Tíminn - 28.10.1966, Qupperneq 13

Tíminn - 28.10.1966, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 28. október 196G TÍMINN Chelsea hefur tek- iB forystuna aftur — sigraði Tottenham með 3:0 Sýning OEIerup-flokksins vakti hrifningu Darsski fimleikaflokkurinn frá Ollerup hélt sýningu i' Laugardalshöllinni i fyrrakvöld við mikla hrifningu áhorf enda, sem munu hafa verið um eitt þúsunci talsins. Sýndi flokkurinn ýmsar hliðar fimleikaíþróttarinnar, en mesta hrifningu vöktu stökkin á dýnu. Voru Ollerup-mennirnir hreinir listamenn á því sviði. — Á mynd inni hér að ofan sjást Ollerup-menn sýna eitt atriði. Myndina tók l|ósmyndari Tímans, Róbert. Hsím—fimmtudag. Chelsea hefur aftur tekiS forustu í 1. deild, en liðiS sigr aði Tottenham á miðvikudag 3:0. Þessar tölur líta vel út á pappírnum, en gefa þó al- ranga hugmynd um leikinn. Tottenham hafði mikla yfir burSi í fyrri hálfleik og hefSi þá átt að skora 4—5 mörk, en Bonetti, markvörður Chel- sea> sýndi frábæran leik og bjargaði öllu. Tony Hateley, sem undirritaði ! samning við Chelsea þremur Jdu(k3outímum fyrir -ieikinn, átti i mikinn þátt í, að Chelsea lék bet ' ur í síðari hálfleik. Tampling skor aði fyrsta markið úr vítaspyrnu eftir að Hateley var brugðið i-nn an ' vítateigs, en hin tvö skoraði Baldwin, sem kom inn sem vara maður fyrir Housemann. Chelsea hefur nú 19 stig, einu meira en Stoke. West Ham sigraöi í fyrsta skipti á heimavelli í haust, þegar liðið Vann Nottm. Forest 3:0 á miðviku dag. Hurst skoraði tvö af mörkun um. Þá fóru fram nokkrir leikir í bikarkeppnini deildarliða og urðu Úrslit þessi- Davies til Newcastle fyrir 80 þús und pund Newcastle keypti í gær mið- herja Wales, Wynn Davies frá Bolton fyrir 80 þúsund pund, og kom sú sala mjög á óvart, þar sem Davies vildi ekki fara til Newcastle í fyrra. Hann hefur leikið mjög vel í haust, skorað 12 mörk í 13 leikjum. Bolton keypti hann frá Wrexham — 4- deildarliðinu frá Wales — fyrir fjórum árum og borgaði 20 þús- und pund, og lét auk þess af hendi einn leikmann. Wynn Dav ies er talinn einn bezti skalli á Bretlandseyjum, stór og sterkur leikmaður. ~hsím- Penarol ssgr- Fréttir frá Olympíu- skákmótinu i fyrstu umferð á Ólympíuskák mótinu átti íslenzka skáksveitin frí, en úrslit í riðli íslands urðu þessi: Júgóslavía hlaut 2 vinninga gegn y2 hjá Tyrklandi, en ein skák fór í bið. Mongólía og Mexi- có hafa sinn vinning hvort land og tvær biðskákir, Austurríki hef- ur einn og hálfan vinning gegn hálfum vinningi Indónesíu, tvær skákir í bið. f annarri umferð tefl ir ísland við Austurríki — síðan Tyrkland, Mongólíu, Mexicó, Júgó slavíu og Indónesíu. Fi-mmtíu og tvær þjóðir taka þátt í mótinu og er teflt í sjö riðlum — í fjóru-m riðtam tefla sjö þjóðir, í þremur átta. Tvær efstu þjóðirnar í hverjum riðli tefla síðan í A-riðli, tvær þær næstu í B-riðli og svo framvegis. Þær þjóðir, sem komast í A-riðil, skipa efstu 14 sætin í mótinu. Langt er síðan ísland hefur teflt í A-riðli — eða 1954 — og var íslenzka sveiti-n þá í 12. sæti, neðst i riðlinum. Beztu skákmenn Islands þá skipuðu sveitina, þ.e. Friðrik, Ingi og fjórir Guðmund- ar — Pálmason, S. Guðmundsson, Agústsson og Arnlaugsson. Júgó- slavneska sveitjn nú, sem skipuð er eingöngu stórmeisturum,' hef- ur mesta sigurmöguleika í riðl- inum, og ef íslenzku skákmönn- un-um tekst sæmilega upp, ætti annað sætið að verða þeirra. Mongólar og Austurríkismenn gætu þó orðið hættulegir keppni- nautar. -hsím. Blackpool — Fulham 4:2 Brighton — Nortihampton 1:1 Cariisle — Blackburn 4:0 Grimsby — Birmingha-m 2:4 Sheff. Utd. — Walsall 2:1 Þetta er fjórði sigurleikur Black pool í röð (16:4 mör'k) og í bik arkeppninni hefur liðið slegið út ManOh. Utd. (5:1) og Chelsea (3:1). Aðeins tvö önnur lið úr 1. deild komast í undanúrslit, Sheff. Utd. og WBA. í borgar- keppni Evrópu sigraði Leeds DWS Amsterdam með 5:1, Dun- fermline vann Dynamo, Zagrep 4:2 og Spartak og Bologna gerðu jafntefli 2:2. aði Real IVIadrid aftur Penarol