Vísir - 19.09.1975, Síða 1

Vísir - 19.09.1975, Síða 1
 OG ENN ER KLIPPT... Klippt var á togvira vestur- þýzka togarans Gluckstadt i gær, þar sem hann var aö veiðum i landhelgi. Togarinn var staöinn aö meintum ólög- legum veiðum þrjár milur fyrir innan landhelgislinuna suð-austur af Hvalbak. Bætist þvi enn viö klippufer- il Landhelgisgæzlunnar, sem verið hefur nokkuð litrikur upp á siðkastið. __ hv. 65. árg. — Föstudagur 19. september 1975 — 213. tbl. ; útaf hafnbanninu, sem enginn vissi um — sjó bls. 13 húsmœðra með börn sjá bls. 7 „RINGULREIÐIN ER í KOLLIN- UM Á KNÚTI" — segir orkumálaráðherra um virkjunarmál á Norðurlandi — sjá bls. 3 Borgarstjóri frá Spáni — Þið gætuð notað dálitið af sólskininu okkar, en ég vildi hins vegar gjarnan hafa jafn rólegt og hreint umhverfi og Reykjavik, einhvers staðar i grennd við mig, sagði varaborgarstjori Palma á Mallorca við Visi I morgun. Borgarstjórinn, Pedro Cabrer Rodrigues kom hingað i gær á vegum Club Mallorca, ásamt konu sinni og Antonio Pomar Gual, sem er forseti upplýsinga- deildar og ritari ferðamálaráðs á Mallorca. Þau heimsóttu skrifstofu borgarstjóra i morgun, þar sem Albert Guðmundsson-tók á móti þeim i fjarveru Birgis Isleifs Gunnarssonar, og var skiptzt á skjaldarmerkjum borganna. Á myndinni er Albert að afhenda spönsku gest- unum minnispening frá Reykja- vikurborg. Rodrigues er lengst til vinstri, þá Gual en milli þeirra er Axel Retana, formaður CÍub Mallorca. — ÓT. Mynd Loftur. Alþingi keypti Þórshamar fyrir 70 milljónir kr. Alþingi hefur keypt húseignina Þórshamar fyrir tæplega 70 milljónir króna. Kaupverðið á að greiða að mestu leyti á einu ári. — Eigen.dur Þórshamars voru Gunnar Þorsteinsson, iög- f ræðingur, og tvö systkini hans, en faðir þeirra átti húsið. Þórshamar er mikil bygging, aðeins steinsnar frá þinghúsinu. Alþingi hefur haft húsið á leigu i nokkur ár og gert á þvi miklar breytingar. — Það hefur verið stefna Alþingis og rikissjóðs, að Alþingi eignist flestar þær byggingar, sem það hefur á leigu. A það nú alla torfuna i kringum Alþingishúsið, nema Oddfellow-húsið. • Þórshamar er vafalaust dýr- asta húsið, sem Alþingi hefur fest kaup á. — AG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.