Tíminn - 28.09.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.09.1966, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 28. september 1966 MHI.UIM TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Hörðúr Kristinsson í landsleiknum á móti Bandaríkjamönnum, Hörður stendur sig vel i dönskum handknattleik - átti stóran þátt í sigri Tarups gegn dönsku meisturunum Alf — Reykjavik. — íslending l mörku, hefur leikið með fjónska urinn Hörður Kristinsson hefur 1. deildar liðinu Tarup frá Odeuse. staðið sig vel í dönskum hand Á laugardaginn var Iék Tarup knattleik að undanförnu, en Hörð gegn dönsku bikarmeisturunum, ur, sem dvelst við nám í Dan I Skovbakken, sama liðinu og Fram Árhus KFUM kemur hingaö í næsta mán. - en ekki Kaupmannahafnar-úrvaliÖ Alf — Reykjavík. — Það verð ur ekkS Kaupmannahafnarúrval í handknattleik, sem kemur hingað I næsta mánuði á vegum Ármanns heldur hið fræga lið Árhus KFUM Jafntefli í Hafnarfirðl Um síðustu helgi fór fram einn leikur í Litlu bikarkeppninni. Mætt ust Kópavogsmenn og Hafnfirð- ingar, sem senda sameiginlegt lið til keppni þ.e. sameinað lið FH og Hauka. Leikurinn fór fram í Hafnarfirði og lauk með jafntefli, 1:1. Akurnesingar munu hafa for ystu í keppninni, hafa hlotið 7 stig. sem undanfarin ár liefur verið í fremstu röð í Danmörku. Liðið er ekki núverandi Danmerkur meistari, en vann þann eftirsótta titil í fyrra. Blaðið náði tali af Sveinbirni Björnssyni, formanni handknatt leiksdeildar Ármanns, og skýrði | hann svo frá, að liðið myndi koma I urp miðjan næsta mánuð. í liði i Arhus KFUM eru margir lands jliðsmenn Dana, þ.á.m. markvörð | urjnn Erik Holst, sem lék með danska landsliðinu í Laugardals höllinni. Árhus KFUM tók þátt í síðustu Evrópubikarkeppni og komst í undanúrslit. i Varðandi Kaupmannahafnarúr j valsliðið er þess að geta, að það er j væntanlegt síðari hluta vetrar á j vegum Handknattleiksráðs Rvík ur, og mun það leika m.a. gegn Reykjavíkurúrvali. mætti í Evrópubikarkeppninm, 1962, og sigraði Tarup með 19:15 eftir æsispennandi leik, og átti, Hörður stóran þátt í sigri liðs síns, eftir því, sem dönsku blöð in segja. Berlingske Tidende segir, að fimm mínútum fyrir leikslok hafi Tarup haft aðeins tveggja marka forsikot, 17:15, og hafði þá Skov bakken verið búið að saxa á sex marka forskot liðsins. Leikmenn Skovbakken eygðu möguleika á því að jafna stöðuna og tóku því að leika maður á mann, „en það var nokkuð, sem þeir hefðu ekki átt að gera“, segir Berlingske Tid ende. „Það var vatn á myllu hins hávaxna íslendings, Harðar Krist inssonar, sem nú fékk það athafna svæði, sem hann hafði not fyrir, og fljótlega hafði hann aukið bil ið í 18:15. Rétt fyrir leikslok var svo brotið gróflega á honum, og dæmt vítakast. Þar með var fjónsk ur sigur innsiglaður. Jörgen Pet er Hansen skoraði úr vítakastinu“. Þannig lauk þessum leik með sigri Tarups, og vonandi getum við fljótlega sagt fleiri góðar frétt ir af Tarup og Herði Kristins syni. LiSsmenn Árhus KiFUM fagna sigrinum í dönsku keppninni 1965. Ungl.