Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 17
Visir. Miðvikudagur 5. nóvembcr 1975 17 f>AB í DAG | í KVÖLD [ í DAG Sjónvarp, kl. 18.40: Hvað er list- dans? Nýr myndaflokkur hefur göngu sína Það má búast við því að fleiri en börn og unglingar hafi áhuga á myndaflokknum sem hefur göngu sina í sjón- varpinu i dag. Listdans heitir sá. Hér er um að ræða breskan fræðslumyndaflokk um list- dansinn, sögu hans og þróun. I dagskrárkynningu er þess getið að myndaflokkurinn sé fyrir börn og unglinga. Fyrsti þátturinn sem sýndur verður í dag, heitir Hvað er list- dans? Hann hefstklukkan 18.40. — EA Hessi niynd er úr fræðsluinyndaflokknum sem hefur göngu sina i sjónvarpinu i dag. Sjálfsagt hafa margir áliuga á þvi að fræðast um listdans. Barnatíminn í útvarpi fimmtudag kl. 16.40: Dagskrá úr verkum Jóhannesar úr Kötlum í barnatimanum á morgun verður flutt samfelld dagskrá úr verkum Jóhannesar úr Kötlum. Jóhannes úr Kötlum hét fullu nafni Jóhannes Bjarni Jónas- son. Hann fæddist 4. nóvember 1899 að Goddastöðum i Dölum. Hann tók kennarapróf árið 1921 og var siðan kennari á ýms- um stöðum, meðal annars i Austurbæjarskólanum i Reykjavik. Ýmis önnur störf stundaði hann einnig. Jóhannes var um tima formaður félags byltingar- sinnaðra rithöfunda. Hann átti sæti i stjórnum Rit- höfundafélags íslands, Rit- höfundasambands Islands og Bandalags islenskra lista- manna. Hann hlaut önnur verðlaun fyrir Alþingishátiðarljóð 1930 og fyrstu verðlaun fyrir lýðveldis- hátfðarljóð 1944. Meðai rita hans eru ljóðabæk- urnar Bi bi og blaka, Alftirnar kvaka, Ég læt sem ég sofi, Samt mun ég vaka, Hrimhvita móðir, Hart er i heimi, Eilifðar smáblóm og fleiri. Meðal skáldsagna hans eru: Og björgin klofnuðu, Verndar- englarnir, Dauðsmannsey, Siglingin mikla og Frelsisálfan. Hann skrifaði einnig mikið af ljóðum og sögum handa börn- um, meðal annars: Jólin koma, ömmusögur, Fuglinn segir, Bakkabræður, Ljóðið um Labbakút, Visur Ingu Dóru og margt fleira. Bacnatimanum á morgun stjórnar Gunnar Valdimarsson, en flytjendur auk hans eru: Guðrún Birna Hannesdóttir, Þorsteinn V. Gunnarsson og Barnakór Akureyrar. ___eA Útvarp, fimmtudag kl. 14.30: Fjallað um olnbogabörn nútímaþjóðfélagsins „Vettvangur” er á dagskrá útvarpsins á morgun. Það er Sigmar B. Hauksson sem er umsjónarmaður þáttarins, en þátturinn er fastur liður á þriðjudögum og fimmtudögum. Sigmar hefur þegar séð um tvo slfka þætti, en alls eru þættirnir 10, og eru ýmis mál- efni tekin fyrir. ■<— --------------------«K Þáttur Sigmars B. Haukssonar „Vettvangur” er á dagskránni á morgun. Alls verða fluttir 10 þættir. A morgun verður fjallað um olnbogabörn nútimaþjóðfélags- ins. Það eru heyrnarlausir og málefni þeirra sem Sigmar tek- ur fyrir. Hann ræðir meðai annars við Vilhjálm Vilhjálmsson varafor- mann félags heyrnarlausra og formann þess sama félags, Her- vöru Guðjónsdóttur. Þá ræðir hanneinnig við Jón Erling Jóns- son, formann foreldra og styrktarfélags heyrnardaufra. Þátturinn hefst klukkan 14.30 á morgun og stendur til klukkan 15.00. — EA iÍTVARP • IVIiðvikudagur 5. nóvember 13.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Árna Gunnarssonar og Sveins H. Skúlasonar. 14.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 M iðdegissagan : „A fullri ferð” eftir Oscar Clau- sen. Þorsteinn Matthiasson les (15). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 15.25 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundur les (5). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tiikynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnulifinu. 20.00 Kvöldvaka. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður" eftir Guiinar G u n n a r s s o n . J a k o b Jóhannesson Smári þýddi. Þorsteinn 0. Stephensen leikari les (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (10). 22.40 Nútimatónlist. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÚNVARP m Miðvikudagur 5. nóvember 1975. 18.00 Glatt á lijalla. Þrjár stuttar, sovéskar teikni- myndir. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 18.15 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dick- ens. Einhvers staðar er hún. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.40 Listdans. Breskur fræðslumyndaflokkur fyrir börn og unglinga um þessa listgrein, sögu hennar og þróun. 1. þáttur. Hvað er listdans? Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Nýjasta tækni og visindi. Vistfræði plantna. — Ósýni- legir geislar ljósmyndaðir. — Jarðhiti i Frakklandi. — Skurðaðgerðir á höndum. — Rafmagnaðir fiskar. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.20 „Koke No Niva”. Tón- verk i japönskum stil eftir Alan Hovhaness. Flytjend- ur: Kristján Þ. Stephensen, enskt horn, Árni Scheving, pákur. gong, Reynir Sigurðsson, marimba, klukkuspil, Janet Pechal, harpa. 21.20 McCloud. Nýr banda- riskur sakamálamynda- flokkur um leynilögreglu- manninn Sam McCloud. Aðalhlutverk Dennis ' Weaver. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.35 Dagskrárlok. -y*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.