Tíminn - 07.10.1966, Side 3

Tíminn - 07.10.1966, Side 3
PflBHJMfiPR 7» október 1966 TÍMINN 3 í SPEGLITÍMANS Bítill George Harrison sést hér ásamt eiginkonu sinni, á hóteli nokkru í Bombay. GIL FLAVOUR, öðru nafni Eric Fleming, aðalstjaman í sjónvarpsþættinum Rawhide drukknaði fyrir nokkrum dög um í fljóti einu 220 km fyrir susnnan Lima, höfuðborg Perú. Atburðurinn skeði, þegar ver- ið var að vinna að töku mynd- ar og var Eric í smákænu ásamt öðmm leikara úti á fljót inu, þegar bátnum hvolfdi. Hinn maðurinn Niko Niinard- os að nafni, er sagður hafa gert hetjulega tilraun til að bjarga honum, án árangurs- laust, því að straumurinn hreif hann með sér. Erik var 41 árs, að aldri. Móöeikari hans í myndinni var enska leikkon- an Anne Heywood. ★ Það varð uppi fótur og fit í London fyrir skömmu, þegar bandaríska leikkonan Natalie Wood hringdi til lögreglunnar og tilkynnti, að öllum gim- steinum hennar hefði verið stolið. Lögreglan setti allt í gang til þess að finna gim- steinana, en allt kom fyrir ekki, leitin bar engan árangur. Síð astliðinn laugardag hringdi leikkonan aftur í lögregluna og sagði frá því, að gimsteinarnir hefðu verið í herberginu henn- ar allan tímann. ★ Fyrrverandi Englandsmeist ari í léttþungavigt Eric Boon 46 ára og fyrrverandi leikkona Wendy Elliot, 45 ára, voru gef- in saman í hjónaband um síð- ustu helgi. í sjálfu sér væri ekk ert við það að athuga, þótt þessar fyrrverandi stjömur hefðu verið gefnar saman í hjónaband. En það vildi ba.ra svo til, að þau höfðu skilið fyrir tuttugu og sex árum síðan. Já, lengi lifir í gömlum glæðum. ★ Hundruð bréfa frá rússnesk- . um táningum hafa borizt rit- stjórnarskrifstofu rússneksa blaðsins Kosmosskaya Pravda, sem fyrir viku síðan birti ádeilu grein um rússneska unglinga frá móðuf nokkurri þar í landi. ★ ★ Frú Plotnikova skrifaði að ekki í eitt einasta skipti hefði átján ára dóttir hennar spurt hana, hvernig henni liði, og ekki í eitt einasta Skipti hefði dóttir hennar boðið henni að fara út eitthvert kvöldið. Blað- ið sló síðan upp grein, þar sem þeir spyrja lesendur sína, hvort þetta sé sönn mynd af öllum rússneskum unglingum. Það stóð ekki á svörum eins og fyrr segir. Og niðurstaðan. varð sú, að ástandið væri svip- að í þessum efnum og umrætt bréf hefði gefið í skyn. Það virð ist því, sem rússneskar mæður eigi við sömu vandamál að stríða og þær islenzku. ★ Nunnur úti um heim gerast æ frjálslegri í öllum siðum og venjum. Fyrir utan dægurlaga söng, sem þær hafa sumar hverj ar stundað af mikilli list, nú á síðustu árum, til ágóða fyrir ýmis líknarmálefni, hafa þær nú klæðzt stuttum pilsum. Menn mega samt efcki misskilja þvi þótt pilsin séu styttri en áður, eru þau samt ekki upp á mið læri, eins og sést stund- um í frostnepjunni niðri á Lækj artorgi þessa dagana. Heldur eru þau ca. tíu þumlungum fyr ir ofan jörð. Kardínálar hafa fallizt á breytinguna. * Brúðhjón nokkur í Englandi urðu fyrir heldur biturri reynslu í brúðkaupi sínu. Þeg ar veizlan stóð sem hæst, kvað allt í einu við byssuskot, og kúlan kom beint inn um salar- gluggann. Enginn maður varð þó fyrir skotinu. Faðir brúðar innar gekk og reyndi að hafa uppi á skotmanninum, en sneri aftur eftir að hafa leitað án árangurs. Hann var