Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Miðvikudagur 5. nóvember 1975 vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson, Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson •y Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasöl u 40 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. fnn um annað eyra þingmanna og út um hitt Lengi hefur það þótt ljóður á ráði stjórnmála- flokka að þeir hafa haft tilhneigingu til að binda þingmenn sina og ýmsa aðra trúnaðarmenn heldur fast á flokksklafann. Þingmenn hafa þvi oft á tiðum haft heldur litið svigrúm til þess að koma opinber- lega fram með sjálfstæðar skoðanir á einstökum málum. Þær koma helst fram bak við luktar dyr þingf lokksherberg j anna. Að visu er það oft á tiðum nauðsynlegt fyrir tlokka að samræma afstöðu sina og koma fram sem ein heild. Lýðræðiskerfið er i eðli sinu þjóðfélag sátta. Eigi að siður sakna menn þess að þingmenn skuli ekki oftar kveða upp úr um eigin afstöðu, ekki sist, þegar flokkarnir hverfa frá yfirlýstum mark- miðum og vinnubrögðum. Hér er ekki átt við flokkakljúfa hinnar pólitisku auglýsingamennsku, heldur þá sem kveða sér hljóðs af augljósum mál- efnalegum ástæðum. Það vekur jafnan athygli, þegar þingmenn rjúfa flokksböndin með málefnalegum rökum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn t.a.m. skipaði af sinni hálfu pólitiskan eftirlitsmann yfir Framkvæmdastofnun rikisins reis einn þingmanna flokksins upp til þess að mæla gegn þeirri ráðstöfun. Það var Ellert B. Schram. Hann gat sýnt fram á að þessi skipan gengi þvert á grundvallarhugmyndir sjálfstæðismanna og yfirlýsingar forystumanna hans um þetta efni. Nú hefur einn af þingmönnum Framsóknar- flokksins, Jón Skaftason, andmælt þessum stjórnarháttum á Alþingi. Jafnframt hefur hann upplýst að á sinum tima hafi hann i þingflokki framsóknarmanna gagnrýnt, að svonefnt fram- kvæmdaráð yrði sett á fót. Hann segir að sér hafi fundist það bera keim af þeirri áráttu islenskra stjórnmálamanna um margra áratuga skeið að hugsa i of miklum mæli um það hvernig þeir geti tryggt sér fylgi við sig og sina flokka með ails konar fyrirgreiðslupólitik sem hljóti að koma niður á al- mennum hagsmunum landsmanna. Það er sérstaklega athyglisvert að þessi rödd skuli heyrast úr röðum framsóknarmanna, þvi að sá flokkur hefur lengst af viljað halda i flokkspóli- tiska stjórnarhætti af þessu tagi. Jón hefur nú kveð- ið upp úr um afstöðu sina sem hann hélt áður fram innan veggja þingflokksherbergisins. Jón Skaftason hefur einnig vakið athygli Alþingis á skýrslu Framkvæmdastofnunarinnar fyrir sið- asta ár, en hún er samþykkt bæði af stjórn og hinum pólitisku eftirlitsmönnum. I þeim þætti sem fjallar um áætlanadeild stofnunarinnar segir m.a., að kraftar stjórnkerfisins fari i langdregin fundahöld til þess að vega og meta styrk þess atfylgis, sem hvert mál nýtur. í þessari skýrslu er ennfremur sagt að stórfelldar framkvæmdir og tækjakaup einkaaðila komi til af- greiðslu pólitiskra yfirvalda án skipulegs mats á væntanlegum árangri fjárfestingar af hálfu stofn- lánasjóða eða annarra faglegra aðila. Þessi alvarlega og harða gagnrýni virðist hafa farið framhjá flestum, og þegar hún er lesin upp á Alþingi sýnist hún aðeins fara inn um annað eyra þingmanna og út um hitt. í fljótu bragði hefðu menn e.t.v. haldið, að þingmenn kipptust við i sætum sin- um við slikan lestur. En það var varla við þvi að bú- ast. Alltént hefur verið þægilegra að láta sér renna i brjóst á ný. Umsjón: GP systur ungfrú Hearst i barátt- unni,og að lokum úr samtali við Patty sjálfa sem tekiðvar upp á segulband,-án hennar vitund- ar. Viðtalið hefur nú verið tekið inn i réttarskýrslur, en fram- burður Yoshimura var lagður fyrir réttinn nú i þessari viku. Ungfrú Hearst hefur hótað þvi að verði hún ekki látin laus gegn tryggingu muni hún gefa út yfir- lýsingu frá sjónarhorni „byltingarsinnaðrar kven- réttindakonu.”