma þeim til RAUÐIR VARÐLIÐAR Framhald af bls. 1. ingar, að leiðtoginn Mao hafi ákveðið framtíðarhlutverk og stöðu „varðliðanna11, sem nú muni nefnast „vopnuð byltingarhreyf- kínverska hernum til styrktar. fram undir yfirstjórn alræðis ör- eiganna," og verði hreyfingin kón'—Va hernum til styrktar. Enn I hafi hún engin vopn, en hún uiuni fá þau, og> hlutverk hennar verði auk þess að lita allt Kína rautt, að hjálpa verkalýð annarra landa að lita allan heiminn rauðan. Hefur blaðið þetta eftir leiðtogum „rauðu varð liðanna“ og þar sem blaðið er vandlega lesið yfir af kínversk- um yfirvöldum áður en það kem- ur út, telja vestrænir fréttaritarar, heimildirnar öruggar. Isvestija, málgagn Sovétstjórnar innar skýrir frá því í kvöld, að „rauðu varðliðarnir" hafi brotið legsteina og umturnað mörgum leiðum í Peking,; og sekir frétta ritari blaðsins í Peking, að hann hafi sjálfur orðið vitni að því, er „varðliðarnir“ réðust að leiði hins fræga kínverska málara Chi Bai- Shihs, sennilega vegna þess, að listamaðurinn hafði eit^t sinn hlotið Lenin-orðuna fyrir list sína. Þá herma aðrar fréttir frá Pek ing, að leiðtogar menningarbylt inarinnar leggi nú áherzlu á að fá útlendinga í hreyfingu sína og eru allir velkomnir, sem viðurkenna Mao, sem aðalleiðtoga heimsbylt- ingarinnar. f Peking er nú þegar hafinn | undinbúningur undir hátíðahöldin í tilefni þess, að brátt eru liðin 17 ár frá því kommúnistar tóku völdin í Kína. Dagblað Alþýðunnar kom út í aukaútgáfu, þar sem m,eðal ann- ars eru prentaðir fimm nýir bar- áttusöngvar, tileinkaðir Mao og kom blaðið út í gífurlega stóru upplagi. STÚLKA ÖSKAST Stúlku með gagnfræðapróf eða landspróf vantar til aðstoðar á skrifstofu, vélritunarkunnátta ekki nauðsynleg. Upplýsingar í skrifstofu minni, sími 11000. Ritsímastjóri. AKKARÁVÖRP Hjartans þakkir til allra vina og vandamanna, sem heiðruðu okkur hjónin á gullbrúðkaupi okkar með heim- i sóknum, gjöfum og heillaskeytum og gerðu okkur dag- inn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Pétursdóttir, Eiríkur Guðmundsson. Maðurinn minn og faðir okkar / Jens Guðmundsson málmsteypumeistari, Hofteig 12 andaðist að Landsspítalanum aðfaranótt 27. september. Aðalbjörg Aðalsteinsdóttir og börn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Júlíus Þórðarson Skorhaga, Kjós verður jarðsunginn frá Fossvogskapetlu, föstudaginn 30. september kl. 3. Ingveldur G. Baldvinsdóttir, Baldvin Júlíusson, Sigurlaug Júliusdóttir, Sigurþór Hallmundsson, Magnea Guðjónsdóttir, Óskar Benediktsson, Eygló Óskarsdóttir, Steinóifur Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. SJÓNVARPIÐ Framhald af bls. 1. Sjónvarpið hefur ráðið frétta- ritara um allt land, og á öllum stöðum yerða ennfremur menn, sem geta séð um að taka myndir. Þá hafa einnig verið ráðnir menn, um tuttugu talsins, með 16 mm kvikmyndavélar. Sjónvarpið legg- ur þeim til filmurnar, en sjálfir eiga mennirnir vélarnar. Nú á næstunni verður efnt til námskeiðs fyrir þessa kvikmyndatökumenn, og mun Þrándur Thoroddsen stjúrna því. Sjónvarpið hefur að- stöðu til þess að framkalla þessar kvikmyndafilmur og getur sýnt mynd hálftíma eftir að hún hefur borizt, ef nauðsyn krefur. Jón D. Þorsteinsson verkfræðing ur sjónvarpsins, skýrði frá skipt- ingu tæknideildarinnar, en í henni er Stúdíódeild, undir stjórn Jóns Hermannssonar, kvikmyndadeild, sem Þrándur Thoroddsen stjórnar og viðhaldsdeild, en henni stýrir Sigurður Einarsson. Pöntuð hafa verið fjölmörg tæki til sjónvarps ins, og eru sum þeirra væntanleg nú í haust en önnur seinni partinn í vetur eða í vor. i Fjórtán stúlkur sóttu um þulu- starf við sjónvarpið. Fjórar þeirra komust í úrslit, ef svo má segja, en ekki hefur endanlega verið gengið frá því, hverjar verði vald- ar, eða hvort til greina kemur, að þær verði allar starfandi að ein- hverju leyti. Dagskráin fyrstu tvo dagana verður sem hér segir: , Föstudagur: Kl. 20.00 Ávarp — Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarps- stjóri. 