Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Miðvikudagur 5. nóvember 1975 9 Lagasetning um líknardráp Gœti ýtt undir hugmyndir um frekari útrýmingu mannslífa Jónatan Þórmundsson, prófessor: Líknardráp manndráp af ásetningi Skilgreining á liknardrápi er engin til i islenskum lögum né heldur er að þessu fyrirbæri vikið i lögum. Ljóst er engu að siður, að til eru almennar laga- reglur, er eiga við um liknar- dráp. Lagalega felst liknardráp i athöfn eða athafnaleysi, er mundi varða við ákvæði hegningarlaga um manndráp af ásetningi. Unnt væri hins vegar að beita almennum refsi- lækkunarheimildum, þannig að viðurlögin gætu orðið væg i reynd, t.d. skilorðsbundinn varðhaldsdómur. Miðað við nú- verandi réttarástand mætti e.t.v. skilgreina liknardráp þannig: Það er liknardráp að svipta i liknarskyni annan mann lifi, ef hann er haldinn alvarleg- um og ólæknandi sjúkdómi eða sköddun eða andlegri hrörnun vegna verulegra heila- skemmda, með eða án sam- þykkis hans, og það er gert með beinni athöfn eða athafnaleysi, er flýta dánarstundinni. Ekki lögmætt og refsilaust Samkvæmt framansögðu get- ur liknardráp ekki verið lög- mætt og refsilaust eftir islensk- um lögum. Það er ekki liknar- dráp, þótt læknir gefi sjúklingi lyf til að lina þjáningar hans i dauðastriðinu, ef það er gert án þess að flýta dánarstundinni eða án þess að læknir hafi ásetning til þess. Sama mundi sennilega vera, ef læknir gefur sjúklingi verkjastillandi meðal, jafnvel þótt lækninum sé ljóst, að meðalið kunni að brjóta niður mótstöðuafl sjúklingsins og á þann veg flýta fyrir dauða hans. Slik meðferð yrði að teljast for- svaranleg læknisfræðilega og lagalega réttmæt. Lagalega skiptir ekki miklu máli, hvort liknardráp er fólgið i beinni athöfn eða athafnaleysi, sem aftur má greina i van- rækslu um að hefja ráðstafanir til að bjarga lifi eða stöðvun ráðstáfanatil björgunar lifi. At- hafnaleysistilvikin hafa mest raunhæft gildi, þegar um er að ræða læknisfræðilega mögu- leika að halda manni ,,á lifi” á vélrænan hátt, t.d. með öndunarvél, manni er ella væri dauðans matur. Almennt verður að ætlast til þess, að öllum ráð- um sé beitt til að halda mönnum á lifi, hvað sem það kostar. Verður ekki séð, að það breyti miklu þar um enn sem komið er, þott fjöldi lækna telji eðlilegast að miða dánarhugtakið við hinn svokallaða heiladauða. Tæpast mun enn farið að byggja á þvi i löggjöf, enda verður þá að-taka afstöðu til réttinda manna eftir dauðann, þ.e. ef einhverri likamsstarfsemi er haldið gang- andi eftir heiladauðann. Þeir timar kunna að koma, að það verði talið mikið réttlætismál að fá að deyja endanlega og sleppa t.d. við það, að likami þeirra sé notaður i visindalegum tilgangi eða til að hirða úr honum ein- stök liffæri i aðra menn. Ekki þörf á sér- stakri lagasetningu Það er væntanlega i þeim til- vikum, þar sem með tækninni er hægt að lengja lif manna, að til greina gæti komið að lögleiða liknardauða, þannig að van- ræksla um að halda manni á lifi yrði að lögum leyfileg. A þessu stigi tel ég það þó ekki nauðsyn- legt né