-landsliðS' menn skipta um félag Stór skörð cru höggvin í meistaraflokk Ármanns í handknattleik. Annars stað ar á síðunni er getið um það, að Hörður Kristinsson sé farinn utan og mun hann ekki leika með Ármanni á keppnistimabilinu sem senn hefst. Og við þetta bæt ist nú, að tveir unglinga landsliðsmenn úr Ármanni, sem báðir hafa verið fastir meistaraflokks leikmenn, hafa ákveðið að skipta um félag og ganga yfir í raðir Valsmanna. Eru þetta þeir Baldvin Jónsson og Pétur Emilsson. Er það mikil blóð taka fyrir Ármann að missa þessa leikmenn. Fyrir tveim ur árum missti Ármann Þor stein Björnsson yfir í Fram. Framhald á bls 12. Fara síðustu leik- irnir fram í snjö? - mánuður eftir af keppinstímabilinn Alf — Reykjavík. — Útséð er, að keppnistímabili ísl. knatt- spyrnumanna í ár verður ekki styttra en í fyrra, en þá lauk síð- asta Ieik um mánaðamótin októ- ber — nóvember. Var það úrslita Ieikurinn í Bikarkeppni KSÍ milli Vals og Akraness og fór fram á „skautasvelli" Melavallarins, eins og menn muna. Þegar þessar lín- ur eru ritaðar, er úrslitaleik ís- landsmótsins ólokið og sex leikj um í Bikarkeppni KSÍ. Seinni hluta næsta mánaðar og í byrj- un nóvember er allra veðra von, svo að hver veit, nema að síðustu leikirnir verði leiknir í snjó! Íþróttasíðan sneri sér til Jóns Magnússonar, formanns móta- nefndar KSÍ, og spurði, hvort bú- ið væri að setja næstu leiki á. Sagði Jón, að ákveðið væri að úr- slitaleikurinn milli Vals og Kefla víkur færi fram á sunnudaginn á Laugardalsvellinum og hæfist kl. 15. Þá væri og ákveðið, að leikur KR og Akraness í Bikarkeppni KSÍ færi fram um næstu helgl, nánar tiltekið á laugardaginn, og fer hann fram á Melavellinum og hefst klukkan 15,30. Svo framar lega sem úrslit fást í leik Vals og KeflaVíkuþ, mun Bikarkeppn inni verða haldið áfram um aðra helgi, og eiga þá Fram og Kefla vík að leika — og einnig Valur og Akureyri. Ekki hefur enn ver ið ákveðið hvar leikirnir fara fram. Fyrir útán þessa leiki er ólokið nokkrum leikjum í Litlu bikar keppninni en ótrúlegt er, að henni verði lokið í ár. Frá Tafl- og ^ridgeklúbbnum Fyrir nokkru var haldinn aðal- fundur Tafl- og bridgeklúbbsins haldinn í Lindarbæ, en þar fór starfsemi klúbbsins fram á síðast liðnu ári. Á vegum klúbbsins fóru fram 9 mót. Spilakvöld voru alls 34 og munu hafa tekið þátt um þrjú hundruð manns. T.B.K. mun verða til húsa í Læknahúsinu að Egilsgötu 3, og hefst vetrarstarf semin að þessu sinni í sveita- keppni í hraðkeppnisformi. Spil aðar verða 5 umferðir, og er öli- um heimil þátttaka. Byrjað verð- ur að spila kl. 8 þann 29. þ.m. Núverandi formaður Tafl- og' bridgeklúbbsins er Björn Bene- diktsson. Aðrir í stjórn eru Edda Svavarsdóttir, Margrét Þórðar- dóttir og Bernharður Guðmunds son, mótsritari. Áhaldavörður er Tyrfingur Þórarinssson og verður hann jafnframt aðalkeppnisstjóri, T.B.K. í vetur. í Heklupeysu Það var kalt á Laugardalsvellinum, þegar bandaríski kúluvarparinn Neal Steinhauer keppti hér á dögunum. Steinhauer kastaði samt mörgum sinnum yfir 19 m linuna, og er þaS ekki á hverjum degi, sem þa3 sést hér á íslandi. Á myndinni sést Steinhauer i íslenzkri ullarpeysu, sem hon um var gefin af Iðnaðardeild SfS. Peysan var prjónuð sérstaklega-fyrir hann hjá Fataverksm. Heklu á AkureyrL (Ljósm. B. Bj.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.