Tíminn - 28.10.1966, Qupperneq 3

Tíminn - 28.10.1966, Qupperneq 3
FOSTUDABUR 28. október 1966 TÍMINN ÍSPEGLI TfMANS Myndin er tekin á 25 ára hjúskaparafmæli Rosalindu Ru ssel og Freddj Brissom talið frá 'Nancy Sinatra hefur nýlega sungið inn á nýja LP. plötu, sem ber nafnið Nancy í London. Nancy varð heirns- fræg fyrir lagið Thgse boots are made for Walking, en þessi plata þykir því miður ekki eins góð. Eins og skýrt var frá í spegl inum um daginn, eru The Who á hljómleikaferð í Danmörku um þessar mundir. Fyrstu hljómleikana héldu þeir í sam- komuhúsi í Óðinsvéum þar sem saman voru komin 1500 ung- menni. Hljömleikarnir end- uðu með því að • „hljómlistar mennirnir“ mölbrutu hljóð- færi sín auk þess sem fyrir- liði hljómsveitarinnar reif niður sviðstjald hússins. Þeg ar hreinsað var til í húsipu, iágu 250 stólar mölbrotnir í valnum en forráðamaður húss- ins gerði sér lítið fyrir og lét piltana sjálfa sópa saman brotunum, og dró 24000 krón ur frá launum þeirra. Þeir fá víst ekki að halda fleiri hljóm lejka á þeim staðnum. Danny Kaye hefur verið boð ið til Kaupmannahafnar í til— efni 800 ára ártíðar borgar- innar. Á hann að syngja Wond- erful Copenhagen fyrir borgar búa. Eitt skilyrði hefur verið sett um komu hans, en það er að hann beri Copenhagen fram með dönskum hreim. Gina Lollobrigida sést hér ganga út úr réttarsal i Lat- ina á Ítalíu, þar sem hennt, var veittur skilnaður frá eigin manni sínum, Miiko Skofic hægri á myndinni eftir J7 ára hjúskap. vinstri sjáum við: Frú Gary Grant, Brissom, Frú Russel, Gary Grant, Frank Sinatra, 42 ára gömul frönsk kona hefur af dómstólum í borg- inni Lyon verið dæmd sökum margendurtekinna þjófnaða, sem hún hefur framið þar í borg. Dómsorðin voru sú, að henni er bannað að heimsækja Lyon næstu 205 ár. Dómarinn sagði einnig, að hann óskaði henni alls hins bezta á lífs- leiðinni, og vonaði, fastlega, að hún myndi lifa 205 ár til þess að hún gæti afplánað dóm og frú Frank Sinatra. Mynd- in er tekin í Las Vegas. Hópur bandarískra vís- indamanna tilkynnnti fyrir nokkru, að þeim hefði tek- izt að bora 1390 metra í 'gegnum ís á Norður-Græn- landi, áður en þeir hittu und irstöðubergið fyrir. Til að halda upp á atburð þennan, var skálað en veigarn ar voru kældar með 2000 ára gömlum ís, eða ís, sem mun hafa fallið til jarðar 10 arum eftir dauða Cesars. ísinn mynd ar árhringi á sama hátt og tré og er ísinn neðst. niðri við bergið ca 10 000 ára gamall. Scotland Yard álítur, að et til vill hafi samfangar Blakes njósnarans, sem slapp út ur fangelsi á dögunum, hjálpað honum til þess að komast undan, en vafasamt er talið, að eitthvert erlent stór veldi standi að baki flóttan- um. Blake kvað hafa vcr- ið samföngum sínum mjög hjálplegur með ýmsa hluti, og að þeir hafi fengið samúð með honum, þar sem dómurinn, sem hann fékk eða 42 ár, er þyngsti fangelsisdómur, sem felldur hefur verið yfir nokkr um manni í Englandi fyrr og síðar. ★ 24 ára gömul kabarettsöng kona, Melanie Marthin, til- kynnti í Jóhannesarborg í dag, að hún væri vanfær. Frú Mart- in, en hennar rétta nafn er frú Murial Amsby var karl- maður þangað til fyrir tveimur árum, en þá lét hún (hann) breyta sér í konu. Ef tilkynn , ingin er á rökum reist, er þessi suður-afríkanska söngkona fyrsta persónan, sem verður vanfær eftir sláka aðgerð. * 32 ára gömul móðir myrti 12 ára son sinn, þar sem hann lá þá rúmi sínu