Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 7
Visir. Miðvikudagur 5. nóvember 1975 7 Getur næsta kyn- slóð orðið fyrir skaða ef kona verð- ur barnshafandi á meðan hún tekur pilluna? Þær tegundir pillunnar sem eru á markaðnum i dag munu ekki hafa slæm áhrif á fóstur, þó haldið sé áfram að taka þær. Hormónar sem fyrirfinnast i pillunni eru meira að segja stundum notaðir til þess að fyrirbyggja fósturlát. Er það rétt að nokkrar tegundir pillunnar geti vald- ið migreni? Ekki nokkrar tegundir, heldur allar tegundir, hjá einstökum konum. Ef kona sem ekki hefur áður þjáðst af höfuðverk fær hann oft á meðan hún tekur pill- una ætti hún að leita læknis, ef höfuðverkurinn er staðbundinn öðru megin i höfðinu. Konur sem hafa þjáðst af mi- greni þola pilluna misjafnlega. Sumar verða verri, en hjá sum- um gerir migrenið ekki eins oft vart við sig og áður. Á að skipta um teg- undir öðru hverju? Það er engin ástæða til þess að skipta um tegundir, ef konan þolir pilluna vel og finnur engar aukaverkanir. Reyndar inni- halda margar tegundir pillunn- ar sömu hormóna, þó þær heiti sitt hverju nafninu. Er konum hættara við að fitna þegar þær taka pilluna? Það fitnar enginn af þvi einu að taka pilluna. Hins vegar munu sumar konur þyngjast af ýmsum ástæðum. I fyrsta lagi getur safnast fyrir vökvi i vefjunum. Þetta finnur hver kona sjálf, ef hún léttist á þvi timabili sem hún hvDir sig frá pillunni. Það hjálpar oft að skipta um merki. I öðru lagi getur pillan verið lystaukandi, og þá þyngjast að sjálfsögðu flestir. Á að fá skoðun hjá lækni þegar pillan er notuð og hve oft? Hversu oft skoðun þarf að fara fram veltur á aldri viðkom- andi konu og ýmsu fleira. Til dæmis þvi hvort hún hefur ein- hvern tima haft einhverja sér- staka kvilla eða hvort hún hefur fengið einhverslags auka- verkanir vegna notkunar pillunnar. Það er rétt að láta lækni skoða sig einu sinni á ári, til þess að ganga úr skugga um að allt sé i lagi. Þarf að taka langt hlé frá pillunni? Það veltur á þvi hvort kona ætlar sér að eignast fleiri börn siðar. Kona sem er til dæmis á fertugsaldri og á þegar þau börn sem hún vill eiga, þarf ekki að taka sér hlé. Að sjálfsögðu er þó gott að fylgjast með þvi hvort eggjastokkarnir starfa fullkom- lega eðlilega, með þvi að gera hlé. Hjá yngri konum er rétt að gera hlé um það bil hálfu ári eft- ir að byrjað er að nota pilluna. Þar á eftir annað hvert ár. Hléið þarf ekki að vara lengur en það að vist sé að blæðingar eigi sér stað um það bil mánuði siðar. Er pillan örugg um leið og byrjað er að taka hana? Hún er það ef hún er tekin ná- kvæmlega eins og fyrirmælin segja til um. Viðkomandi læknir gefur allar upplýsingar, og eins fylgja fyrirmælin sjálfsagt með hverri öskju. Hvað skeður ef kona gleymir að taka pilluna i einn dag eða oftar? Það þarf ekki að vera mjög alvarlegt þó ein pilla gleymist. Best er þó, ef kona hefur gleymt að taka pilluna að kvöldi, að hún taki hana strax næsta morgun, og siðan eins og venjulega aftur um kvöldið. Þetta mun i flestum tilvikum engin áhrif hafa á blæðingar og ætti ekki að hafa áhrif á öryggi það sem pillan veitir. En gleymist fleiri en ein pilla er eins gott að treysta ekki lengur á öryggið þann mánuð- inn. Dvinar áhugi á kyn- lifi við notkun pill- unnar? Rannsóknir á þessari hlið málsins hafa leitt fleira en eitt i ljós. I sumum tilvikum reynist það þó svo að konur hafa meiri áhuga fyrir kynlifi en áður. Það er vegna þess að þær eru ekki lengur hræddar um að verða barnshafandi. 