Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 2
2 Visir. Miðvikudagur 5. nóvember 1975 in svarar Hver syng- ur Carmen? Ylva Brynjólfsdóttir hringdi: ,,Ég fór ásamt fleirum að sjá Carmen á sunnudagskvöldið. Við iórum að heyra i Sigriði E. Magnúsdóttur syngja aðalhlut- verkið, þar sem við höfum aldrei heyrt hana syngja. En þegar sýningin byrjaði kom i ljós að það var Ruth L.Magnús- son sem var i aðalhlutverkinu þetta kvöld. Nú langar mig að vita, þar sem þessar söngkonur báðar hafa æft htutverkið, hvort þær skiptist á um að syngja á sýningum, og hvort ekki verði auglýst hvor er i hvert skipti?” Visir fékk þær upplýsingar hjá Þjóðleikhússtjóra að áður en sýningar hófust hefðu verið sendar út fréttatilkynningar, þar sem m.a. var greii.t frá þvi að ákveðið væri að Ruth syngi Carmen á þriðju og sjöundu sýningu, en Sigri'ður E. á öðrum. Hann taldi þvi að hver sem hefði haft áhuga á að kynna sér málin hefði getað það. Fleiri sýningar meðRuthL- Magnússon i aðalhlutverkinu hafa ekki verið ákveðnar, en verði það gert þá verðurslikt að sjálfsögðu auglýst að sögn bjóð- leikhússtjóra. Vegna lesendabréfs i Visi 28. okt. voru eftirfarandi spurningar sendar Veðdeild Landsbankans: 1. Hvað eru mörg afrit af af- borgunarkvittunum þeim sem fólki eru sendar, og hvað verður af þeim? 2. Hvernig getur það átt sér stað að fólk sé rukkað um greiðslu sem það hefur borgað ári áður? 3. Hvernig er háttað færslum bankans á greiðslum? 4. Hvaða skýringar gefur Veðdeildin á atviki þvi sem um ræðir? Eftirfarandi svör hafa nú borist frá Veðdeildinni: 1. Afborgunarkvittun er útbúin i þririti. Greiðandi fær frumrit, endurskoðun bankans fær eitt eintak og þvi þriðja heldur Veðdeildin sem bókhaldsskjali. 2. t þessu tilviki kom KG til okkar 18. okt. 1974, en kvittun hans fannst þá ekki svo útbúa varðnýja kvittun (vélritaða ) og lánið afgreitt þann dag. 3. Þegar lán eru reiknuð út og kvittanir gerðar um það bil mánuði fyrir gjalddaga er jafn- framt útbúið gataspjald fyrir hverju einstöku láni og það tekið fram þegar greitt er, en dráttarvöxtum bætt við inná það, sé um vanskil að ræða. Siðan er hver dagur færður i rafreikni bankans, sem listar út hverjir greiða. 4. Svo sem áður segir fannst frumkvittum KG ekki s.l. ár og þvi útbúin kvittun til hans og greiðslan afgreidd á venjulegan hátt. Hinsvegar láðist að eyði- leggja frumkvittun, og er hér um einstök inistök að ræða. Kvittunum er raðað i gatnaröð eftir húsnúmerum, og i þessu tilviki mun frumkvittum hafa misraðast: Fjöldi kvittana hjá Veðdeild er gifurlegur (ca. 55 þús. árlega) en þó er undan- tekning ef slikt og þetta kemur fyrir. Að lokum viljum við afsaka þetta við Kristján Gunnarsson og vonum að hann hafi ekki ónæði vegna lána sinna hjá okkur i framtiðinni. Týnd kvittun = Tvíborgun á sama láninu Kristján Gunnarssonhaföi sam- band viö blaöiö: ,,Ég fór á dögunum aö borga af húsnæöismálaláni hjá VeÖ- deild Landsbankans. Þegar ég kom I bankann .var mér sagt aö ég ætti þarna ógreidda afborgun fyrir áriö '74. Ég sagöist vera búinn aö borga hana, en stúlkan haföi i höndum afrit af afborg- i unarkvittun, sem