forsvaranlegt. Yfirleitt tel ég ekki þörf á neinni sér- stakri lagasetningu um liknar- dráp. Akvæði, er heimiluðu að deyða fólk við ákveðnar kringumstæður, eru allt of hættuleg og brjóta um of i bága við djúprættar grundvallarhug- myndir mannkyns um friðhelgi lifsins. Það er of mikil hætta á mistökum og misnotkun. Það er hætta á, að slik ákvæði ýti undir hugmyndir um frekari útrým- ingu mannslifa t.d. þeirra sem haldnir eru annmörkum, t.d. geðveiki eða fávitahætti. Það er of mikil hætta á, að slikt ýti und- ir ótta og öryggisleysi gagnvart læknum og jafnvel nánustu vandamönnum. Og lengi getur vonin enst. Meðan einhverri likamsstarfsemi er haldið gang- andi, geta komið fram á sjónar- sviðið ný lýf og nýjar lækninga- aðferðir, er bjargað geti dauð- vona sjúklingi. GUÐFRÆÐINGAR SKIRSKOTA TIL VILJA GUÐS í UMRÆÐUM UM LÍKNARDAUÐA Björn Björnsson, prófessor: Evthanasia — þægilegur dauðdagi Hin upprunalega merking hugtaksins evthanasia er þægi- legur dauðdagi. 1 þeirri merk- ingu má segja, að liknardauði hafi ótvirætt jákvætt gildi. Hér er með öðrum orðum höfðað til skyldunnar að likna hinum dauðvona, að gera allt sem i mannlegu valdi stendur til að gera honum dauðastriðið létt- bærara. t þessu tilviki, sem nefnt hefur verið hreinn liknar- dauði, kemur spurningin um styttingu dauðastriðsins með beinum eða óbeinum aðgerðum alls ekki til umræðu. Andspænis liknardauða af þessu tagi er af- staða siðfræðinnar afdráttar- laus. Læknar hafi ekki aðeins rétt, heldur sé þeim beinlinis skylt að lina þjáningar manna, jafnt dauðvona sem annarra. Álitamál geti þvi aðeins komið upp i þvi undantekningartilfelli, að sjúklingur beinlinis óski þess sjálfur, með fullu ráði, að fá að taka út þjáningar dauðans. t sliku tilviki sýnist rétt að verða við þeirri ósk, þó með þeim fyrirvara, að læknirinn fari með úrskurðarvaldið, sem hann beiti með fyllsta tilliti til allra að- stæðna. Dómgreind læknisins veröur að ráöa Mörkin á milli hins hreina liknardauða og þess afbrigðis, sem nefnt er óbeinn liknar- dauði, eru að jafnaði skýr, þar eð með óbeinum liknardauða er átt við styttingu lifs ýmist með óbeinum aðgerðum eða með að- gerðaleysi. Þó eru þau tilvik einnig raunveruleg, þegar þessi mörk eru mjög óljós. Slik er t.d. raunin, þegar gefa þarf svo stóran skammt af kvalastillandi lyfjum, að hugsanlegt er að hann verði til að flýta andláts- stundinni. Afstaða guðfræðinga til tilvika sem þessara er að ég hygg yfirleitt á þá lund, að hér verði dómgreind læknisins að ráða, enda sé þess gætt, að hin- ar kvalastillandi aðgerðir séu i fyllsta samræmi við ástand sjúklingsins. Sé þess ekki gætt blasir jú við að iæknirinn á á hættu að hafa beitt aðgerðum, sem flokkast undir beinan liknardauða, þ.e. stytting lifs með beinum aðgerðum. Þess má geta, að Pius páfi XII lýsti þvi yfir opinberlega árið 1958 i tilefni af fyrirspurn frá lækni, að óeðlilegt væri að saka lækni um liknardauða með beinum aðgerðum i þvi tilfelli að eðlileg beiting kvalastillandi lyfja leiddi óbeint til dauða. Guöfræöingar fordæma beinan líknardauða Eðlilegt er, að guðfræðingar