Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 10
10 Visir. Miðvikudagur 5. nóvember 1975 Greinarhöfundur, Arni Árnason rekstrarhagfræðin gur. Vörubirgðir, verðbólga og skattar Af koman samkvœmf núverandi skattalögum Innkaup, 100 ein. a : + Birgfiir 1/1, 100 - Birgöir 31/12, 10C Vörunotkun: Afskriftir vörubirgöa Kostnaöur Hagnaöur f. skatta 25% Varasjóöstillag Skattar fyrra árs Tekjuskattur þessa árs C5 Hagnaöur a. skatta 122.751 153.071 10.340 11.953 11.953 16.149 18.413 5.000 1.250 .2.04 5 1.705 6.733 1.683 1.979 2.703 Afkoman, ef fylgt vœri LIFO birgðamati Innkaup, 1000 ein. á 100 kr. 100.000 ♦ Birgöir 1/1 100 ein. á 100 kr. 10.000 - Birgöir 31/12 100 ein. á 100 kt. 10.000 Vörunotkun: 107.300 10.000 10.000 122.751 10.000 10.000 153.071 10.000 10.000 261.200 2'17.. 66 7 10.000 10.000 Afskriftir vörubirgöa Kostnaöur Hagnaöur f. skatta 25% Varasjóöstillag Skattar fyrra árs Tekjuskattur þessa árs Hagnaöur e. skatta 217.667 32.650 49.628 5.000 1.250 2.045 1.705 5.365 1.341 2.154 1.870 6.137 1.534 2.154 2.464 2.139 7.653 1.913 3.073 2.^67 10.883. 2.721 3.073 4.369 3.793 16.542 4.136 4.369 6.641 5.765 Árið 1971 voru þau nýmæli tekin inn í skattalögin — og til hagsbóta frá því, sem áður var — að heimilt var að draga allt að 30% af verðmæti vörubirgða í árslok frá verðmæti þeirra og telja það verð heildar- verðmæti birgða. Þrátt fyrir þessa heimild hafa fyrirtæki borgað meiri skatta á undanförnum árum en verið hefði, væri leyftað nota aðrar viðurkenndar bókhalds- aðferðir við mat vörubirgða en leyfilegri myndun birgðavarasjóðs sleppt. Ástæðan er fyrst og fremst hin gegndarlausa verð- bólga, sem hér hefur geisað undanfarin ár. Meiri skattar: 998 m. króna Þetta atriði virðist i fljótu bragði vera smáatriði, en staðreyndin er samt sú, að þrátt fyrir leyfilega mynd- un birgðavarasjóðs hafa fyrirtæki i verslun vantalið vörunotkun sina um 2500 m. króna árin 1971-1974, ef miðað er við verðlagsbreytingar vöru og þjónustu, og þvi verið ofsköttuð i tekjusköttun til rikissjóðs, af tekj- um áranna 1971—1974, sem nemur 998 m. króna af þessari ástæðu einni saman. Þó er útflutningsverslun, áfengisverslun og oliuverslun ekki meðtalin, en væri oliuverslunin tekin með hækkar upphæðin verulega. Iðnaðurinn á einnig við sama vanda að etja, þótt heildarupphæðin sé ekki jafn-stór vegna minni vöru- birgða, en vandi einstakra fyrirtækja i iðnaði er samt sá sami og i verslun að þessu leyti. Margar bókhaldsaðferðir þekkjast við mat vöru- birgða og þar með hvað er gjaldfært sem innkaups- eða framleiðsluverð seldra vara. Tvær þær algengustu eru sennilega LIFO og FIFO, sem eru enskar skamm- stafanir fyrir annars vegar „last in, first out”, og hins vegar „first in, first out”. Fyrri aðferðin — LIFO — hefur þann kost, að á móti sölunni er gjaldfært siðasta innkaups- eða framleiðsluverð er ætti að vera nálægt endurnýjunarverði. Hagnaðurinn er þvi siður oftalinn, fari verðlag hækkandi, en sá galli fylgir, að verðmæti vörubirgða samkvæmtefnahagsreikningi getur verið á gömlu verðlagi og gefur þannig ranga mynd af raun- verulegu verðmæti vörubirgða, sem kann að vera margfalt það verð, sem efnahagsreikningurinn segir til um. Siðari aðferðin —LIFO— verðleggur vörubirgð- ir nær endurnýjunarverði, þannig að efnahagsreikn- ingurinn gefur réttari mynd af raunverulegu verðmæti vörubirgðanna. Hagnaðurinn verður hitfs vegar oftal- inn, eigi verð’hækkanir sér stað, og stórlega oftalinn miðað við verðbólgu, sem hér hefur geisað undanfarin ár. Mismunur þessara tveggja aðferða er mjög mikill, þar sem verðbólga hefur náð jafnháu stigi og i okkar þjóðfélagi. Hvor aðferðin er valin getur þannig ráðið úrslitum um hvort alvarlegur rekstrarfjárskotur myndast hjá fyrirtækjum, eða ekki. Birgðavarasjóður eyðir ekki verðbólguáhrifum tslensk skattalög setja fastar og ákveðnar reglur um hvernig meta skuli vörubirgðir i árslok. t 22. gr. D lið laga um tekjuskatt og eignaskatt, nr. 68/1971, með sið- ari breytingum, segir orðrétt: „Vörubirgðir verslana og framleiðslufyrirtækja skal meta á kostnaðarverði eða dagverði i lok reikningsárs, að frádregnum afföllum af göiluðum eða úreltum vör- um. Frá matsverði þannig reiknuðu er heimilt að draga að hámarki 30% og telja það verð heiidarverö- mæti vörubirgða. llafi skattþegn fyrir