gaf þaö til kynna aö lániö væri ógreitt. | Eg fór heim og leitaöi i fórum minum, fann kvittúnina frá I fyrra og framvisaöi henni i bankanum. ,,t»á rifum viö þetta I bara,” sagöi stúlkan, og þar I meö var máliö úr sögunni af I bankans hálfu. Ég vildi hins I vegar fá skýringu á þvi hvernig I svona tvirukkanir gætu átt sér I staö. Var þá kvaddur á vettvang I einhver af ,,æöstu prestunum” I og máliö lagt fyrir hann. Sá varöhissa viö og taldi aö blaöiö I heföi átt aö rifast i fyrra. ' Stúlkan lét þess getiö aö raun- ar heföi þetta blaö, þ.e. áfritiö af kvittun fyrir '74 átt aö vera komiö til borgarfógeta, þar sem ekki var annaö vitaö en afborg- unin væri ógreidd. Ef ég heföi ekki geymt þessa kvittun frá i fyrra, sem ég geri vegna vondrar reynsiu, get ég | ekki annað séö, en ég heföi oröiö aö borga lániö aftur núna.” Visir sneri sér til Veödeildar Landsbankans til aö kanna hvernig væri fariö meö þessi af- borgunarmál og hvort ekki væri hægt aö fá úr þvi skoriö hvort fólk heföi greitt af lánunum'eöa ekki, þótt kvittanimar væru þvl glataöar. Starfsmenn Veödeildarinnar neituöu aö segja nokkuö um þetta mál nema fá skriflegar spurningar. Spurningarnar voru sendar þeim I pósti og er þvi aö vænta svars frá þeim á næstunni. Utanóskriftin er: VISIR „lesendur hafa orðið' Síðumúla 14 - Reykjavík vísKsm: Hvernig lýst þér á fyrstu snjókomuna? Veðdeild- Kramdi kött inn og leiðar Ökumaður hafði samband viö blaðið: Fyrir nokkru átti ég leið um Brúnaveg. Skammt frá Hrafnistu var ungur blaða- sölustrákur að bogra yfir ein- hverju i götunni. Við nánari at- hugun reyndist það vera litill köttur sem ekiðhafði verið yfir. Búkurinn var klesstur og kisi litli lá þarna emjandi í götunni, bjargarlaus. Hver ók yfir köttinn? Það er ekki vitað þvi viðkomandi hefur ekið leiðar sinnar án þess að reyna að koma kettinum til af- lifuna eða gera nokkuð i keyrði sinnar málinu. Jafnvel þótt öku- maðurinn hafi ekki séð köttinn þegar hann hljóp út á götuna, hlýtur hann að hafa fundið þegar hann lenti undir hjólinu og hefði þá i baksýnisspegli átt að sjá yfir hvað hann keyrði. Mér finnst svona framkoma bera vott um ábyrgðar- og sam- viskuleysi. Þetta hefur verið fremur óskemmtileg aðkoma fyrirblaðasölustrákinn, en hann dreif þó i þvi að koma kettinum til hjálpar. Dýr hafa lika tilfinningar, þótt þau geti ekki talað okkar tungu, og það skyldi fólk hafa i huga i umgengni sinni við þau. Jóhanna Guðjónsdóttir, hús- móðir: Ég vona bara að það detti enginn á hálkunni. Steinunn Guömundsdóttir, hús- móðir: Agætlega. Góð breyting. Bara að það fylgi sól með. Bjarni Sólbergsson, sjómaður: Ég kann alltaf vel við snjóinn, langtum betur en við rigninguna undanfarið. Það mætti lika vera 15 stiga frost. Agústa Þorkelsdóttir nemi: Bara vel. Best að fá sér góða skó. Hildur Thors, 12 ára nemi: Vel, bara ekki i friminútunum. Það er alltaf verið að henda i mann snjó bolta. Steinar Bergsteinsson, sjómaður: Ekki of vel, þetta er of snemmt. Það er ekki búið að vera það gott veður, þó er þetta betra en rigningin. LESENDUR HAFA ORÐIÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.