skirskoti tii vilja Guðs sem hins æðsta úrskurðarvalds i þessum efnum sem öðrum. Réttinn til lifs hafi maðurinn þegið að gjöf úr Guðs hendi, og þessun: rétti fylgi sú skuldbinding að vernda og viðhalda lifinu með öllum til- tækum ráðum. Réttur manns- ins til að deyja hvili einnig al- farið i ráðsályktun Guðs. Þann rétt geti maðurinn ekki undir nokkrum kringumstæðum hrifs- að til sin en af þvi leiðir að þeim mun siður hafi nokkur maður rétt til þess að hjálpa öðrum til að deyja. f ljósi þessa er þess að vænta, að guðfræðingar, sem um þessi mál fjaila. eru nær undantekningalaust einhuga um að fordæma beinan liknar- dauða. Hins vegar verður málið allt flóknara, þegar ofangreind- um guðfræðilegum rökum er beitt gagnvart vissum afbrigð- um hins óbeina liknardauða. Ekki liknardráp að stööva likamsstarfs- semi heiladauös manns Hversu langt á að ganga i slikum tilvikum? En einnig má spyrja, hvort lækni beri undir vissum kringumstæðum að halda. að sér höndum, þegar fyrirsjáanlegt er, að t.d. notkun öndunarvélar muni aðeins lengja dauðastrfðið, en geti ekki á nokkurn hátt stuðlað að aftur- bata sjúklingsins. Þessar spurningar beina einnig athygl- inni að skilgreiningu dánarhug- taksins. Er i raun um mennskt lif að ræða, þegar svo er komið, að allri heilastarfsemi er endanlega lokið, þótt annarri takmarkaðri liffærastarfsemi megi halda i gangi með vélræn- um hætti? Þessari spurningu hafa guðfræðingar tilhneigingu til að svara neitandi. Auðvitað er hér lögð til grundvallar sú óyggjandi læknisfræðitega niðurstaða, að um algjöran heiladauða sé að ræða. Sam- kvæmt þessum skilningi væri læknir, sem t.d. tæki öndunarvél úr sambandi við heiladauðan mann ekki að fremja liknar- dráp, heldur væri hann nánast að staðfesta, að maðurinn væri skilinn við. Þvi má svo bæta við, hvort ekki sé hugsanlegt, að maðurinn hrifsi til sin guðlegt vald, þegar hann i krafti yfirburðatækni ætlar sér þá dul að setja dauðanum stólinn fyrir dyrnar. Líknardráp er óyggjandi manndráp Ástæða þess, að heiladauða- kenningin er hér lögð til grund- vallar er sú, að hún er i senn studd óyggjandi læknisfræðileg- um rökum og samræmist best, að þvi er ég fæ skilið, guðfræði- legum rökum um mennska til- veru. Einnig er þess að gæta, að án slikrar viðmiðunar sem heiladauðans, verður ekki i fljótu bragði séð, hvar setja ætti nútima tækni i læknavisindum takmörk i þvi að ..manipulera”, eða ráðskast með lif, sem hefur runnið sitt skeið á enda. Að lokum verður vikið nokkr- um orðum að þvi afbrigði, sem nefnt hefur verið beinn liknar- dauði, eða ,,aktiv evthanasia”. Þetta afbrigði hefur þvilika sér- stöðu. að mér finnst eðlilegt að gefa merkingu þess til kynna LÆKNIR HLYÐIR SAMVISKU SINNI, HVAÐ SEM VIÐKEMUR LAGASETNINGU örn Bjarnason, yfirlæknir: Siðareglur lækna eru að stofni til yfir 2000 ára gamiar og byggjast að nokkru leyti á þvi sem kennt er við Hippókrates. Siðareglur lækna verða i mörg- um atriðum að vera almenns eðlis, og verður hver læknir að túlka bau atriði i samræmi við eigin lifsskoðun. Fram er tek- ið i siðareglum islenskra lækna, að: ,,Það er meginregla að lækni er frjálst að hlýða sam- visku sinni og sannfæringu”, en jafnframt er þvi slegið föstu að: ..honum er skylt að virða mannslif og mannhelgi”. Líknardráp Liknardráp heitir á erlendum málum evthanasia og merkti upþhaflega hægan, sársauka- lausan, eðlilegan dauða. Siðar hefir liknardráp fengið aðra merkingu: að deyða af samúðarástæðum. Liknardráp nær þannig yfir tilteknar aðgerðir og afleiðingar þeirra: 1) Sjúklingurinn deyr vegna hliðar- eða aukaverkan'a nauðsynlegrar meðferðar. 2) Óbeinn verknaður: a) Meðferð er hætt og sjúk- lingur deyr af völdum sjúk- dómsins. b) Meðferð er ekki hafin. 3) Flýtt fyrir dauða. 4) Liknardráp af yfirlögðu ráði. Augljóst er að liknardráp af yfirlögðu ráði og það að flýta fyrir dauða striðir gegn þeirri hugsjón að virða mannslif og mannhelgi og er þvi ósam- rýmanlegt hegðun læknis. Slikt athæfi er ólögiegt og á að vera það og jafnvel þó leyft yrði, myndi það i engu breyta afstöðu læknastéttarinnar: Fordæming á slikum verknaði. A hinn bóginn getur það einn- igstritt gegn hugsjón mannúðar og mannhelgi að halda áfram tilgangslausri meðferð og lengja að þarflausu dauðastrið. Dauðahugtakið Samkvæmt nýjum viðhorfum til dauðahugtaksins telst sá einn lifandi. sem hefir eða á færi á meðvitund. skynjun, tilfinning- um og hugsun. Af þessu leiðir, að sá sem er meðvitundarlaus telst lifandi svo lengi sem heili hans getur tekið til starfa á ný: Dauðinn er þvi ávallt heila- dauði. með hugtakinu liknardráp til aðgreiningar frá öðrum af- brigðum. sem óeðlilegt virðist að kenna við dráp. t ritstjórnargrein i Lækna- blaðinu, 5.-8. tbl. 1974 ritar Snorri Páll Snorrason, læknir, eftirfarandi: „Positivan liknar- dauða ber, að áliti undirritaðs, að fordæma. Að beita aktivum aðgerðum til að stytta lif sjúk- linga striðir gegn grundvallar- ákvæði siðareglna lækna að varðveita mannslif. Það striðir einnig gegn almennum sið- gæðissjónarmiðum. Það myndi fljótt leiða viðkomandi aðila i ógöngur ef sett yrðu lög eða reglur um postitivan liknar- dauða. Traust sjúklings á iækninum mvndi veikjast. sið- gæði lækna mundi hraka. Al- mennri mannúð i þjóðfélaginu yrði hætta búin vegna hugsan- Íegs misferlis og misnotkunar læknisaðgerða undir yfirskyni liknardauða”. Við þessi orð læknisins er að minu mati fáu að bæta. Liknar- dráp er óyggjandi mannsdráp. hversu göfugar hvatir kvnnu að öðru leyti að liggja að baki verknaðinum. Aö deyja meö sæmd Að deyja með sæmd er engan veginn fólgið i þvi að neita að horfast i augu við þjáningar. öllum berskylda til eftir megni að leggja likn við þraut. en það er lifslygi. sem öngvan manninn bætir, að telja honum trú um. að lifinu verði lifað án þrautar. Mörgum. sennilega flestum. reynist erfitt að finna tilgang i þjáningum ógnvekjandi dauða- striðs. og mönrium verður svarafátt að vonum. En þá er það sem Guð talar og bendir á mannssoninn sem gekk ótrauður á vit þjáningar og dauða i þeim tilgangi einum að létta byrði hvers og eins, sem þjáist og örvæntir. og gefa hon um kjark og nýja von.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.