Vísir - 18.09.1975, Qupperneq 13
Vísir. Fimmtudagur 18. september 1975.
13
Deilur um land-
búnaðarmál hafa risið
hátt siðustu vikur og
mánuði. Upphaf þess-
ara deilna má rekja til
þessa blaðs, Visis, og
fyrrverandi ritstjóra
þess, Jónasar
Kristjánssonar. I
leiðurum blaðsins vakti
hann athygli á máli,
sem legið hefur i
þagnargildi um árabil.
Ekki er vafi á þvi, að
með þessu hefur Jónas
Kristjánsson gert þarf-
an hlut, þótt deila megi
um aðferð hans og
kenningar. —
Gylfi Þ. Gíslason
og stefna hans.
En þessi mál hafa áður verið
reifuð á svipaðan hátt og Jónas
hefur gert.Gylfi Þ.Gislason, Al-
þingismaður, sætti harðri gagn-
rýni fyrir nokkrum árpm, er
hann gerði grein fyrir skoðun-
um sinum á islenskum land-
búnaðarmálum.Þá, eins og nú,
átaldi Gylfi harðlega stefnu þá,
sem tekin hefur verið i styrkja-
og fjárfestingarmálum land-
búnaðarins. 1 Alþýðublaðinu á
sunnudag tekur hann þráðinn
upp á ný, telur landbúnaðar-
framleiðsluna dýra og óþarf-
lega fábreytta. Hann bendir á,
að útflutningsverð á kindakjöti
sé tveir þriðju hlutar af inn-
lendu kostnaðarverði.Hann seg-
ir, að á þessu ári muni niður-
greiðslur á innlendum land-
búnaðarvörum liklega nema 5,2
milljörðum króna. Hann tekur
þó fram, að hér sé ekki um aö
ræða styrk til bænda, heldur
hagstjórnartæki, sem rikisvald-
ið hafi lengi beitt i misjafnlega
rikum mæli i baráttu sinni við
verðbólgu.Gylfi segir, að nú sé
svo komið að stefnan i þessum
málum sé orðin rikissjóði og þar
með islenskum skattgreiðend-
um algjörlega ofviða. „Hvernig
er hægt að tala um „fjandskap
við bændur”, þegar bent er á
nauðsyn þess, að breyta hér um
til batnaðar”, spyr Gylfi Þ.
Gislason.
Viðbrögð bænda.
Viðbrögð bænda við gagnrýn-
inni hafa yfirleitt verið á einn
veg.Þeir hafa reiðst ákaflega og
talið, að hér væru á ferðinni
níðingslegartilraunir til að gera
litið úr bændastéttinni og störf-
um hennar. Svo stóryrtir hafa
þeir verið.Þeir hafa einnig lagt
fram býsn af tölum, sem eiga að
sanna, að rangt sé með farið.
Ekki er fyrir að synja, að ein-
hverjum hafi dottið i hug fila-
beinsturninn frægi, og þeir, sem
i honum búa.Hver sem ástæðan
kann að vera hafa mótmæli
þeirra-litinn hljómgrunn fengið
meðal almennings, þeirra er
neyta afurða frá bændum.Þessi
viðbrögð bænda, eða bænda-
samtakanna, verður að flokka
undir helberan klaufaskap.Þeir,
eins og aðrir, verða að vera við-
búnir gagnrýni og kunna að
taka henni.
Málið tekur
nýja stefnu.
Ljóst er, að um árabil hefur
verið grunnt á þvi góða á milli
verkalýðshreyfingarinnar og
bændasamtakanna.Mál þetta er
nú orðið mjög alvarlegt, eins og
yfirlýsingar verkalýðssamtak-
anna bera með sér. Það kann
ekki góðri lukku að stýra, þegar
þessar öflugu og mikilvægu
stéttir byrja að deila. Hvorug
getur án hinnar verið, ekki
fremur en maður án vatns.Hér
er i raun höggvið nærri rótum
þess þjóðskipulags, sem við bú-
um við.Stétt gegn stétt, og sök
verður að lýsa á hendur ein-
hverjum.En hverjum?
Sinnuleysi
bændasamtakanna. <.
Bændur hafa verið furðu
sinnulausir við alla kynningu á
störfum sinum, aðstöðu og þró-
un landbúnaðar. Það er óhugs-
andi að þeir viti i hve góðan
jarðveg gagnrýni á land-
búnaðarmálum fellur.Það er of-
ar minum skilningi hve seint
þeir hafa áttað sig á allri þróun
borgar- og bæjarsamfélaga.Það
er nú svo komið, að tengsl þau,
sem áður voru á milli sveitanna
og þorpanna og bæjanna, eru að
rofna Jýýjar kynslóðir hafa tekið
við, fólk, sem ekkert ættar- eða
vináttusamband hefur lengur
við sveitirnar.Það komast ekki
lengur allir í sveit, og það er
orðið breiðara bilið á milli sveit-
ar- og borgarfólksins. Þvi
miður! Meðal annars af þessum
sökum á gagnrýni sú, sem áður
var nefnd, greiðan aðgang að
huga fjöldans.Þessi gagnrýni er
á stundum óeðlilega einhæf og
tekur ekki mið af öðru en hug-
myndum um hagstjórnartæki,
eða hagfræðilegum reglum,
sem hafa átt og eiga það til að
standast hvergi. Gætt hefur
ósanngirni, en allt er gleypt
hrátt og ómelt af þeirri einni
sök, að bændur og samtök
þeirra hafa snúist við meira af
hörku og reiði en liðlegum til-
burðum til útskýringa og upp-
lýsir ga.
r
Arni Gunnarsson skrifar
FYRRI GREIN
Bilið heldur áfram
að breikka.
