Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 8
8 Vísir. Miðvikudagur 5. nóvember 1975 Á AÐ HEIMILA LÍKNARDRÁP? Líknardráp! Þaö hefur lengi verið ágreiningsefni hvort heimila eigi mann- dráp af liknarástæðum. Lækna vísindum hefur f leygt fram, og nú er unnt aö haida lífi í fólki með sérstökum tækjum eða lengja lífdaga fólks um lengri eða skemmri tima með sérstökum tækjum. Nýlegar frásagnir er- lendis þar um hafa vakjð upp umræður um þetta mikla álitaefni. Orator, félag laga- nema, gekkst sl. sunnu- dag fyrir umræðufundi um þetta efni. Þar ræddu fulltrúar lögfræðinnar, guðfræðinnar og læknis- fræðinnar ýmis sjónar- mið og vandamál sem við er að glíma i þessu sam- bandi. Visir hefur leitað álits þeirra og nokkurra fundargesta á þeirri erfiðu spurningu, hvort heimila eigi líknardráp. Guðmundur Einarsson, forseti Sálarrannsókna félagsins: Frumréttindi að fá að deyja Ég tel að það ætti aö heimila aðgerðaleysi. Ein af frumrétt- indunum er að fá að deyja. bær upplýsingar ættu að liggja fyrir sem skrifleg, skilgreind heimild einstaklings hvað beri að gera i svona tilfellum á likan hátt og erfðaskrár. Erfijákrárnar fjalla um efnisleg gæði en hitt plaggið um lifið. Lifið hefur tilgang, en þegar það er orðið tilgangslaust á að slökkva það. Guömundur Einarsson Helgi Skúli Kjartansson, stúdent: Hvaða reglur gilda i dag? Ekki á að heimila liknardráp i þeirri merkingu sem orðið vek- ur sjálfsagt i flestra hug, en mér finnst vafalapst að það sé ekki alltaf rétt að teygja lif dauða- vona fólks með öllum tiltækum ráðum. Ég veit ekki hvaða starfsreglur eru um það á is- lenskum spitölum. bað sem mér finnst athugavert við fundinn var það að þar var ekki upplýst hvað læknarnir ganga langt i þessum efnum. Einn reyndur yfirlæknir sagði að um þetta mál væri ekki hægt að ræða, læknir ætti það einn við sam- visku sina. En mér finnst að þetta þurfi að ræða og liggja ljóst fyrir hvaða reglur gilda. En mig skortir upplýsingar til að vita hvort mér finnst þessar reglur ættu að vera öðruvisi en framkvæmdin er nú. Margrét Bjarnas.on, frétta- maður: Það ber að varðveita mannslíf eins og unnt er. Þessari spurningu treysti ég Hclgi Skúli Kjartansson mér ekki til að svara játandi eða neitandi, þar sem þetta mál er svo viðkvæmt, fjölþætt og erfitt viðfangs og hvert einstakt til- felli svo háð aðstæðum. En ég tel mjög brýnt að það sé rætt á sem breiðustum grund- velli frá læknisfræðilegu, lög- fræðilegu, siðfræðilegu, heim- spekilegu og kannski lika fjár- hagslegu sjónarmiði, þó manni finnist i fljótu bragði ógeðfellt að tengja mannslif fjármálum. Sú staðreynd verður hins vegar ekki umflúin að þjóðfélagið sjálft á með fjárframlögum til heilbrigðismála stóran þátt i að ákveða mönnum lifdaga. Min skoðun er að það eigi að ganga eins langt og unnt er i þvi að virða og varðveita mannslif. Séra Páll Þórðarson, Njarðvík- um: Treysti læknum að taka ákvörðun Liknardráp er tvimælalaust hugsanlegur möguleiki þegar aðstæður eru orðnar þannig að manni er ekki hugað lif að mati lækna. Hins vegar er það svo læknisins að eiga við sjálfan sig og samvisku sina hvort hann vilji stöðva lif viðkomandi sjúk- lings og treysti ég læknum fylli- Margrét Bjarnason lega til þess sem ábyrgum ein- staklingum að taka slikar ákvarðanir. Það er og mikil- vægt atriði að út frá kristnu sjónarmiði er lifið fyrst og fremst spurning um qualitet, en ekki quantitet. t ljósi þessa ber okkur fyrst og fremst að standa með hinum sjúku og bera um- hyggju fyrir þeim. Sigurður (íuðmundsson, læknir: Tvær tegundir liknardrápa Það eru til tvær tegundir liknardrápa, annarsvegar aktivt liknardráp, þar sem sjúk- lingur sem er langt leiddur, bið- ur um að vera aflifaður eða jafnvel ættingjar hans og læknirinn gerir eitthvað það sem beinlinis veldur dauða sjúklingsins. Hins vegar er svo hið passiva liknardráp sem ég er hlynntur sem er i þvi fólgið að halda að sér höndum, beita ekki öllum tiltækum ráðum til að lækna sjúkling þegar sýnt er að það gagnar sjúklingnum ekki til lengra lifs svo neinu nemi. Jón úr Vör, rithöfundur: Hver á um að dæma? Það er beðið um stutt svar. Mitt er þá svona: Sigurður Guðmundsson Lif, frelsi, heilsa og hamingja — og að siðustu dauði. Þá hef ég nefnt nokkrar þeirra heilögu gjafa, sem telja má öllum öðr- um dýrmætari. Meðal þeirra, sem miklu ráða um það, hvernig þær notast okkur, eru læknar, hjúkrunarfólk og aðrir liknarmenn, að ógleymdu þvi visindaliði, sem starfar i þjón- ustu heilbrigðismála. Fyrir þessu fólki hljótum við að bera mikla virðingu, og til þess verð- um við að bera ótakmarkað traust. En er alltaf eftirsóknarvert að lengja lif helsjúkra manna? Nei. En hver á um að dæma? Dómgreind og viljayfirlýsing- um þjáðra manna og vensla- fólks þeirra er sjaldan öruggt að treysta eða fylgja. Fyrsta boð- orðið virðist mér þvi að ætti að vera það: að stilla óbærilegar kvalir, jafnvel þótt teflt sé á tæpasta vað um lifsöryggi, eink- um á þetta við, þegar um er að ræða gamalt fólk og þá sjúkl- inga, sem læknar, helst tveir eða þrir sérfræðingar, telja von- lausa um varanlegan bata. Hér verða læknar að fá að bera ábyrgð gerða sinna, styöjast við almennt velsæmi og sina eigin samvisku. Hitt má auðvitað aldrei verða, að ofan á þjáning- ar dauðvona manns bættist dul- Jón úr Vör inn ótti um það, að honum kunni að verða styttur aldur. Allir menn verða að lifa og deyja i fullvissu þess að læknar og þjónustufólk þeirra vaki yfir hinum sjúka og létti honum dauðastriðið, ef ekki er hægt að bjarga lifinu. Löggjafi má ekki setja þarna óeðlilegar skorður. En ef nú liknarhendur slökkva lif, stytta vonlaust þjáninga- strið, þá verða löglegir dómstól- ar að sikna eða dæma af skyn- semi og mildi, -lita óvenjulega sanngjarniega á málavexti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.