1 flestum tilvikum munu kon- ur engan mun finna, og nokkrar munu hafa minni áhuga á kyn- lifi en þær höfðu áður. Ekki er fullkomlega vitað hvort það eru hormónarnir i pillunni sem þessu valda. Það gætu eins verið sálræn áhrif. En ef vandamál skapast i kynlifinu vegna þessa eru til fleiri áðferðir til þess að koma i veg fyrir getnað. „MENN REYNA AÐ VERA KLASSÍSKIR í ANDA" Tónleikar Ka m mersveitar Keykjavikur sunnudaginn 2. nóvembcr. Kly tjendur: Kammersveit Reykjavikur. Stjórnandi og einleikari: Vladi- mir Ashkcnazy. Kfnisskrá: Mo/.art: Serenaða i c-moll KV IIXX Beethoven: Rondo i B-dúr fyrir pianó og bljómsveit Stravinsky: Oktett fyrir blás- ara, Mozart: Pianókonsert i C.dúr KV 453. Þvi miður missti ég af fyrri hluta þessa tónleika og heyrði aðeins tvö siðustu verkin. Oktett Stravinskys er saminn árið 1923 og er gott dæmi um svonefnda nýklassik sem fór eins og eldur i sinu um tónlistarheiminn á þessum árum. Menn reyndu að vera klassiskir i anda, stældu gjarnan verk eldri meistára og sömdu undir gömlum háttum og formum. Þessi músik hljómaði oft eins og útvatnaðir eldri meistarar með nokkrum fölsk- um nótum i bland. En Stra- vinsky var kannski hinn eini ný- klassikeri sem tókst að semja góða tónlist á þessum hæpnu forsendum. Blásarar úr Siníóniuhljómsveitinni léku þennan bráðskemmtilega oktett ákaflega skýrt og greinilega. Náðu þeir vel þeim þurrlega tón sem þessi tónlist þarfnast. Ashkenazy stjórnaði af miklu öryggi og innlifun. Hann lék lika einleik i pianó- konsertMozarts og stjórnaði frá pianóinu að hætti gömlu meist- aranna. Pianókonsertar Mozarts eru einhver bestu verk hansenda eru þeir samdir fyrir hann sjálfan. 1 konsertunum rikir fullkomið jafnvægi milli einleikshljóðfæris og hljóm- sveitar. Konsertinn i C-dúr er ein af perlum tónbókmennt- anna. Ashkenazy og kammer- sveilin fluttu hann frábærlega vel. Ashkenazy hefur óvanalega fagran og glitrandi áslátt og tækni hans öll er hafin yfir gagnrýni. Skrúðnótur og flúr verða i höndum hans hin dýrleg- asta músik. Einkum þótti mér hægi þátturinn fagur á að hlýða. Efnisskrá Kammersveitar Reykjavikur lofar mjög góðu. Þar kennir ýmissa grasa og er margt forvitnilegt á boðstólum. Kammermúsik er einhver göfugasta grein tónlistar og hefur hún hingað til verið nokkuð afskipt hér á landi. En það er öllum tónlistarmönnum nauðsynlegt að taka þátt i kammermúsik, bæði einleikur- um og hljómsveitarmönnum. Þess vegna er starfsemi Kammersveitarinnar mjög þörf og lofsverð. Atli Heimir Sveinsson. glœsilegur" allra söngkvenna. vegna þess hve mikla túlkunarmöguleika það gefur og engin ein túlkun er endilega sú rétta. En það er gaman til þess aö vita að báðar þessar ágætu listakonur eru nú starfandi hér á landi. Þá var einnig ánægjulegt til þess að vita aö leikur hljómsveitarinnar hel'ur batnað til mikilla muna. TONLIST Rutli I.. Magnússon i lilutvefrki C'a riiien. Ég skrapp á sýningu á óper- unni Carmen i Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 3. nóvember. Þetta var þriðja sýning á óper- unni og hún var hnökralausari en frumsýningin, á ýmsan hátt betri og fastmótaðri. Frumsýn- ingarskjálftinn var liðinn hjá og öryggi flytjenda hafði aukist að mun. Og þá fyrst gerði ég mér grein fyrir þvi, hversu mikið af- rek það hefur verið að koma upp þessari sýningu og hversu vel hún er unnin. Ruth L. Magnússon söng i fyrsta sinn hlutverk Carmen. Rödd hennar er mjög falleg, einkum á djúpa sviðinu og söng- ur hennar var glæsilegur. Hún túlkaði prýðilega hina demónisku drætti i eðli Carmen- ar. Ekki ætla ég mér þá dul að bera saman túlkun Ruthar og Sigriðar E. Magnúsdóttur á hiutverki Carmenar. Til þess eru þær of ólikar listakonur, bæði hvað rödd og leik snertir. En Carmen er óskahlutverk Umsjón: Atli Heimir Sveinsson „Rödd hennar er falleg og söngurinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.