20.05 Blaðamannafundur: Bjarni- Benediktsson, forsætisráð- herra, svarar spurningum blaða- manna. Fundarstjóri Eiður Guðna- son. Spyrjendur auk. hans ritstjór- arnir Andrés Kristjánson og Ólaf- ur Hannibalsson. 20.40 Úr Eystri- byggð á Grænlandi. Kvikmynd, sem Ósvaldur Knudsen hefur gert um byggðir íslendinga á Grænl. fyrr á öldum. Þulur í myndinni er Þórhallur Vilmundarson. 21.00 „Skáldatími". Halldór Riljan Lax- ness les úr Paradísarheimt. 21.25 „Það er svo margt ef að er gáð”. Skemmtiþáttur Savanna-tríósins. 21.25 „Dýrlingurinn" (The Saint) eftir sö.gu Leslie Charteris. 1. þátt ur: Fyrirmyndar eiginmaður. Rog er Moore í hlutverki Simon Templ ar. Aðrir leikendur: Patricia Rock sem leikur Madge Clarron, Derek Farr, sem leikur John Clarron, Shirley Eaton, sem leikur Adri- enne Halerd. Sjónvarpshandrit: Jack Sanders. Leikstjóri: Michael Truman. Stjórnendur: Robert S. Baker og Monty Berman. Þýðandi: Steinunn S. Briem. 22.45 „Frá lið inni viku“ Fréttaþáttur, sem sam settur er af erlendum fréttakvik- myndum frá síðustu viku. 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur: Kl. 20.00 „Frá lið inni viku”. Fréttakvikmyndir utan úr heimi, teknar í síðustu viku. 20.20 „Steinaldarmennirnir" „Flint stone-þyrlan”. Þýðandi Guðni Guð mundsson. Teiknimynd gerð af Hanna og Barera. 20.50 „Við erum ung“ Skemmtiþáttur fyrir ungt fólk. 21.45 „French Cancan“ — Frönsk kvikmynd gerð árið 1954. Hadrit og leikstjórn: Jean.Renoir. í aðalhlutverkum: Jean Gabin, Francoise Arnoul, Maria Felix, Philippe Clay. 23.45 Dagskrárlok. BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Sfaukin sala BRIDGESTONE sannar gæðin. Veitir aukið öryggi I akstrí. BRID.GESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA — Verrlun og vf3gerðlr. Sfmi 17-9-84 Gúmmíbarðinn h.i, Brautarholti 8. SKÓR- INNLEGG Smíða Orthop-skó og InD legg eftir máli Hef einnig tilbúna barnaskó. meB og án tnnleggs. Davíð Garðarsson, Orthop-skósmiður BergstaOastræti 48, Simi 18893 Jón Eysteinsson, slmi 21916. lögfræSingur LögfræSiskrifstofa Laugavegi 11, rtCSBYGíiJENDUR TRÉSMIÐJAN, Holtsgötu 37, framleiSir eldhúss og svefnherberqisinnréttingar fRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiSsla. Sendum gegn póstkröfu Guðm. Þorsteinsson, gullsmiSur. Bankastræti 12. Jón Grétar Sigurðsson néraSsdómslögmaður. Austurstræti 6, simi 183£3- \/élahreinaernina Vanir menn. Þrifaleg, fljótleg, vönduS vinna. Þ R I F - sfmar 41957 og 33049. ÖKUMENN Látið athuga rafkerfið 1 oflnum. Ný mælitæki. RAFSTILLING, SuSurlandsbraut 64, sími 32385 (bak við Verzlunina Alfabrekku) III. SmíSum svefnherbergis- og eldhúsinnréttingar. SÍMI 32-2-52. \ _ _ REIVIT V EE K HF BOLHOLTI 6, (Hús Belgjagerðarinnar). PÚSSNINGAR- SANDUR VIKURPLÖTUR Einangrunarplast Seljum allar gerðir af pússningasandi, helm- fluttan og blásinn Inn. Þurrkaðar vikurplötur oa eínangrunarplast. Sandsalan við Elliðavog st. Elfiðavogi 115, sfmi 30120. LátiS okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina. Fyig- izt vel með bifreiðinni. BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32, sfmi 13100. PJH4 LAUGAVEGI 90-01 Stærsta úrval bifreiða ó einum stað — Salan er örugg hjá okkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.