Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 05.11.1975, Blaðsíða 11
DÖGG STOKKAR UPP Þaö ætlar ekki af liljómsveitinni Pelican aö ganga, nú hefur llerbert Guömundsson söngvari sagt upp störfum hjá grúppunni. beim er kannski bara svona illa við söngvara, hver veit? Herbert tjáði Tónhorninu það hérna i gær að ástæðan fyrir uppsögn sinni væri sú að viss ágreiningur hefði átt sér stað á milli hans og annars ónefnds meðlims grúppunar, og væri sá ágreiningur aðallega tónlistar- legs eðlis. Herbert kvað uppsögn sina hafa verið að þróast i lengri tima, og reyndar hefði hann aldrei reglulega fundið sig i grúppunni. Ástæðan fyrir þvi kvað hann hafa verið rikjandi stress innan grúppunnar svo og, ,,kalt við- mót pressunar” og almennings yfirleitt i garð Pelicans, ef.tir inngöngu sina i grúppuna. Tónhornið spurði Herbert þá, ,,og hvað tekur nú við”? ,,Tja, ég veit ekki, en ég býst við ég snúi mér að sóló plötu sem lengi hefur verið i kollinum á mér”. Reyndar sagði Herbert að hann hefði viljað taka nokkur lög sin til meðferðar hjá Peli- can, en þá hefði sumsé ágrein- ingurinn byrjað, þvi menn voru ekki sammála. Ekki tókst Tónhorninu að ná sambandi við aðra meðlimi TONHORNIÐ •• Umsjón: Orn Pedersen Pelican í vanda: Absúrd undanrenna MEGAS: ,,Spáðu i mig" — ,,Komdu og skoðaðu i kistuna mina." Sælir eru einfaldir, dettur mér oft i hug er ég sé eða hlýði á Megas. Megas er sérstæður persónu- leiki, það sér maður strax á út- liti hans og framkomu, og til að fá titilinn absúrd, þarf hann bara að taka upp gitarinn og syngja með, (jafnvel án þess að snerta strengi gitarsins). Ég verð að játa að persónu- lega finnst mér hin tónlistarlega undanrenna Megasar absúrd, og það leiðinlega absúrd. Ef einhver filósófia á að leyn ast i þessari undarennu, þá er húnannaðhvurt vel falin, eða þá er ég hreinlega blindur fyrir henni. Að vissu leyti þá býður þessi litla plata Megasar uppá öllu léttari tegund absúrdimans, en þess sem var innihald stóru plötu hans, en engu að siður missir hún marks, hvað mér viðkemur allavega. „Spáðu i Mig” er þó skárra lag þessarar plötu, og dæmist sem „commercial" lag, eða milli- vegur Megasar á milli dægur- lags og „Absurd a La Megas”. „Komdu og skoðaðu i kistuna mina” hefur Megas oft flutt bet- ur á tónlistarkvöldum en á þess- ari plötu. Danir eiga sinn Paul Dissing, og margur vill nefna Megas hinn islenska Dissing, þvilik fjarstæða. Megas er og verður bara Megas, hvort sem menn þola hann eður ei, og ég býst bara við að ég þurfi að viðurkenna þá einu staðreynd. Þar fellur Bjarki ISJAKKI TRYCiGVASON. „Wild N'iglit". „Hvcr ert þú”. Flytjendur: Bjarki, llljóinsv. Júdas. Reynir Sigurösson, Rún- ar (ieoi'gsson. VVild Niglit: betta gamla lag Van Morrissons fær sæmilega meðferð frá honum Bjarka (með aðstoð Júdasar og Rúnars G). Það er greinilegt strax i byrj- un lagsins að Bjarki lætur sér ekki nægja að taka þetta lag Morrissons, heldur notfærir hann sér einnig söngstil þess fræga manns. Það er sosum ókei ef vel er gert, og i þessu tilviki er það upp á teningnum. Lagið er keyrt íull-mikið upp að minum dómi, en það er e.t.v. gert með diskótek höfuðborgar- innar i huga. En i „llver ert þú” (gamla Tequila Sunrise með Eagles) hættir Bjarki sér útá hálann is. Meðferð Júdasar á laginu er með ágætum, enda hafa þeir nokkur Eagles lög á prógrammi sinu og ættu þvi að kannast við uppskriítina. Á köflum finnst mér eins og að Bjarki sé að missa tökin á söngnum (sumsé missa rödd- ina), og nistir það mannsins eyra. Það er ekki á hvers manns færi að stæla Eagles, allra sist sönghliðina, og þar fellur Bjarki. Bjarki hefði þó getað bætt úr þvi með aðstoð tæknimanns, en sú aðstoð virðist ekki hafa verið fyrir hendi, og reyndar furðu- legt að tveir áberandi gallar á söng Bjarka skuli ekki hafa verið bættir i tima. Þáttur Reynis á vibrafóninum er óaðfinnanlegur. en það er von min og trú að Bjarki æfi sig bet- ur undir næstu upptöku. þá þarf vart að spyrja um árangur. Orp. Visir. Miðvikudagur 5. nóvember 1975 Mó ég biðja um meira EIK: „Hotel Garbage Can”. Sadness”. ,Mr. Þetta er ánægjuleg plata frá Eik, og jafnframt þeirra fyrsta (má ég biðja um fleira?). Lögin eru bæði eftir þá Þor- stein og Harald, og lofar það vissulega góðu fyrir framtið Eikarinnar, þegar frumverk þeirra er 100% frumsamið (þvi geta vist ekki allar okkar hljóm- sveitir státað af). „Hotel Garbage Can” er hraðara !ag plötunnar, og má strax heyra að lagið byggist aðallega á bluesstefi sem þeir Þorsteinn og Haraldur síðan þróa i „rock filingu”. Söngur Sigurðar (ekki Sólveigar) er óaðfinnanlegur, enda á hann að vera eins hrár og mögulegt er i svona lagi. Bakraddir syngja þær Helga Steinson, Berglind Bjarnadóttir og Janis Carol, og þó að ósköp einfaldur sé þá kemur hann hár- rétt út. Sigurður Long kemur á övart með góðum saxafónleik, þar er mikið efni á ferðinni. „Mr. Sadness” er eins og nafnið bendir til, rólegt og „dapurt” lag, sem Lárus setur einna mestan svip á með flautu- leik sinum, ásamt Sigurði söngvara. Lagið er frekar stutt en nota- legt. Um þessa plötu frá Eik er annars ekki meira að segja, hún gleður mig fyrir það eitt að vera þeirra fyrsta plata, jafnframt þvi að vera frumsamin. Það ’má svo aftur deila um það hvort að þessi tvö lög eiga heima á litilli plötu, þvi oft vill það fara svo að þær gleymist. Ég er alveg pottþéttur á þvi að Eik á nægilegt efni á stóra plötu, og hana vil ég fá fljótlega. Herbert hœttur Úrsögn þeirra er þó allt ann- ars eðlis en fyrrnefnd úrsögn Herberts, tveir meðlimir Dagg- ar eru hreinlega orðnir þreyttir á bransanum, og Dögg æfir nú að kappi með tvo nýja meðlimi i broddi fylkingar. Nánar um það á laugardag- inn. örp. Pelicans en Tónhornið hefur lúmskan grun um að Pelican sé nú að æfa nýjan söngvara upp, (kannski uppi i sveit eins og siðast með Herbert?) Aðrar hræringar innan pops- ins hérlendis eru þær, að hljóm- sveitin DÖGG er hætt um stundasakir vegna úrsagnar tveggja meðlima hennar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.