gildistöku laga þessara eigi notað svo háan frádráttarhundraðshluta, má hann þó cigi hækka frádráttinn meira árlega en svo, að hámark náist i fjórum jöfnum áföngum.” Um áhrif þessarar reglu á hagnað, skatta og sjóðs- stöðu fyrirtækja er erfitt að setja algildar reglur, en áhrifin má meta með þvi að lita á tvö fyrirtæki, sem hófu starfsemi i janúar 1971, við aðstæður islenskrar verðbólgu, eins og hún hefur verið mæld samkvæmt visitölu vöru og þjónustu. Bæði fyrirtækin eiga að jafn- aði 100 einingar i vörubirgðum, en gera innkaup til þess að mæta sölunni. Salan er jöfn yfir árið, og sölu- verðið og innkaupsverðið breytist i samræmi við meðaltalsverðlagsbreytingar samkvæmt visitölu vöru og þjónustu. Allur kostnaður breytist einnig til sam- ræmis. Munur fyrirtækjanna liggur hins vegar i þvi, að annað fyrirtækið verðleggur vörubirgðir sinar miðað við verðlag i árslok (vörubirgðir taka verðbreytingum samkvæmt breytingu visitölu vöru og þjónustu á ár- inu) og myndar birgðarvarasjóð eins og heimilað er. Hitt fyrirtækið hins vegar, notar LIFO birgðamatsað- ferðina og myndar engan birgðavarasjóð. Töflur 1 og 2 sýna rekstrarreikninga þessara tveggja fyrirtækja fyrir árin 1970-1975. 011 árin, nema 1971, er bókfærður hagnaður þess fyrirtækis, sém notar skattamat vöru- birgða samkvæmt skattalögum og myndar birgða- varasjóð, meiri en hins, og það ætti þvi að vera betur stætt. Þessi niðurstaða er samt sem áður röng. Fyritækið i Töflu 1 er ávallt (nema 1971) að greiða hærri skatta en fyrirtækið i Töflu 2. Áhrifin verða þau, að þrátt fyrir birgðavarasjóðsheimildina á fyrirtækið i Töflu 1, lægri upphæð i sjóði i árslok 1975 en fyrirtækið i Töflu 2, auk þess sem það skuldar 2971 krónu meira i skatta, eins og sjá má af eftirfarandi efnahags- reikningum. Vörubirgðirnar eru hins vegar þær sömu, einungis metnar og bókfærðar á mismunandi hátt: EFNAHAGSREIKNINGAR. 1/1/1971 31/12/1975 Skattalög LIFO Eignir: 10.000 66.465 44.520 sjóöur 0 31.863 34.520 vörubirgðir (100 ein) 10.000 34.602 10.000 Skuldir: 10.000 66.465 44.520 ógr. tekjuskattar 0 9.612 6.641 birgöavarasjóöur 0 10.581 0 varasjóöur 0 15.150 11.645 eigiö fé 10.000 31.122 26.234 Þetta dæmi sýnir greinilega hvern þáttnúverandi skattalög eiga i tilurð þess rekstrarfjárskorts, sem jafnan fylgir verðbólgu hér á landi með þvi að telja verðhækkanir birgða sem hagnað. Ástæðan er, eins og fyrr sagði, ofmat á hagnaði og þvi hærri skattgreiðsla en vera ætti. Þessi mismunur i sköttum er þannig: ár RAUNVERULEG SKATTPRÖSENTA Raunverul. Skattar hagnaöur % f. skatt skattalög Skattar LIFO % 19 7 1 5.365 1.979 36,89 2.154 40,15 19 7 2 6.137 2.703 44,04 2.464 40,15 19 7 3 7.653 4.018 52,50 3.073 40,15 19 7 4 10.883 6.017 55,29 4.369 40,15 19 7 5 16.542 9.612 58,11 6.641 40,15 Samtals: 46.580 24.329 52,23% 18.701 40,15% 40% skattur verður 48% Á þessu yfirliti má sjá, að álagðir skattar eru 30% hærri en vera ættu vegna verðbólgunnar, þrátt fyrir myndun birgðavarasjóðs. Á árinu 1975 er skattlagning- in jafnvel komin upp i 58% i stað 40% eins og.vera ætti, væri verðlag stöðugt. Ef allir keyptu verð- tryggð spariskírteini? I þessu dæmi er notaður hærri og jafnari hagnaður sem hlutfall af vörusölu en þekkist almennt hérlendis, miðað við svipaðan veltuhraða. Samt er útkoman ekki betri en svo, að væri fyrirtækið, sem notacskattamat vörubirgða leyst upp og vörubirgðir seldar á kostnaðarverði en skattur greiddur af varasjóði og birgðavarasjóði, þá væri afraksturinn. lakari en af- rakstur af verðtryggðum spariskírteinum rikissjóðs fyrir sama timabil. Það virðist aúgljóst að ekki er hægt að ætlast til þess, að islensk fyrirtæki séu ofsköttuð jafnframt þvi, sem þeim er gert að fjármagna meiri verðbólgu en þekkist i nokkru öðru landi i V-Evrópu. Ein leið til úrbóta væri, að Hagstofan reiknaði út verðstuðla samkvæmt verð- lagsbreytingum vörubirgða fyrir hinar ýmsu tegundir verslunar og iðnaðar. Vörubirgðir væru siðan áfram metnar á kostnaðarverði i árslok, sem gæfi rétta mynd af verðmæti þeirra á efnahagsreikningi en við út- reikning rekstrarafkomu til skatts mætti færa niður verðmæti vörubirgða i árslok um þá hækkun verðstuð- uls, sem orðið hefði á árinu. Slik aðferð gæfi þannig sannari mynd af rekstrarafkomunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.