Vísir


Vísir - 19.09.1975, Qupperneq 3

Vísir - 19.09.1975, Qupperneq 3
Vlsir. Föstudagur 19. september 1975. 3 „Ringulreiðin er í kollinum ó Knúti" — segir orkuróðherra um virkjunarmól á Norðurlandi Gunnar Thoroddsen, orkuráð- herra. — Það er ringulreið I orku- málum, sagði Knútur Otter- stedt, framkvæmdastjóri Laxárvirkjunar, við Visi á þriðjudaginn. Hann sagði einnig aö byggðalinan og Kröfluvirkj- un nægðu hvor um' sig til að leysa raforkuvandamál Norð- lendinga og óþarfi væri að vinna að báðum verkefnunum sam- timis. Gunnar Thoroddsen, orkuráð- herra, telur hins vegar ringul- reiðina vera I höfði þeirra sem þannig taia. Hann sagði I viðtali við Visi: — Orkumál Norðurlands hafa verið f mesta ólestri mörg und- anfarin ár. Orkuskortur hefur verið svo alvarlegur að þurft hefur að eyða stórfé og dýrmæt- um gjaldeyri i dfsilstöðvar. Fólk hefur ekki fengið rafmagn til hitunar. Orkuskorturinn hefur háð atvinnulifi og valdið marg- vislegum vandræðum. Ekki landeigendum einumaðkenna — Orsökin er sú, að eftir að stækkun Laxárvirkjunar strandaði fyrir fjórum, fimm árum — og um þá stöðvun er ekki hægt að saka landeigendur eina, við Laxá,-var vanrækt að hefjast handa um virkjun Norð- anlands. Þá var ákveðið að leggja há- spennulinu norður og er lögð á- herzla á að hraða þvi verki sem mest. En fáum Norðlendingum, öðrum en þá ef til vill Knuti Ott- erstedt, mun hafa komið til hug- ar að með lagningu norðurlin- unnar ætti að hætta við virkjan- ir á Norðurlandi og byggja næstu árinfyrstog fremst á raf- magni að sunnan frá Búrfelli og Sigöldu. Nýjar virkjanir I stjórnarsamningnum við myndun núverandi rikisstjóm- ar var meðal annars ákveðið: „að tryggja sem fyrst með NÝJUM VIRKJUNUM næga raforku á Norðurlandi”. Af nýjum virkjunum var Krafla nærtækust. Að visu var áætlað fyrir stjórnarskiptin að virkjun Kröflu myndi taka minnst fjögur ár. En nú hefur tekizt að stytta þann áætlunar- tima niður í tvö ár, svo likur eru til að virkjunin geti tekið til starfa I lok næsta árs, með ann- arri vélasamstæðunni, 35 mega- vött. Allur undirbúningur að Kröfluvirkjun gengur sam- kvæmt áætlun að slepptu þvi ó- happi sem varð við aðra borhol- una en sem allar horfur eru á að takist að leysa. Þröngsýnar orkuspár háværra manna — Fyrsta borholan, sem gert var ráð fyrir að gæfi um fimm megavatta afl, mun væntanlega gefa sex eða sjö og önnur bor- holan trúlega miklu meira. Það þarf þvi væntanlega færri holur en áætlað var til að fá næga orku fyrir rafstöðina. Sumir þeirra sem mest og há- værast hafa kvartað um orku- skort fyrir norðan, kviða þvi nú mest að of mikið rafmagn verði á Norðurlandi á næstu árum. Ég tel þetta á algerum misskilningi byggt. Þessar fullyrðingar eru byggðar á skammsýni, á ein- hverjum þröngsýnum orku- spám sem tilbúnar eru i tölvum, en byggðar á röngum forsend- um. Ringulreiðin — Orkuskorturinn fyrir norð- an er svo gifurlegur að strax þegar orkan er fyrir hendi mun orkunotkunin aukast langt framyfir það sem Knútur Otter- stedt spáir. Þar á ég bæði við þörf vegna húshitunar og þarfir atvinnulifsins. Reynslan er sú að þegar rafmagn kemur i hér- uð sem rafmagnsskortur hefur verið i, eykst notkunin afar hratt og margir nýir möguleik- ar skapast. í samtalinu er haft eftir við- mælanda Visis (Knúti Otter- stedt, innsk. Visis), að það riki alger ringulreið i þessum mál- um. Sú ringulreið er aðallega i kollinum á þeim sem þannig tala. —ÓT. Vísir miðvikudaginn 17. september „Skaðar okkur ekki í landhelgismálinu" — segir Már Elísson, fiskimálastjóri, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hunza síldveiðikvóta í Norðursjó Jóhann Hafstein sextugur Jóhann Hafstein fyrrum for- sætisráðherra er sextugur i dag. Jóhann Hafstein á fjölbreyttan og litrikan stjómmálaferil að baki. Hann var fyrst kjörinn á Alþingi 1946 og hefur átt þar sæti siðan. Sama ár var hann kjörinn i borgarstjórn Reykjavikur. Jóhann Hafstein var um árabil bankastjóri Útvegsbanka ís- lands. Hann var skipaður dóms- og iðnaðarráðherra 1963 og