Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 1
MiAvikudagur 5. nóvember 1975 — 251. tbl. —65. árg. Á að leytfa líknardráp? SJA VIÐTÖL VIÐ NÍU MANNS Á BLS. 8-9 Þessi götulifsmvnd er frá Beirút, algeng sjón á öðru hverju götu- liorni. Voga sér naumast enn út fyrir dyr Forsætisráðherra Líbanon reyndi í sjónvarpsræðu i gær, að særa opinbera starfsmenn fram úr fylgsn- um til að mæta til starfa. — Vikum saman hefur fólk ekki hætt sér út fyrir dyr, meðan byssukúlurn- ar kembdu strætin. Þótt óeirðirnar hafi lægt í bili eftir vopnahléð á sunnudag treystir fóik þessum stundarfrið varlega. — Sjú bls. 5 EKKI SAMMÁLA UM GREIÐSLUR 4-500 milljón króna tengivirki hjú Korpu l.andsvirkjun telur, aft Rafmagnsveitur rikisins skuldi sér 8,8 milljónir vcgna smiði nýs tcngivirkis við Korpu fyrir ofan Korp- úlfsstaði. Rafmagnsveiturnar segja hins vegar að ekki bafi vcr- ið samiö um greiðslur. — Þetta tengivirki sem nú er að risa, kostar 1-50« milljónir króna. — Nánar segir frá skuldamáluin og tengivirkinu á siðu. — l.jósm. Bragi. Saksóknari óskar ekki frekari aðgerða í Ármannsfellsmólinu „Slefberunum tókst ekki að eyðileggja mig" Albert Guðmundsson, formað- ur húsbygginganefndar Sjálf- stæðishússins, er sá maður sem mest hefur mætt á vegna Ár- mannsfellsmálsins. Visir ræddi við Albert i morgun, vegna þeirr- ar ákvörðunar saksóknara að krefjast ekki frekari dómsat- liafna f málinu. Visir spurði Albert hvort hann hygðist gera eitthvað f'rekar i málinu. „Ég hef ekki tima til að láta aðra skammta mér verkefni inn i minn vinnudag. Það er ekkert óheiðarlegt sem hefur átt sér stað i þessu máli, heldur er um að ræða óheiðarlegar fullyrðingar frá þessum málefnalausu and- stæðingum sem málefnalega geta ekki barist á móti fastmótaðri stefnu sjálfstæðismanna og gripa til svona vopna til að skapa tortryggni i augum almennings. Þetta eru óheiðarlegar aðferðir sem ekki er vandalaust að berjast gegn”, sagði Albert. Hann sagðist kalla þá pólitisku andstæðinga slefbera sem hefðu reynt að notfæra sér þessar óheiðarlegu aðferðir. Visir spurði Albert hvort hann vissi hvaða að- ili hefði upphaflega lekið þvi að Armannsfell hefði gefið milljón krónur til byggingar Sjálfstæðis- hússins. „Ég hef ekki hugmynd um hvaðan málið er upphaflega runnið”, svaraði Albert. „Rétt eftir úthlutun lóðarinnar til Ár- mannsfells sá ég, annaðhvort i Þjóðviljanum eða Alþýðublaðinu, þeirri spurningu varpað fram hvort Armannsfell hefði kannski gefið i flokkssjóðinn. 1 framhaldi af þvi kom fyrirspurn til min um þetta mál. Ég hef ekki reynt að þræða þetta til baka. Slefberarnir ætluðu að knésetja Sjálfstæðisflokkinn, tortryggja Sjálfstæðishúsið og eyðileggja mig. Það tókst ekki. Nú, þegar þessu máli er lokið á þennan hátt, vil ég þakka öllum þeim sem hafa sýnt mér stuðning i þvi með þvi staklingum og sjálfstæðisféiög- að senda mér kveðjur, bæði ein- um.” —ÖH — Sjó viðtal við Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúa um mólið ó baksíðu Kva (Muria Tberesa) Nielsen, með Jan litla l'yrir Iraman Esju i morgiin. (Mynd BG) Nektardansmeyna vantar barnavagn Þetta er danska nektardansmærin Maria Teresa og sjö mánaða gamall sonur liennar. lliin ætlar að skemmta reykvikingum na’stu vikur, en lielsta ábyggjuel'ni heniiar er að ná i barnavagn lyrir snáðann. Sjá baksiðu. Neitaði að endursýna þrýstihópa-þáttinn! Akveðið liefur verið að endur- sýna ekki binn umtalaða sjón- varpsþátt „Þrýstiliópar og þjóðarbúskapur”, sem var á dagskrá sjónvarpsins 28. I'.ni. Var þessi ákvörðun tekin á fundi útvarpsráðs i gær. Ekki ætlar sjónvarpið þó að segja skilið við umræður af þessu tagi. þvi að nk. þriðjud. er ætlunin að sýna þátt sem lita má á sem íramhald af hinum fyrri. Visir leitaði til nokkurra út- varpsráðsmeðlima og spurði þá um afstöðu þeirra og afgreiðslu málsins i útvarpsráði. Þórarinn Jmrarinsson kvað umræður i útvarpsráði ekki hafa verið miklar um þetta mál. Sjálfur teldi hann þaö best að halda sig við þá reglu að endur- sýna ekki umræðuþætti. Ellert B. Schram sagði: ,,Ég taldi þennan þátt mjög góðan. Auðvitað eru skiptar skoðanir um þáttinn meðal stjórnmála- manna. En ætlunin er að um- ræðu um þetta mál verði haldið áfram i sjónvarpi og þá kannski rætt i viðara samhengi hverjir stjórni. Ólafur R. Einarsson sagði að mikil pressa væri stöðugt á út- varpsráðsmönnum um að endursýna þætti. Akvörðun út- varpsráðs væri tekin til þess að gefa ekki fordæmi. Enda væri þessi að nokkru leyti um at- burði vikunnar áður en hann var sýndur. Stefán Júliusson sagði: „i umra’ddum þætti var rætt al- mennara og algildar en oft áður. Hluti þáttarins var þannig að vel hei'ði mátt sýna siðar. En oft hafa umræðuþættir verið karp og þvarg og halt gildi á liðandi stundu. þar sem þeir hafa fjall- að um dægurmál. —KKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.