Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 14
14. Visir. Miðvikudagur 5. nóvember 1975 Fjallgöngur ekki síður erfiðar en maraþonhlaup Areynsla sú er fjallgöngu- menn leggja á sig, svarar fylli- lega til áreynslu maraþon- hlaupara. Þetta kemur fram i rannsóknum sem gerðar voru við læknisfræðideild háskólans i Munchen. Þótt einkennilegt kunni að hljóma var hægt að gera mælingar á fjallgöngu- mönnum meðan þeir klöngruðust upp austurhlið tindsins Watzmann sem er 2,713 m hár. A meðan á uppgöngunni stóð, misstu báðir mennirnir tvö kiló af þyngd sinni — og voru þeir þó báðir reyndir fjall- göngumenn, miðlungs fjall- göngumaður hefði verið helmingi lengur. Það er von visindamannanna aö árangur- inn af þessari rannsókn auki þekkingu manna á starfsemi hjartans við mikla likamsá- reynslu. Og það sem þá kemur i ljós, kemur að miklu gagni við þjálfun iþróttamanna i ýmsum greinum. „Þetta er ekki bara líkamlegs eðlis" Leikarinn William Holden, sem löngum hefur verið talinn einfari i Hollywood er ekki einn sins liðs lengur — hann hefur unnið hug og hjarta leik- konunnar Stephanie Powers. „Ég elska Bill, segir hin 32 ára gamla Stephanie Powers. „Mér finnst ég vera hamingju- samasta stUlkan i öllum heimin- um.” Holden,semer 57 ára gamall sagði að hann vonaði að fólk teldi ekki samband þeirra litil- fjörlegt. „Þetta er ekki bara likamlegs eðlis. Okkur þykir lika innilega vænt hvoru um annað. Og það er nU það sér- stæða við það.” Stephanie Powers er þekkt sjónvarpsmyndaleikkona. HUn segir að hér sé ekki um að ræða venjulegt Hollywood-ástar- ævintýri. Ég hef ekki gert neinar sérstakar áætlanir fyrir framtiðina. Þetta samband okkar er það mikilvægasta i lifi minu? „Þá er bara að spá hjónaleysunum gæfu og gengis. Guð hjálpi mér kíló til viðbótar Sæljónið Adolf horfir áhyggjufullt á vigtina sædýrasafninu i Essex i Englandi. Offituvandamál Adolfs stafar af þvi að i hvert sinn sem hann hefur lokið sýningaratriði sinu, fær liann sild að launum. Adolf hefur sannarlega ástæðu til að vera áhyggjufullur út af þyngdinni — þvi sæljón geta orðið 550 kg. að þyngd. Svifdrekaflug Nýlega var haldin keppni i svifdrekaflugi á vegum lýðháskólans i Glénhausen i Þýskalandi. Keppnin var haldin i Rhön-hásléttunni i Bæheimi sem ér mjög vinsæl meðal þeirra er stunda drekaflug. Hér er um að ræða námskeið fyrir fullorðið fólk og þar eru þvi m.a. kenndar ýmsar tómstundaiþróttir þar á meðal drekaflug, og kostar námskeiðiö 210 mörk. Fræðsla fyrir fullorðna er rikisstyrkt og talin mikill þáttur hins almenna menntakerfis . Þarna eru kennd tungumál, sjUkraþjálf- un og alls kyns skapandi störf, og Utskrifaður fjöldi manns á ári. 1 mörgum tilfellum er svo framboð á fólki mun meira en eftirspurn Aldinn hnefaleikari Þann 28. september varð hnefaleikakappinn fyrrverandi Max Schmeling sjötugur. Liðin eru 45 ár siðan Schmeling vann sigur á Bandarikjamanninum Jack Sharkey þ. 12. jUni 1930 og varð þar með heimsmeistari. Myndin t.v. sýnir hinsvegar at- riði Ur leik hans við blökku- manninn Joe Louis þ. 19. júni árið 1936, sem vann hann á knock-out. Schmeling er giftur kvikmyndaleikkonunni frv. Anny Ondra. Hann er nU orðinn vel efnaður maður af bjórkollu- verksmiðjum er hann á. Hann hefur m.a. keypt sér 10.0000 fermetra sveitasetur i Hollenstedt i N.-Þýzkalandi. 1 afmælisveislunni voru honum færðar margar gjafir i þakklætisskyni, fyrir þá miklu hjálp sem hann hefur veitt við þjálfun iþróttamanna Þýska- lands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.