ekki fyrr kominn inn en annað skot kvað við. Var nú í ofboði -hringt á lögregluna, en brúð kaupið leystist upn. Efcki hafð ist upp á spellvirkjanum. ★ Sophiu Loren finnst greini- lega mjög mikið koma til Skeggs Peter Ustinovs. Sophia er nú á ferð í New York ásamt eiginmanni sinum Carlo Ponti og má með sanni segja, að hún hafi unnið hug og hjörtu allra, sem henni hafa kynnzt með þokka sínum. : D Á VÍÐAVANGI Annar sjónvarps- dagurinn Vafalítið hafa litlu eða engu færri horft á aðra dagskrá ís- lenzka sjónvarpsins en hina fyrstu, og margt var þar ágætt. Þó mátti víða heyra þær radd- ir í gær manna á meðal, að þeir teldu ýmsa fleiri og meiri hnökra á þessari útsendingu en hinni fyrstu, sem almennt hlaut mikið lof. Þjóðhöfðingja- þátturinn var hinn ágætasti og víða unninn af fr®bærri tækni og smekkvísi í upptöku. Frétta þátturinn var einnig góður, þótt fréttakvikniyndirnar væru mis- jafnar og stundum dökkar, grá ar eða óskýrar, en þær hljóta vafalaust ætíð að verða mis- jafnar. Teiknikvikmyndirnar voru heldur klénar, og í þætt- inum Við eruin ung var að vísu margt mjög gott; en gallar á hljómupptöku allmiklir og aðrir hnökrar. Þulan í þeim þætti var allgóð, en upptaka á kynningu hennar með ein- hverjum vanburðum. Aðalþul- an í útsendingu kvöldsins var ágæt, einkum var mál hennar skýrt og hljóðhreint. Franska kvikmyndin var satt að segja heldur innantómt glys. Einnig má mikið vera, ef ekki hefur verið meira sungið og talað á erlendum tungum en ís- lenzku í sjónvarpinu í heild, og sannarlega fór ekki mikið fyrir íslenzkri hljómlist þar. Nýjasta afsökunin Borgarstjórinn í Reykjavík hefur nú gripið í það hálmstrá í umræðunum uin fjárhagsvand ræði Reykjavíkurborgar að segia að þau stafi af því, að Kópavogsbær skuldi Reykjavík 4 millj. króna. Það er að vísu ekki gott, að Kópavogsbær skuli ekki geta greitt skilvís- lega allar áfallnar greiðslur til Reykjavíkur, en skipti bæjar- ins við borgina eru mikil, en þegar litið er á þau licngjandi vandræði, sem hin gamalgróna höfuðborg er í undir íhalds- stjórn, þarf engan að furða þótt þröngt sé fyrir dyrum hjá hinum unga og ört vaxandi bæ, Kópavogiy sem allt verður að gera í einu og verður á hverju ári að verja tvöfalt meira tU skólabygginga á hvern ibúa en Reykjavík ger- ir. En hætt er við, að lítið hækkaði hagur Geirs eða íhalds Strympu, þótt hann fengi þess ar 4 milljónir frá Kópavogi þegar í kassa, þar sem Geir vantar nú tugi eða hundmð milljóna til þess að rétta borg- ina úr fjárhagskútnum. En það er broslegt að sjá borgarstjór- ann gera þetta að þeirri höf- uðskýringu á fjárhagsvanda Reykjavíkur, sem "'ð mönnmn blasir i Morgunblaðinu í gær. Leiðrétting Hér í þessum þætti í gær féll niður setning, svo að mál brenglaðist á þá lund, að virzt gat, sem verið væri að ræða um Jón heitinn Gíslason út- gerðarmann í Hafnarfirði sem þann er enn stæði i rekstri þar í firðinum Málsgreinin átti að hljóðn svo ,)>efta omi tveir af máttarstólpum Sjálf- stæðisfl. og forystumenn í Ifrystiiðnaðinum, Gunnar Guð- jónssón, formaður SH og Jón Jónss., forstj. fryirtækisins Jón Gíslason, útgerðarmaður í Hafnarfirði.“ Þetta er leiðrétt hér til þess að ekki valdi mis- skilningi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.