. Grunnreif og glaöhiakkaleg Tania, skæruliðastúlkan (Patty) eftir bandtöku við hlið baráttusystur sinnar, Emiliu Harris, á leið á lög- reglustöðina. — Það er erfitt að gera sér grein fyrir að þessi stúlka hafi aöeins látið leiðast tii samstarfs viö ræningjana vegna afar- kosta þeirra og heilaþvottar, eins og verjandi hennar vill meina. Þann tima er Patty Hearst var fangi sýmbionesiska frelsis hersins breyttist hún úr litilli rikismannsdóttur I byltingar- sinnaða kvenréttindakonu. Þetta stangast mjög á viö það, sem verjandi hennar hélt fram fyrir hæstarétti. En hann sagöi að hún hefði sætt svo illri meðferð af hendi ræningja sinna að hún gæti varla munað hvað gerðist þessa 19 mánuði, þvi þá hefði hún naumast verið meö sjálfri sér. Dómari sá sem er I forsæti fyrir réttarhöldum þeim er nú hefjast, Oliver Carter, telur þann . framburð m jög vafasam- an. Réttarhöldin hefjast nk. föstudag, þar eð sálfræðingar álita ungfrú Hearst of óstöðuga á geðsmunum til að geta mætt fyrr. Það litla sem vitað er um betta skeið i ævi Patty Hearst gefur til kynna að hún hafi breyst úr skólanema af rikum ættum i árásarhneigðan borgarskæruliða, og kallaði hún foreldra sina „svin” aftur og aftur. En loks áður en hún var hand- tekin hafði hún fengið nóg af „karlmannaveldinu” og gerðist „róttæk kvenréttindakona” vegna áhrifa kvenna þeirra er i kringum hana voru. Að sögn timaritsins Rolling Stone urðu tvennskonar breytingar á Patty eftir að henni var rænt þann 4. febrúar árið 1974, og fram til þess er hún var handtekin 18. september sl. Þessar upplýsingar bárust i fyrsta lagi frá Wendi Yoshi- mura sem var handtekin um leið og Hearst, og frá Soliah-systrum sem nú eru tald- ar fara huldu höfði, en voru Ungfrú Yoshimura sem er áköf kvenréttindakona hafði mikil áhrif á ungfrú Hearst. 1 lok sumarsins hafði Patty tapað miklu af hrifningu sinni fyrir neðanjarðarstarfsemi og fór að lita á SLA sem karlmannaveldi. Patty hugsaði oft um að snúa aftur til fjölskyldu sinnar á meðan „Teko hershöfðingi” eins og Harris nefndi sig, gaf henni og Emily fyrirskipanir. Nokkrum dögum áður en Patty og Yoshimura voru hand- teknar var önnur Soliah-systir- in, Kathy, fengin til að miðla málum, og lögreglunni til mikillar undrunar voru þeir sem eftir voru af SLA handtekn- ir. Það er almennt álit manna að Kathy og systir hennar Josephine séu höfundar bæklings nokkurs er komút fyrir skömmu. „Byltingin og mannréttinda- barátta kvenna eru alveg sam- ofin” stendur þar, „vopnuð bylting er aðeins fyrir karl- mennina.” En þessi stúlka aftur á móti, Patricia Hearst, ieiksoppur örlaganna á lciö til dómarans aö svara til saka sem henni voru aldrei sjálf- ráðar, smellur bctur inn í þá mynd sem verjandinn hcfur dregið upp. Námsmærin og auðmannsdóttirin, Patricia Ilearst eins og hún leit út áður en henni var rænt. Pabbastelpan breyttist í byltingar- stólku Að sögn blaðsins „Rolling Stone” var ungfrú Hearst greymd i litlu herbergi með bundið fyrir augun og mann- ræningjarnir skiptu sér ekkert af henni. Að sjö vikum liðnum um- breyttist hún svo skyndilega, jafnt tilfinningalega sem" stjórnmálalega, og fór þess á leit við ræningja sina að hún fengi að ganga i lið með þeim. Eftir að sex af átta upphaf- legum meðlimum SLA vofu skotnir af lögreglunni i Los Angeles i mai 1974 ók félagi ungrú Hearst henni til felustað- ar á bóndabæ i Pennsylvanfu. „Þú þarft ekki endilega að fara til Pennsylvaniu. Ég skal far með þig hvert sem þú vilt”, sagði hann. „Ég vil vera hjá vinum min- um” svaraði Patty önuglega. Þá um sumarið fór Patty að kalla yfirvöldin „svin” og birti i blaðinu New York Times lista yfir þá sem SLA hygðist reyna að drepa næst. En skap hennar virtist batna þegar á sumarið leið og hún hætti að kalla yfirvöldin svin, kvartaði sjaldan undan slæmum aðbúnaði, og birti ekki fleiri lista i New York Times. Þegar hún sneri aftur til Kaliforniu var hún óviss hvort hún ætti að helga sig byltingunni áfram, en ákvað að fela sig þar ásamt ungfrú Yoshimura og Bill og Emily Harris.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.