gegndi þvi starfi til 1970 er hann varð forsætisráðherra. Jóhann Hafstein var jafnframt formaður Sjálfstæðisflokksins frá 1970 til 1973, er hann lét af þvi starfi af heilsufarsástæðum. Visir sendir Jóhanni Hafstein og fjölskyldu hans árnaðaróskir á sextugsafmælinu. — ÞP Verður það málstað íslands i landhelgis- málinu til skaða, að rikisstjórnin ákvað að hunza sildveiðikvóta landsins i Norðursjó? „Ég held við þurfum ekki að óttast almenningsálitið vegna þessa máls. Landhelgismálið og veiðarnar i Norðursjó eru tvennt ólikt,” sagði Már Elis- son, fiskimálastjóri, er Visis lagði spurninguna fyrir hann. Már var formaður sendi- nefndar Islands hjá Norðaustur- atlantshafs fiskveiðinefndinni, þegar sildarkvótarnir voru á- kveðnir i mai i vor. Þá greiddi sendinefndin strax atkvæði gegn skiptingunni. „Veiðikvóti okkar var skorinn niður um 37 prósent frá þvi i fyrra,” sagði Már. „Islendingar hafa þá sérstöðu ásamt Sovétrikjunum, Póllandi og Austur-Þýzkalandi, að la'ndið er ekki strandriki við Norður- sjóinn. Þessi fjögur riki sátu hins vegar ekki við sama borð við skiptingu kvótans. Pólland og Austur-Þýzkaland fengu 10 til 11 prósent aukningu miðað við árið á undan af Sovétrikjun- um voru skorin 15 prósent, og af okkur 37 prósent. Við vorum hins vegar sam- þykkir ákvæðum um bann við veiðum á sild til bræðslu, og bann á smásildarveiðum. Einn- ig gátum við fallizt á saman- lagðan hámarksafla 254 þúsund tonn. Danir og Norðmenn þurftu að þola niðurskurð vegna ákvæðis- ins um bann við bræðslusildar- veiðum og smásildarveiðum. Danir greiddu atkvæði á móti, og Norðmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Við vissum að rikisstjórn Dana myndi mótmæla formlega innan 90 daga frests sem gefinn er til þess. Við biðum með okkar mótmæli, þar til Danir höfðu riðið á vaðið.” „Við teljum,” hélt Már á- fram, „að með þessu sé verið að ganga óeðlilega langt i niður- skurði hjá einni þjóð.” „Telur þú, að um samspil hafi verið að ræða sem beindist gegn tslendingum vegna landhelgis- stefnu þeirra?” „Ég þori ekki að fullyrða að um samspil i' þá átt hafi verið að ræða. En ekki er hægt að bera á móti þvi að tillaga forseta nefndarinnar um veiðikvóta okkar, var mjög óhagstæð fyrir okkur. Hins vegar má nefna það að Frakkar fluttu tillögu um að við fengjum að veiða 24 þúsund tonn af sild i stað þeirra 19 þús- und sem endanlega var sam- þykkt,” svaraði Már. „Þessi mótmæli okkar eru ekki gerð i þeim tilgangi að fara endilega yfir 19 þúsund tonna markið. Með mótmælum okkar viljum við benda á að verið er að mismuna þjóðum. Þegar Norðaustur-atlantshafs fisk- veiðinefndin kemur aftur sam- an til fundar i' nóvember, ætl- umst við til að þetta verði tekið fyrir, og við fáum leiðréttingu mála okkar. Við viljum ekki gerast sekir um ofveiði í Norðursjónum. Þess vegna setjum við ákveðin takmörk á veiðarnar fram að fundinum i nóvember. Danir hafa einnig sett sjálfir á sig veiðihömlur.” Samkvæmt kvótanum sem Is- landi var úthlutað, og nú hefur verið mótmælt, áttum við að fá að veiða 6500 tonn af skammtin- um fram til áramóta. Afganginn átti að veiða á næsta ári. „6500 tonna afli fram til ára- móta, þýðir að u.þ.b. 20 bátar geti stundað veiðarnar þannig að þær borgi sig fyrir hvern bát. 1 fyrra voru oft milli 40 og 50 bátar frá Islandi á Norðursjón- um. Sá fiskiskipafloti sem stundar þessar veiðar liggur nú athafnalaus og menn eru á- hyggjufullir. Venjulega er lögð áherzla á haustveiðar á Norðursjónum, enda þótt einnig séu stundaðar þar veiðar að vetrarlagi og snemma vors. Menn eru einnig núna að velta því fyrir sér hvort þeir ætli á sild við Suðurland, eða i Norður- sjó,” sagði fiskimálastjóri. Vísir spurði hann hvort eitt- hvað hefði frétzt af viðbrögðum erlendis vegna ákvörðunar ts- lendinga. „Ég hef ekkert heyrt um þau. Ég hef lesið i norskum blöðum um viðbrögð við dönsku mót- mælunum, og finnst þau ekki ó- hagstæð Dönum,” sagði Már Elisson að lokum. —ÓH Már Ellsson, fiskimálastjóri.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.