einn morgun. Ástæðan var sú, að allt frá fæðingu sonarins hafði konan byrjað að fitna, og þar sem hún hélt að ást eiginmanns hennar mundi þverra við það, þá kenndi hún syni sínum um. Reiði hennar náði síðan há marki umræddan dag. Gekk hún síðan með byssu í hönd inn í svefnherbergi drengs- ins og skaut í brjóst hans. Síðan sneri hún sér að eigin- manni sínum og ætlaði að drepa hann líka, en hann 'gat snúið byssuna úr höndum henn ar. Var hún síðan færð á spítala til rannsóknar. Svo er hér ein færeysk frétt. Tveir bílar urðu hafinu að bráð þegar stóreflís bylgja gekk yí ir hafnargarðinn í Lervig á Austurey. Bílstjórarnir voru í bílum sínum þegar atburð- urinn skeði. Öðrum þeirra tókst að stökkva út í tæka táð, en hinum var bjargað af- ferju eftir að hafa verið nokkrar minútur á sundi. Á VlÐAVANGI Rjúkandi ráð Dagur á Akureyri segir ný- lega: „Greiðargerð ráðherra fyrir nýja fjárlagafrumvarpinu þyk ir hvorki skýr né sköruleg eða a.m.k. ekki sá kafli hennar, sem fjallar um „meginstefnu fjár- lagafrumvarpsins“. Þar er m.a. rætt um samband fjármálaráðu neytisins við einstakar ríkis- stofnanir og segir þar orðrétt: „Með þessum hætti fæst oft ekkert mat á því, hversu vel eða illa stofnunin hefir sinntsín um viðfangsefnum, þar eð fjár veiting til stofnunarinnar miðast ekki við ákveðið viðfangsefni heldur við rekstur stofnunarinn ar.“ — Á öðrum stað segir: „Þessar hækkanir (þ. e. ca. 850 millj. kr. hækkun niður- stöðutalna á einu ári) undir- strika hin 'tæknilegu vandkvæði sem eru á gerð fjárhagsáætlana við verðbólgu ástæður. Áætlun in hefir þá þegar misst gildi sitt, þegar hafið er að fram kvæma hana og er þannig ekki lengur neitt fast markmið að kcppa að fyrir hvern þann, sem ber ábyrgð á verki eða starf- semi, sem unnin er á vegum rík isins.“ „Ekki lengur neitt fast mark mið að keppa að“ segir sjálfur fjármálaráðherrann oS veit ekki sitt „rjúkandi ráð“- — Ekkert að marka áætlanir eða upplýsingar stofnana. — Þann ig er stjórnleysið. Erlendu skuidirnar Á fyrstu síðu er tölulega greint frá erlendum skuldum og gjaldeyrissjóðum. Nú er út af fyrir sig ekki neinn voði á ferðum, þó að Iánin erlendis hafi aukizt um nálega 2000 millj. kr. síðan í árslok 1958 til ársloka 1965. En þaðan af síður geta það talizt stórtíð- indi, þó að gjaldeyrisinneign bankanna hafi aukizt um tæpl. 1700 millj. í samfelldu márgra ára aflagóðæri. En eins og hér kemur fram vantar þó nokkuð á, að hægt væri að greiða upp skuldaaukningunar með aukn ingu gjaldeyrisvarasjóðsins, þó að henni væri allri til þess var- ið. Þetta eru þá öll ósköpin, sem gumað er af, eftir margra ára aflamet og hækkandi verð á útflutningsvörum. Hvað var sagt 1960? En í sambandi við þessar opinberu skýrslur rifjast það upp fyrir mönnum, sem oddvit ar viðreisnar ræddu um þessi mál á sínum tíma, þegar þeir voru að taka við yfirstjóm þjóð arbúsins. Þá áttu skuldimar við útlönd að vera svo hættulegar, að ckki yrði við unað. Þá var látið í veðri vaka, að þjóðin væri komin á heljarþröm af þessum sökum. Og enn er reynt að telja fólki trú um, að svo hafi verið. En hér tala þær tölur, sem ekki verða rengdar. Þeir, sem við tóku, fóra með ’ blekkingar, og hafa sjálfir tal ið fært að auka erlendu skuld irnar í stað þess að minnka þær.“ RULOFUNAB ^IBINOIR amtmannsstig 2 Halldór Kristinsson, gullsmiður — Sfmi 16979

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.