Vísir - 05.09.1975, Side 2

Vísir - 05.09.1975, Side 2
Vísir. Föstudagur 5. september 1975. VÍSIRSm: Hvar i heiminum vild- irðu helzt búa ef ekki á íslandi? Elin Sigurðardóttir, 7 ára: — Veit ekki. Ég hef aldrei komiö til út- landa. Jú, ég vildi eiga heima I London af þvi aö pabbi og mamma hafa farið þangaö. Siguröur Bjarni Gunnarsson, nemi: — Astraliu. Þar eru allt önnur dýr en hér á Islandi og ég hef mjög gaman af dýrum. Birgir Henningsson, nemi: — Noregi. Ég er þar yfirleitt á sumrin hjá fólki sem ég þekki. Mér finnst mjög fallegt þar enda mikið af trjám. Sigmundur Sigmundsson, nemi: — A Spáni. Af hverju? Vegna þess að þar er svo hlýtt. Ég fór þangað I fyrrasumar og var þar i hálfan mánuð með mömmu og pabba. Stefán Þorvaldsson, nemi: — t Sviþjóð. Ég held þaö sé svo fallegt þar. Ég hef aldrei komið þangað en séð myndir þaðan og lesið margt um Sviþjóð. Jú, auðvitað langar mig mikið til þess að fara þangað. tvar Harðarson.nemi: Ja, nú veit ég ekki. A einhverju Norðurland- anna þó. Já, annaö hvort i Sviþjóð eða Noregi. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Heito vatnið fyrir okkur sjólf fyrst — síðan fyrir Svía Lesandi hringdi: „Allt er gott um þá frétt að segja að heita vatnið okkar sé nú orðið svo mikils virði í oliu- skortinum að nú eigi bara að fara að f lytja það út. Enginn hefur svo sem á móti dýrmætum gjald- eyri. í framhaldi af þessu dettur mér samt í hug gjaldeyrissparnaður. Hvernig væri að lands- menn nytu heita vatnsins sjálfir? Fyrst tæknilega er mögulegt að flytja það til Svíþjóðar, er þá ekki þjóðráð að flytja það vestur, norður og aust- ur?" Fékk 325 krónur endurgreiddar Simnotandi i Ilafnarfirði hringdi: „Ég vakti máls á þvi i les- endadálknum fyrir nokkru að ég hefði óréttilega borgað kr. 325 kr. fyrir að fá opnaðan sima minn. Nú vil ég upplýsa það að eftir fjölmörg samtöl við ráðamenn þá fékk ég endurgreiddar þess- ar krónur. Vona ég að svo sé um alla þá sem orðið hafa fyrir þessum vandræðum sem virð- ast stafa af þvi hversu giró- greiðslurnar til Pósts og sima eru lengi að komast i þeirra hendur. Allt er gott þá endirinn er góður. Það má kennski segja að ég hafi eytt miklu meira af dýrmætum tima og fyrirhöfn helduren þessar 325 krónur eru. Aðalatriðið er það að réttlætið hefur náð fram að ganga.” Sjónvarpið einhœft Knattspyrna góð — en það eru til fleiri íþróttir Iþróttaunnandi á Akur- eyri hringdi: ,,Við vorum tveir félag- ar að horfa á íþróttirnar í sjónvarpinu á laugar- daginn var og svo aftur á mánudaginn. Það er ekki af því að við höfum neitt á móti knattspyrnu en við hefðum samt haldið að það væru til aðrar íþróttagreinar. Sjónvarpið virðist ekki vera þessu sammála því að ekkert nema knatt- spyrna var sýnd þessi tvö kvöld. Væri ekki ráð að hafa meiri tilbreytingu í þessu svo að fleiri sjón- varpsáhorfendur gætu vel við unað?" „Krossgótu-unnanda" svarað: ,M AUTOCUJB 2529 AUTOCt tl OU OBANO-OUCHE OE luxembouro 7,t . „ a. u k’“"“ i Toumn** * *' ,3 ,.ol. «• U»»*» 10 2' HQ/SV u'T«-vovn, •CtUÍT^, 1 *UTocLua 'L\ J) u AUfiUs t ICLL.. Ariauli *< -Yi:.f •ufOMOuiLi; 1íSL,V.