Vísir - 19.09.1975, Side 8

Vísir - 19.09.1975, Side 8
8 Vísir. Föstudagur 19. september 1975. SmGMDY NY ÞJONUSTA Hljómpíötur Útvegum hvaöa hljómplötur • og tónbönd sem fáanleg eru í U.S.A. á mjög stuttum tíma. Enginn aukakostnaöur. psfeindatæM Glæsibæ. Simi 81915 Til sölu Vegna breytinga eru eftirtaldir hlutir til sölu og sýnis að Trönuhrauni 6 Hf. Lesley box, rafmagnspianetta, flygill (Busemdorfer, nýuppgerður). Hljóðriti Simi 53776. Nouðungaruppboð sem auglýst var I 80., 82. og 84 tbl. Lögbirtingablaðs 1974 á jallalandi 2, þingl. eign Karls Ormssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri, mánud. 22. sept. 1975 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á flugvél TF-AIT, þingl. eign Kára Einarssonar, fer fram við flugvélina á Reykjavikurflug- velli, mánud. 22. september 1975 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið f Reykjavik Nauðungaruppboð annað og sfðasta á Selásdal S-7, talinni eign Gunnars Jens- sonar, fer fram á eiginni sjálfri, mánud. 22. sept. 1975 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið f Reykjavfk Nauðungaruppboð annað og siðasta á Seláslandi S-6. þingl. eign Gunnars Jenssonar, fer fram á eigninni sjálfri, mánudag 22. september 1975 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið f Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og sfðasta á hluta I Þórsgötu 19, þing. eign Siguröar Sigurbjarnasonar, fer fram á eigninni sjálfri, mánud. 22. sept. 1975 kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Tollfrjóls varningur fyrir milljarð með ferðamönnum, far- mönnum og flug- fólki ó síðasta ári Tollfrjáls varningur að verð- mætium 900 milljónir króna var fluttur til landsins af islenzkum feröamönnum, áhöfnum skipa og flugvéia, á siðastliðnu ári. Er þar um að ræða áfengi, tóbak, fatnað, matvæli og fleira, sem heimilt er samkvæmt reglugerö að flytja með sér inn f landiö. Ef að likum lætur er verðmæti varnings þess, sem fluttur var inn af aðilum þessum, án þess af honum væri greiddur tollur, mun meira en 900 milljónir. Verður engum getum að þvi leitt hvertheildarverðmæti hans var, þvi ómögulegt er að áætla verðmæti þess smyglvarnings, sem til landsins barst. Á árinu 1974 komu til landsins um 55.000 íslendingar sem ferðamenn. Samkvæmt reglu- gerð var þeim heimilt að koma með varning að verðmæti allt að 14.000 krónur hver, eöa samtals um 770 milljónir króna. 19.000 sinnum komu flugliðar inn i landið, en þeim er heimilt að hafa meðferðis sem svarar 3.000 krónum I hvert skipti, eða Gffurlegt magn af tóbaki er flutt tollfrjálst inn til landsins. Einnig má telja fullvfst, að miklu sé smyglað þess utan. Það er varlega áætlað, að hing- að til lands berist rúmlega 80.000 flöskur af sterku áfengi og rúmlega 100.000 flöskur af léttu vfni árlega, án þess greiddur sé af þvf tollur. samtals um 57 milljónir króna. Um 10.000 sinnum komu far- menn til landsins með skipum sinum, en þeim er heimill varn- ingur fyrir á milli 9 og 14.000 krónur i ferð, eftir lengd ferðar- innar. Lauslega áætlað má reikna með, þegar allur toll- frjáls varningur farmanna er talinn með, að verðmæti hans nái um 140 milljónum króna. Eins og fyrr segir er næsta ill- mögulegt að geta sér til um verðmæti þess varnings, sem umfram er. A það má þó benda, að kaupi hver almennur ferða- maður sér minjagripi fyrir 200 krónur, hækkar talan þegar um 11 milljónir króna. Þá má einnig benda á, að á hverju ári finnst allmikiö magn smyglaðs tóbaks og áfengis i farskipum, sem bendir til þess að innflutningur þess sé stundaður að nokkru marki. Tekið skal fram, að i tölum þessum er aðeins reiknað verð- mæti vörunnar erlendis, en ekki áætlaður tollur. 82.500 flöskur af sterku áfengi, 110.000 flöskur af léttu vini og um 82.500 lengjur af sigarettum voru flutt tollfrjálst til landsins árið 1974. Flutningsaðilar voru ferðamenn og áhafnir skipa og flugvéla, sem njóta undanþágu- ákvæða tollgreglugerðar. Verðmæti þessa varnings, miðað við útsöluverð Afengis og tóbaksverzlunar rikisins, er tæplega 500 milljónir króna. Samsvarar það um það bil 10% af heildarsölu verzlunarinnar á siðastliðnu ári. — HV

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.