frá Urugay sigraði Real Madrid í síðari leik félag- anna um heimsmeistaratitil fé- lagsliða á miðvikudaginn með 2-0, og er þar með heimsmeist- ari. Leikurinn var háður í Mad- rid, en Penarol sigraði einnig í fyrri leiknum með sömu marka- tölu- Margir leikmenn liðsins léku með Uruguay á HM í sumar m.a. innherjinn Rocka, sem talinn var einn bezti leikmaðuriun á HM- -hsím. þróttafélög skálkaskjdl skattsvikara? Tvö íþróttafélög borgarinnar hafa verið ásökuð í blaðagrein fyrir að vera skálkaskjól skatt- svikara. Hér er um svo alvar- lega ásökun að ræða, að óverj- andi er annað en viðkomandi íþróttafélög hreinsi sig af áburðinum, enda er hann til stórskaða fyrir íþróttahreyfing una í heild. Félögin eru ásök- uð um að lána einkaaðilum nafn sitt í sambandi við skemmtanahald, en viðkom- andi aðilar sleppa við að borga skatt af tekjunum. íþróttafé- lögin eiga svo, samkvæmt blaða greininni, sem birtist í Vísi sl- miðvikudag, að fá smáþóknun fyrir vikið- Enginn dómur skal lagður á það hér, hvort nokkuð er hæft í þessari ásökun, en ef svo vildi til, sýnir það glögglega í hve miklum fjárhagsörðugleik- um íþróttafélögin eru. Sá, sem þessar línur ritar, telur sig þekkja nokkuð til íþróttafé- laga borgarinnar og hvemig rekstri þeirra er hagað. f sí- aukinni1 dýrtíð verður dýrara að reka íþróttafélögin. Og hvaðan eiga þau að fá rekstr- arfé? Félagsgjjöld hrökkva hvergi nærri til að greiða hinn mikla kostnað, sem er við íþróttastarfið. Þess vegna verða félögin að hafa allar klær úti til að verða sér úti um rekstrarfé. Skyldi ekki fyrirtækin í borginni vera far- in að kannast við sömu and- litin, sem birtast í hverjum mánuði sníkjandi auglýsingar í félagsblöð og' leikskrár? Eða eigum við að néfna happdrætt- isfarganið? Fjárhagsörðugleikar íþrótta- hreyfingarinnar eru alvörumál, og enn alvarlegra Iilýtur það að teljast, ef íþróttafélögin leiðast út á þá braut — í vandræðum sínum — að verða skálkaskjól skattsvikara- Ef það reyndist rétt, sem ég vona að sé ckki, þá cr slíkt athæfi til vansæmdar íþróttahreyfing- unni — og um lcið alvarlcg áminning til þcirra háu herra, PUNKTAR sem afskipti hafa af íþróttamál- efnum Reykjavíkurborgar, því víst er að íþróttafélögin myndu ekki leiðast út á svo hála braut, ef ekki væru fjár- hagsörðugleikar með í spilinu. Og í framhaldi af þessu, lang ar mig að spyrja: Telja for- ystumenn borgarinnar íþrótta starfið það gagnlegt, að það eigi rétt á sér? Eflaust svara þeir spurningunni játandi, en gera þeir sér grein fyrir, að íþróttafélögin eru að vissu marki — og að miklu leyti — uppeldisstofnanir? Borgaryfir völdunum, þykir sjálfsagt að byggja barnaleikvclli víðs veg- ar um borgina og hafa launað starfsfólk við þá. Á barnaleik- völlunum mega börn á aldrin- uin 2ja til sex ára vera, en þegar þau eru orðin eldri en sex ára, er þeiin — í flestum tilfellum — meinaður aðgang- ur að þeim. Og hvert eiga börn in þá að fara? Kannski á göt- una? Gatan verður leikvöllur margra, því miður, cn sem bet ur fcr, þá taka íþróttafélögin við stórum hóp barna, allt frá 7 ára aldri, og veita þeim til- sögn. Með öðrum orðum, íþróttavellir borgarinnar verða athvarf stórs hóps barna og íþróttafélögunum er ætlað að veita þeim ókeypis uppeldi, þvi ekki eru starfsmenn íþróttafe- laganna á launum hjá Rvíkur- borg. Sjálfa íþróttavellina og íþróttahús þurfa félögin að reisa að miklu leyti, en þó skal það tekið fram, að upp á síðkastið virðist stefna borgar- yfirvaldanna hafa breytzt til batnaðar í þeim efnum. Kostnaðurinn við íþrótta- starfið er margvíslegur, og miklu meiri en margur hygg- ur, sem ekki þekkir til þessara mála- Við skulum ekki vera of fljót á okkur að ásaka íþrótta- félögin, þegar þau eru bendl- uð við hluti eins og fyrst eru nefndir í þcssari grein, því neyðin gæti rekið þau út á hál an ís- En eins og fyrr segir, þá er vonandi lítið til í því, að viðkomandi íþróttafélög séu skálkaskjól skattsvikara. - alf.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.