Verði ekki fljótlega spyrnt við
fótum verður brátt óbrúanlegt
bil, þar sem áður var greiður
samgangur.Borgarbúinn heyrir
það eitt, að bóndinn lifi á styrkj-
um, hann þurfi litið annað en að
ganga út i haga og ná þar i kjöt
mjólk og smjör.Hann sé i raun
og veru afæta á þjóðfélaginu.
Bændur hafa gefið á sér högg-
stað og standa illa að vigi.Mál-
svarar þeirra á fjölbýlis-
svæðunum verða æ færri og
þeim fækkar i réttu hlutfalli við
minnkandi samband sveitar og
borgar. Skilningur borgarbúans
vex heldur ekki á samdráttar-
árum eins og nú.Þegar kaupget-
an minnkar og landbúnaðar-
afurðir hækka i verði fjölgar i
þeim hópi, er heilshugar tekur
undir gagnrýnina. Verkalýðs-
hreyfingin er þá engin undan-
tekning. Kröfurnar um meiri
hagræðingu i landbúnaði, færri
og stærri jarðir og framleiðslu-
aukningu verða æ háværari.
Menn rifja upp sögurnar um
landbúnaðartækin, sem liggja
eins og hráviði kringum bæina
og ryðga.Menn tala um kotbýl-
in, sem engan arð veita, gera
litið meira en að halda lifinu i
búendum. Menn benda á
kostnaðinn við lagningu sima,
rafmagns og vega að hverjum
afdalabæ og tugþúsunda króna
styrkir verða að hundruðum
þúsunda og siðan milljónum,—
Bændasamtökin svara gagn-
rýninni með litt skiljanlegum
tölum, sem falla i grýttan jarð-
veg. Bilið hefur breikkað og
skilning á grundvallar þáttum
landbúnaðar skortir.Bilið hefur
breikkað, borgarsamfélag hefur
tekið við af bændasamfélagi.
„Bóndi er bústólpi” er inni-
haldslaust slagorð i hugum
fólks, sem aldrei hefur i sveit
dvalist, en verður á hverjum
degi að greiða hundruð króna
fyrir lifsnauðsynjar, land-
búnaðarafurðir.
Hvað er til ráða?
Þegar hagspekingar og „for-
múlu” menn leggja á ráðin um
hagræðingu i landbúnaði hljóma
kenningar þeirra ósjaldan eins
og argasta grin.Þeir búa til lög-
mál, sem eru jafn mikilvirk og
eilifðarvélin. Stundum virðist
svo, að taka eigi bændur og býli
þeirra, raða þeim eftir kerfis-
bundnum reglum. án tillits til
þróunar eða mannlegra tilfinn-
inga.Slikt minnir óneitanlega á
fimm ára áætlanir þjóða, sem
byggja austurhluta Evrópu.
Þarna kemur skilningsleysið úr
hinni áttinni. Slikar hugmyndir
hljóta að koma frá mönnum,
sem aldrei hafa komið nálægt
búskap og vart kynnst öðru en
malbiki og þjónustustörfum.
Kenningar slikra manna verða
ekki bornar á borð fyrir fólk,
sem kynslóð fram af kynslóð
hefur búið á sömu jörðinni, háð
harða baráttu og oft gert litið
meira en að draga fram lifið.—
Sé þessi hlið málsins hugleidd
og jákvæð afstaða tekin, vaknar
spurningin um það hvað sé til
ráða,— Þegar þessi spurning er
hugleidd sakar ekki að hafa á
bak við eyrað, að bændur gera
ekki það eitt að framleiða mat-
vöru. Þeir skapa þúsundum
mann atvinnu, meðal annars i
ullar- og skinnaiðnaði og við
mjólkuriðnað. A hinn bóginn
verður að hafa i huga þá mynd,
sem Gylfi Þ. Gislason dregur
upp af landbúnaðinum, og
greint var frá hér að framan.
Þar eru tölur, sem tala sinu
máli, en hvar eru mótrökin.-
Allt ber að sama brunni. Með
einhverjum ráðum verður að
auka á gagnkvæman skilning
framleiðenda og neytenda,
bænda og borgarbúa.Það verður
ekki gert með gifuryrðum.Allir
viöurkenna að stefnan i land-
búnaðarmálum þarfnast endur-
skoðunar, en sú endurskoðun
verður að byggjast á skilningi
og virðingu fyrir skoðunum
beggja deiluaðila. Hér verða
bændasamtökin að stiga fyrsta
skrefið i átt til friðsamlegri
sambúðar, og á móti verður að
koma vilji til að skilja.