>)it | ■<TlOS tor d,‘toU tho , I-nov th«t Licenc, ior> 'Intou t :e - loJ.n00 'ith ‘I- 8th Aucust, we ln Spuin are f tssueU in _ 1 th A-.rii 1927 Convention da Óþarfi að ðrvœnta Alþjóðlegt öku- skírteini gildir „Vegna fyrirspurnar „Krossgátuunnanda” i „Les- endur hafa orðið” f dagbi. Vísi 2. sept. sl. vildum við koma eftir- farandi á framfæri: „Krossgátuunnandi” undrar sig á þvi að ekki skuli þurfa að leysa eina einustu krossgátu til þess að verða þátttakandi i samkeppninni. Þetta er gert i þeim tilgangi að þeir sem óvan- ir eru að leysa krossgátur kaupi blaðið vegna verðlaunanna og freistist þá ef til vill til þess að ráða krossgáturnar og komist þannig á bragðið og verði þá á eftir krossgátuunnendur eins og fyrirspyrjandi. Þetta er algengt i nágrannalöndum okkar. Rétt er að skilafrestur átti upphaflega að vera til 1. júni, en vegna tafa á 4. tbl. þótti rétt að fresta honum til 1. júli 5. tbl. átti siðan að koma út i ágústlok og er reyndar á stokkunum en það mun þvi miður dragast i nokkra daga enn að það komi út vegna annrikis i prentsmiðju og sumarleyfa. Siðan segir „Krossgátuunn- andi” að hann hafi þurft að kaupa tvö hefti nr. 3 og 4, til þess að fá að taka þátt i „verðlauna- keppni aldarinnar”. Við þökk- um, en er það nú ekki full djúpt i árinni tekið? Það er rétt að verðlaunin eru ekki af verri endanum eins og hann segir. Það er alveg óþarfi fyrir „Krossgátuunnanda” að ör- vænta um að vinningaskrá hinna heppnu verði ekki birt. Að þvi verður staðið með heiðar- legum hætti og vinningaskráin birt i næsta tbl. og vonandi verð- ur þá fyrirspyrjandi og allir hin- ir fjölmörgu unnendur Verð- launakrossgáturitsins glaðir en þó sérstaklega þeir sem hafa hlotið vinningana. Með beztu kveðju og árnaðar- óskum til „Krossgátuunnanda,,, Ctgefendur.” Sveinn Oddgeirsson frkvstj. F.Í.B. svarar: „Vegna greinar i Visi i „Les- endur hafa orðið” og fullyrt er að alþjóðlegt ökuskirteini, sem F.f.B. selur sé ekki tekið gilt, heldur aðeins það islenzka, vil ég taka fram eftirfarandi: Segir i greininni að það eina sem bilaleigur og landamæra- verðir bæði i Evrópu og Ameriku taki gilt sé það is- lenzka. Það er rik ástæða til að minna á þaö, að Visir birtir ekki hér i lesendadálkunum bréf, sem berast án nafns og hcimilis- fangs bréfritara. Það er ekki nauðsynlegt að birta nafn bréf- ritara á prenti í öllum tilvikum, en það fer ekkert bréf á prent án F.I.B. hefur skrifað Norður- löndunum, Luxembourg og Spáni og alls staðar fengið stað- festaðalþjóðlegtökuskirteini sé tekið gilt. Hins vegar segjum við okkar viðskiptavinum að taka islenzka ökuskirteinið með lika. Raunar eru tvær samþykktir um alþjóðlegt ökuskirteini i gangi. Við erum aðeins með aðra þeirra frá 1926. Hin er siðan 1949. Báðar eru fullgild- ar.” þess að umsjónarmanni þess- arar siðu sé kunnugt um það, hver bréfritari sé. Nafnlausu bréfin fara beina leið i rusla- körfuna. Slík hafa orðið endalok annars margra góðra bréfa af þessum sökum. Nafnlaus í fötuna

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.